Ísafold - 12.02.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm„
Svíþjóð og Norvegi um 3*/^
kr., i öðrum löndum 4 kr.
Borgistí júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsin'gar kosta þetta
hver lína : aur#
ímeð meginletri ... 10
\með smáletri.... 8
)með meginletri ... 15
með smáletri.....12
Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3
X 4.
Reykjavik, mánudaginn
12. febrúarmán.
18 8 3.
Nýárskveðja 1883.
Enn þá runnin nú er ný,
Nýárssól á fjöllum;
Vonin fögur færir því
Fögnuð mönnum öllum.
Kom þú árið náðar nýtt!
Nú var eitt að líða,
Er sýndi’ oss bæði blítt og stritt,
Og benti oss á að stríða.
Vjer þá höfðumveikan hug
Og vilja til hins sanna;
Skeyttum lítt um dáð og dug,
Og dæmi beztu manna.
Mest á heimsins heimsku’ og prjál,
Hugur vor nam stefna;
Blygðast sin vort móðurmál,
Margt af því að nefna.
Kom þú árið náðar nýtt!
Nú skal hætti breyta ;
Hvort blítt oss auðnast eða strítt,
Annars skulum leita.
Af oss, vinir, er nú mál
Ótal hlekki’ að slíta,
En helzt af öllu heimsku’ og prjál,
Að hata og fyrirlíta.
Islendingar áfram seint
Oss á vegi miðar.
Áfram bændur allir beint!
Áfram búaliðar!
Áfram nú með aflið nýtt,
Andinn skal oss knýja;
Bæði gegnum blítt og strítt
Braut oss ryðjum nýja.
Sigur vor ei verður smár,
Ef vopnum beitum sönnum,
Kenndu’ oss nýja náðarár
Að nýjum verða mönnum.
Og nú, vinir, allir hreint
Elskum landið fanna;
Allir leitum áfram beint,
Að því fagra’ og sanna.
Scemundur Eyjúlfsson.
Brjef
til nokkurra alpingismanna
frá hr. kaupmanni E. Gunnarssyni
og rúmum 60 öðrum mönnum í Reykjavík
og þar í grennd1.
(Sent til ísafoldar frá hr. kaupmanni
E. Gunnarssyni).
„Eins og yður er kunnugt, herra al-
þingismaður, þá er það sameiginlegt
i) J>ar á meðal flestöllum kaupmönmmum og
helztu útvegsbændum.
álit allra þeirra, sem nokkuð hugsa,
ræða eða rita um viðreisn og framfar-
ir lands vors, að hin brýnasta nauðsyn
sje til, að gera sem fyrst það sem ýtr-
ast er mögulegt, til að bæta atvinnu-
vegi landsins, og þó að óneitanlega hafi
töluvert, sjer í lagi hin síðari ár, verið
gert til umbóta í þessu efni, er svo
langt frá, að það fullnægi þörfum vor-
um, eða því sem mætti og ætti að gera,
með skynsamlegu fyrirkomulagi og
eindrægnum vilja þjóðar og þings.
þetta hafa líka margir fundið, en ó-
hætt mun að fullyrða, sem er gleði-
legt tákn þessa tíma, að þörf þessa
finni og skilji alltaf fleiri og fleiri og
hafi um leið þrekmeiri vilja en áður,
til að starfa að því með ötulleik, sem
til sannra umbóta horfir; og er það
ljós vottur um meiri framfarahug, vilja
og áræði nú, en áður hefir verið hjer
sunnanlands, að margir hinna mestu
sjógarpa og hyggnustu og duglegustu
bænda eru eins hugar í þvf, að endur-
bæta sjávar útveg vorn og allt sem að
honum lýtur, fyrst og fremst með því
að hafa allt, sem til sjávarútvegs heyrir,
svo vandað sem hægt er, sömuleiðis
að stofna nú þegar innlendan ábyrgð-
arsjóð, er ábyrgð taki á skipum og
veiðarfærum og tryggi þannig fyrir
missi þessarar nauðsynlegu, en nú svo
óvissu, eignar manna, og enn fremur
með því að stofna með hlutabrjefum
íslenzkt fiskiveiðafjelag, er hafi það
augnamið, að Qölga svo sem verða má
skipum ásamt tilheyrandi veiðarfærum,
svo hentugum og góðum sem framast
er unnt til alls konar fiskiveiða hjer
við land, og hafa þegar verið samin
meðfylgjandi lög og form fyrir skuld-
bindingum í þessu tilliti, er vjer leyfum
oss að senda yður til yfirlesturs og at-
hugunar:
a. Lög fyrir íslenzkt fiskiveiðafjelag.
