Ísafold - 30.04.1883, Blaðsíða 4
36
hrossin lítið, en láta þau framfærast meir
eða minna á grasráni, lifa ef það vildi heppn-
ast, kostnaðarlaust, og drepast ef að tíðar-
farið gæti drepið þau. En þetta er nú ekki
lofsverður gróðavegur, hvorki í tilliti til þess
rjettar er skepnan á, og ekki heldur í rjett-
læti við náungann,-—En sleppum nú þessu.—
Menn eru smátt og smátt að sjá betur og
betur rjett sinn og takmarka grasrán og yf-
irgang. það var eðlilegt að menn leiddust
til að setja á hvert folald og fjölga hrossum,
jafnvel takmarkalaust, þegar þau voru
keypt á öllum aldri og borgað 70—80 kr.
eða meira. En svo breyttist verzlun þessi,
í hendi. Samt var haldið áfram í þoku-
dimmingi, aðgæzlulítið, þó verðið gengi nið-
ur til helminga. Engu folaldi var lógað.
Hrossakaupmenn settu nú verðið auðvirði-
lega lágt, og völdu úr hrossunum, og vilja
nú helzt ekki á þessum síðust og verstu
tímum nema gelta og gróna fola og úrvals
hross 4—6 vetra. Hrosseigendur tróðu á
mörkuðum, sem næst, hver annan undir og
svo allir sameiginlega nærfellt kaupandann.
Allir vildu verða af með sitt hross fyrir eitt-
hvert verð. Ejöldinn var orðinn svo mikill
að hvað át annað upp á sumrum, hvað þá
á vetrum. Gagn af búsmala, meira og
minna, eyðilaggði einlægur rekstur, óþolandi
vörn. Sláttumaðurinn varð að fara frá orf-
inu að reka, þar sem hann var að berja ofan
í teðsluna og trippasparkið. Afrjettarlönd-
in eins uppjetin ; fjallafjenaður ekki meira
en með hálfum arði; hagar upprifnir undir
veturinn. Nú þarf ekki lengur að lýsa hvern
veg ástandið varð þegar veturinn kom og
harðindaskorpa. það hefir nú borið sína
hörmulegu ávexti síðustu 2 ár. Og hvað á
þá að segja um þessa hrossaverzlun ? A
húh allt það lof, sem sumir hafa gefið henni?
—Að vísu á hún nokkurt lof. það erum
vjer, sem höfum vanbrúkað hana og gjört
að engisprettum og landplágu. Hjer þarf
nú að taka í taumana með ráðdeild og skyn-
semi. það er óhugsandi, að nokkur hygg-
inn búmaður haldi áfram að ala upp hross
til að selja með því verði, sem á þeim hefir
verið nú síðustu árin, þar þau hafa jafnaðar-
lega selst 35—55 kr. og einstaka metfje lít-
ið eitt betur; og þetta er, sem áður sagt,
brunaleifarnar eptir 2 heljarvetur og 2sam-
kynja sumur, í staðinn fyrir að það sem
upp úr fellisflóðinu stóð og hafði undir
kringumstæðunum sem voru, hjálpað til að
eyðileggja það sem fjell—hefði átt að fara
minnst fyrir tvöfalt verð, og þó öllu heldur
að hagnýtast í landinu sjálfu til manneldis.
Yjer erum svangir og göngum á sokkunum,
en fleygjum frá okkur, út úr landinu, mat
og skóleðri fyrir hálfvirði1. Hvað á sú kat-
ólska að lifa lengi í landi hjer að brúka ekki
hrossakjöt almennt til manneldis, og hvað á
sú hjátrú opt að olla manndauða og almenn-
um vandræðum ? það má fullyrða, að væru
hross skynsamlega hagnýtt, eins og naut-
gripir og sauðfje, væru sveitarþyngsli minni
en eru; og 1 sumum hjeruðum þyrfti jafn-
vel aldrei að óttast hallæri, það er að segja
með því móti, að góðu árin sjeu brúkuð eins
I) Sv. Sveinsson búfr. segir að Islendingar geti
selt hesta sína ódýra, og er orsökin til þess sú að
litlu sje til þeirra kostað. (pett^ er ekki rjett skoð-
að). Sami segir að hestar seljist 220—270 kr; hest-
efni hálfu betur. Sjá Andvara 1882, bls. 122.
og sæmir siðaðri þjóð, en ekki eins og skræl-
ingjum. Að á hverju kveldi sje uppjetið
það sem aflast, hversu mikið sem það er.
