Ísafold - 29.06.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.06.1882, Blaðsíða 3
55 alveg íslaust norður fyrir Seyðisfjörð, en firðir allir voru enn þá fullir af ís; talsvert rek er því komið á ísinn, og vonandi hann fari bráðum frá landinu, svo skip geti komizt leið sína. 12. og 13. júni var veður kalt, og sjókuldinn mikill af ísnum, vindurinn var fyrri daginn norðaustan, en seinni daginn suðaustan, en í þessari veðurstöðu á þessum tíma ársins er næstum alltíð kolniða þoka yfir hafinu fyrir austur- landinu, svo varla sjest lengd skipsins, skipum til mikils farartálma, en nú var báða þessa daga þokulaust og bjart til hafsins, sem styrkir þá trú manna, að hin leiða þoka fyrir austan landið, komi af því, að kaldur norðanstraum- ur og hlýjari sunnanstraumur —- Gólf- straumurinn — renni þar hver móti öðrum. Enginn ís sást frá 8. til n. júní fyr- ir sunnan eða sauðaustan landið, þá dagana sem ísinn rak frá austurlandinu, svo líklegra er, að sunnanstraumur hafi drifið ísinn norðaustur, heldur en að norðanstraumur hafi rekið hann suður í haf. Ritað 13. júní 1882 Tryggvi Gunnarsson. Uiu fiskiveiðar litlendar. þetta er fjarskalegt bull, sagði jeg við sjálfan mig, þegar jeg lagði frá mjer Nr. 150 af »Skuld« og hafði lesið greinina »Herra Nellemann og velferð Islands«. Jeg held reyndar að 'ritstjóranum hafi fundizt það sama og mjer, þvi þegar hann er búinn með »eintal sálarinnar« sem hann leggur í munn ráðgjafans og hr. Trolle, þá segir hann: »1 alvöru höfum vjer ekki sagt« o. s. frv. »heldur benda á hverja þýðingu kappstcekir menn gætu lagt í aðferð þeirra«. Má jeg spyrja, hvað varðar almenningum hvernig »kappstækir« menn líta á málið, liggur það ekki nær skyldu ritstjórans, að skýra fyrir lesendum sínum hvernig skyn- samlega og stillilega á að líta á málið, og hvað affara bezt er fyrir land og lýð í bráð og lengd; er ekki þetta mál það alvörumál, að tala verði um það með sannleiksást og gáskalaust? þegar ræða er um rétt allra fiskiveiðamanna á Islandi gagnvart útlend- um veiðimönnum, er koma eins og farfugl ar til landsins á sumrin og fara burt aptur á haustin með gróða sinn. Eitstjórinn segir : »Enn nú hefir herra Nellemann drýgt þá synd, sem vjer vonum að Islendingar fyrir- gefi honum aldrei«. Hver er þessi synd? það hljóta víst allir að skilja, að brjef ráððjafans snertir alls eigi þá Norðmenn, sem eru reglulega búsettir á Islandi og reglu- legir íslenzkir borgarar, fremur en hvern annan Islending, sem þar hefir fast heimili; það eru þá að eins óreglulega búsettir, eða alls ekki búsettir menn, sem ritstjórinn ér að verja, eða með öðrum orðum, ólöglegar liskiveiðar innan landhelgi. þessi meðferð málsins þykir mjer svo hættuleg, að jeg get ekki leitt hjá mjer, að skrifa þessar línur. Hvað snertir brjef ráðgjafans, þá virðist mjer það vera mergur málsins, að rannsaka hvort það styðst við gildandi lög, eða hvort það rangfærir þau, sje það samkvæmt lögum landsins, þá er hraparlegt ranglæti að bera bríxl á ráðgjafann fyrir það, að hann skýrir Norðmönnum frá, hver gildandi lög sjeu á íslandi, eða þó að hann gangi eptir að þeim sje hlýtt; hann gjörir þar að eins skyldu sína, hvorki meira nje minna. En sje brjef- ið gagnstætt lögunum, þá liggur beint við, að skýra það fyrir mönnum með ljósum rök- semdum, hvað er, sem rangt er í brjefinu, slíkt gæti orðið Norðmönnum—sem ritstjór- inn vill vera svo hlynntur — miklu meira til gagns en umtöluð grein í »Skuld«, þvi auð- sjeð er það, að þeir staðir í brjefinu sem eru lögum gagnstæðir—ef nokkurir eru—eru Norðmönnum hættulausir, þeir dæmast ept- ir lögunum, en ekki eptir ráðgjafabrjefinu. þegar ritstjórinn er búin að átta sig á, hvað eru lög og ekki lög í þessu máli, þá mun hann sjá sem þingmaður og löglesinn, að eigi dugar að ráða mönnum til að hlýða ekki gildandi lögum, þó slíkt kynni að verða í bráð til nokkurs tekjuauka, bæði fyrir lands- sjóðinn og nokkura landsmenn. Jeg er viss um að allir sjá, að ekki dug- ar að leyfa einni utanríkisþjóð að veiða í landhelgi, en neita annari, því myndu Erakk- ar, Englendingar og fleiri þjóðir illa una, ef Norðmenn mættu einir veiða en aðrir ekki. Ef síldarveiðarnar framvegis ganga vel, þá mun þess ekki lengi að bíða, að Frakkar og Englendingar fari líka að veiða síld og það ekki með smá-fjelögum; þeir hafa afl til þess, er gjöra þarf, en þá mun fara að þrengjast á smáfjörðunum. Nei, það er víst, að annaðhvort verður, að leyfa öllum eða banna öllum utanríkismönnum, að veiða í landhelgi; annaðhvort verður að reka þá burt frá veiðum í landhelgi, eða heimta að þeir verði löglega búsettir í