Ísafold - 25.07.1883, Síða 1

Ísafold - 25.07.1883, Síða 1
Argangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danna., Svíþjóð og Norvegi um 3^/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgistí júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur> |með meginletri ... io \með smáletri... 8 {með meginletri ...15 með smáletri....12 X 16. Reykjavík, miðvikudaginn 25. júlímán. 1883. 61. Innlendar frjettir. Smáklausur. Hin fyrirhug- aða peningastofnun. 63. Feilberg búfræðingur og 500 krónurnar. 64. Frá alþingi III. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa ísafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. ísafoldarprentsmiðju er á s. st. Alþingisfundir i neðri deild að jafnaði hvern rúm- helgan dag á hádegi, og í efri deild kl. I e. m. Forngripasafnið opið hvern mvd, og ld. kl. I — 2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld, 12 — 3. Lögtak í Rvík fyrir brunabótagjaldi eptir 20. júlí. Manntalsþing í Rvík laugardag 28. júlí. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og Id. 4—5. Strandferðaskipið Thyra á stað frá Rvík I. ág. Reykjavík 25. júlí. Alþingismál nú orðin 69. fúngmannafrum- vörpin 41. jpingsályktunarupppástungur 10. Pallin eru 2 stjórnarfrumvörp, 1 pm. frumv. og 1 þingsályktunaruppástunga ; en ö frumv. tekin aptur. Lög frá alþingi eru 4 frumv. orðin, allt stjórnarfrumv. Enn fremur samþykkt 1 þingsályktun og tvær dagskrár með ástæð- um. Breiðibólstaður í Vesturhópi veittur af konungi 27. júní síra Gunnlaugi Halldórs- syni á Skeggjastöðum. Kirkjubær í Tungu veittur af konungi 27. júní síra Sveini Skúlasyni á Staðar- bakka. Tiðarfar gott um land allt , það er til hefir spurzt. Grasvöxtur víðast góður, sumstaðar afbragðsgóður, t. d. um Eyja- fjörð og þar í grennd, einkum á túnum. p>ó enn hafís við Hornstrandir 18. þ. m. Nokkur fiskireytingur hjer á Innnesjum en langróið. A Eyjafirði afialaust að kalla er síðast frjettist, fyrir tæpri viku. Síldar- afii alls enginn þar. Strandferðaskipið Thyra, sem lagði af stað frá Khöfn 1. júlí, kom hingað til Kvík- ur 21. um kvöldið og hjelt jafnharðan áleið- is vestur fyrir land, til Isafjarðar og hinna vesturhafnanna. J>ví að hún hafði orðið að snúa aptur við Horn 18. júlí og austur fyr- ir land, fyrir hafís. Lá mjó spöng með fram Hornströndum, austur fyrir Keykjarfjörð, og svo norður og austur frá Horni svo langt sem til sást. Ofurlítið hrul á Húnaflóa. Annars íslaust fyrir öllu norðurlandi. |>að hefir reynzt missögn, að Laura hefði ekki komizt norður fyrir síðast. Hún komst það, enn þótt við illan leik: hún lá 8 daga á Keykjarfirði ísteppt, og gengu þá af henni um 30 farþegja, er ætluðu til norðurlands, og hjeldu inn Strandir og síðan austur eptir sem leið liggur, sumir fótgangandi fyrstu dagleiðarnar. Urðu loks langt á eptir skipinu sem við var að búast. J>að (Laura) hvað hafa komið við á Skagströnd og á Sauðár- krók; kom til Akureyrar 15. júlí, í stað 9. Craigforth, vesturfaraskip Slimons, kom til Akureyrar eitthvað 10. júlí og tók þar um 200 vesturfara og eins þá sem biðu þess á Húsavík og austurhöfnunum; en komst ekki lengra vestur eptir: hitti ís úti fyrir Skagafirði og sneri þá aptur. Mikið talað um sáraumlegt ástand vesturfara þeirra er biðu skipsins á Sauðárkrók. Kaupskip strandaði á Eyrarbakka fyrir nokkrum dögum, á innsiglingu með fiski- farm frá J>orlákshöfn. Bjargað mönnum öllum og nokkru af farminum. Hjet Syl- phiden, eign Einars kaupmanns Jónssonar. Dáinn snemma í júlí síra Pjetur Jóns- son, fyrrum prestur á Valþjófsstað. Dáinn í nótt Teitur Pinnbogason, dýra- læknir og borgari hjer í bænum. Ágrip af skýrslu um fólkstöluna hjer á landi 1. október 1880 er í Dagblaðinu danska snemma í þessum mánuði. Setjum vjer hjer aðalatriðin úr því, og til samanburðar samsvarandi atriði úr skýrslunni um næsta fólkstal á undan, 1870. 1880 1870 Fólkstala í!suðurumd...... 26,503 25,063 — í vesturumd........ 18,226 17,001 — í norður- og austurumd. 27,716 27,699 Pólkstala á öllu landinu ... 72,445 69,763 Pjölgun næsta áratug á und- an, af hundraði .............. 3.83 4.14 Heimili alls ................ 9,796 9,306 Meðaltalmannaáhverju heimili 7.4 7.5 Karlar ..................... 