Ísafold - 31.12.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.12.1881, Blaðsíða 4
119 8. Lög um gagnfræðaskólann á Möðru- völlum. 9. Lög um breyting á 1 gr. í lögum 27. febr. 1880 um skipun prestakalla 10. Lög um breyting á tilskipun um póstmál 26. febr. 1872 oglögumi5 Okt. 1875 um breyting á sömu til- skipun. Póstmál. Eptir auglýsingu lands- höfðingjans hefir ráðgjafinn fyrirísland samþykkt þessar breytingar á póst- göngunum. 1, að aðalpósturinn milli Akureyrar og Reykjavikur leggi leið sína um verzl- unarstaðinn Blönduós í Húnavatns- sýslu, bæði á suður- og norðurferð- um sínum, og að þess vegna a, brjefhirðingastaður verði stofnaður á Blönduós, en að brjefhirðinga- staður sá, er verið hefir á Reykj- um, verði lagður niður, og b, að aukapósturinn út á Hólanes (Skagastrandarpósturinn, sbr. 8. gr. f, auglýsngar 3. maí 1872) eptir- leiðis hefji göngu sína ekki frá Sveinsstöðum en frá Blönduós í hvert sinn, er pósturinn kemur þangað að sunnan. 2, að jþingeyjarsýslupósturinn, sem er aukapóstur aðalpóstsins frá Akureyri til Seyðisfjarðar og fer frá Grenjað- arstað norður á Sauðanes (sbr. 8. gr. h. auglýsingar 3. maí 1872) haldi á- fram leið sinni frá Sauðanesi að verzl- unarstaðnum Vopnaíirði, og að stofn- aður verði nýr aukapóstur frá Höfða í Vallnahreppi á VopnaQörð, er fari á stað undir eins og aðalpósturinn er kominn frá Höfða að Prestsbakka; en aptur á móti að aukapósturinn frá Grímsstöðum á aðalpóstleiðinni frá Akureyri til Seyðisfjarðar verði lagð- ur niður. 3, að stofnuð verði brjefhirðing á Möðru- völlum i Hörgárdal. 4, að stofnaður verði aukapóstur frá Stykkishólmi til Flateyjar, og að stofnuð verði brjefhirðing á síðar- nefndum stað. Breytingar þessar ná gildi 1. jan- úar 1882. (íjöf geheime-etazráðs A. F. Kriegers til landshókasaínsius. Lögvísi 80 bindi. þar á meðal 10 bindi af Kritisehe Viertel- jahrschrift, og sænskt lagasafn, 14 bindi. Saga og Bókmenntasaga 146 bindi. þar á meðal eru rit eptir marga ágæta frakkneska rithöfunda, svo sem: Beulé, Gaston Boissier, Michelet, Miquet, Maxime du Camp, Amédée Thierry, Mad. de Sevi- qué, Nisard, Villemain, Sainte-Beuve, Wallon, og fl. Stjórnfrœði og landshagsskyrslur 173 bindi og hepti. þar á meðal eru rit eptir Jules' Simon, L. Audiffret Pasquier og fl. merka stjörn- fræðinga. Landshagsskýrslurnar eru flest- ar norskar. j Fögur vísindi 56 bindi. þar á meðrl eru öll Bellmanns rit, og rit eptir Frederikke Bremer, Aug. Blanche, og fl. Yeitt prestaköll. 4. nóv. Setberq síra Jens V. Hjaltalín í Nesþingum. ■ 24. — Stöð í Stöðvarfirði síra Jóni Aust- mann í Saurbæ. 29. — Hof 1 Álptafirði síra Brynjúlfi Jónssyni á Beynisþingum. 5. d. Fjörður í Mjóafirði cand. theol. þorsteini Halldórssyni frá Hofi í Vopnafirði. 12. nóv. er slra Jón þórðarson skipaður til að vera prófastur í Húnavatnspró- fastsdæmi. 22. — var síra Geiri Bachamann í Mikla- holti veitt lausn frá embætti frá næstkomandi fardögum. Ur Skagafirði er skrifað 15. þ. m., að þar hafi, fram að þeim tíma, jafnan verið góð tíð og snjólítið, en norður í Eyjafirði hafði komið snjór, og bloti of- an á, svo að þar var, í byrjun þessa mánaðar, jarðbönn mikil. í öllum veiði- stöðum norðanlands hafði afli verið góð- ur, og í Eyjafirði jafnvel svo, að menn mundu varla annan því líkan. Hinir norsku síldarveiðarmenn voru farnir í miðjum nóvbr. og hjelzt síldaraflinn þá enn við Hrísey; síldaraflinn á Eyjafirði í sumar og í haust hafði orðið undir 80000 tunnur; síldarveiðarfjelag það, er Tryggvi stofnaði