Ísafold - 18.07.1883, Síða 1

Ísafold - 18.07.1883, Síða 1
Argangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3 J/2 kr., í öOiuni löndum 4 kr. Borgist í júlim. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur# tataUme®megjnletri---,° [með smaletri... o ítbiar.|me®meginletri • • • !5 Imeð smaletri...12 X 15. Reykjavík, miðvikudaginn 18. júlimán. 1883. 57. Innlendar frjettir. Smáklausur. 58. Frá alþingi II. 60. Útlendar frjettir. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er i ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. ísafoldarprentsmiðju er á s. st. Alþingisfundir í neðri deild að jafnaði hvern rúm- helgan dag á hádegi, og í efri deild kl. I e. m. Brauð laus 8 alls, þar af 4 auglýst á þessu ári: Hvammur í Laxárdal I4/7 462+400. Presthólar .... I2/6 6364300. Staður í Grunnavík ,4/5 499 + 400. Stóruvellir .... 16/1 710 + 300. Forngripasafnið opið hvern mvd. og Id. kl. 2—3. iþaka. Bókasafn þess fjelags, í Skólabókhlöðunni, er opið hvern þrd. og ld. kl. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld. 12 — 3. Lögtak í Rvík fyrir brunabótagjaldi eptir 20. júlí. Manntalsþing í Rvík laugardag 28. júlí. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Reykjavík 18. júlí 1883. Alþingisfundir í báðum deildum hvern virk- an dag til þessa, nema ð.júlí gert fundarfall í neðri deild vegna Búnaðarfjelagsfundarins. /þingmál nú orðin 55 alls. Nefndir í 18i f>essi 55 mál eru: 17 stjórnarfrumvörp 29 þingmannafrumvörp, 8 þingsályktunar- uppástungur, og 1 fyrirspurn. Staður í Steingrímsfirði er veittur 14. júlí síra Isleifi Einarssvni að Hvammi í Laxár- dal. Hafís fyrir Isafjarðardjúpi inn að Bit, seg- ir nýleg frjett. Gengið í land í Aðalvík á ísi af hafskipum. Hákarlaskip norðlenzkt yfirgefið í ísnum. (þjóðólfr). Húnaflói og sagður fullur af hafís. Norðanveður snarpt hjer dagana 12. og 13. júlí. f>ar & undan mesta blíðviðri hjer um bil 3 vikur samfleytt. Síðan hæg norð- anátt eða vestan, þur og heinviðrasöm. Laura, strandferðaskipið, er fórhjeðan 30. júní áleiðis vestur fyrir land ogr norður, kvað ekki hafa komist lengra en á Isafjörð; sneri þar aptur suður fyrir land og austur. Hið væntanlega gufuskip frá Slimon í stað Camoens ókomið enn. Einnig ókomið kaupskip það frá Liverpool, gufuskip stórt, er von var á til hinnar nýju ensku verzlunar hjer í bænum, Murray & Co., fyrir forgöngu Eggerts Gunnarssonar. Kvefsótt í skæðara lagi gengur hjer íBvík og víðar um sveitir sunnanlandS. Snýst á stundum upp í lungnabólgu banvæna. |>ó engir nafnkendir dáið, svo til hafi spurzt. — það lá að, að það hefði ekki verið Hilmar Finsen, sem veitti biskupnum 600 krónurnar til hugvekjusafnsins. |>að var altalað, og gat vel verið að því leyti til, að hann annaðist ýms embættisstörf lands- höfðingadæmisins í vetur, þótt hann dveldi í Khöfn, allt þar til er honum var veitt yfirpresídentsembættið í vor. Nei, það var ekki Hilmar Finsen, sem gerði það, heldur hinn setti landshöfðingi, Bergur amtmaður Thorberg, tengdasonur biskupsins. — Af því sem talað hefir verið á þessu þingi, kveður einna mest að ræðu Benidikts Sveinssonar í háskólamálinu við 1. umr. þess í neðri deildinni 11. júlí, og sem prentað er ágrip af hjer síðar í blaðinu. Hann er sá af þingmönnum, er helzt bregður fyrir hjá neista af málsnilld hinna miklu þingskörunga í öðrum löndum, er sagan heldur á lopti urn aldur og æfi fyrir afrek þeirraí ræðustólnum. það er af öðru tagi en almennt gerist. það var dauft eptir múkinn, þegar hann settist niður í þetta sinn. — Einhver tvíveðrungur eða hik var á síra Arnljóti við þessa landstjórnarkostnað- arsparnaðarnefnd, er uppástungan var rædd í neðri deildinni um daginn. Nefnd þessari mun ætlar sjer fyrst og fremst að haldameð fullu fylgi strykinu til þess að leggja niður amtmannaembættin, sem einmitt hefir ver- ið síra Arnljóti kappsmál á undanförnum