Ísafold - 27.07.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.07.1882, Blaðsíða 3
6g mun riddaranum á litlu þykja standa, hvað jeg álít búsetu. Eina svarið, sem jeg því get gefið honum, meðan hvorki lög nje dómstólar hafa skorið hjer úr, er það, að benda honum á, hversu venjcm er orðin að skilja búsetu. En venjan hefir ekki einu sinni alveg ver- ið samkvæm sjálfri sjer í þessu efni. Stundum hefir hún verið sú, að þeir hafa verið álitnir búsettir, sem annað- hvort sjálfir hafa haldið hjer „dúk og disk“ eða látið umboðsmann gjöra það fyrir sig, og greitt hjer lögboðin gjöld til allra stjetta. Stundum hefir verið álitið að menn væri búsettir á íslandi, þótt þeir ætti þar hvergi þak yfir höf- uð og haldi þar alls ekki dúk og disk og dvelji sjálfir erlendis, ef þeir að eins greiða þar lögboðin gjöld til allra stjetta. þ>annig telur kaupstjóri og alþingismað- ur og riddarí Tryggvi Gunnarsson sig (og er af landsstjórninni talinn) búsett- ur á Akureyri, og hefir hann þar þó ekkert húsaskjól, en býr sem annar gestur á Bauk, þá er hann vitjar þangað stundum fáa daga á ári, en leigir hús árið um í kring í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þessu hafa og hingað til þeir menn verið álitnir búsettir hjer, þótt fæddir kunni vera í Noregi, sem hafa reist sjer hjer hús, unnið konungi vorum þegnskapareið og unnið borg- araeið og greitt öll lögboðin gjöld til allra stjetta, og hefir hingað til eigi verið álitið, að banna þyrfti þeim, fremur en öðrum Islendingum, að fara ferða sinna til útlanda einhvern hlut árs, ef þeir hafa þózt þurfa þess. En jeg þori ekki að lengja mál þetta meira, þótt margt sje fleira að athuga við það.-—Jeg skal að eins taka fram, að jeg hefi aldrei sagt, að hr. Nelle- mann hafi brotið lög með fyrirmælum sínum. En það er víst, að gömul lög, sem um langan aldur hefir eigi verið beitt, eru stundum bezt geymd í þeirri gleymsku, sem „hið kyrrláta vald“ —tíðarandinn—hefir á þau orpið. Og það er sannfæring vor, að hr. Nelle- mann hafi unnið landi voru tjón, en eigi hag með, að fara nú að brýna það af fyrirmælum þessara gömlu laga, sem stjórnin hingað til hefir eigi látið fram fylgja. En herra Nellemann er ókunnugur útlendingur ; honum er nokk- ur vorkunn; en Nellemanns-riddarinn (þessi hans nýi Sancho Pansa) hefir enga slíka afsökun. Reykjavík í júlí 1882. jón Olafsson. Ctrímur Tliomsen og Jón Ólafsson. Báðir þessir herrar hafa sént mjer sending í „lsafold“, tölubl. 11. og 12., sem jeg skal svara sem fæstum orð- um, því jeg vil ekki þreyta lesendur á langri blaðadeilu um þetta efni. J>ó jeg, eins og vonlegt er, vilji standa hátt á blaði hjá þeim herrum báðum, þá má alþýðu standa á sama, hvort kostir mínir og hæfilegleikar eru ljett- ir fundnir á metum þeirra og vil jeg því ekki minnast hjer á það atriði. — En þar á móti er það sem minnst er á bráðabyrgðalögin almenns efnis, og skal þvi dálítið betur skoða það. Orðið bráðabyrgðalög er ekkert hræðilegt orð; að gefa út bráðabyrgða- lög getur opt verið nauðsynlegt, til að verja líf og fjármuni manna ; jeg held enda að menn tækju fegins hendi bráðabyrgðalögum, sem virkilega kæmu í veg fyrir að drepsóttir á mönnum eða skepnum flyttust inn í landið, ellegar þeim lögum, sem mönnum væri ljóst, að á einhvern hátt kæmu í veg fyrir fjár- tjón, hvort heldur það væri fyrir lands- sjóðinn eða heilar sveitir. f>að er því ekki nafnið eitt, heldur tilgangur og innihald laganna, sem líta verður á. Hefðijeg stutt að bráðabyrgðalögum, sem innleiddu einhver ný lagaákvæði, er landinu væru skaðleg, eður sem væru gagnstæð vilja þingsins, þá skyldi það hryggja mig mjög. En jeg álít, að varla sje hægt, að búa til óskaðlegri bráðabyrgðalög en þessi nýju lög eru, það er lengst frá því, að þau innleiði nokkrar nýjar lagasetningar, þau inni- halda ekkert annað en spítalalögin (16. febr. 1872) sem þingið bjó til 1871, með hliðsjón af útflutningstollslögunum sem alþingi gjorði 1881. f>au lengja að eins um fjóra mánuði gildi þeirra laga er gilt hafa í næstl. 