34,150 33,103 Konur...................... .. 38,295 36,660 Fólkstala. í Keykjavík ...... 2,567 2,024 —»— á Akureyri ............. 713 582 —»— á ísafirði ............. 518 275 J>eir sem standa sjálfir fyrir atvinnuvegi ............... 13,862 14,072 Konur, börn og ættingjar ... 39,243 38,093 Hjú ......................... 19,340 17,598 Blindir ......................... 192 181 Mál- og heyrnarlausir........ 56 55 Hálfbjánar ....................... 88 ? Vitfirringar ..................... 81 ? Andl. stjettar embættism. og kennarar með hyski sínu 909 1,060 Veraldl. stj. embættism. ...— 335 250 J>eir sem lifa á eptirl. og eigum sínum ..........— 562 479 Embættislausir vísindam. — 36 57 J>eir sem lifa á jarðrækt ...— 37,758 38,195 J>eir sem lifa á sjávarafla — 6,748 5,356 Iðnaðarmenn.................— 1,257 626 Verzlunarmenn.........!..— 747 573 Daglaunamenn................— 1,336 962 J>eir sem hafa óákveð. at— vinnuveg.................— 981 704 Sveitarómagar og ölmusu- menn................ 2,424 3,896 í varðhaldi .................... 12 5 — Furðumikið »dependerum vjer« Islend- ar »af þeim dönsku« enn, í smáu sem stóru, eins og Sveinn lögmaður Sölvason sagði, og ljet vel yfir, þótt vjer þykjumst býsna langt upp úr því vaxnir sem vjer vorum á hans dögum, fyrir meira en hundrað árum. Pullum þrjátíu og þremur mánuðum ept- ir að manntal er haldið um allt land, 1. okt. 1880, birtist á prenti hin fyrsta skýrsla um það merkilega atriði í landshagssögu vorri,— suður í Danmörku og á dönsku. J>að er nógu líklegt raunar, að landsstjórn vor »geri ráðstöfun til«, sem hún mundi orða það, að í Stjórnartíðindunum B birtist »á sínum tíma« íslenzk þýðing á þessari skýrslu. En með- an beðið er eptir þessu á »sínum tíma«, verð- ur almenningur hjer á landi að láta sjer lynda framanritaða eða því um líka örstutta blaðklausu, og má þakka fyrir. —-Synjun stjórnarinnar á staðfestingu á þjóðjarðasölufrumvarpinu frá síðasta þingi kom sjer mjög illa og hefir sumuin flutnings- mönnum jarðasölunnar legið þunglega orð til stjórnarinnar fyrir þaðáþessu þingi, einkum þó fyrir það, að stjórnin hafði nú þar á of- an fært upp söluverð sumra jarðanna úr því sem alþingi samþykkti 1881, þrátt fyrir það þótt menn sjeu nú auðvitað miklu síður fær- ir að kaupa, vegna harðærisins. En að eins hollt sje stundum að vera ekki of ör á söl- unni, fyrir fyrsta boð, það sýndi lítið dæmi í efri deild um daginn. Ábúandi þjóðjarð- arinnar Brekku í Romshvalaneshrepp hafði fengið nokkra þingmenn til að reyna til að skjóta henni inn í frumvarpið, og skyldi kosta 1300 kr.; höfðu 2 valinkunnir merkis- menn í nágrenni hans virt hana á 1200 kr., og þóttist ábúandinn gera rausnarlega að bjóða 100 kr. meir. En í umræðunum um málið gerði Árni landfógeti Thorsteinson honum og flutningsmönnum þess þann hnykk, að bjóða í jörðina 1600 kr.; sagðist meira að segja líklega geta gefið meira, þeg- ar hann væri búinn að útvega sjer ýtarlegar skýrslur um jörðina. Sem að líkindum ræð- ur, leizt flutningsmönnum það ráð snjallast að taka uppástunguna aptur. —»Og þú líka, barnið mitt Brútus«, má stjórnin segja, eins og Cæsar, þegar hún les í alþingistíðindunum núna (A 86) þessi orð af munni eins hinna konungkjörnu, þess sem er auðkenndur með númer 4-—þeir konung- kjörnu eru nefnilega númeraðir eins og dátar og póstbögglar,--og heitir annars M. Stephen- sen : »Á seinasta þingi komu fram 6 tillögur til þingsályktunar, sem fóru fram á að skora á stjórnina að gjöra eitthvað ; af þeim sam- þykkti þingið 4, en felldi 2. J>essar 4, sem þingið samþykkti, hefir nú stjórnin annað- hvert synjað að taka til greina eða þá ekki svarað þeim einu orði. En aptur á móti hefir hún tekið til greina báðar tillögurnar sem þingið felldi. Ef hinn heiðraði flutnings- maður vill fá þessu máli framgengt, verður honum því ráðlegast að biðja þingdeildina að fella þessa sína tillögu til þingsályktunar«. Hin fyrirhugaða peningastofnun. Blöðin hafa sannarlega oflítið talað um hið mikla allsherjar-nauðsynjamál, er þingið 1881 hafði með höndum, að bæta úr peningaeklu í landinu.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.