þingum, eins og öðrum þjóðhollum þing- mönnum. Síra Arnljótur er og hefir lengi ver- ið einn með atkvæðameiri mönnum á þingi, fyrir sakir hans mikla fróðleiks og mennt- unar, og töluverðrar orðsnilldar. |>að er því ekki ónýtt fyrir amtmannaefni fremur en aðra að eiga sjer slíkan mann að vin, ef svo ber undir. —Ósköp erum vjer íslendingar skammt á leið komnir í trúarfrelsislegum hugsunar- hætti, þótt vjer höfum haft trúarfrelsi í lögum á pappírnum í nær tíu ár, og hafandi áður látizt þrá það í heilan mannsaldur eða meir. Við 1. umr. um fríkirkjulagafrumvarp Jóns Ólafssonar um daginn tók einn af hinum mörgu kennimönnum á þingi til máls, einn með elztu og nafnkenndustu þingmönnum, síra Eiríkur prófastur Kúid, og kallaði þá meðal annars Beyðarfjarðarsöfnuð hneyxlis- söfnuð, fyrir það, að hávaðinn af safnaðar- mönnum hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni; síðar gerði hann að vísu úr því »hneyxlandi söfnuður«. Ennfremur var auðheyrt á orðum hans, að hann hjelt eða ætlaðist til þess að minnsta kosti, að stjórnarskráinværi hnapp- helda eða tjóður, er hjeldi hverju mannsbarni á landinu innan vjebanda þjóðkirkjunnar. Jóni Ólafssyni var vissulega ekki láandi, þótt honum yrði það að orði, er hann svaraði, að þá væri jafnófrjálslyndir prestar sem þingrn. Barðstr. rjettnefndir hneyxlisprestar. — |>að er furða hvað eldir eptir af Asgeiri gamla á þingeyrum. Hann er nú annar elztur maður á þingi, kominn á áttræðisald- ur; en það eru engar ýkjur, að það er enn meira fjör í honum á þingi en hávaðanum af fjelögum hans. það liggur við að það sje ungæðis-bragur á honum stundum, þegar hann kemst út í eitthvað sem honum er á- hugamál og hann finnur sig hafa í öllum hömlum við. I prestakosningarmálinu um daginn ljek hann sjer eins og köttur með mús að röksemdum stjórnarinnar fyrir stað- festingarsynjun hennar á því frumvarpi frá síðasta þingi. »Svona má snúa þeim eins og derlausri húfu« sagði karlinn, þegar hann var búinn að hrekja þær og tæta þær sund- ur ögn fyrir ögn. f>að er vitaskuld að vlsu, að ekki þarf raunar stóran mann eða sterk- an til að ráða við þessar stoðir, sem undirtyll- ur ráðgjafans, hálfgrænir unglingar, nýkomnir stundum frá grænu borði, prófborðinu, vit- andi sumir hverjir ekki stórum meira um Island og íslenzk mál en að landið liggi ein- hverstaðar skammt frá heimskautinu, í sömu átt sem Grænland, með Heklu og Geysir o. s. frv., eru að bögglast við að tyldra undir staðfestingarsynjanir þær, er yfirlið- ann, íslenzkan að nafninu til, en íslenzk- astan að raun í því að styðja vini og vanda- menn eða vinanna vini og vandamenn til embætta, langar til að hafa fram, til þess að sýna, að hann og stjórnin sje húsbónd- inn, en ekki alþingi, en sem ráðgjafinn síð- an er látinn heita faðir að og verður að heita faðir að, eptir stjórnarlögunum, hvort sem honum er það ljúft eða leitt, með því hann brestur því miður kunnugleika til þess að geta öruggur drepið hendi við þessu og því- líku hrófatyldri. — Póstmeistarinn segist ekki hafa getað auglýst ferð franska skipsins til Skotlands um daginn, af því að enginn hafi getað frætt sig um dag og stund, er það mundi fara, ekki einu sinni konsúllinn franski, en herskip ekki skyld að tilkynna á pósthús- inu burtför snía. Svo þykir honum rang- hermt, að pósthúsið sje lokað helming af deginum; hann segist dvallt hafa það opið 8 stundir hvern virkan dag, og lengur sje hann ekki skyldur til þess að lögum. En eru ekki 8 stundir einmitt helmingur af deginum, eins og flestir halda hann, og eins og hann er haldinn á höfuðpósthúsum annarstaðar, nema lengur sje. það var oss fullkunnugt, að þessi 8 stunda timi á dag er lögheimilaður eða í þann veginn, enda höfð- um vjer alls eigi sakað póstmeistarann um það atriði. Mundi nú þetta ndvallU annars ekki vera vel í lagt hjá honum?

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.