Ísafold - 08.05.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.05.1882, Blaðsíða 4
 36 landi mjög stirt að undan förnu; sein- ast í marz gjörði góðan bata; en í frostunum, sem þá komu á eptir, dó. allt það út, sem grænt kom undan snjónum, og um gróður var eigi að tala; 26. f. m. byrjaði hjer ákaft norð- anveður með miklu frosti og stóð það næstum í viku ; er hætt við að áfelli þetta hafi slæmarafleiðingarfyrir skepnu- höld manna, því á undan þvi leit út fyrir að þau mundu verða mjög slæm, og var sagt að menn víðsvegar hjer á Suðurlandi og eins í Skaptafellssýslu vestanverðri hefðu verið orðnir hey- lausir og sumstaðar farið að falla bæði hross og jafnvel fje fyrir megurðar sakir; var einkum orð á því gjört á Rangárvöllum og Landmannahreppi, enda hefir undirbúningurinn þar næst- liðið haust verið í lakasta lagi, eptir því, sem ráða má af skýrslu þeirri um búnaðarástandið þar, sem stóð í síðasta blaði ísafoldar. Fiskiafli hefir hjer við Faxaflóa eigi verið meiri en svo að útlit er fyrir að hlutir verði yfir höfuð í minna lagi. Fyrir norðanveðrið, sem áður er getið voru það aðeins örfáir menn, er aflað höfðu á vertíðinni 300 fiska í hlut, en til jafnaðar munu menn eigi hafa verið búnir að fá öllu meira en 150 fiska í hlut; þá var farið að verða nálega afla- laust í hinum syðri veiðistöðum en nokkuð aptur farið að reitast hjer á nesjunum. Fiskurinn hefir aptur verið heldur vænn. Úr Múlasýslum frjettist með austan- póstinum, að verið hefði stöðug gæða- tíð fram í lok febrúarmánaðar og fiski- afli var þar góður í fjörðunum, sem eigi eru sögð dæmi til um þann tíma árs. Hafís vissu menn til að kominn var að Langanesi. Póstarnir að norð- anogvestan eru enn ókomnir (5. maí), en eptir því sem fréttist með mönnum er komið hafa vestan úr Dölum og norðan úr Húnavatnssýslu, þá voru menn þar um miðjan fyrra mánuð kvíðalaus- ir fyrir heyskorti; Húnaflói var þá ís- laus og kaupskip komið á Skagaströnd, en hætt er við að ís hafi rekið inn í norðanveðrinu í vikunni sem leið. Hltsbruiiar. 26. f. m. brann mikill hluti bæjarins á Hjarðarholti í Mýra- sýslu, en munum þeim er þar voru inni, hafði verið bjargað að miklu eða öllu leyti. Einnig hefir fyrir fám dög- um brunnið suður í Vogum nýbyggt timburhús, er Ari sonur Egils Hallgríms- sonar í Vogum átti; hafði þar farist kvennmaður einn, en aðrir orðið fyrir skemmdum af bruna, og litlu eða engu orðið bjargað af því sem í húsinu var. Smáplstlar frá Kaupmannaliiif'n. 3. New-York Herald, mesta blað Banda- manna í Vesturheimi, hefir lagt með því fastlega fyrir skömmu, að helztu verzlunar- og siglingaþjóðir heimsins leggi saman um að koma á nýjum málþræði milli Vestur- heims og Norðurálfu yfir ísland og Græn- land. A samþjóðafundi veðurfræðinga, er halda á í sumar hjer í Khöfn, á að ræða þetta mál til lykta. Mjer er sagt, að Tietgen hafi í ráði að gjöra út skip í sumar til Islands af hálfumálþráðafjelagsinsmikla, er hann stendur fyrir, með málþráðamenn, til þess að kanna leið fyrir þráðinn. Ymsar þjóðir hafa lagt saman um að gjöra út veðurfræðinga og aðra náttúru- fræðinga til vetrarsetu á ýmsum stöðvum hringinn í kringum Norðurheimsskautið eitt- hvað 12 stöðum alls, svo norðarlega sem fært er eða við verður komið, í því skyni að athuga jafnsnemma og stöðugt margvís- leg tilbrigði náttúrunnar í þeim klakaheim, svo sem norðurljós, segulmagn jarðar, o. fl., og rannsaka yfir höfuð alla náttúruna þar betur en kostur er á á snöggvum ferðum. Menn þessir eiga að vera komnir hver á sínar stöðvar í byrjun ágústmánaðar. Aust- urríkismenn hafavalið sjertilaðseturshólm- ann Jan Mayen, norður frá Grímsey. Fyrir þeirra för ræður Wolgemuth herforingiog er skipið lagt af stað fyrir nokkrum dögum. Útgerðarmaður er Wilszek greifi. I nýjustu skýrslu um síldaraflaNorðmanna við Island árið sem leið, er hann talinn 168 þúsund tunnur. það er komið töluvert hugarslangur í Dani að