Ísafold - 25.08.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.08.1882, Blaðsíða 2
7« Meðan svo stendur sem er, að naumast er unnt að fá lán með aðgengilegum kjörum, þá er og mjög mikið gagn að því að viðlaga- sjóðurinn er til, svo að fá má lán úr honum; og til ýmsra fyrirtækja og framkvæmda, sem almennt gagn er að, getur lán með 4*/. ársrentu og árl. afborgun verið á við tölu- verðan beinlínis styrk; með lánum úr við- lagasjóði styður bið opinbera þannig margar nytsamar framkvæmdir, án þess þó að kosta neinu til; mörgum einstökum mönnum eru og lánin úr viðlagasjóðnum til mikilla nota og það er eigi efamál, að einmitt fyrir að þau voru fáanleg bafa eigi að eins ýmsir sjeð sjer fært að kaupa jarðir, sjer til ábúðar, og aðrir eigi neyðst til að selja býli sín, beldur hafa og vissulega ýmsar þær fram- kvæmdir verið gjörðar, sem annars mundi eigi bafa verið kostur á; viljum vjer taka til dærnis hinar miklu húsabyggingar, sem verið hafa í Rvík, á síðustu árum; fram- kvæmdir þær, sem því hafa verið samfara, og atvinna sú og kunnátta, er við það hefir veizt fjölda manna, er eigi að litlu leyti því að þakka, að lán befir fengizt úr viðlagasjóði; að vísu er eigi efamál, að haganlegra mundi vera að til væri sjerstök stofnun, sem lánaði mönnum fje og ávaxtaði peninga þeirra, sem eigi þurfa sjálfir að hafa þá banda á milli, og það getur yfir böfuð verið viðsjárvert að mikill bluti viðlagasjóðsins sje þannig bundinn, að eigi verði án mikilla erfiðleika gripið til bans í fijótu bragði, en meðan slík stofnun er eigi komin á, þá má það heita bein nauðsyn að landið eigi töluverðan sjóð, sem bæta megi með úr þeim vandkvæðum, sem á því eru að fá peningalán, og þetta á- samt því, að landið naumast gæti komið upp nokkurri áreiðanlegri peningastofnun, ef bún eigi væri tryggð með töluverðum opinberum sjóði, er ein ástæðan fyrir því, að nauðsyn- legt er fyrir það að eiga viðlagasjóðinn. þess er enn fremur að gæta, að með ýms- um nýjum stofnunum leggur bin núlifandi kynslóð skuldbindingar á herðar hinni kom- andi kynslóð og kaupir sjer afnot sbkra stofnana með því að lofa borgun frá niðj- mn sínum. þetta á þannig heima um öll ný embætti, sem stofnuð eru með rjetti til eptirlauna fyrir embættismennina sjálfa eða ekkjur þeirra; þegar læknisdæmunum t. d. var fjölgað 1875, þá tókst landssjóðurinn á hend- ur fyrir þá hagsmuni, sem bin núverandi kynslóð hefir af binum nýju læknum, eigi að eins að borga þeim laun þeirra heldur og á síðan að borga þeim og ekkjum þeirra eptir- laun ; þessi skuldbinding hefir eigi útgjöld í för með sjer að sinni, en eptir töluverðan árafjölda, munu þau fara að koma fram og á þá kynslóð, sem þá lifir, leggjast þá byrð- ar, sem bin núverandi kynslóð veit eigi af. Að auka þannig byrðar síðari kynslóðar er því að eins rjettlátt og skynsamlegt, að bin núverandi kynslóð gjöri nokkuð til að gjöra benni ljettara fyrir að bera þær og þetta má telja eina ástæðu til þess, að það er sann- gjarnt og hyggilegt að landið auki viðlaga- sjóð sinn, þegar ástæður leyfa. Yiðvíkjandi því, að hyggilegra væri að verja 'úllvm tekjum landsins árlega til nokk- urra nytsamra fyrirtækja og framkvæmda, má margt segja; að vísu má segja að verði fyrirtækin í raun og veru landinu til veru- legra framfara, þá er fje því vel varið, sem til þeirra gengur; til þess á að verja öllum tekjum landsins að efla hag þess á einn eða annan bátt beinlínis eða óbeinlínis, og við- lagasjóðurinn er að skoðun vorri eitt af því. En eins og það er varlegt fyrir hvern frum- býling, að ráðast í margt, sem bann hefir eigi reynzlu fyrir, hvernig muni ganga, svo þarf Island á þessum tímum eigi sfður á slíkri varhyggð að halda; Island er sem frum- býlingur; oss vantar kunnáttu til margra hluta, sem eigi fæst fyrri en við langa æfingu; vjer höfum ekki reynzlu fyrir ossmeðmarga þá bluti, er vjer annars treystum að sjeu til framfara, og megum því gjöra ráð fyrir að ýms atvik geti gjört að vonir vorarbregð- ist að einu eða öðru leyti; vjer þurfum því smámsaman eins og að þreifa fyrir oss, til þess að finna bvað heillavænlegast er; að fara beint beint eptir dæmum útlendra manna, er engan veginn einblítt, því margt getur haft annan árangur hjer en hjá þeim, og minni afnot eptir tilkostnaði. Yjer vilj- um taka til dæmis vegabætur; fátt er það án efa, sem meiri framfaravon er að en að greiða samgöngur manna, og þess vegna befir einnig allmikið fje verið lagt til vega- bóta; en vegagjörðirnar hafa engan veginn beppnast