land- inu. Jeg vil spyrja alla sjómenn á Islandi,— þeim stendur málið næst — vilja þeir gefa landhelgisrjettinn frá sjer, vilja þeir hleypa öllum þjóðum inn á víkur og voga, til þess að veiða þar síld og þorsk og alla aðra fiska, jeg er viss um, að allir sem hugsa fram í tímann segja nei, í einu hljóði. Jeg vil spyrja ritstjórann: er nokkurt land í heimi, sem vill fleygja frá sjer þess- um rjetti, eða erþað ráðlegt fyrir Island, að gefa frá sjer þennan rjett, og þar með ein- hverja þá ríkustu gullnámu í heimi, sem eru fiskiveiðarnar kringum landið. Jeg vona að hann segi nei. Mig grunar að innan 5 ára, þegar Danir eru búnir að koma á fót 10—20 síldarveiðafjelögum og 30—50 skip- um, og sem því miður ekki verður hjá komizt eins og nú er ástatt, að með fullum rjetti mega veiða þorsk og síld inni á fjörðum, þá naun sjómönnum vorum þykja nóg komið, og þykja þá vænt um rúðgjafabrjef, sem hjeldi öðrum og fleiri óviðkomandi fyrir ut- an landhelgina. Ef svo fer sem óskandi og vonandi er, að Islendingar sjálfir fari að stunda síldar- og þorskveiðar með meira afli en hingað til, þá munu þeir verða fegn- ir að til eru lög í landinu, sem hindra Norð- menn, Frakka, Englendinga og aðrar þjóð- ir frá því að fylla alla firði og flytja burtu veiði þá, er landsmenn sjálfir áttu að njóta, og geta notið, ef þeir sýna dáð og dug og eru einir um hituna. það þarf ekki langt að fara til þess að sýna dæmið. Á Seyðis- firði, sem er lítill fjörður, taldi jeg næstlið- ið haust 72 síldveiðaskip, sem láu út um allan fjörð meðfram báðum löndum, svo varla var hægt að ná nokkurstaðar nótlagi eða drætti fyrir skipsakkerum og skipaþvögu; kæmi síldartorfa upp í vatnskorpuna, þá voru á sama augnabliki komnir 10—20 nóta- bátar utan um hana, og allir vildu hripsa sem fyrst; við það varð síldin hrædd, dreifði sjer hjelt til djúps, og enginn fjekk neitt. Hefði nú verið 5 eða 10 innlend slldveiðafje- lög á Seyðisfirði og eigendurnir verið bún- ir að setja mest af eigum sínum í úthaldið, ætli þeim hefði ekki sárnað að þessi aragrúi af útlendum fiskimönnum, sem margir höfðu ekki löglega heimild til veiðarinnar, voru inn á firði til að spilla veiði landsmanna sjálfra, er einir áttu fullan rjett á veiðinni?—I þessu máli verður sannarlega að horfa lengra fram í tímann, en á yfirstandandi ár og ekki ein- ungis líta á skammvinnan stundarhag. það er misskilningur bæði á lögunum og ráðgjafabrjefinu að ekki megi hafa, til að flytja veiðina og veiðiáhöld milli Islands og annara landa, bæði norsk og önnur utan- ríkis skip. það er og misskilningur að ekki megi hafa norskt fólk við veiðina ef eigand- inn er íslenzkur borgari, en aptur má ekki veiða inn á fjörðum, eða í landhelgi á utan- ríkisskipum, eða með utanríkis skipstjórum, þó útgjörðarmaðurinn sje innlendur. Jeg sje ekkert á móti því þó innlend skip hafi forgöngurjett fyrir utanríkisskipum, það ætti að vera meðal til að auka innlendan skipa- stól og innlenda skipstjóra, þegar efni auk- ast í landinu og fiskiveiðarnar einkum síldar- veiðarnar verða reknar með meiri dugnaði en til þessa tíma hefir gjört verið. Auk þess er þetta gott hjálparmeðal til að halda Frökkum við veiðar sínar fyrir utan land- helgi, þvi kostnaðarsamt og óhentugt er fyr- ir Frakka og Englendinga að þurfa annað- hvort að legja dönsk eða íslenzk skip til veiða sinna við Island, eða gjöra sín skip að íslenzkri eign. þó þykir mjer þetta at- riði hvergi nærri eins miklu skipta, eins og það: að ekkert, alls ekkert, sje eptirgefið af landhelgisrjettinum úr höndum lands- manna sjálfra, sem einir eiga að hafa hans not. þó Danir eins og ástatt er nú verði að njóta góðs af því, að þeir eru samríkis- menn, þá verður þetta þó aldrei jafnræði, því seint munu Islendingar hafa gagn af þeim rjetti að mega veiða við strendur Dan- merkur. það væri má ske ekki óþarft að fá ný og sanngjörn lög um þetta efni. Á tveim undanförnum þingum hefir sú tillaga komið fram, að engin mætti verzla á Islandi, nema hann hefði þar fast heim- ili; þá er eigi síður líklegt að enginn megi veiða þar, nema hann hafi löglegt heimili í landinu. Fyrir nokkurum dögum átti jeg tal við sænska General Consulinn í Kaupmanna- höfn og sýndi honum á uppdrætti lslands hvar Norðmenn hefðu veiðistöðvar sínar hjer ogþar inni á miðjum fjörðum og fjarð- arbotnum ; þá sagði hann : »Hafa norskir borgarar leyfi til að fiska þarna«? — Jeg svaraði: ekki eru það lög, en liðið hefir það verið til þessa—»já svo«—sagði hann, og varð forviða, en vjer sem eigum að gæta laga vorra ogrjettar, vjer verðnm ekki hissa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.