Ísafold


Ísafold - 18.07.1883, Qupperneq 3

Ísafold - 18.07.1883, Qupperneq 3
59 í þjóðkirkjunni, frá Jóni Ólafssyni. »Hver sá maður, sem fermdur er og 16 ára að aldri, á rjett á að segja sig úr þjóðkirkjunni, ef hann tilkynnir það sóknarprestinum í þeirri kirkjusókn þjóðkirkjunnar, er hann á heim- ili í«. Hafi foreldrar ekki komið sjer saman um í hverri trú upp ala skuli barn þeirra þá skal barnið upp fræða í trú þjóðkirkjunnar. »Börn, sem eigi er skylt að fræða upp í trú þjóðkirkjunnar, er heldur eigi skylt að skíra, en tilkynna skal hlutaðeigandi sóknarpresti þjóðkirkjnnnar fæðing slíkra barna innan sama tíma, sem lögboðið er um önnur börn« og skýra honum frá nafni því, er barnið á að hafa. Sýslumaður gefur saman hjón sem eru utan þjóðkirkju annað eða bæði. »Með kgsúrsk. má veita presti trúarfjelags, sem eigi er í þjóðkirkjunni, rjett til að gefa persónur í hjónaband«. »Guðshús og graf- reitir trúarfjelaga, sem eigi eru í þjóðkirkj- unni, skulu á sjer hafa sömu helgi sem guðshús og grafreitir þjóðkirkjunnar«. »Nú hefir söfnuður trúarfjelags, sem eigi heyrir þjóðkirkjunni til, guðshús, og heldur þar uppi opinberri guðsþjónustu á sinn kostnað, þá skulu þeir, sem í þeim söfnuði eru, vera lausir við gjöld til þjóðkirkjunnar og presta hennar«. Um háskolastofnunarmdlið urðu rniklar umræður við 1. umræðu í neðri deild. J>etta er ágrip af því sem Benidikt Sveinsson sagði: Mótstöðumenn ís- lenzkrar lagakennslu koma fyrst með þá mótbáru, að Islendingar þurfi hennar ekki, af því að þeir hafi Khafnarháskóla og næga lagakennslu þar. jpetta er eðlileg viðbára frá Dana sjónarmiði skoðað. þ>eir vilja og hafa lengi viijað ýta burt hinum fornu íslenzku lögum og koma dönskum að í þeirra stað, því hverjum þykir sinn fugl fagur, eins og líka mikið mælir með því frá þeirra sjónarmiði, að ein lög gangi yfir bæði löndin,. Island og Danmörk; til að ná þeim tilgangi er háskólakennslan í Khöfn auðvitað ágæt. Lagakennsla er raunar ekki annað en aö sýna hið innra lögmál þjóð- lífsins; lögin eru að eins hinn ytri búningur þess. En er þá sú lagakennsla holl Islend- ingum, sem leitast við að flytja danska eða erlenda rjettarmeðvitund inn í landið? |>ingmenn kannast við, að viðureign vor við náttúruna í smáu sem stóru og á lægstu stigum krefur þekkingu og vísdóm; þess vegna eru skólarnir settir, barnaskólar, bún- aðarskólar, bændaskólar, o. s. frv. En geta menn látið sjer þá detta í hug að eigi þurfi á miklu hærra stigi tilsvarandi vísdóms til þess að setja lög og taka þátt í stjórn landsins ? þingmönnum er fullkunnugt, að rjettarmeðvitundin er næsta óglögg meðal alþýðu. Lögin eru að kalla má hulinn fjársjóð- ur, þarsem þau ættu að vera jafn skýr fyrir hverjum manni eins og náttúrunnar opna bók, enda voru þau svo í fornöld. Onnur mótbáran ^gegn íslenzkri laga- kennslu er þannig : Islendingar mega ekki fá innlenda lagakennslu, vegna þess að hún verður þeim skaðleg. þeir fara þá á mis við hinn almenna vísindalega straum, sem þeir njóta góðs af í Khöfn. það er satt, hann snertir Khöfn, en ekki er Khöfn að- alaðsetur hins sanna, almenna vísindalega straums ; hann nemur þar máske staðar í svipinn, rjett eins og þegar kría sezt á stein. Islendingar geta sótt til hans nær sjer, til Skotlands, Englands, Norvegs. Já, sleppum þessum almenna vísindalega straum. En eins og frá hinum islenzku þjóðháttum kemur gagnstraumur móti hin- um dönsku þjóðar- og staðháttum, eins kem- ur hjer fram vísindalegur gagnstraumur af norrænum rótum runninn, og má jeg þá spyrja : er ekki^ uppspretta þessa straums miklu fremur á Islandi en í Danmörku ? þá kemur þriðja viðbáran, sú, að hjer vanti menn til að kenna lög. jþetta er og rjett frá sjónarmiði