krækja í slík höpp. þrjú skip frá Jótlandi, 2 frá Randarósi og 1 frá Arósi, er jafnvel komin af stað til Is- lands til síldarveiða þar í sumar. (Framhald síðar). Veðuráttufar í Reykjavík í aprílm. þegar borin er saman veðurátta í umliðn- um mánuði við veðuráttu í sama mánuði í fyrra, þá er ólíku saman að jafna, því þar sem aprílmán. í fyrra var óvenjulega hlýr og veðurátta hagstæð bæði á sjó og landi hefir hið gagnstæða nú átt sjer stað, þvífrá 10. þ. m. hefir vindur blásið frá norðri til djúpanna, þótt brugðið hafi fyrir annari átt hjer í bænum og allan síðari hluta mánað- arins hefir mátt heita aftaka norðanrok með miklum kulda og blindbil til sveita (einkum 26. 27. 28.). 1. logn; 2. 3. 4. hægur á austan, 5.-8. s. hægur, dimmur með nokkurri rigningu ; 9. logn, þokusuddi; síðari part dags geng- inn til norðurs með ofanhríð. 10. 11. 12. landnorðangola (norðan til djúpanna); 13. 14. logn (norðan til djúp.); 15. 16. land- norðan, hvass (norðan til djúp.); 17. 18. 19. hægur á austan; 20. 21. logn, útræna (hvass síðari hluta dags h. 21. á norðan); 22.-30. norðan hvass (26.-30. alla dagana norðanrok). Hitamælir hæstur (um hád.) 7. + 8°R. (í fyrra + 10° -) Hitamælir lægstur (umhádegi) 28. -r- 5° - (í fyrra -í- 2° -) Meðaltal um hádegi f. all. mán.... +1,03°- (í fyrra +5,37°-) Meðaltal á nóttu f. all. mán..... -í-1,08°- Mesturkuldi ánóttu (aðf.n. 16. 17.) -5- 8° - (ífyrra +1,27°-) ensk. þuml. Loptþyngdarmælir hæstur 10.......... 30,50 ------------------lægstur .......... 29,50 Að meðaltali........................ 29,75 Reykjavík 1./5. 1882. J. Jónassen. Auglýsingar. Hafi Árni nokkur, sem mun hafa andast árið 1873-74 eða um það skeið, frá Briðjuholti í Árnessýslu, átt erf- ingja á lífi, Guðrúnu að nafni, þá óskar þorsteinn sýslumaður Jónsson í Reykjavík, að ná sem fyrst tali af henni eða erfingjum hennar, og verður hún eða þeir þá að hafa meðferðis ó- rækar sannanir fyrir skyldleika þeirra við nefndan Árna. Sömuleiðis vill hannfá vitneskju um, hvar f>uríður nokkur Guðmundsdóttir, skyldmenni Höllu Jónsdóttur frá Götu í Hrunamannahrepp, sem mun hafa látist 1874 eða 1875, á heima, ef hún (puríður) er á lífi, eða þá erfingjar hennar, sje hún látin. Til minnisvarða yfir Hallgrím Pjet- ursson hefi jeg enn fremur meðtekið: Úr Jökuldalssókn (síra Stefán Hall- dórsson á Hofteigi) . . kr. 26,00 Úr Staðar og Reykhóla- prestakalli (próf. síru O. E. Johnsen á Stað) .... kr. 28,00 Samtals kr. 54,00 Bessastöðum, 12. apr. 1882. Grímur Thomsen. Til Snorra verzlunarstjóra Pálssonar á Seiðisfirði eru alls innkomnar kr. 171,21. Ur brjefi frá Eggert Gunnarssyni, dags. 6. apríl í Glasgow. Fjelagsmenn mínir í Glasgow tóku mikið vel á móti mjer og eru sama hugar og þegar jeg skyldivið þá næst- liðið haust, að auka og efla verzlunar- samband sitt við ísland undir minni umsjón, og koma vörur frá fjelaginu á þeim tíma, sem bændur heima helzt óskuðu nefnil. fyrir sumarlestir, frá 25. til 30. júní eptir kringumstæðum; einn- ig er ráð fyrir gjört, að jeg kaupi bæði hesta og sauði, og er jeg nú að leyta að, hvar beztur markaður getur fengist fyrir bæði hesta og sauði, ásamt öðrum vöi um er til íslenzkrar verzlunar heyra. Einnig er ákveðið að í næsta mánuði fari til viðskiptamanna minna sunnan- lands skip með salt og kol .... Jeg telegrapheraði strax og jeg kom hing- að til Noregs viðvíkjandi síldveiðafje- laginu okkar og fjekk aptur fullnægj- andi svar um, að við getum náð sam- komulagi og sambandi þar, og verða síldveiðaferðir þaðan seinast: í næsta mánuði. Jeg er nú rjett að segja ferð- búinn til Noregs. Norðanpósturinn kom í gærkveldi og er með honum yfirhöfuð eigi annað að frjetta en allt bæri- legt af norðuriandi, að minnsta kosti skepnuhöldum í vestursýslunum. Á Sauðárkróki voru 2 skip komin, og sömuleiðis á Eyjafjörð, enfyrirlagís komust þau eigi inn að Akureyri. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.