Ísafold - 19.01.1883, Qupperneq 2
2
menn endurbætt stórum jarðir sínar,
hinir fornu moldar-bæir eru að fækka
og hús úr steini að myndast; en at-
vinnuvegur þessi er því ver, þeim skaða
undirorpinn af óblíðu veðuráttarinnar
og fleiru, að hann á mjög örðugt upp-
dráttar. Saga landsins sýnir, að í und-
anfarandi hallærum hefir sjálfsútvegur-
inn reynst hið helzta athvarf, og er
þó bátaútvegur okkar enn i barndómi.
Allar aðrar þjóðir verja öllum áhuga
og kröptum til að koma atvinnuvegum
sínum á sem beztan framfaraveg, en
þessa hefir hingað til lítið verið gætt
hjá oss, því þó einstaka maður hafi
fengið nokkrar krónur, fyrir dugnað
við jarðabætur, er þetta lítils virði, og
til þess að vjer kæmum sjálfir útvegi
okkar í betra horf hefir ekkert veru-
legt verið gert.
Veðuráttufar, lendinga-leysi og fleira,
gerir bátaútveg okkar nauðsynlegan
um vetrarvertíðir, en þá er fram á vor
kemur er hann ónógur, og ætti þá
þiljuskipaútvegurinn að byrja eins og
hjá hinum útlendu þjóðum.
Meðan ekkert hindraði fiskigengdir
okkar, gáfu hinir opnu bátar töluverð-
an arð, því fiskur gekk þá nærfellt á
hvern vog og vík, en síðan hinar út-
lendu þjóðir, fóru að koma hingað
snemma á vorin og reka fiskiveiðar
sínar fram með ströndum landsins, og
með færafjölda og slæingum leggja eins
og varnarvegg fyrir öllum fiskigengd-
um, leitar fiskurinn til djúpsins, og því
er ómögulegt fyrir hina smáu opnu báta
að njóta aflans. Mörg fiskipláss við
Faxa- og Breiðaflóa, er áður gáfu
árlega af sjer mesta afla, hafa seinni
ár lagst algjörlega í eyði, og þaðan
er áður gengu io til 30 sex og áttær-
ingar til sjávar með duglegu fólki,
ganga nú fáeinir smábátar.
Atvinnuvegir okkar, eru eins og allir
vita kvikfjárrækt og sjávarútvegur; allir
efnafræðingar eru á sama máli með að
náttúru-auðæfi muni hjer ekki vera að
nokkrum mun, og þegar litið er á þessa
atvinnuvegi, getur engum skynsömum
manni dulist, að aðalbjörg og hjálp,
verður að koma af sjáfaraflanum. Sjór-
inn kring um land okkar, er af náttúr-
unni útbúin með björg og blessan og
gæfi okkur mikinn arð, ef okkur ekki
vantaði hentug þiljuskip og duglega
sjómenn. Oblíða náttúrunnar hefir ætíð
í för með sjer skaðleg áhrif á land-
búnað okkar, þar á móti gætu þilju-
skip okkar flakkað kringum landið og
notað veðurstöðu og fiskigengdir eptir
kringumstæðum. Hin fáu þilskip er
einstakir menn eiga—og afla vel—eru
sýnishorn af þessum útveg, og þar allir
verða að viðurkenna að sjór okkar er
auðsuppspretta sýnist beinasta nauð-
syn að koma þiljuskipum á stofn til
almennra þarfa, ef sjáfarútvegur á að
komast í rjett horf og færa okkur það
gagn og góða, er náttúran frambýður.
Hinn stærri verkahringur gæfi ekki all-
eina fastanarð, heldur mundi með tíman-
um skapa innlend skip, innl. sjómenn, innl.
ábyrgðarfjelag, með tímanum ættu skip
okkar að flytja hjeðan aflann og koma
aptur með þarfir okkar frá útlöndum ;
þá færum við fyrst að setja fætur undir
okkar eigið borð.
í útlöndum hefir fjölgun gufuskipa
lækkað mjög verð á seglskipum, svo
hinn hentugasti timi er til að kaupa þau.
Að fátækt okkar geti hamlað að koma
þiljuskipaútveg til leiðar, er eintómur
barlómur—það mun heldur vera sam-
takaleysi, er mun vera aðalmeinið, er
hamlar framför okkar í atvinnuvegum.
Sjávar- og landsmenn verða að leggjast á
eitt með að koma þessu velferðar máli
okkar til leiðar, góður vilji orkar miklu og
margt smátt gerir eitt stórt; veljum dug-
lega forstöðumenntil að koma þessu fyr-
irtæki sem fyrst á stofn ; sjóðir okkar
verða að leggja okkur þá hjálp sem
nauðsynlegt er, og að þjóð og þing
gera allt sem í þeirra valdi stendur,
efast enginn sannur föðurlandsvinur um.
G.
Realismus og Idealismus,
eptir
(Benedict Gröndal).
„Ræðu hjelt sjera Suðri forðum11.
