Ísafold - 19.01.1883, Page 3

Ísafold - 19.01.1883, Page 3
3 trúna; og þar sem hann treður inn orð- inu „guðs mynd“, þá verður það ekki skoðað öðruvísi en eitthvert gamalt hrat, sem hefir loðað við hann frá hans einföldu æsku-árum, þegar hann fór á berjamó, át krækiber og trúði. En fyrir hans hönd skulum vjer samt þiggja þetta hrat, því undarlegt væri það ekki, þótt Realistanum kynni að fipast stund- um í prjedikuninni á móti þessu „óskilj- anlega“. f>ví í fyrsta lagi nefnir hann „guðs mynd“, og kannast með því við, að guð sje til; en undir eins og guð er gefinn, þá er líka allur andans heimur gefinn, allur andans heimur, sem er fyrir utan mannlífið og náttúruna, og þessu hafa merkustu menn eigi þorað að neita, hversu mikið sem þeim ann- ars hefir verið brugðið um skynsemis- trú (Rationalismus). Darwin, sem guð- fræðingarnir hata, talar um „the laws impressed on matter by the Creator411; Lyell segir: „we discover everywhere the clear proofs of a Creative Intelli- gence, and of His foresight, wisdom, and power“* 2; jeg tilfæri eigi skáld, guðfræðinga nje fantasta, heldur þurra, skoðandi náttúrufræðinga; og jeg nefni þetta eigi til þess með því að sanna tilveru guðs. í öðru lagi, þá segir Suðri: „Til þess ljóslega að sýna þessa realistisku stefnu, munum vjer færa les- endum vorum .... stuttar sögur“ o. s. frv., og svo kemur seinna í blaðinu sagan um Hans Vöggur, mæta vel ort og stíluð, en notabene alveg idealistisk, því annað eins getur raunar átt sjer stað „physice“, en alls eigi „de facto“ hjer á landi, þar sem sagan þó er látin fara fram. Hvað ætli fornmenn hefði sagt, ef einhver hefði sagt þeím, að menn gæti talast við á svipstundu margar þúsundir mílna yfir lönd og höf? þeir hefði sagt það væri vitleysa ein. í fornum ritum finnst hvergi slik hugmynd, því skjót- leiki guðanna og annara ímyndaðra vera er alls annars eðlis. Nú finnst oss ekkert furðulegt við málþráðinn. Til voru þeir, sem hlógu fyrst að saumvjel- inni, þegar þeir heyrðu, að augað á nálinni væri í oddinum—og hver mundi fyrir skemmstu hafa trúað um Telefon- inn? J>etta eru nú einungis dæmi upp á mannlegt hugvit. En fyrst nú Rea- listinn, með þvi að nefna guð, hefir þó af náð sinni, eða rjettara sagt: óvart, leyft guðs-hugmyndinni — og þar með trúnni—að vera til og komast að: mætti jeg þá spyrja hann: getur hann þá ó- mögulega ímyndað sjer, að guð muni hafa einhver ráð, sem hann (o: Realist- inn) ekki sjer eða veit af ? Einhver ráð til þess að hafa til andlegan heim, eða annan heim en heim líkamans — kann- ske með svo einföldu móti, að þegar *) fJau lög. sem skaparinn hefir niðurskipað heimsefninu eptir. 2) Vjer finnum hvervetna ljósar sannanir um skapandi anda, og um hans forsjón vizku og mátt. hann fengi að reyna það, þá mundi hann ekki furða sig meir á því en á málþræðinum. þ>að er auðvitað, að trú- in er sjerplægin, allir vilja verða ódauð- legir, allir vilja verða sælir — en vjer höfum í rauninni enga fulla hugmynd um eilífð, ódauðleik og fullkomna sælu; vjer viljum finna þá aptur sem vjer höf- um misst hjer, — en hvernig þessu ann- ars muni vera varið, um það getur eng- inn sagt, hvort heldur hann er Realisti eða Idealisti, eins og líka prestarnir eru hættir að gefa lýsingar á öðrurn heimi og tala um það, sem enginn veit neitt um. Hið eina, sem getur veitt huggun í sorg og í tárum, það er trúin—Rea- listinn getur kannske tekið hana frá sumum, en hann getur ekkert sett í hennar stað, enga uppbót gefið ; hann getur ekki sefað neina sorg, ekki vakið nje þerrað nokkurt tár. þ>að mætti vera undarlegt, ef guð hefði gefið mönnun- um þann andans krapt, að geta hafið sig til hans, ef ekkert fylgdi því meira. þ>ví þessi kraptur er alveg ólíkur öll- um kröptum, bæði í mannlífinu og í náttúrunni, og þó er hann í þeim báð- um. Realistinn getur raunar sagt, að guð sje í mannlífinn, en í fyrsta lagi nefnir hann ekki guð í aðalsetningum ritgjörð- arinnar; og fyrst hann eigi nefnir hann, þá vill hann