Ísafold - 06.06.1883, Síða 1
Argangurinn, 32blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um 3J/2
kr., í öðrum löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsin’gir kosta þetta
hverj línar: aur.
(með meginletri ... 10
\með smáletri..... 8
H Imeð meginletri ... 12
' '\með smáletri...15
unitiíl
Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3
iiiiiiiiiiiiniiiiinmii
X. 12.
Reykjavík, Miðvikudaginn
6.
júnímán.
1883.
Forngripasafnið.
í stjórn fornleifafjelag'sins var sú uppá-
stunga borin upp 27. okt. 1881, að fje-
lagið reyndi til að útvega forngripa-
safninu eptirmynd af langskipinu, er
fannst í Noregi á Vestfold hjá Gokstað
í Sandeherred um vorið 1880, og sömu-
leiðis af kirkjuhurðinni frá Valþjófs-
stað, sem nú er á forngripasafninu í
Kaupmannahöfn, og að leitað yrði sam-
skota til góðra manna, hvað skipið á-
hrærði, en forngripasafnið borgaði það
sem á kynni að vanta. Á þetta var
fallist i stjórninni, og á aðalfundi var
forseta falið á hendur að skrifa „For-
eningen til norske Fortidsmindesmær-
kers Bevaring11 í Kristjaníu, áhrærandi
fornskipið, en til kammerherra J. J. A.
Worsaae, sem er yfirmaðr yfir því
„Kongelige Museum for nordiske Old-
sager“ 1 Kaupmh. þessi uppástunga
hafði þann árangur, að með gufuskip-
inu Laura, er kom 26. apríl, kom kirkju-
hurðin, eða trú afsteypaúr gipsi af henni,
og er hún eikarmáluð yfir, svo að ekki
þekkist frá hinni upprunalegu hurð, sá
silfurrósaði hringur, sem er í miðri
hurðinni, er og einkanlega trúlega ept-
irgjörður; hurð þessi er einn hinn ágæt-
asti gripur, og öll útskorin, mun hún
vera gjörð um 1200 hjer á íslandi, en
að því er menn hafa sagt mjer, sem
sjeð hafa hurðina á Valþjófsstað, rnun
hún hafa verið send til Kaupmh. nokkru
fyrir 1830; afsteypan af hurðinni var
send hingað sem gjöf til forngripa-
safnsins, og hefir hún þó kostað nokk-
ur hundruð kr. J>etta mun mest að
þakka kammerherra J. J. A. Worsaae,
sem og áður hefir sýnt það, að hann
er okkar safni velviljaður.
Langskipið kom með skipinu Thyra
23. maí, eptirmyndin er nær 5 fet á
lengd, trúlega eptirgjörð, og.snildarlega
smíðuð, enda er fornskipið „meistara-
verk“ bæði að lögun og smíði; það var
fram undir 80 fet á lengd og rúm 16
fet á breidd, og mun vera hauglagt
nálægt 800; margir hlutir fundust í
skipinu, og í kring um það, sem ann-
aðhvort voru lítt eða ekki skemmdir.
N. Nicolaysen formaður fyrir „det Anti-
kvariske Selskab“ í Kristianíu, sem
sjálfur hefir stjórnað uppgreptrinum á
skipinu, hefir ritað stóra bók á norsku
og ensku um þennan merka fund, með
hátt á annað hundrað myndum ; bók-
ina hafði eg áður útvegað mjer og
lesið með ánægju; allur kostnaður við
uppgröpt á skipinu, og að koma því
til Kristianíu, varð 7800 kr., og gekk
til þess 2 V2 mánuður. Eptirmyndin af
skipinu kostaði hátt á 500 kr. Mestall-
ar gjafirnar eru hjer úr Reykjavík frá
embættismönnum, kaupm. og ýmsum
fl. Nokkrir menn í Norðurlandi tóku
og góðan þátt í gjöfunum; verður
þetta allt auglýst síðar. Jeg hygg ó-
hætt að fullyrða, að þetta fornskip á-
samt öllu því, er með því fannst, sje
sá merkasti fundr þess kyns, sem fund-
ist hefir á Norðurlöndum, og er hann
því sjerstaklega þýðingarmikill fyrir
oss, sem, eins og kunnugt er, höfum
ritað sögu Noregs, og lýst skipum þeirr-
ar þjóðar og sjóferðum; að því oss er
kunnugt, hafa eigi önnur söfn fengið
eptirmynd af skipinu nema eitt í Lon-
don og í Stokkhólmi. Hjer leyfir
hvorki timi eða rúm í blaðinu að sinni
að lýsa þessum fundi nákvæmar, því
það yrði töluvert langt mál, enjegmun
gjöra það síðar, og þá einnig tala meira
um kirkjuhurðina.