hvervetna svo, að fje það, sem til þeirra hefir gengið sumstaðar væri eigi bet- ur komið í arðberandi sjóði; sumstaðar hafa menn farið að leggja veg jafnbliða öðrum sjálfsögðum vegi þótt, vegarmunurinn sje svo lítill að mjög fáir muni fara þann veg, þegar binn sjálfsagði vegur er búinn að fá endurbót til hlítar; á öðrum stöðum befir vegagjörðin mistekizt svo að hún er eptir örfá ár eins og ógjörð o. s. frv. Líkt má segja um margt fleira. það er að vísu vist, að landið fer góðs á mis við að leggja eigi fram alla krapta sína til að koma því fram sem full vissa væri fyrir, að mikið gagn yrði að, en meðan um meiri og minni óvissu er að ræða þá fer landið með því að safna sjer viðlagasjóði að, líkt og frumbýlingur sá, sem kemur fyrir sig beyfyrningum og trygg- ir sem bezt bjargræðisstofn sinn, en fer eigi í uppbafi að verja öllum efnum sínum til fyrirtækja, sem geta brugðizt vonum bans, þótt ábatavænleg sjeu. þess befir verið getið, að þegar landið eigi þurfti nauðsynlega á öllum tekjum sínum að halda, þá hefðiveriðrjettara að lækkagjöld manna heldur en að safna fjenu í sjóð, og fært það til, að fjeð yrði að meiri notum í höndum einstakra landsmanna beldur en í opinberum sjóði, en þegar hvort heldur er, eigi er um meira að ræða en það sem hvern einstakan gjaldþegn mundi ekkert muna um þá ætlum vjer að þetta sje eigi á fullum rökum byggt; vjer þykjumst hafa tekið fram að það sje eigi að eins not að viðlagasjóðn- um heldur og jafnvel full nauðsyn á honum, og að því leyti sem fje hans er aptur lánað landsmönnum, þá getur það komið þar nið- ur, sem það verður bæði einstökum mönnum og landinu í beild sinni til rnikið meira gagns heldur en smádreift niður 1 ívilnun til allra landsmanna, en sem heita mætti að enginn einstakur vissi af, og sem gæti haft það í för með sjer, að þyngja þyrfti gjöldin aptur seinna þeim mun meira þegar ver gegndi. Frá bverju sjónarmiði, sem viðlagasjóður- inn er skoðaður, þá verður það að álítast viturlega ráðið,- að farið var að safna honum og menn munu án efa kannast við það því fremur, sem lengur líður og þakka þeim mönn- um, sem hlut bafa átt að því, að hann er til. Súrfóður. Ef hafísinn einhvern tíma sumarsins kynni að reka frá landinu, þykir ekki ólíklegt að bregða kunni til sunnanátta og óþerra hjer sunnanlands, og væri þá gott að geta bjargað heyi undan hrakningi og skemmdum með því að súrsa það. Onnur ástæða til að reyna það nú, hversu sem viðrar, er sú, að nú eru mýrar víða allvel sprottnar hjer syðra, þó túnin búi að gömlum ognýj- um spjöllum, og má því ætla, að reynt verði að afla útheyja til kúafóðurs, og að halda útheysslætti áfram svo langt fram eptir haustinu sem verður. En úthey, sem er ætlað töðuvönum kúm til fóðurs, verður ekki á annan hátt betur meðhöndlað en að súrsa það ; og siðhaustis bagar opt óþerrir, en eigi að súrsa heyið, má hirða það vott, og þó í regni sje, og láta niður þegar, eins og jeg benti á í ísaf. 20. bl. í fyrra. Síðslæju hey, sem orðið er trjen- að, verður auðmeltara, og betra til fóð- urs þegar það er súrsað. í ísaf. í fyrra er gjört ráð fyrir kjallara eða niður- grafinni holu, en jegvil geta þess hjer, að þar sem svo stendur á að til eru tóptir, hlaðnar úr torfi, má nota slíkar tóptir með því að hlaða af þeim, eða fyrir dyrnar, með blautu torfi (eða hnaus- um), einungis að þess sje gætt að það verði þjett. Tóptina má dýpkatil þess að fá meira rúm, ef þurfa þykir, og nota þá moldina sem upp úr kemur til að byrgja með, ella verður að fá hana annarstaðar frá. Byrgt er líktogkola- gröf, og er vandinn minni en menn almennt ætla. Jeg vil einnig að nýju leiða athygli manna að hinum innlendu fóðurtegund- um, sem jeg gat um í fyrra í ísaf. 21. bl., og vísa til þess sem þar er sagt. Skrifað 26. júlí 1882. Björn Björnsson. (Aðsent). J>ann 16. júní þ. á. andað- ist að Múla í Biskupstungum prófasts- ekkjan Kristín Vigfiisdóttir 85 ára göm- ul. Hún var fædd að Hlíðarenda í Fljótshlíð 18. ágúst 1797, voru foreldr- ar hennar Vigfús kancellíráð og sýslu- maður í Rangárvallasýslu, þórarinsson, sýslumanns á Grund, Jónssonar, og Steinunn Bjarnadóttir landlæknis Páls- sonar. Olst hún upp hjá foreldrum sín- um og giptist frá þeim árið 1818, Jóni Haldórssyni, sem þá var aðstoðarprest- ur í Fljótshlíðarþingum, en síðar prest- ur á Breiðabólstað í Fljótshlíð og pró- fastur í Rangárþingi. J>au hjón bjuggu á Barkarstöðum þar til hann fekk Breiðabólstað árið 1842. J>eim varð 9 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.