Ísafold - 06.06.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.06.1883, Blaðsíða 3
47 úrunnar. Hún varð sjálf að komast undan öðrum villtum dýrum og verja sig gegn þeim. Hún hlaut að gjöra þetta allt sjálf, og hafa fullkomleika til þess, en þegar hún er orðin að hús- dýri, þarf hún ekki að halda á þessum fullkomleikum, þeir eiga ekki við hið nýja ástand hennar og ætlunarverk;— þeir breyta sjer því og koma fram í nýrri mynd, þ. e., þeir verða að hæfi- legleikum til að framleiða mjólk. og þessir hæíilegleikar verða því meiri og fullkomnari, sem kýrin þarf minna að halda á hinum upprunalegu. f>etta vinnur íþróttin á þann hátt, aðsjákúnni fyrir nógu og góðu fóðri, hollum og hlýjum húsakynnum, láta hana hafa sem minnsta áreynzlu, vernda hana fyrir og bæta úr hinum margvíslegu sjúkdómum, sem þessi breyting hefur í för með sjer, bæta kynferðið o. fl. f>annig starfar íþróttin að því, að gefa kúnni afl og hæfilegleika, til að fram- leiða mjólk, og eptir því sem hún leys- ir þetta verk betur af hendi, eptir því breytast meira hinir upprunalegu hæfi- legleikar, í afl til að framleiða mjólk, þ. e,. eptir þvf mjólkar kýrin meira, og borgar bóndanum betur fyrirhöfn- ina. fað liggur því í augum uppi, hve skökk skoðun það er, að kjósa heldur að hafa fleiri kýr, og láta þær hafa lítið og ljelegt fóður, en að hafa þær fœrri, og láta þær hafa nóg og gott fóður. f»að er auðvitað, að ljeleg með- ferð, bæði í fóðri og öðru, kostar minna en önnur góð, en sá munur er ekkert að reikna í samanburði við, hvað kýr- in gjörir meira gagn, þegar hún hefur góða meðferð. en ljelega. f>að er því jafnheimskulegt í fjármunalegu tilliti, að vilja heldur fara illa með hana, af því það kostar minna, eins og að vilja heldur ónytjunginn fyrir vinnumann, en dugnaðarmanninn, sökum þess, að ó- nytjungurinn fæst fyrir minna kaup. Eins og kýrin borgar oss ávallt ept- ir því betur alla fyrirhöfn, sem vjer lát- um hana hafa betri meðferð, — hvað sem það kostar—eins er því varið með allar skepnur. Nú á tímum er víðast hjer á landi, farið miklum mun betur með sauðfje, en var t. d. á 18. og fram- an af 19. öld, og þess vegna hlýtur líka meðferðin á því að vera dýrari nú en þá, en sá kostnaðar munur er þó eigi því líkt eins mikill, sem arðurinn af sauðfjárræktinni er meiri nú en þá. þetta er auðskilið, því síðan farið var að fara betur með sauðQe, hefir það tekið miklum breytingum. Hæfileg- leikar þeir sem það hafði áður, til að þola kulda og illa aðbúð, hafa að nokk- uru leyti breyzt í hæfilegleika til að framleiða mjólk, ull, hold og fitu. Meðferð á hestum hefir víðast hjer á landi tekið litlum umbótum. Hún hefir einatt yfir höfuð verið á hæsta stigi ill, og má heita að sje það enn. Ef vjer hefðum farið, og færum vel með hesta vora, þá mundi oss finnast hún vanalega meðferð þeirra, hin hrylli- legasta grimmd. þ>að er auðsætt, að vjer getum ekki haft fullt gagn af hestum vorum, nema vjer förum vel með þá. Ef hesturinnn er alinn upp við hungur og harðrjetti, getur hann ekki náð því þreki, er hann gæti ella, og af því leiðir að hann verður ávallt óduglegri til vinnu en hann hefði get- að orðið — vjer töpum vinnuafli. Hest- ar sem ávallt eru látnir ganga úti — gaddhestar — þola ekki að vinna nema lítinn hluta ársins( og aldrei nema nokkra daga samfleytt, en það er þó víst, að ef vel er farið með hestinn, getur hann unnið 9—10 kl.st. á dag, árið um kring, t. d. eins og maðurinn. Af þessu getum vjer gjört oss nokkra hugmynd um, hve miklu vinnuafli vjer töpum, við hina illu meðferð á hestum vorum. þ>egar vjer því gætum vel að, hljót- um vjer að sannfærast um, að hið þýð- ingar mesta við ræktun allra húsdýra, er að fara sem bezt með þau, en það er aðgætanda, að góð meðferð er ekki að öllu leyti falin