í fyrra hafði fengið um 6500 tunnur. Fiskisýning á aðvera í Edinborg 12. april 1882, en með því engum munum verður veitt þar viðtaka eptir 1. mars næsta ár, og engin miðsvetrarferðverð- ur hjeðan þangað í vetur, eru íslend- ingar, þótt vildu, útilokaðir frá því, að taka þátt í sýningu þessari. Færeyingar hafa borið sig upp við ráðherrann um fiskisamþykktir Austfirð- inga (Seyðis- Reiðar- Norðfirðinga o. fl.) er þeir segja traðki þegn-rjettindum sínum, og meini sjer að stunda fiskiveið- ar við ísland. AUGLÝSINGAR. Menn hafa eflaust heyrt getið um hinn mikla síldarafla á Eyjafirði í sumar, og hvern- ig þeir innlendir menn, er í fyrra vor gjörðu þar fjelag til síldarveiða hafa fengið peninga sína margfalt borgaða. ' En með því að margir kunnugir menn hafa sagt mjer, að mikil von sje til, að hjer við Faxaflóa muni mega hafa mikla síldarveiði, og það einmitt helzt fyrri hluta sumarsins, þegar veiðivon- in er minnst annarsstaðar, þá virðist mjer mjög áríðandi, að gjöra hjer tilraunir til að veiða sild, því verið getur, að hjer felist eigi minni auðsuppspretta, en síldarveiðin hefir reynzt annarsstaðar. Til þess að reyna að koma framkvæmd á málið, vil jeg hjer með biðja þá menn, sem taka vildu þátt í því, að koma á fund til að tala um þetta á borg- arasalnum miðvikudaginn 4. janúar, kl. 5. e. m. Beykjavík, 31. des. 1881. Eggert Gunnarsson. Mig undirskrifaðan vantar af fjalli rautt mertryppi, veturgamalt, með mark: sýlt vinstra og biti aptan. Bið jeg hvern þann, sem hitta kann tryppi þetta, að gjöra mjer þar um vísbending móti sanngjarnri borgun. Bakka, 28. desember 1881. Arni J. Grimsson. Seltlar óskilakindur í Biskupstungnahreppi haustið 1881. 1. Hvít ær veturgömul, mark: tvírifað í sneitt framan hægra, heilrifað standfjöð. fr. vinstra ; hornmark : miðhlutað hægra, 2 standfjaðrir apt. v.; brennim. G J 2. Hvít ær veturg., mark : blaðst. fr., stand- fj. apt. h., sneitt fr., biti apt. v. 3. Hvítt gimbrarlamb, mark : sneitt fr. v. 4. Svartbíldótt gimbrarlamb, mark : lögg fr. hægra, gat vinstra. 5. Hvítt gimbrarlamb, mark : stýft, lögg fr. hægra, stúfrifað vinstra. 6. Hvítt gimbrarlamb, mark : sýlt, lögg fr. hægra, sýlt vinstra. 7. Svart geldingslamb, mark: sneiðrifað a., standfj. fr. h., miðhlutað biti apt. v. 8. Hvítur lambhrútur, mark : sneiðrifað fr. h., sýlt, biti fr. v. 9. Hvítur lambhrútur, mark : stýfðurhelm- ingur apt. h., sýlt vinstra. 10. Hvítur lambhrútur, mark : stýfður helm- ingur, hamarskorið vinstra. 11. Hvítur lambhrútur, mark : gagnbitað h., stýft, biti apt. v. 12. Mórautt gimbrarlamb, mark: stýfður helmingur apt. hægra, sýlt vinstra. 13. Bíldótt geldingslamb, mark : gagnfjaðr- að hægra, Hvatt vinstra. 14. Hvítt geldingslamb, mark: gagnfjaðrað hægra, stúfrifað vinstra. 15. Hvítt geldingslamb, mark: tvístýft, stand- fj. a. h., heilrifað v.; hornm.: tvístýft apt. hægra, stýft vinstra. 16. Hvítt geldingslamb, mark : Tvístýft apt. h., hangfj. apt. v. 17. Góltott hrútlamb, mark : gagnfj. hægra, hvatt vinstra. 18. Hvítt gimbrarlamb, mark: miðhlutáð h., sneitt fr. vinstra. 19. Hvítt gimbrarlamb, mark : sneitt fr. h., sýlt, standfj. fr. v., bragð apt vinstra. 20. Hvítt gimbrarlamb, mark : sneitt fr. h., miðhlutað vinstra. Eigendur framanskrifaðra kinda geta feng- ið verð þeirra að frádregnuin kostnaði hjá undirskrifuðum ef þeir gefa sig fram fyrir næstkomandi fardaga. Biskupstungnahreppi, 5. desbr. 1881. Tómas Guðbrandssqn, E. Kjartanssoii. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.