9 ár, þetta sýnist ekki að vera voðaleg lagaákvæði, ekki sízt þegar þess er gætt, að lands- sjóðurinn þar með kemst hjá nál. 30,000 kr. fjártjóni. Að tilgangur lagannasje á móti vilja þingsins 1883, verð jeg að álíta að ekki sje, nl. sá: að gjöra síld- veiði Norðmanna næstliðið haust gjald- skylda, og verja landssjóðinn nálægt 30,000 kr. fjármissi. Geti herra G. Th. sannað að það hafi verið þingsins vilji 1881 eða meiri hluta þingmanna, að gefa eptir allt spítalagjald af sild þeirri er veiddist fjóra síðustu mánuði ársins, en taka gjald af veiðinni fyrir og ept- ir, þá skal jeg játa synd mína, fyrir þingi og þjóð, en fyrri ekki. Herra G. Th. álitur, að auk þess að | bráðabyrgðalögin sjeu skaðleg, sjeu þau líka óþörf og enga bráða nauðsyn hafi borið til laganna, með því lands- höfðingi var með þýðingu sinni á spít- alalögunum þegar búinn að bjarga mál- inu fullt eins vel eins og bráðabyrgða- lögin gjöra. Landshöfðingjabrjefið hefi jeg ekki sjeð, en efa mjög að þetta sje rjett, því lagastaðirnir virðast mjer full- ljósir, að ekkert á að greiða af þeirri síld, er aflast eptir 1. sept.; í hið minnsta hafði hr. G. Th. aðra skoðun í vetur, því í 30. tölubl. „ísafoldar“ segir hann, að „ekki þurfi nema ögn af heilbrigðri skynsemi til að sjá“, að landssjóðurinn missi 25 til 30,000 kr., mjer kemur eigi til hugar að efast um, að báðar skoð- anir þessar sjeu sjálfstæðar, en bjargföst skoðun er það ekki. f>að er samt gleði legt, að þó herra G. Th. sje farinn að eldast, þá er hann ekki orðinn svo stirð- ur af gigtinni, að eigi veiti enn þá hægt, að færa kápuna til á öxlunum, eptir því sem vindurinn blæs. Að endingu segir hr. G. Th. „með þessu ráðlagi sínu hefir þingmaðurinn komið stjórninni upp á eptirleiðis — annaðhvort að hafna lögum—eða stað- festa þau, og þá breyta þeim jafn snemma með bráðabyrgðalögum—það er einn af hyrningasteinum sjálfforræð- is (o. s frv.)—en um þennan hyrninga- stein hefir hr. Tr. G. fengið ráðherr- ann til að losa — með þessu er stjórn- inni gefið undir fótinn, að gjöra sjer eptirleiðis dælt við löggjafarvald þings- ins“. petta er sjálfsagt sjálfstæð skoð- un, en kátleg er hún, í meira lagi. pað er skelfilegur fáráðlingur hans Excellen- ce ráðgjafinn og allt stjórnarráðið, eftir skoðun herra G. Th. Menn segja um nýfædd lömb, sem ekki finna spen- ann, að „það þurfi að koma þeim á spenann, þá sjeu þau úr því sjálfbjarga“, eins á að vera um stjórnarráðið, ef það hefði ekki komist á lagið, að búa til bráðabyrgðalög, þá gat farið svo að vjer alveg hefðum sloppið við bráða- byrgðalög, en af því sú tillaga kom fram, að nauðsynlegt væri að gefa út bráðabyrgðalög, þá gjörði ráðgjafinn það strax hugsunarlaust, en einmitt fyr- ir bragðið komst hann á lagið, að gefa út bráðabyrgðalög, og upp frá því kemur svoddan blindbylur, að landið fyllist af stjórnarskráarbrotum og bráða- byrgðalögum, alltsaman því að kenna, að stjórnarráðið komst á lagið. Nei, herra Dr. Grímur Thomsen, þetta geng- ur ekki svona til, jeg held þvert á móti, að ráðgjafinn þori aldrei að gefa út bráðabyrgðalög framar, eptir að hann er búinn að lesa greinina í „ísafold“ tölubl, 11. „Hvað jeg hafi afrekað í öðru máli, sem jeg hafði í umboði frá neðri deild þingsins,, mun eg gjöra alþingi grein fyrir, en mjer virðist að jeg þurfi eigi að gjöra hr. G. Th. reikningsskap fyr- ir því; jeg vona að hann misvirði ekki þó jeg sleppi að gjöra það hjer. Skylt er mjer að geta þess, svo sak- lausum sje ekki um kennt, að enginn maður, því síður „flugnahöfðingi“ hefir komið „þeirri flugu í munn“ mjer, að styðja að tilveru optnefndra bráða- byrgðalaga, jeg gjörði það án hvata frá öðrum, svo sjálfstæða skoðun hafði jeg þó. Jeg virði það við herra J. O., hve mjúkum höndum hann hefir farið, í „ísafold“ tölubl. 12, um grein mína; opt hefi jeg sjeð hvessa betur úr þeirri átt. Jeg ætla aðeins að leiðrjetta nokkur orð, af því eg veit að ritstjóranum fell- ur illa ef hann mishermir eða misminn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.