í því að láta þau æ- tíð hafa nóg og gott fóður. Um fram allt ríður á að leita sem nákvæmastrar þekkingar á eðli þeirra, því fyr verð- ur í mörgu tilliti eigi sagt, hvernig meðferðin skuli vera. þ>egar vjer höf- um fengið þekkingu á eðli dýranna, þá fyrst getum vjer vitað hvernig húsa- kynni eiga að vera, þá fyrst vitum vjer hvernig haga skal kynbótum, hvernig koma skal í veg fyrir ýmsa sjúkdóma o. s. frv. þ>etta allt þurfum vjer að stunda af öllu kappi, til þess að hús- dýraræktin geti sem bezt fullnægt til- gangi vorum, þ. e. borið oss sem mest- an arð. þ>að er vonandi að menn fari að kappkosta að stunda húsdýraræktina, með þekkingu og alúð, og hin illa og ófiyggilega meðferð, sem ávallt hefir verið almenn hjá oss,— einkum á hest- um—hverfi áður langt líður. Vjer sjá- um líka að húsdýraræktin er þegar far- in að taka framförum, því meðferð á skepnum — þó henni sje mjög ábóta- vant — er ólíkt betri en hún var, t. d. fyrir 60 árum, og það er ómögulegt annað en hún haldi áfram að taka fram- förum, svo fremi sem þjóðin heldur á- fram að taka framförum í menntun og siðgæði, því jafnframt því sem hin vax- andi þekking hlýtur að sannfæra oss um, að einungis með góðri meðferð, getum vjer haft fullt gagn af húsdýr- um vorum, hljótum vjer einnig að sann- færast um, að vjer höfum engan rjett til að fara illa með nokkra skepnu, því vjer hljótum að sjá, að ætlunarverk alls sem lífsanda hrærir, er framsókn til full- komnunar og sælu, og undir eins og nokkurt lífsfræ var til, byrjaði þessi framsókn. — Hvaða rjett höfum vjer til að rísa öndverðir gegn þessu helga og óraskanlega lögmáli? Sæm. Eyjúlfsson. Út af áskorun þeirri, sem prentuð er í blaði þessu 14. dag marzmánaðar þ. á. frá nokkrum bændum í Mýrasýslu viðvíkj- andi verði eg verkun á ull, hefur oss frá einni af helztu verzlunum hjer í bænum bor- ist eptir fylgjandi grein : Orsökin til hins lága verðs á ullinni er sú, að allar ullartegundir án undan- tekningar hafa lækkað i verði í útlönd- um seinni árin og getur íslenzka ullin því ekki haldið verði sínu. Orsökin til þess, að ullarverðið hefur lækkað, mun vera sú, að ullarmegnið í hinum stærri löndum hefur aukist fram yfir ullarbrúkunina; líkt á sjer t. a. m. stað með kaffi, sem nú selzt helmingi ódýrara en það var fyrir 3—4 árum. Að láta óþvegna ull í kaupstaðinn er með öllu ógjörandi, þar eð kaup- menn ekki geta komið því við, að þvo hana, og óþvegin verður hún ekki send til útlanda, af því að óþvegna vorull er ómögulegt að selja þar. Að óþvegin haustull selzt erlendis, kemur af því, að svo lítið flytzt af henni, kæmi nokkuð til muna, mundi ógjörandi að koma henni út. Hinn einasti vegur til þess, að ull bæði Mýramanna og annara geti náð hærra verði, er, að ullin sje þvegin og vönduð eins vel og mögulegt er, og svo að bíða þess, að ullarverðið í út- löndum hækki. þ>ar sem fjeð gengur á sendinni jörð þarf vel að gæta þess, að ná sandinum úr ullinni. Hvað ullarverðinu að öðru leyti við víkur, má geta þess, að ullin síðastliðið ár var hjer á landi borguð með tals- vert hærra verði en fyrir hana fjekkst erlendis. Við grein þessa munum vjer síðar gjöra nokkrar athugasemdir. t Markús Kr. Kristjánsson. Við vorum saman vinir tveir jpú vannst mjer ást að sýna Og engum manni unni'g meir, Og æsku drauma mína þú þekkja náðir alla einn ; Minn ástvin dyggðum fjáði, þitt hjartað ungt var eðalsteinn, Sem ástargeislum stráði. þú horfðir mennta beint á braut Og bjóst þann veg að ganga, En huggðir lítt að hverskyns þraut, Sem hlaust þar reyna, stranga; f>ótt örbirgð gerði allt þjer þungt A æfi stuttum degi f>itt fegurð helgað hjartað ungt það hræðast kunni eigi. þú varst svo ungur, vinur minn, |>á vann þitt líf að dvína,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.