Ísafold - 19.01.1883, Side 4
4
leitað munnl. upplýsinga hjá honum’ við-
víkjandi seinasta kaflanum í grein hans:
«Annars hefðu» o. s. frv.— því mjer er með
öllu óskiljanlegt við hvað hann á þar —,
en hann svaraði mjer afyndni og ónotum
einum. Jeg get því ekki vænt mdlefninu
neins hags af orðaskiptum við hann, og kveð
nú hann og það að sinni.
p. t. Rvík, 11. jan. 1883.
Björn Bjömsson.
Veðuráttufar í Beykjavík
f desembermánuði.
í þessum mánuði hafa opt verið stillur
miklar, veður bjart og fagurt dag eptir dag
með talsverðu frosti og hrímfalli. Jörð auð
því enginn snjór hefir fallið.
1. hægur á austan, dimmur; 2. 3. 4. hæg-
ur við norður; 5. logn; 6.—11. hægur á
austan, opt logn; 12. 13. logn (norðan til
djúpanna); 14. 15. hægur á landnorðan; 16.
logn, genginn til austurs að kveldi; 17.—
20. hægur á austan; 21. blæja logn, gekk
til norðurs að kveldi; 22.—25. norðan, opt
hvass ; 26.—29. hægur á austan-landnorð-
an, opt logn; 30. landsunnan. nokkuð hvass
með óhemju rigningu síðari hluta dags; 31.
útsynningur, hvass með hryðjum, en brim-
laust í sjónum.
Hitamælir hæstur (um hád.) 17. + 3°R.
----lægstur (--------) 28. -f- 70 -
Meðaltal um hádegi...........—f— 20. 3 -
----á nóttu............... í 4,3° -
Mestur kuldi á nóttu (að.f.n. h.
28........................-4- io° -
Loptþyngdamælir hæztur g. . . . 30,20
--------lægstur 2/31. . . .28,90
Að meðaltali......................29>ð5
Rvík Vn'82- J. Jónassen.
Auglýsingar.
d'zAic-tcs dc ^az-ic.
Grumini! Grimimi!
Neu! Specialitát! Neu
Hoekfeine sekr interessante
Gummi-Artikel
das allerneueste dieser Art
Gummiwaaren-fabrik.
‘S. ^IV. §a<2Æ.lc. Ka'mVuzy.
NB. Gummi & Fischblasen pr. Dtz.
2—6. Mk. krieflich.
Neuester Preiscourant gratis und fran-
co. — Firma gegr. seit 1847.
Zollfreier versandt nach allen Weltge-
genden.
Nokkrar nýjar «PERSIEN"NE»-gardínur,
34 þuml. á breidd og um 2J al. á hæð, fást
til kaups.—Sigm. Guðiuundsson.
Suðri,
hálfsmánaðarblað, ódýrasta blað d ís-
Inadí, kostar einungis 2 kr. árg. (3 kr.
erlendis), 1 blað annanhvern laugardag.
Utgefendue : Einar þórðarson, prent-
smiðjueigandi, Kr. Ó. þorgrimsson, bóksali.
Ritstjóei og ábyegðaemaðue : Gestur
Pálsson.
Auglýsingar kosta 10 aura línan með
meginletri, 8 aura með smáletri.
Uppsögn á blaðinu gildir að eins með
þriggja mánaða fyrirvara.
Kaupendur úr nærsveitunum snúi sjer
til Kr. Ó. þorgrímssonar.
Kaupendur úr fjærsveitunum snúi sjer
til Einars þórðarsonar.
Skrifstofa og afgreiðslustofa blaðsins er
nr. 8 við Austurvöll.
Ritstjórann'er að hitta á skrifstofu blaðs-
ins hvern virkan dag frá kl. 1-2.
Allir þeir, sem hafa frá mjer til út-
sölu Ritreglur eptir Valdimar Ásmunds-
son, eru vinsamlega beðnir að sýna
skil á andvirði hinna seldu expl., en
senda mjer hin óseldu sem allra fyrst.
Rvík, «/, 83.
Sigurðr Kristjánsson,
prentari.
þ>eir, sem óska að verða kaupendur
að 4. ári blaðsins „Fróða“, eru beðnir
að snúa sjer til Sigurðar Kristjánssonar
prentara í Reykjavík.