hinnar dönsku stjórnar. En af hverju vantar þá ? Af þvi, að ekki er öðrum til að dreifa til slíkra hluta en þeim, .er numið hafa lög við Khafnar-há- skóla, en þar hafa kennararnir játað af- dráttarlaust og hreinskilnislega, að þeir geti alls ekki kennt isleuzk lög. En reynsl- an sýnir og sannar, að það eru ekki vis- indamennirnir, sem skapa vísindastofnun- ina, heldur skapar stofnunin vísindamenn- ina. Líf hvers einstaks er of stutt, of van- máttugt til að skapa heila vísindakeðju: hún myndast mann fram af manni. það eru þannig hinar vísindalegu stofnanir, sem sjálfar mynda kennara: þetta er reynsla allra háskóla. Loks er hin fjórða viðbára frá stjórnarinnar hálfu og hennar fylgismanna, — og það var eina viðbáran 1879 — að oss vanti fje til að koma slíkri stofnun á fót sem þeirri er hjer ræðir um. það er dálagleg viðbára. Vjer eigum fje hjá Dönum, en þeir eigi hjá oss. Og situr það þá á skuldunaut að segja við sinn lánardrottinn : það er ekki að hugsa til fyrir þig, lagsmaður, að ráðast í þetta, sem þjer leikur svo mikill hugur á; þig vantar fje til þess. þar á ofan er þetta um fjeskortinn blátt áfram ósatt, eptir fjárhag landsins nú um stundir. Enda er líka merkilegt, að áður, á undan fjárskiln- aðinum við Danmörku, var þessi ástæða aldrei nefnd á nafn ; þá var bara hiklaust heimtað fje úr ríkissjóði til lagaskólans. »Gáum að því, hve mikið það kostar, að láta syni landsins sigla til Khafnar; jeg hefi sýnt það ljóslega í hitt eð fyrra í ræðu minni þá. Gáum enn fremur að, hve dýrkeipt oss verður hið pólitiska ástand í landinu, sem kemur fram við það, að við verðum að sætta oss við það, að lagamenn vorir fá einungis þekkingu á útlendum lögum. Ef löggjöf þingsins á að blessast fyrir alda og óborna, þá verður hún að styðjast við vísindalega rannsókn á íslenzk- um lögum og sögu landsins að fornu og nýju. Tjón það, sem landið bíður við þenn- an þekkingarskort, verður eigi metið í pen- inga. Jú, það er harðœrib, segja menn má- ske. Ef það er alvarleg skoðun einhvers í þessum sal, að eigi megi taka af fje lands- ins vegna þess, þá vil jeg hughreysta þámeð með því, að það er ómögulegt að fje verði lagt til þessarar stofnunar á fyrra ári fjár- hagstímabilsins, er í hönd fer, þó að allt gangi sem greiðast og bezt um samþykkt frv. af hendi stjórnar og konungs. Er nokkur svo lítilsigldur að hann hyggi að það verði óbærilegur kostnaður? Sje svo, þá vil jegsegja »Ó, þjer lítiltrúaðir !« Einn einasti þerridagur á sumri, einn hlákudag- ur á vetri, einn afladagur gefur landinu meira fje en þessu nemur, að jeg ekki tali um hve margfalt meira fje mætti spara í ótal greinum. það getur enginn þingmaður verið þekktur fyrir að koma með slíka við- báru í öðru eins máli og þessu. Að endingu vil jeg tala fáein orð viðvíkj- andi orðinu háskóli. Orðið þykir eitthvað svo stórkostlegt. En hvernig vilja menn Sýna mjer og sanna, að þessi hugmynd sje svo hræðileg. I háskólanafninu liggur að eins vísindaleg jafnrjettishugmynd gagnvart frændum vorum í Danmörku og gagnvart hverri annari þjóð, sem vill heita og vera þingfrjáls þjóð. þessi vísindalega jafnrjettishugmynd er sameinuð og samtvinnuð við hugmyndina um hið pólitiska jafnrjetti gagnvart frænd- um vorum í Danmörku. þessi jafnrjettis- hugmynd er, því fer betur, eigi óþekkt á Islandi; mynd þess íslendings er hangir hjer 1 Salnum, getur minnt oss á hana. Og þar sem jeg minntist þessa manns, hins ógleym- anlega vinar míns Jóns Sigurðssonar, þá vil jeg segja þm. hvað mjerfló i huga þegar jeg fyrst leit minnisvarða hans. Jeg óskaði þá, að auk hins veglega minnisvarða, sem honum er reistur af steini af löndum hans, yrði honum ^reistur annar minnisvarði í hjarta hvers Islendings: Sá minnisvarði, að hver og einn af oss hugsaði um ísland eins og hann, vildi Islandi eins og hann, elskaði Island eins og hann ! Og mætti hin liðna hetja nú líta upp úr gröf sinni, þá mundi hann engu fagna meir en þvi, að sjá að þessi jafnrjettishugmynd í vísindalegum og stjórnlegum efnum væri rík og lifandi í brjóstum vor Islendinga«. Landshöfðingi taldi áhuga þingsins á þessu máli hafa verið minni 1881 en B. Sv. sagðist frá, þar sem efri deildin ljet það deyja í nefnd. Tímarnir nú væri ekki hent- ugir til breytinga, sem hefði mikinn kostn- að íför með sjer. Auk þess núum stundir engartilknýjandi ástæður til lagaskólastofn- unar, því nú væri 3íður en eigi skortur á lög- fræðingum í embætti. það mundi vart vera almenn skoðun, að kostur mundi á meiri vísindalegri menntun hjer en í Khöfn. Th. Thorsteinson lagði á móti frum- varpinu, vegna bágindanna í landinu. Sömuleiðis Arnlj. Olafsson; vill heldur byrja á verðlaunuðum lögfræðiritum handa almenningi. Jakob Guðmundsson, þ>ór- arinn Böðvarsson og Eiríkur Kúld allir meðmæltir. Nefnd: Grímur Thomsen, Benid. Sveins- son og Lárus Blöndal. — Við 1. umr. um fríkirkjufrumvarpið í neðri deild mælti flutningsmaður þessi, Jón Olafsson, meðal annars á þessa leið: »Jeg býst við misjöfnum undirtektum undir mál þetta. Margir eru svo gjörðir, að þeir þola eigi að hreift sje við gömlum böndum. Sumir fá hroll og kvíða fyrir því, að allt falli í heiðindóm, ef böndin leysast, sem þjóðkirkjan leggur á samvizkur manna. Svona hefur gengið í öllum löndum, er þessu máli hefur verið fyrst hreift, en reynslan hefir jafnan sýnt að þessi kvíði hefir verið ástæðulaus. Svona mun og fara hjer á landi með hinum sömu leikslokum. Jeg býst við að menn muni segja að engin ástæða sje til ýmissa fyrirmæla írv.,t. d. að það sje eigi skylt mönnum utan þjóðkirkju, að láta skíra böm sín. Er þetta ástæðu- laust þegar Keyðfirðingar segja að prestur þjóðkirkjunnar hafi haft við orð að skíra börn þeirra með aðstoð lögreglustjórnarinnar hvort sem þeir vilja eða ekki? Sje hægt að gera slíkt, þá gef jeg ekki grænan eyri fyrir frelsið sem stj.skráin veitir oss í trúarefnum. Ef menn vilja fylgja slíku fram, þá má eins fara með utanþjóðkirkjumenn hjer á landi og Kússar fóru með Pólverja hjer um árið, er þeir ráku þá hópum saman í kirkju og gáfu þeim sakramentin á þann hátt að opna varirnar . með byssustingjum. J>að er ekki verra en að rífa börnin frá móðurbrjóstunum og engin meiri nje minni ástæða til að nauðga utanþjóðkirkju- mönnum til annars sakramentisins framar en til hins. það er alls eigi ætlun frv. að eigi skuli skíra börn, heldur hitt að prestar þjóðkirkjunnar eigi skuli hafa heim- ild til að skíra að foreldrunum nauðugum. (H. Kr. Fr.: Hverjir eiga þá að skíra?). |>að kemur þm. Kvk. ekki við ; hann verð- ur varla sóttur til þess. En kirkjufjelög utan þjóðkirkjumunu hafa sína presta. Enn fremur mun verða sagt, að það komi of snemma að fara nú að leysa böndin í kirkjulegum efnum; það sje engin þörf til þess enn þá hjer á landi. þessa mótbáru heyrði jeg 1863, er frumvarp um trúar- bragðafrelsi lá fyrir alþingi. En hver getur sagt að nú sje eigi þörf hjer á landi er söfnuður er til, er telur 300 manna fyrir utan þjóðkirkjuna og þessi söfnuður er rjettar- laus, og er þá eigi þörf að skipa fyrir um rjettindi hans ? Eólkstöluskýrslurnar 1880 geta og sýnt oss, hvort eigi sje þörfin fyrir hendi. Jeg hef átt kost á að kynna mjer þær og í þeim hef jeg fundið katólska menn hjer á landi, nokkra únítaríana og 1 heið- ingja, og þessi heiðingi var meira að segja safnaðarfulltrúi í þjóðkirkjunni. þetta þykir mönnum, ef til vill, tilhlýðilegt, að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.