Nú, þar er Suðri kominn, og prókla-
merar öll þau afreksverk, sem hann
ætlar sjer að fremja, og þar er Realis-
musinn náttúrlega fremstur. Eg skal
einnig fyrst og fremst taka það fram,
hversu hörmulegt það sje, að gáfaðir
og „aiminlegir“ menn skuli láta tæla
sig af því, þótt einhverir danskir dverg-
ar, sem enginn annar veit af nema þeir
sjálfir og nokkrir íslenzkir stúdentar,
sjeu að vekja upp aptur þetta heim-
spekilega nafnaglamur, sem fyrir löngu
var dáið út, og byrla sjer inn, að þeir
komifram sem skáldlegir heimspeking-
ar, sem einir viti hvað sje rjett og satt,
einir eigi að ráða lögum og lofum í
„skáldskapnum'1. J>ví frá skáldlegu
sjónarmiði eru ’ldealismus’ og ’Realis-
mus’ ekkert annað en nöfnin tóm; en
þessir nýju postular eru í rauninni eigi
meiri skáld en svo, að þeir vita eigi,
að skáldgyðjan er hörð og einbeitt, og
lætur ekki kúga sig með afaryrðum
eða með eintómu orðaglamri— það er
auðsjeð á öllu, að hún hefir aldrei
hleypt þeim mjög nærri sjer.
Suðri byrjar þannig sína miklu sann-
leiksræðu : „In realistiska stefna telur,
að ekkert sje fagurt (o: eigi sjer sæti
í list eða skáldskap), nema það sje satt
(o: komi fyrir í mannlífinu eða náttúr-
unni)“ — og seinna segir hann, að þetta
sje hin eina aðferð til þess að „skáld-
skapurinn geti komið mannlífinu að
sönnum notum“. „Nú greiptu á kýl-
inu, þvf er ek hugða at fyrir löngu myndi
springa“ sagði Eysteinn konungur —
því Suðri lýsir því yfir með þessum
orðum, hver meining þessara nýju Rea-
lista eður Húmbúgista sje — hún er,
eins og eg áður hefi tekið fram í þessu
blaði, hinn grófasti Materialismus, af-
neitun á öllum andans heimi og öllum
guðlegum hugmyndum, viðurkenning á
engu nema hinu líkamlega, sem þeir
geta þreifað á, þó það aldrei hafi verið
sagt jafn gróft og nú — en einmitt þessi
tilfærðu orð Suðra sýna, að slíkir menn
eru alveg hugmyndalausir og geta ekki
hafið sig upp frá þessari jörð. — Suðri
prjedikar þann mikla gleðiboðskap, að
Realistarnir ætli einungis að segja frá
því sem satt sje — eins og enginn hafi
gert það fyr — og þetta sanna finna
þeir hvergi nema í mannlífinu og nátt-
úrunni. Hvað verður þá úr öllum
sálmum ? Hvað verður úr Hallgrími
Pjeturssyni eptir skoðun Realistanna?
Hefði andans heimur ekki staðið Hall-
grími opinn, þá hefði hann aldrei orð-
ið Hallgrímur Pjetursson. En það má
nærri geta, að slíkur maður getur ekki
verið skáld í augum Realistanna, þar
sem hann finnur sannleik víðar en í
mannlífinu og í náttúrunni. Eptir rea-
listiskri skoðun hlýtur allur sálma-skáld-
skapur að vera byggður á tómri lygi,
það er: á því sem ekki er til, úr því
þeir viðurkenna ekkert nema mannlífið
og náttúruna. Andlegur heimur er
ekki til fyrir Realistum.
Seinna í ræðunni segir Suðri: „Vjer
erum eigi þeirrar skoðunar, að skáldin
eigi að sitja eins og goð á stalli, og
tala óskiljanleg orð, er enginn veit
hvað eiga að þýða. Enginn má skilja
orð vor svo, sem vjer með þeim viljum
hefja styrjöld móti inum eldri skáldum
vorum“. f>að er nú ekki hægt að vita,
hver sjeu þessi „eldri skáld“, hvort það
eru Egill Skallagrímson, eða Hallfreður
—eða kannske Eggert Olafsson, sem
yrði þá að skoðast sem nokkurs konar
Realisti. En hver eru þessi orð, sem
Suðri kallar „óskiljanleg?” þ>að eru
einmitt trúarinnar orð. Eg veit mikið
vel, að hann getur sagt nei; það sje
svo margt og margt bullið, sem ekki
sje annað en tóm ímyndan, Fantasía —
það er alveg satt; en, í fyrsta lagi:
getur ekki verið skáldskapur í því fólg-
inn, þótt Suðri ekki finni hann? Hefir
Suðri aldrei heyrt nefnd önnur eins orð
og Symbol, samlíking, fígúrulegt, meta-
foriskt? — og í öðru lagi, þá held jeg
mjer til sjálfra orða Suðra—ræðu hjelt
sjera Suðri forðum: „ekkert nema það
sje satt“ — en milli sviga segir Suðri
með berum orðum, að ekkert sje satt
nema það sje í mannlífinu eða náttúrunni.
þ>að sjer hver heilvita maður, að sam-
kvæmt orðum Realistans hljóta öll þau
orð að vera honum óskiljanleg, sem
snerta andans heim, hið guðlega og