það hefir helzt til lengi dregist úr hömlu
fyrir mjer, að senda kveðju^vinum mínum
og velgjörðamönnum í Húnavatnssýslu, en
viðkvæm endurminning um þá og viðskiln-
að þeirra við mig knýr mig nú til opinber-
lega að senda þeim ástarkveðju með hjart-
anlegu þakklæti fyrir vinahót og velvild,
sem mjer seint mun fyrnast. Eyrst og fremst
hlýt eg að nafngreina sjálfseignarbónda Arna
þorkelsson á Geitaskarði, sem auk stöðugra
tryggða við mig og margveittra velgjörða tók
að sjer alla innheimtu á uppboðsfje mínu
og að borga það aptur út til skuldheimtu-
manna, og veit eg, að eg tek ekki um of til
þótt eg nefni, að hann í þessu hafi gefið mjer
um 36 krónur, en ofan'a allt þetta gjörðist
hann ótilkvaddur forkólfur og hvatamaður
að þvf, að því nær allir mínir elskuðu sókn-
arbændur í Holtastaðasókn og nokkrir heið-
urs menn utansóknar skutu saman rúmum
80 kr., til að ljetta mjer fátækum fjölskyldu-
manni hinn langa flutning. þar af gaf hr.
Arni sjáhur 10 kr. og hr. sýslumaður Lár-
us þ. Blöndal, utansóknarmaður, 10 kr.
Við þetta tækifæri hlýt eg að nefna nokkra
aðra, suma fyrverandi sóknarbörn mín, en
suma ekki, sem sýndu mjer sjerstaklega
drenglyndi, bæði í tryggðahótum og gjöf-
um, og þótt eg ekki geti alla nafngreint,
nefni jeg óðalsbændurna Jónas 1 Finns-
tungu, Jón á Guðlögsstöðum, Jón á Höllu-
stöðum og sjálfseignarmann Halldór Guð-
mundsson á Brún, samt minn góða prófast
síra Jón á Auðkúlu. þessir velgjörðamenn
mínir munu mjer seint úr huga ganga, og
eg bið góðan guð, sem engan velgjöming
lætur ólaunaðan, sem af bróðurkærleika er
úti látinn, að umbuna þeim og öðrum, er
mjer góðu hlynntu, með nægtum sinna náð-
argæða um tíma og eilífð.
Með ást og virðingu.
Stafafelli 27. nóv. 1882. Marhús Gíslason.
f
Jón Hákonarson á Kjarlaksstöðum
fæddur 10. september 1858; dáinn 22. á-
gúst 1882. Jón heitinn var mikið efnilegur
maður og hafði aflað sjer meiri menntunar
en flestir alþýðumenn á líkum aldri. Hann
var öllum harmdauði, er hann þekktu.
þannig minntist hans einn af æsku-
bræðrum hans :
Sárt er nú að sjá þig ungi vinur,
á sumri lífsins kaldann orðinn ná,
en þó er huggun hjarta því, er stynur
af harmi moldar-beði þínum hjá,
að þú ert leysturHífs úr/öllum þrautum,
og líður framar ekkert sorgar jel,
en hfir ofar ljósra hnatta-brautum,
þar lengur getur engann sigrað hel.
Og þó ofstuttur þinnar æfidagur
oss£þætti; sem að gengum [þjer við hönd
hann varjþó svo heiðskýr og svo fagur,
og hrein burt leið þín dyggðum skreytta önd;
þú sinntir aldrei göldum heimsins glaumi,
til guðs þú hafðir öflga von og trú,
hinn ríki jafnt þjer unni og hinn aumi
því öllum jafna mannúð sýndir þú.
En það er fegra fáein skrif að ganga,
til frægðar sjer og heilla móður-jörð,
heldur en það, að lifa æfi langa
og láta fjölmörg skylduverk ógjörð,
þú vannst með trú þú vildir æ hið bezta,
þú vannst með dug á meðan entist tíð,
og þar til náðu böndin æfi bresta,
þú barst sem hetja gjörvallt lífsins stríð.
þú fagra sál til fegri liðin heima,
æ far þú vel jeg ávallt sakna þín,
og menning þína mæra skal jeg geyma
á meðan æfidaga röðull skín;
en sæll ert þú nú, sem í æsku hefir,
sál óspilltri skilað guðs í hönd;
og lof sje þeim, sem líf með dauða gefur,
og leysir af oss jarðarþrautabönd.
X
þar eð nokkrir af kaupendum (ísafoldar
hafa snúið sjer til mín viðvíkjandi útsend-
ingu blaðsins eða borgun fyrir það, þá vil
eg hjer með leiða athygli þeirra að því, að
það er hr. verzlunarmaður Páll Jóhannes-
son, sem hefir á hendi útsendingu blaðsins
og innheimtu á borgun fyrir það, en mjer
er það hvort tveggja óviðkomandi.
Reykjavík, 18. jan. 1883.
Eirikur Briem.
Utgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.