Okkar fyrverandi landshöfðingi Hilm-
ar Finsen, nú Overpresident í Kaupmh.
gaf forngripasafninu áður en hann fór
hjeðan, mikinn fjölda af gömlum pen-
ingum, bæði úr silfri og kopar eða
málmblendingi. J>eir eru frá ýmsum
löndum og ýmsum tímum, hefir hann
safnað þeim um langan tíma, vega þeir
allir saman rúm 4 pund; þar að auki
gaf hann glasbikar stóran, með nafna-
drætti úr gulli i hliðinni, og gullrönd
umhverfis barminn. J>ennan bikar hafði
hann þegið að gjöf af kaupm. Guðm.
Thorgrimsen á Eyrarbakka, og gaf
hann með hans leyfi; bikarinn er sagð-
ur að vera úr eign Skúla landfógeta.
Landshöfðinginn sagði mjer, að hann
ekki vildi, að þessi gripur færi út úr
landinu.
Palaísforvalter, Conservator Steffen-
sen í Kaupmh. hefir og gefið safninu
gipsafsteypu „bronseraða“, af því svo
kallaða Vatnsfjarðarljóni, sem er á safn-
inu í Kaupmh. J>að er úr bronce, og
er úr kirkjunni í Vatnsfirði í ísafjarðar-
sýslu. J>etta ljón er holt innan og er
vígsluvatnsker; slík ker voru vanalega
við kirkjurnar í katolskum sið, og skyldu
þau standa á altarinu með vígðu vatni.
og eru kölluð „Lavatorier“; safnið á
eitt áður úr bronce. Safnið hefir og
fengið mikið af bókum frá ýmsum fje-
lögum erlendis, gegnum fornleifafjelag-
ið, nokkrar meðal þeirra eru með
myndum af fornum hlutum, sem mjög
eru hjer nauðsynlegar til samanburðar
við það sem fyrir er.
J>etta ár hefir því verið það mesta
„veltiár11 fyrir forngripasafnið, og með
því að keypt hefir verið meira en
nokkru sinni áður; margt hefir og verið
gefið. Til að koma safninu áleiðis
þannig, að það geti orðið til upplýs-
ingar vorum fyrri tíma, og þjóðinni til
sóma, þá þarf að sýna mikinn áhuga;
það fyrsta aðalatriði og sem í bráð
liggur mest á, er að ná saman þeim
gömlum hlutum, sem enn kunna að
vera til í landinu, því annars missast
þeir fyrir fullt og allt, af þeim ástæð-
um sem jeg opt hefi tekið fram; eina
ráðið er til þessa að ferðast og safna
saman því sem fæst, eins og reynzlan
hefir sýnt, síðan fornleifafjelagið byrj-
aði, en til alls þessa þarf töluverðan
fjárstyrk, en slíkar ferðir geta orðið að
miklum notum, þegar um leið er gjörð
rannsókn á okkar fornu sögum. Forn-
gripasafnið er nú orðið þessi síðustu ár
svo umfangsmikið, að ekki kemst það
fyrir í þeim herbergjum, sem því voru
ætluð, og hefir það þó fengið eitt her-
bergi í viðbót í vesturenda þinghússins,
að sunnanverðu.
Sigurður Vigfússon.
I ísafold 2. des. f. á. settum vjer s/íýrslu
um kvennaskólann í Reykjavík; út af
skýrslu þessari tók forstöðukona skólans,
frú Th. Melsted, sjer tilefni til að setja all-
langa grein í Isafold 31. jan. þ. á., er átti
að vera sumpart til að leiðrjetta það, sem
vjer höfðum sagt og sumpart til að upplýsa
það betur, er hún ætlaði að oss hefði verið
ókunnugt. En það, sem hún vill láta
heita leiðrjettingar eða nýjar upplýsingar,
er sumpart það, sem ekki kom því máli
við, sem um var að ræða, sumpart er það
framsett á þann hátt, að það gefur að eins
skakkar hugmyndir um þau atriði, sem
frá er skýrt, en sakir þess, að atriði þessi
flest eru þýðingarlaus fyrir stofnunina og
snerta að eins forstöðukonuna sjálfa, þá
leiðum vjer hjá oss að leiðrjetta það, hvern-
ig þau eru framsett, því að það yrði lengra
mál en svo, að þýðing þess fyrir almenning
tæki því. Eitt atriði var það þó, er rit-
stjóri Isafoldar þegar bar til baka, og sem