heldur ekki hafa hann— quod non est in actis, non est in mundo —og í öðru lagi, þá lýsir hann einmitt eins konar Idealismus, þegar hann er að lýsa Rómantíkinni. Realistinn hefir nú einu sinni mest gaman af og finnur sig bezt upplagðan til þess að yrkja um mannlífið og náttúruna, en andans heimur, að því leyti guð snertir, er hon- honum lokaður og hulinn, og enda eg svo með orðum Haraldar konungs Sig- urðssonar, er hann sagði við Arnór jarlaskáld: lofa konung þenna, sem þjer líkar, en lasta eigi aðra konunga. EldsTOðai’. Aðfaranótt hins 29. f. m. brann allur bærinn á Svertingsstöð- um í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Bóndi sá, er þar býr, Friðrik Davíðsson var veikur, þegar þetta bar að, en þegar vart varð við eldinn var sent til næstu bæja á tvær hendur til að fá mann- hjálp, en báðir þeir sem sendir voru villtust, og komu menn svo eigi til hjálpar fyrri en of seint; varð engu bjargað sem í bænum var nema litlu af rúmfatnaði; brunnu þar inni meðal annars kindur nokkrar, er voru í fram- hýsi í bænum, og mjög mikið af mat- vælum, því bóndinn hafði í haust lagt svo mikið til heimilis, að hann eigi þyrfti, að lóga skepnum næsta haust. Á Gilsbakka í Borgarfirði hefir ný- lega brunnið eldhús og bæjardyr með allmiklum munum, er þar voru geymdir. Á Efstadal í Laugardal er sagt að brunnið hafi fyrir skömmu nokkur hluti af bænum. Brjef Páls postula til Kólossuhorg- arsafnaðar og' til Fíleiuons, þýdd af Sigurði Melsteð lector theologiæ. Reykjavík 1882. J>ótt hjer sje um það rit að ræða, sem aðrir geta eigi fræðzt af en þeir, er lært hafa grísku, á höfundur þess mikið þakklæti skilið fyrir að hafa sam- ið það og látið það koma á prent. Fyrir stúdenta prestaskólans, sem rit þetta er eiginlega ætlað, er það mjög mikilvægt. Um leið og þeir sleppa hjá því að þurfa að skrifa fyrirlestra yfir þessi brjef Páls postula, eiga þeir nú kost á tvöfaldri skýringu yfir þau í hinni hæfilega löngu prentuðu skýr- ingu, sem þeir hafa hjer fengið á sínu eigin máli, og hinni munnlegu skýr- ingu, sem kennarinn fær nú tíma til að veita með spurningum og samtali, af því að hann þarf eigi hjer eptir að lesa aðalskýringuna fyrir. Að vísu eru hjer að eins skýringar yfir tvö meðal hinna styttstu brjefa Páls postula; en hverjum, sem kynnir sjer þessar skýr- ingar vel, veita þær mikinn stuðning til að skilja hin önnur brjef postulans. Og það eru eigi að eins þeir, sem eru að læra í prestaskólanum, er haft geta gagn af þessu riti. Prestarnir hjer á landi gætu vafalaust haft mikið gagn af því, að verja nokkrum tómstundum sínum til að kynna sjer nákvæmlega þær skýringar á hinum djúpu og há- leitu hugsunum Páls postula, sem rit þetta veitir, og þeir ættu sannlega eigi að vanrækja það. Sá, sem þessar lín- ur ritar, telur sig eigi færan um, að kveða upp dóm um hin einstöku atriði skýringanna i riti þessu, en vill að eins láta í ljósi þá sannfæring sína, að þetta rit herra Melsteðs sje eitt meðal hinna beztu skýringarrita yfir brjefin til Kólossa- borgarsafnaðar og Fílemons. þ>ess er mjög óskanda, að hinum lærða höfundi megi auðnast að láta fleiri slik skýr- ingarit eptir sig koma á prent, til efl- ingar guðfræðinni á landi voru. _______________ h. I ísafold IX 31. hefi jeg sjeð smágrein, sem að líkindum á að vera meint til mín, út af svari mínu til Eiríks í Grjóta í sumar; en þó langt sje síðan tilefnið var gefið, og undirbúningstíminn því hafi verið nokkuð langur, er greinin furðu illa úr garði gjörð, og er sumstaðar vandsjeð hvað meiningin er. En hr. Eiríkur mun nú vilja sýna, að hann sje ekki síður vandvirkur ritsmiður en vegsmiður, enda þolir grein hans jafnlítt og vegirnir að við hana sje komið. Jeg skal líka lilífa henni við árásum til að sturla ekki geð hr. Eiríks að nýju. Brýrnar, sem hann í swmar var að hrúga upp á Seljadalnum, hafa líklega mætt hann fyrir brjóstinu. Jeg hefi í dag heímsótt hann í fyrsta sinui, og

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.