Ísafold - 12.02.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.02.1883, Blaðsíða 2
14 að sjóður fjelagsins ekki hrykki til að útvega þegar i stað, það sem honum ber að borga, gegn veði, er ekki sje einskorðað við fasteignarveð, heldur megi eins gefa landssjóðnum tryggingu með veðum í þeim skipum, sem í á- byrgð íjelagsins eru, það ábyrgðar- tímabil, sem skaðinn kemur fyrir, eða sameiginlegri selvskyldner-caution skips- eiganda fyrir skilvísri greiðslu þeirrar upphæðar, er fjelaginu yrði lánuð úr landssjóði, og sem ætti að mega standa svo lengi, sem fjelagið þarf með, og svo vel er um búið, að landssjóðnum er engin hætta búin að missa hina lán- uðu upphæð ásamt vöxtum. Enn fremur yrði það vafalaust til efl- ingar fiskiveiðum hjer á landi, ef nú þegar á næsta þingi yrði ákveðið, að fiskiveiðafjelaginu yrði veittur einhver tiltölulegur styrkur gagnvart framlög- um fjelagsmanna, t. d. l/4, er næmi allt að 25000 kr., og væri það rentulaust lán, er væri óuppsegjanlegt frá lands- ins hálfu í 10 ár, eða þá á annan hátt, er fjelaginu væri jafn-hagkvæmt, og þinginu kynni þykja betur til fallinn; svo og að veita ókeypis kennslu í sjó- mannafræði, svo fullkomna, að þeir, sem lokið hafa námi sínu hjer, sjeu færir um, eigi síður en útlendir skipstjórar, að stýra skipi sjá bæði lífi manna og skipum, er þeir stýra, borgið, hvar sem þeir eru staddir, svo ekki þurfi, eins og hingað til hefir tíðkast, að útvega skipstjóra frá öðrum löndum, þrátt fyrir hve fá stór skip, enn sem komið er, eru hjer. Vjer, sem hjer ritum nöfn vor undir, höfum tekið það fram, að vjer ogmargir ir fleiri, er vilja koma hjer á fót öflug- um fiskiveiðum og jafnhliða ábyrgðar- Qelagi fyrir skip og tilheyrandi veiðar- færi, treystum þinginu til hins bezta í þessum málum sem öðrum. En vegna hinna mörgu, sem efast um, að þingið geri nokkuð f hjer umræddu efni, eða styðji framgang þessa fyrirtækis, höf- um vjer tekið það ráð, til þess að nauð- synjamál þetta ekki, af þeim orsökum, frestist um lengri eða skemmri tíma, að rita ýmsum þingmönnum (auk annara merkra manna), og biðja þá um álit sitt hjer um, þannig útbúið, að oss sje leyfilegt, að sýna öðrum brjef þeirra, þar eð vjer vonum, að þau öll muni bera með sjer, að hver og einn vilji framgang málefnis þessa og veita þar til fulltingi sitt. Og leyfum vjer oss einnig að biðja yður að sýna oss þá velvild, að rita oss við fyrsta tækifæri álit yðar hjer að lútandi, þar eð vjer með því nú, að heyra álit svo margra, er unna sönnum framförum og framkvæmdum, höfum að líkindum tækifæri til, að und- irbúa mál þetta, betur en þegar er gert, undir alþing í sumar“. Allir hinir konungkj'örnu þingmenn og alþingismennirnir E. Egilsson, H. Kr. Friðriksson, Jón Olafsson og Ei- ríkur Briem hafa 9. þ. m. svarað brjefi þessu á þessa leið: „Ut af brjefi því, er þjer, heiðruðu herrar, hafið skrifað oss 7. þ. m., lát- um vjer þess getið, að vjer erum yður samdóma um, að mjög æskilegt sje, að fiskiveiðar á þiljuskipum hjer við land aukist og eflist, og að full ástæða sje til, að fyrirtæki í þá átt sjeu studd af landsfje. En að því er sjerstaklega snertir þann styrk og stuðning af hálfu fjárveitingarvaldsins fyrir hið væntan- lega íslenzka fiskiveiðafjelag og á- byrgðarfjelag fyrir skip, sem um er getið í nefndu brjefi, þá tökum vjer það fram, að vjer um sannfærðir um, að komist fjelög þessi á, og fái góða hluttekning almennings, þá muni þau fá líkan stuðning af almannafje, sem þann, er ræðir um í brjefi yðar, og vjer fyrir vort leyti munum styðja slíkt fyr- irtæki af fremsta megni að hverju þvi leyti, er vjer sjáum oss færtl“. Um hafstrauma og ísrek, eptir <Jz\j<jCjva S-iwnafóJcm.. (Niðurlag frá bls. 11). Svo er álitið að þessi hlýrri straum- ur sem klýfur sig kringum landið, sje grein úr Golfstraumnum og er hitinn í honum vanalega 6—9 gr. þ>ó er hann heitari á sumum stöðum, t. d. frá Reykja- nesi að Ingólfshöíða getur hann stund- um orðið allt að 12 gr. Aflmestur er straumurinn 4 seinustu mánuði