b. — — — ábyrgðarfjelag fyr-
ir skip.
c. Form fyrir skuldbindingum skip-
eigenda.
d. Form fyrir skuldbindingum skip-
stjóra.
e. Form fyrir skuldbindingum háseta.
f. — — erindisbrjefi handa virð-
ingarmönnum skipanna.
En þrátt fyrir hinn mikla áhuga, sem
margir hafa á þessu máli, virðist for-
göngumönnum hins hjerumrædda fiski-
veiðafjelags og öllum þess stuðnings-1
mönnum nauðsynlegt að leita fulltingis
þingsins, til að styðja stofnun, vöxt og
viðgang fyrirtækis þessa og þannig
kenna og hjálpa sem flestum til að
bjarga sjer sjálfum svo að þeir geti
aflað sjer og sínum nauðsynlegs viður-
væris í stað þess oft að líða sáran skort
og verða að lifa á sveit sinni, eða gjöf-
um ýmsra mannvina.
Hinn fyrsti og mesti örðugleiki til
að koma þessu fyrirtæki á fót, eru hin
alkunnu vandræði og jafnvel ómögu-
legleiki, að fá peninga að láni, þó að
fullgild veð sjeu í boði, svo er hinn
annar örðugleiki sá, að farizt skip, sem
er í ábyrgð ábyrgðarfjelags vors, hin
fyrstu ár, áður en að sjóður þess er
orðinn svo mikill, að hann hrökkvi til
að borga skaðann að fullu, getur slíkt
verið mjög tilfinnanlegt hinum fáu hlut-
takendum, er af framtakssemi ganga á
undan öðrum og yrðu að borga út verð
hins tapaða skips, jafnvel þó þeir hinir
sömu geti síðar fengið sitt aptur, jafn-
óðum og ábyrgðargjöld skipanna verða
borguð í sjóðinn.
petta tvennt er það, sem mörgum
þykir athugavert og jafnvel geigvæn-
legt og það svo mjög, að þeir hinir
sömu álíta af þeim sökum ráðlegra, að
bíða þangað til sjáist, hvernig þetta
fyrirtæki fari. En forgöngumenn þess-
ara framkvæmda og stuðningsmenn
þeirra telja, að það sje á þingsins valdi,
að afnema ofangreinda örðugleika, og
berum vjer því betra traust til þingsins
í þessu efni, sem ástæða er til að ótt-
ast, að án fulltingis þingsins verði þessi
mikilsverðu atriði, er vjer nú höfum
nefnt, slagbrandur fyrir framkvæmd
þessa allsherjar-velferðarmáls landsins.
Afskipti og hjálp þingsins í þessu
máli höfum vjer hugsað oss þannig:
Að það geri ráðstöfun til, að nægi-
legt fje sje fáanlegt gegn gildu veði,
til að kaupa fyrir hentug skip, ásamt
tilheyrandi veiðarfærum til fiskiveiða,
hvort heldur það er með stofnun banka,
eða tilhlutun þingsins til, að fje lands-
ins, sem nú er á vöxtum erlendis, verði
framvegis fáanlegt gegn gildum veðum
eða á annan hátt, til eflingar atvinnu-
vegum vorum og ýmsum nauðsynleg-
um framkvæmdum.
Einnig með því, að veita ábyrgðar-
fjelagi voru fullkomna tryggirigu fyrir
nægilegu bráðabyrgðarláni handa því,
ef svo mikinn skaða bæri að höndum,