Ísafold - 02.05.1882, Síða 2

Ísafold - 02.05.1882, Síða 2
30 ef þeir sjálfir í raun og veru þyrftu að kosta framfæri þeirra. f>að er almenn skoðun, og hún efalaust á fullum rök- um bygð, að það sje búskap manna yfir höfuð til hnekkis að hafa þann hrossafjölda, er menn hafa í sumum sveitum1, en það nægir eigi að menn sjái þetta; þeim manni, sem eigi getur varið land sitt fyrir hrossum, þykir, úr því sem gjöra er, betra að eiga sjálfur nokkuð af þeim. Ákvarðanir þær við- víkjandi ágangi af skepnum, sem hjer ræðir um, mundu nú leiðrjetta þessa skökku búnaðarstefnu, og gjöra mönn- um unnt að nota land sitt fyrir þær skepnur, er þeir sæu sjer mestan hag við að hafa, án þess að það væri bóta- laust urið upp af hrossum annara, og á hinn bóginn mundi helzta hvötin til að hafa óþarfan hrossafjölda hverfa, þegar menn yrðu að hafa þau í sínu eigin landi eða borga fyrir beit þeirra. Umtalsefni greinar þessarar er það atriði landbúnaðarmálsins, sem einna mesta þýðingu hefir fyrir allan almenn- ing; það er svo almennt viðurkennt, að nauðsynlegt sje að breyta lagaákvörð- unum þeim, er nú gilda um þetta efni, að líklegt er að það dragist eigi leng- ur en til næsta alþingis; til þess tíma eiga menn nú kost á að hugleiða þetta efni og láta í ljósi skoðanir sínar um það, og höfum vjer ritað athugasemdir þessar í því skyni, að þær gætu orðið til leiðbeiningar við íhugun málsins; þótti oss þvi fremur ástæða til þess, sem nýlega hefir í blaðagrein einni verið haldið fram í tölunni, en sú stefna í þessu máli eigi nefnd á nafn, sem neðri deild alþingis í fyrra samþykkti. Eigi veldur sá er yarar þó yer fari. í fyrrasumar var byijað að leggja veg frá heiðarbrúninni hjá Lækjarbotni og er auðsjeð á stefnu brúarinnar að vegurinn á að leggjast niður hólmana, en mönnum þeim, sem þessu rjeðu hefir ekki verið full Ijóst að áin á veturna flóir yfir alla hólmana í leysingum. pá 12 vetur sem eg er búinn að vera hér í Elliðakoti, hefir áin á hverjum vetri runnið yfir hólmana og suma opt, og er það eðlilegt þegar árfarvegurinn er orðinn fullur af snjó og klaka, en vatnsrennslið svo lítið undir ísnum að þegar leysing kemur í fjallið, hlýtur allt hið mikla vatn sem þá kemur nið- ur Fossvallaárnar að renna yfir hólm- ana sem eru jafnlendir; þessu vara menn sig ekki á, sem ekki koma hjer nema á sumrin, og sjá þá árfarveginn bæði djúpan og breiðan. J>að er ekki hyggilegt að fara eptir því hvar vegurinn kostar minnst, þeg- I) Hrossin gjöra án efa meiri skaða í högum, eu virðast kann í fljótu bragði; þau velja jafnaðar- lega beztu blettina, og skilja einatt eigi við hvern þeirra fyrri en þeir eru unnir upp; sauð- fje fer aptur á móti öðruvísi að. ar hann fyrst er lagður; menn eiga að meta það mest, að vegurinn sje eptir því sem unnt er, lagður beinn og þar sem hann þarf minnst viðhald. Veg- irnir hjá okkur eru ofdýrir til þess að menn sjeu aðgæzlu lausir um að leggja þá þar sem þeir máske á fyrsta ári verða eyðilagðir af náttúrunni, hvernig sem frá þeim er gengið. Vegurinn yfir Svinahraun mun vera þijevetur í vor, og hvernig hann verð- ur f vor veit eg ekki, enn svo var hann næstliðið haust, að hestar sem reknir voru yfir hann, fóru heldur út um hraun en renna veginn, og dýr verður hann með árafjöldanum, ef hon- um á að verða viðhaldið í brúkanlegu standi. Auk þess að illa er frá hon- um gengi, er hann óhyggilega lagður og þeir sem ijeðu því, að vegurinn var lagður niður Svinahraun á leið fyrir sunnan Vötn, munu betur færir til ann- ars en ráða hvar fjallvegir eru lagðir. En þó hinn klaufalegi krókur sje þegar kominn á veginn suður fyrir Vötn, ættu menn i tíma að nota vitið til að út sjá hentuga leið, fyrir veginn frá Vötnunum niður að Ártúni. Guðm. Magnússon. ÍSLEZKAR KAUPSTAÐARVÖRUR 1881. Eptir því sem segir í venjulegri árs- skýrslu þeirra Simmelhag & Holms, brakúna í Kaupmannahöfn, um aðflutning á ýmsum varningi frá Noregi, íslandi, Eæreyjum og Grænlandi, hefir árið 1881 flutzt frá ís- landi til Kaupmannahafnar hjer um bil þetta: (Til samanburðar eru hjer einnig settar samsvarandi tölur úr skýrslunni frá árinu á undan 1880). 