Er nú ekki mál til komið að reka þessa hjá-
trú úr landi, sem búin er að sitja hjer 1
meginhugsun þjóðarinnar, eins og goð á
stalla, síðan hann nþorgeir stóð á þingi og
við trúnni var tekið af lýði«, eða í 883 ár.
Að vísu hefir það nú lengi ekki varðað fjör-
baugssök, en það hefir varðað því sem lítið
er betra, það er almennri fyrirlitningu, og
það hefir þurft meira en meðal kjark til að
bera óhalt höfuð á mannfundum fyrir þá
menn, sem hafa hagnýtt sjer hrossakjöt, að
minnsta kosti í sumum plássum1. Jeg ætla
það nú mikið efamál, hvert alt það marglof-
aða gull sem fyrir hrossin hefir komið er
meira virði en ef að þau hefðu verið skyn-
samlega hagnýtt í landinu, víst nokkuð af
þeirn. þá hefði verðið ekki gengið eins nið-
ur og nú er orðið, og þegar þess er gætt, að
skinnið mun jafnaðarlega svara til \f af
því verði, sem nú gerist, og það er hlutur,
sem hver búandi maður þarf í heimilið.
VI. Viðskipti sjávarbænda og sveita-
bænda.
það er þessi grein verzlunarinnar, sem
jeg hygg að fáir hafi gefið svo gaum sem
vera ætti, og ekki gáð að því, að tíminn
breytir flestu og ekki sízt í verzlunarvið-
skiptum. þó nú sje jafnaðarlega talað um
að viðskiptin sjeu eptir gömlu lagi, þá
vantar stórum á, að svo sje, og jeg fæ
ekki betur sjeð, en að sveitabóndinn sje að
nokkru leyti orðinn skattþegn sjávarbónd-
ans, en ekki, eins og vera ætti, jafnstæður
skiptavinur. það er nú það fyrsta, að allur
flutningskostnaðurinn á hvorutveggju vör-
unni hvílir á sveitamanninum. þetta væri
nú sök sjer, ef verzlunarviðskiptin væru
sanngjörn, þegar þar er komið—en hjer er
öðru nær. Nri er þorskfisk hvergi að fá
með því verði, er sveitabóndinn af beri
eða standi í nokkru jafnvægis-hlutfalli við
hans vörur. Hvar fær nú sveitabóndinn 12
fjórðunga af þorskfiski fyrir sauðinn, sem
gerir 50 pd. af kjöti og 10 pd. mörs á tvo
mörva, og sem eptir gömlu lagi átti að vera
60 fiska ? N ei, þótt hann fari með tvær
sínar beztu vörutegundir, 10 pd. af hvoru
ull og smjöri, fær hann ekki vætt (8 fjórð-
unga), og þó maður setji hvert pund á 80
aura, þá nær það ekki nærri harðfisksverð-
inu, og ekki saltfisksverðinu í ár; h'ka er
of hátt að setja ull og smjör á 80 aura
pundið. Ullin hefur nú að undanförnu
verið 70—75 aura og vanalegt verð á smjöri
fram að næstliðnu sumri 66 aura. Meðan
þorskfiskur var seldur og keyptur á milli 1
landinu var 1 fjórðungur ekki nema 5 fiska;
en sá fiskur, sem nú gengur kaupum og
sölum í landinu, er smáfiskur, sem ekki
getur gengið sem verzlunarvara til útlanda.