ársins og mun það valda því happi sem margra ára reynsla er fyrir að þann tíma árs- ins leggst ísinn ekki landfastur við ís- land. þó hjer sje talað um aðalreglu, þá verður að gæta þess að hjer koma fram miklar breytingar og undantekn- ingar eins og áður er ávikið; meðal annars verka sjáfarföll mjög á straum- ana t. d. fyrir vestfjörðum og norður- landinu; þar fer straumurinn austur, eptir 7 kl. tíma á hverju dægri með aðalfallinu (flæði), en 5 kl. tíma vestur með útfallinu (fjöru) en er þá ekkijafn- harður, eins og með austurfallinu; líkt þessu á sjer stað fyrir austurlandinu. jþessi hlýji svokallaði vestanstraumur upp við landið mun vera fyrir vestfjörð- um nálægt 7 mílur á breidd, en þar fyrir norðan er hafið mjög kalt og ræð- ur þar mestu norðaustan hafstraumur, það er hann sem fær yfirráðin og knýr hafísinn upp að landinu, þá er sterk hafátt kemur og straumarnir upp við landið eru farnir að linast, sem þeir vanalega gjöra þegar kemur framyfir miðjan vetur. Að ísinn lá þetta skipti svo lengi fram eptir sumrinu við norð- urlandið var aðalorsökin sú: að frálands- vindur eða frálandsstraumur kom ald- rei fyr en í september, svo ísinn barst I) í brjefi H. Kr. Friðrikssonar og Eiríks Briems var síðasta setningin þannig: er vjer, að öllum ástæð- um íhuguðum, sjáum oss fært og álítum haganlegt. með vestanstraumnum um leið og hann hjelt austureptir, inn á hvern fjörð og vík ætíð inn með vesturströndinni og út aptur með austurströndinni, stundum með nál. 11/2 mílu hraða á tveimur kl. stundum, þannig fylltist hafið fyrir norð- austurlandinu jufnóðum aptur, þó ísinn að öðruhverju ræki þar frá, norðaustur í haf. Næstliðið sumar mun hafa verið yfir mestan hluta íslands einkum norður- land, eitthvert hið kaldasta sumar sem komið hefir á þessari öld, sem er nátt- úrleg afleiðing af ísnum og óvanaleg- um kulda í sjóuum. f>að fer eptir lík- um að loptið verður stórum kaldara þegar hafið kringum landið er 4—6 gr. kaldara en vanalega. þess er áður getið að hitinn í hafinu norðan og aust- anlands er vanalega 6 til 9 gr., en í sumar var hann á þessu svæði ekki nema 2—6 gr. og tæp 1 gr. þar sem ísinn lá. Á ferðum mínum kringum landið veitti jeg þessu eptirtekt. 5. júlí var hitinn í sjónum við Horn í ísaf. sýslu nálægt 1 gr. 6. s. m. á Isafirði 3 gr. 7. s. m. á Breiðafirði 7 gr. Á Faxaflóa 7^/2 gr. 9. s. m. við Reykja- vik 10‘/, gr., við Ingólfshöfða 9 gr. þ. 11. við Seyðisfjörð 2 gr. 14. við Langanes og 15. s. m. við Eyja- fjörð o gr. J>essa sömu daga var sjáf- arhitinn við Færeyjar 12 gr. í miðjum júní var hitinn likur því, sem hjer er frásagt, á ísafirði Breiðaf. og Faxaflóa, en við Seyðisf. var þá allt fullt af ís og 1 gr. kuldi í sjónum. Margir hafa álitið að þessi kuldi í sjónum hafi orsakast af því að Gólf- straumurinn hafi verið venju framar kaldur fram eptir sumrinu, vegna hins ákaflega mikla iss. er rak næstliðið vor suður með Ameríku og bráðnaði þar. Jeg játa að fyrst var jeg á þessari skoð- un, en þegar jeg fjekk að vita að haf- ið fyrir Reykjanesi og suðausturland- inu var jafnheitt og vanalega, og að það kólnaði því meir sem nær ísnum dróg, þá sá jeg að þetta álit var rangt og að ísnum einum var hjer um að kenna. Hefði Gólfstraumurinn verið kaldari en vanalega, hefði næstl. sumar átt að vera kalt og votviðrasamt í Norvegi, Englandi og víðar þar sem Gólfstraum- urinn verkar mest á veðráttuna, en raun bar vitni um hið gagnstæða, því sum- arið var í bezta lagi í þessum löndum. Herra Hoffmeyer sem er mestur strauma og veðurfræðingur í Danmörku, hefir sannað að Gólfstraumurinn hefir hvorki verið kaldari nje linari næstliðið sumar en að undanförnu ; eptir skýrslum sem hannhefir fengiðum þetta efni hefirhann sýnt, að þegar bein lína er dregin frá Skotlandi vestur að syðsta oddanum á Grænlandi (Cap Farvel), þá hefir hafið verið 1 gr. heitara í sumar, en að með- altali nokkur undanfarin ár, allt þang- að til V, er eptir af leiðinni til Græn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.