Ísafold - 31.12.1881, Blaðsíða 3
123
optast ganga með landinu upp að árósunum;
á mörgum stöðum mætti koma við fleyg-
nót til laxveiða, jeg vil t. d. nefna fyrir
vestan Bfferseyjargranda við Beykjavik, þar
sem laxinn án efa gengur með landinu,
áður hann gengur í Elliðaárnar; en undir
éins og byrjað væri með laxveiði í sjó,
hlyti aðkemja lög viðvíkjandi þeirri veiði;
t. d. hvað minnstir möskvar mættu vera á
laxavörpum, hverja daga vikunnar þær
ættu að takast upp, eða lokast, og hve nærri
árósum mætti leggja þær, o. s. frv.
Eg fjölyrði ekki meira um þetta efni að
sinni, en fel löndum mínum þessar fáu bend-
ingar til íhugunar, og ef einhver vildi taka
þær til greina, með því að byrja með ein-
hverja nýja veiðiaðferð, er eg fús á að gefa
mönnum þær leiðbeiningar, sem mjer er unnt,
eptir þeirri þekkingu, sem jeg gat aflaðmjer,
við dvöl mína í Noregi
Bitað í desembr. 1881.
ívar Helgason.
Safarmýri
eptir Ólaf búfræðing Ólafsson.
Hvað á lengi að bíða, þangað til eitthvað
er gjört við hina alkunnu gullkistu Bangæ-
t inga, Safarmýri ? Hún er eitt hið bezta og
stærsta engi, ef til vill, á öllu landinu, ligg-
ur r Holtamannahreppi í Bangárvallasýslu.
Austan við hana rennur Ytri-Bangá, vestan
, við hana Kálfalækur. Eyrir sunnan Safarm.
er þykkvibær, en að norðan Bjólu- ogVet-
leifsholtshverfi. Mýrin tilheyrir þessum
bæjum : þykkvabæ, Bjólu- og Vetleifsholts-
hverfi. A jörðum þessum eru nær því 60
búendur og sækja þeir allan sinn heyskap
í mýrina, og vanalega þar að auki flestir úr
Holtum, af Landi og margiraf Bangárvöllum,
Enda er það allur fjarski, sem heyjað er í
mýri þessari á hverju sumri; þó það að lík-
indmn hafi aldrei verið eins mikið og í sum-
ar, sem var tíð hagstæðasta, til heyskapar
á blautum mýrum. Sagði mjer nákunnugur
maður, að eptir því, sem hann fengi næst
komizt, þá hefði þangað í sumar verið sóttir
kring um 40000 hestar af heyi. það er
auðvitað, að á hverjum hesti er ekki mikið,
því vegurinn er slæmur og illur yfirferðar,
en setjum svo, að á hverjum hesti 'sje ekki
meir en rúmir 12 fjórðungar, verður heyið
þó um 500000 fjórðungar. þetta eru stórar
tölur, en nú skal maður gæta að, að í meðal-
ári er það máske ekki meir en helmingur,
, eður hjer um bil 17—23000 hestar, og ekki
það í vætutíð. Mýrin er nfl. fjarska votlend
■ og er háski að fara um hana með skepnur,
■ og ástundum ómögulegt. Mýrin hggur einn-
ig undir stórkostlegum áföllum af vatna-
gangi, eru það báðar Bangárnar og f>verá,
er lítur út fyrir að muni með tímanum jafn-
vel eyðileggja hana, og eru nú sem stendur
mestar skemmdirnar um miðja mýrina, þar
sem Bangá eystri og þverá koma í Ytri-
Bangá. Ef maður skoðar tölurnar hjer að
framan og ýmindaði sjer, sem og er áreiðan-
legt, að maður gæti bætt svo mýrina, að úr
henni fengist í öllum meðalárum, jafnmikið og
af henni fjekkst í sumar nfl, 40000 hestar
og þar að auki betra hey, þá væri það ómetan-
legt gagn og mikill beinlínis hagnaður, og
væri mikils til þess kostandi. Hið fyrsta,
er þyrfti að gjöra, er að verja hana gegn
sumarflóði, er kemur úr hinum fyr greindu
vötnum þegar þau vaxa; það er sumarflóðið,
er gjörir það að verkum, að ómögulegt er
að ná heyi af henni, ástundum, t. a. m.
sumarið 1880, gjörðu vötnin stórmikinn
skaða, þar margir misstu máske meir en
helming af heyum sínum úr henni. Til
þess að verja hana sumarflóði, þarf langan
og sterkan vörzlugarð, máske allt að 2000
faðma á lengd, en óvíða þarf hann að vera
hærri en 2—3 fet. Ef garður þessi væri gjörð-
ur, er allareiðu mikið unnið, þó æskilegt væri,
einnig að skera hana fram, en til þess
þyrfti einnig að setja þar vatnsveitingar í
gang, því framskurðar eingöngu væri ei til
annars en alveg að eyðilegga mýrina, en
væru þar einnig gjörðar vatnsveitingar, sem
hægt er að ná vatni, þá gæti mýri þessi óef-
að orðið hið fegursta engi á landinu.
* * *
Nokkuð líkt stendur á með hin svo kölluðu
Odda-flóð í jpverá. þótt þar sje nóg og gott
heyfall, þá næst það sjaldan fyrir vatnsaga
og vatnsmegni í þverá. En í sumar er var,
var þetta engi slegið upp á klaka, og náðist
allt heyið í góðri hirðingu, af því veturinn
hafði verið svo harður, en sumarið svo þurt.