það þekkja útlendingar, að hann jafngildir
ekki þorski til manneldis. þó eru hver 10
pund af smáfiski og misjafnlega verkaðri
I) Sumir hafa komist svo langt i þessum hjátrúar-
fordómi, að þeir hafa ekki nefnt þessa menn annað
en hrossætur, og álitið þá óhreina og ekki hafandi
samneyti við þá. En hinir, sökum fyrirlitningar-
innar, verið niðurlútir sem dæmdir sakamenn, eða
þeir, sem samvizkan hefir ógnað.
ísu, undantekningarlaust, seld og keypt á
5 fiska, og gjarnast miðað við smjörverð,
og ætla jeg, að enginn geti álitið þetta
drjúg matarkaup, eða betri en að skipta við
kaupmanninn1.
(Niðurlag í næsta blaði).
VEÐURÁTTUFAR í REYKJAVÍK
í febrúarmánuði.
þótt veðurátta í þessum mánuði hafi
mátt heita fremur frostalítil, þar sem
næturkuldi aldrei hefir náð hærra en
8°R og það að eins i. dag mánaðarins,
hefir þó einkum síðari hlutinn verið held-
ur stirður með stöðugum útsynningi
og hafróti.
i. hvass á norðan; 2. logn; 3. 4.
hægur við austur; 5. logn, síðan við út-
suður: 6. austan með ofanhríð; 7. hvass
á austan með mikilli rigningu; 8. út-
sunnan, dimmur með bleytusletting, síð-
ari part dags logn og bezta veður; g.
hvass á landnorðan; 1 o. hvass á út-
sunnan með jeljum; 11. 12. logn; 13.
útnorðan, dimmur, útsunnan síðari part
dags með smábyljum; 1 4. landnorðan,
hvass með regni; 15. útsunnan; 16. land-
norðan, siðar útsunnan hvass með bylj-
um; 17. hvass á útsunnan; 18. hægur á
austan, síðan landsynningur hvass með
regni; 19. hvass á útsunnan með jelj-
um; 20.—25. útsunnan opt rokhvass og
með blindbyl allan daginn (20.21. 23.);
25. landsunnan hvass með rigningu; 26.
27. útsunnan hvass í jeljunum og mik-
ið brimrót í sjónum; 28. hægur á aust-
anlandsunnan. Talsverður snjór kom
hjer í útsynningsbyljunum.
Hitamælir hæstur (um hád.) 28. -j- 4°R.
-----lægstur (--------) 2. 50-
Meðaltal um hádegi............-f- i°,2 -
-----á nóttu................-f- i°,4 -
Me&tur kuldi á nóttu (að.f.n. h.
1.)..........................8°-
.Loptþyngdamælir hæstur 27.. . . 30,00
--------- lægstur 14. . . .27,80
Að meðaltali.......................28,35
Rvík '/3-83. J. Jónassen.
Auglýsingar.
1] æ k u r
þessar fást keyptar hjá undirskrifuðum :
Sálmabókin. Ljóðmæli Gríms Thomsens. Landafræði
B. Gröndals. Landafræði P. Melsteðs. Ritreglur
V. Ásmundssonar. Saga Islands. Heilbrigðisreglur.
(Jm sauðfjenað. Melablóm. Skin og skuggi. Sigríður
Eyjafjarðarsól. Um þýðingu á Matteusar-guðspjalli,—
Blaðið „Fróðiw fæst hjá mjer (frá byrjun, 1-4. árg.).
Jeg tek alls konar bækur til útsölu.
ísafoldar-prenthúsi, Eeykjavík -2A ’83.
Sigurður Kristjánsson.
1) 1877 mátti fá við Smiths-verzlun í Rvík 200
pd. af góðum rúgi fyrir 14 kr. í peningum. Var
það ekki betra kaup en ísuvættin á 13 kr. 33 a.
Útgefandi: Björn Jónason, cand. ph.il.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.