1881 (1880) UU pd....................1300000 1000000 Lýsi tnr................... 8300 9300 Saltfiskur skpd........... 13700 13800 Harðfiskur skpd............. 844 1038 Sauðakjöt salt. tnr........ 9300 7800 Tólg pd.................. 359000 365000 Sauðargærur, salt......... 63800 38000 Æðardúnn, hreins.pd..... 5800 7600 En til Fnglands : UU pd.................... 550000 675000 Saltfiskur skpd............ 8400 9100 Og til Spánar: Saltfiskur skpd........... 23100 25700 Samt. til Khafn. og Engl. Ull pd...................1850000 1675000 Samt. til Kh., Engl.ogSpán: Saltfiskur skpd........... 45200 48600 Eptir óselt í Khöfn í árslok 1881: 35000 pd. af ull, 900 tunnur af lýsi, 350 skpd. af harðfiski, 900 tunnur af kjöti og 2200 sauð- argærur. Verðlagið var sem hjer segir, á púndinu af ull, tólg og dún, á skippundinu af fiski, á tunnunni af lýsi (210 pd.), og kjöti (224 pd.), og á vöndlinum af sauðargærum (þ. e. hverjum 2 gærum). a. í Kaupmannahöfn. 18 81 (1880) Hvít ull norðl........... 71-85 85-96 a. Hvít ull sunnl........... 71-76 78 - Hvít ull vestfirzk....... 73-76 80 - Svört ull................ 70-75 70-80 - 18 81 (1880) Mislit ull norðl......... 51-65 | Mislit ull sunnl. og vestf. 55-60 | ^ a' Tólg.................... 33-37 30-33 - Sauðargærur .............610-635 510-640 - Sauðakjöt, salt......... 45-53 44-56 kr. Hákarlslýsi tært ....... 49-55 36-44 — Dökkt lýsi.............. 30-48 32-40 — Saltfiskur hnakkak...... 60-63 48-65 — Smáfiskur salt.......... 48-54 32-36 — Ysa söltuð ............. 40-45 25-32 — Langa söltuð............ 46-64£ ? — Harðfiskur.............. 70-110 65-110— Æðardúnn ...............llþ-13 llf-12^— b. A Englandi: Hvít ull norðl.......... 74-75 82-92 a. Hvít ull sunnl. og vestf. 71-73 67£-80£ - Mislit ull .............. 53.55 45-70 - Smáfiskur salt.......... 46-55 28-38 kr. Ýsa söltuð ............. 36-43 21-30 — c. Til Spánar: Saltfiskur vestf. (málsf.) 64-|-71A 46-50 — Saltfiskur sunnl........ 58-64-| 40-44|— I ullarverðinu eru umbúðir meðtaldar í Kaupmannahöfn, en ekki á Englandi. í verðinu á kjöti og lýsi er ílátið talið frá. það er tekið fram í skýrslunni, að harð- fiskskaup fari minnkandi ár frá ári. Sauðargærur reyndust óvenjurýrar, og frá sumum verzlunum ekki í umsömdu standi; fengu sumir því ekki meira fyrir vöndulinn en 5 kr. eða ekki það. „Um framræslu eptir búfræðing Torfa Bjarna- son í Ólafsdal“ (ísaf. IX. 7.) gefur mjer efni til fylgjandi athugasemda. Jeg ætlast eigi til að lögð sjeu lokræsi þar sem jarðvegurinn er of laus fyrir þau yfir höfuð, en ef minni kaflar (dý, jarðfall eða þvil.) kæmi fyrir, er svo kynni að vera, má þjetta botninn undir pípu- ræsi, svo þau eigi sigi þar fremur en annarstaðar, og þarf það eigi að vera neitt „basl“. Járnpípan eða trjerennan i ræsismynninu á að vera svo víð, að síðasta leirpípan í ræsinu gangi inn í efri enda rennunnar, en hinn endinn á — til þess að mýs skríði síður inn í ræsið — að standa svo sem J/2 fet út úr bakka skurðsins, sem ræsið fellur í. Hann á að vera dýpri en ræsið. Get jeg þessa af „löngun til að fræða“ þá, er eigi vita áður, en vilja skilja það. Hafi herra Torfa þótt tilhlýðilegt vegna viðvan- inganna að „velja þá vardaminnstu aðferðina“ við samskeyti pípuræsanna, sem hann álítur „að muni ekki verða tiðkuð hjer á landi að sinni“, því þá eigi einnig við jarðræsin, sem ætla má að fremur verði notuð að svo stöddu? Með allri virðingu fyrir hinum norska rithöfundi o. fl- (sem þó eigi er getið í timaritinu), vil jeg eigi hika við að víkja frá fræðilegum setningum hans eða annara, þar sem þær eigi hafa verklega þýðingu fyrir oss, hvort heldur það er vegna „viðvaninga“ eða annara sjer- legra kringumstæða. |>að lítur svo út, sem herra Torfa mislíki, að jeg skuli dirfast að fást um ritverk hans sem eldri manns. A annan hátt get jeg eigi skilið tilraun hans til að hártoga einstök orðatiltæki í grein minni (Isaf. IX. 1.). Að hann h a f i t a 1 i ð túnin með sáðlandi, dreg jeg út úr þessum orðum sjálfs hans (Tímar. bókm. 2. árg. bls. 2#2—233): „ÖUu landi, er þurka skal, má skipta í þrjá flokka: 1. Óræktaflóar ... 2. Grasmýrar ... 3. Sáðlendi. . kalla(!) jeg alla þá jörð, sem árlega er unnin með akuryrkjutólum, hvert sem þar skal rækta jarðepli, rðfur(?) eða sáðgresi til heyskapar eða ann- ad“. — f>au tún, sem eigi eru svo raklend, að þau geti heitið „gra.,-mýri“, hljóta því að vera í 3.flokki, ella skil jeg eigi hvar þeim er flykkt. Aðrar mótbárur hr. Torfa gegn athugasemdum mínum tek jeg eigi til greina; enda hefi jeg enga löngun til að hefja deilu út af litlum ágreiningi, Og vil jainvel eigi taka mjer eldri menn til fyrir- myndar í því, Skal jeg því hjer með hafa úttalað um þetta mál. Björn Björnsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.