Er sönn nauðsyn á því, að gjöra eitthvað
við þessar slægjur, sem mörgum bændum
gæti orðið að miklum notum, og er vonandi
að sýslunefnd Bangæinga, sem nú, eptir
fjárlögunum, fær fje til umráða til eflingar
búnaði, hafi þessar jarða- og slægjubætur í
huganum.
jþjórsúrdalur, þar sem Hjalti Skeggja-
son .bjó, liggur upp frá Gnúpverja hreppi
(norðan megin þjórsár), og eru 3 efstu bæir
hreppsins enn tileinkaðir dalnum ; að öðru
leyti er hann nú að mestu svarðlaus. Hann
eyddist á fyrri hluta 14. aldar af eldgosi úr
Bauðukömbum. Er svo sagt, að eyðst hafi
11 bæir ; en rústir finnast þar af fleiri bæj-
um, flestar meira eða minna glöggvar, þann-
ig að steinaröð sýnir undirstöðu húsveggj-
anna. Virðast þær allar, að því er sjeð
verður, vera frá sama tíma. Nöfn fylgja
mörgum þeirra, en sum eru gleymd' I Innri-
Áslákstungu er rústin glöggvust, og um leið
stærst. Skálinn hefir verið 50 álna langur,
og 6—7 álna breiður, með 2 dyr á suður
hliðvegg; miðgafl skiptir honum í tvö hús,
ogerannað rúmar 30 álnirálengd, hittrúm-
ar 16; miðgaflinn er 3 álna þykkur og eru
dyr á honum. I Sámstöðum er rúst lík þess-
ari, og allstaðar má sjá, að aðalreglan er hin
sama í húsaskipaninni, þó ýms mismunur
sje á þeim að öðru leyti. I Stöng, þar sem
Gaukur Trandilsson bjó, er jarðvegur gró-
inn yfir bæjar rústina, en fjósrúst sjest all-
gjörla og standa báshellur fastar. A Skelja-
stöðum (Skeljungsstöðum?), þar semsagt er
að verið hafi bær Hjalta Skeggjasonar, hefir
einnig, til skamms tíma jarðvegur hulið meiri
hluta rústarinnar; nú er hann blásinn burt að
mestu. Kirkjugarðurinn er blásinn upp fyr-
ir löngu, og sjást enn leifar af mannabeinum;
eru nokkur þeirra komin í forngripasafnið.
Eptir ítrekaðar skoðanir, í nokkur undanfar-
in ár, hefi jeg samið ritling um |>jórsárdal
og byggðarleifar í honum, með uppdráttum
af rústunum; einnig tók jeg þar í munn-
mælasögur þar að lútandi þær er jeg gat feng-
ið. Bitið er enn eigi prentað, og væri, að
líkindum, rjettast, að fornleifafjelagið ljeti
rannsaka rústirnar áður, einkum þar er jarð-
vegur hylur. því nauðsýnlegt er að vita sem
gjörst um þessar merkilegu menjar hinnar
fornu húsaskipunar.
Br. J.
f>að er þakklætisvert, að hinn heiðr-
aði forstjóri hinnar íslenzkustjórnardeild-
ar í Kaupmannahöfn hefir aj nýju í
VIII. 2g. blaði ísafoldar vakið máls á
því, sem auglýsing landshöfðingja 18.
maí 1876 lýtur að, að nokkrir íslenzkir
sjóðir og stofnanir eiga Qe í ríkissjóði,
sem ekki gefur meiri leigu árlega, en
yk eða Ý!t1° og sem, af sumum þeirra,
leiga ekki einu sinni hefir verið hirt um
fleiri ár. Jeg er nú hinum heiðraða
greinar-höfundi samdóma um, að eigi sje
sjeð fyrir þessu fje eins og vera ber,
en skal geta þess, að engin af skulda-
brjefum þeim, sem á sínum tíma hafa
verið gefin út fyrir slíku fje tilheyrandi
kirkjum, eru eða hafa verið undir minni
umsjón eða 1 mínum vörzlum, nema tertia-
kvittun ein, að upphæð 40 kr. með
tilheyrandi Haukadalskirkju, sem
er bændaeign. Hin önnur slík skulda-
brjef, hvort sem vera kunna eign ljens-
kirkna eða bændakirkna, eru öll í vörzl-
um hlutaðeigandi fjárhaldsmanna kirkn-
anna, og finn jeg ástæðu til hjer með
að skora á þá, bæði að annast um að
skipta skuldabrjefunum fyrir önnur 4°/»
skuldabrjef og vitja vaxtanna í tíma.
Af því að Viðvíkur kirkja er næst
Hólakirkju sú eina kirkja eða presta-
kall, er til nokkurra muna á slíkt fje
með lágum vöxtum, skal jeg sjerstaklega
taka það fram, að hlutaðeigandi pró-
fasti er falið að sjá um, að fje þessu
verði haganlegar fyrir komið, en áhrær-
andi Hólakirkju, sem mjer sem bænda-
eign hefir verið óviðlcomandi, er jeg
þess fullviss, að hinir núverandi eigendur
hennar munu bæði hirða vextina og að
öðru leyti sjá fyrir fje hennar á sem
haganlegastan hátt.
Reykjavík 14. des. 1881.
P. Pjetursson
þessi lög eru komin með staðfestingu
konungs:
1. Fjárlög fyrir 1882 og 1883.
2. Fjáraukalög fyrir 1878 og 1879.
3. Fjáraukalög fyrir 1880 og 1881.
4. Lög um endurborgun á skuldakröf-
um landssjóðs.
5. Lög um útflutningsgjald á fiski og
lýsi o. fl.
6. Lög um löggildingu verzlunarstaðar
á Hesteyri.
7. Lög um löggildingu verzlunarstað-
ar við Kolbeinsárós.