Ísafold - 25.07.1883, Qupperneq 3
Menn geta ekki með nokkrum gildum á-
stæðum barið því við, að landssjóður megi
ekki missa þetta af viðlagasjoði sínum frá
því að hjálpa landsmönnum til að standa af
sjer afleiðingar hallærisins nú að undanförnu,
eða þegar eldgos, ísalög og önnur óáran ber
að höndum síðar meir; því þegar peningar
þessir eru orðnir fastir í bankanum þá er
hann kominn á stofn og getur tekið við að
hjálpa með lánveitingum, það sem efni hans
leyfa. Já, landssjóður hefir með bankastofn-
uninni aukið fjármegin sitt með 300,000 kr.
og getur því betur en áður gegnt þörfum
landsmanna hvað það snertir.
Hjer er nú að sönnu gert ráð fyrir, að
bankinn taki ð»/» af útlánum sínum; en lík-
indi eru til, að hann með þessu fyrirkomu-
lagi þurfi ekki að taka svo háa leigu, og að
bann jafnvel gæti lánað út upp á tiltekna
afborgun á ári; það skapast að líkindum
nokkuð eptir því, hve traustur bakhjallur
landssjóður getur verið honum.
Að seðlamagn það, sem hjer er tiltekið
til að lána út, fullnægi óskum og þörfum
landsmanna, þarf naúmast að efa 2 til 3 ár
þau fyrstu; og þó svo yrði ekki, þá væri það
ólíku að skipta við það sem nú er. Stjórn
bankans þyrfti að tryggja vel, og al-
þingi að hafa nákvæmt eptirlit á fjármálum
hans.
það er líklega nokkurt skoðunarmál, hvort
bankinn—eða landssjóður bankaus vegna—
ætti að semja um vió ríkissjóð Dana að inn-
leysa seðla fyrir hann þegar þess væri ósk-
að, til þess að seðlarnir gæti fengið gildi í
Danmörk. Með því fyrirkomulagi yrðu
sjálfsagt töluvert fjörugri viðskipti við bank-
ann, ekki sízt kaupmanna; en seðlarnir'
streymdu þá máske burt úr landinu við og
við, meira en góðu hófi gegndi, og meira
reyndi við það á innlausnarábyrgð lands-
sjóðs en æskilegt væri.
það getur að minni meiningu aldrei ver-
ið neitt í hættu með þannig lagaða banka-
stofnun, ef stjórn bankans á annað borð yrði
trygg og góð. Hann lánar út seðla sína
móti veði og það veð þurfa lántakendur að
innleysa aptur, annaðhvort með seðlum eða
peningum. Bankinn ætti því ætíð að geta
haft stofnfje sitt óhult, nema því að eins,
að kostnaður við stjórn hann o. s. frv. yrði
meiri en vextirnir af hinu kostnaðarlausa
stofnfje.
Bitað 15.
1883.
5+2=7.
Feiiberg búfræðingur og 500 krónurnar.
Alþingi 1881 ljet sjer miður líka að ráð-
gjafinn (Islands) hafði veitt Peilbergumsjón-
armanni styrk til þess að ferðast um í Nor-
vegi og kynna sjer landbúnað þar og bún-
aðarskólana, til þess að geta borið saman
og dregið af þeim dæmi um, hvernig bezt
mundi að haga búnaðarskólastofnun á Is-
landi, og hvað eða hvernig þar mundi bezt
að vinna að jarðabótum.
Sökum þess að jeg er hræddur um, að al-
menningi sjeu ekki fullkunnugir málavextir
í þessari þrætu, og ímynda mjer að margur
mundi líta öðrum augum á málið, ef menn
vissu gjör hvernig á öllu stendur, ætla jeg
að leyfa mjer að lýsa því í fám orðum,
með því að mjer er það nokkurn veginn
kunnugt.
það var, sem flestum mun kunnugt, að
undirlagi Búnaðarfjelagsins danska, að Feil-
berg ferðaðist fyrst um ísland tvö sumur,
1876 og 1877, og síðan næsta sumar, 1878,
um Norveg.
f>að var fyrst gjört ráð fyrir, að hann
skyldi einungis ferðast um Island og það
einungis eitt sumar. Voru honum veittar
til þess2þús. kr., annað þúsundið frá danska
búnaðarfjelaginu og hitt úr landssjóði Is-
lands, af stjórnarherranum.
Feilberg, sem er maður bæði hygginn og
vel að sjer og ferðazt hefir mjög víða um
lönd, gerði ráð fyrir að sjer mundi ekki
veita af að fara tvær ferðir til Islands, ef vel
ætti að vera skoðað. Fyrra sumarið ferðað-
ist hann því austur um Bangárvallasýslu
og Arnessýslu, og þar næst nokkuð um Kjós-
ar- og Gullbringusýslu og svo upp í Borgar-
fjörð. Sumarið eptir ferðaðist hann fyrst
um Borgarfjarðar- og Mýrasýsluog svovest-
uríDali. þaðan aptur norður í Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðarsýslu og svo austur í
Byjafjarðarsýslu og þingeyjarsýslu, allt norð-
ur að Mývatni. A þessari ferð hlaut hann
auðvitað að hafa bæði fylgdarmann og marga
, hesta, og má geta nærri, hvort tvær ferðir
til Islands og svo mikið ferðalag um landið
hefir ekki kostað töluvert meira en 1000 kr.;
hann tók sem sje ekki meira: skilaði hinu
þúsundinu aptur þegar þetta ferðalag var
afstaðið, og kvaðst ekki vilja taka við meiru
en einu þúsundi til ferðalagsins á Islandi.
f>etta sýnir fágæta ósjerplægni mannsins.
Ætli ekki mundi leit á íslenzkum launa-
manni, sem færi svona að? f>egar menn
svo sáu, að hjer var svo mikill afgangur,
þá fekk Búnaðarfjelagið Beilberg til þess
að ferðast til Norvegs í framangreindum er-
indagjörðum. Kynnti hann sjer þá vand-
lega búnaðarskólana norsku og hvernig þeim
hefir reitt af, svo og búnaðarhagi í Norvegi
yfir höfuð að tala, einkum vestanlands. Til
þessarar ferðar varði hann svo þessu öðru
þúsundi, er upphaflega var ætlað til Islands-
ferðarinnar, og var helmingurinn af því þess-
ar 500 kr., er þingi og stjórn hefir orðið
sundurorða um.
fægarlitið er til þess hvað ferð Johnstrúps
hjer á landi sumarið 1876 kostaði, nefnilega
6000 kr. af þeim 7000 er veittar höfðu verið
til þess, og hafði hann einungis tvo meðhjálp-
ara og kom til Beykjavíkur 8. júní og fór
aptur þaðan 5. september, þá liggur í aug-
um uppi, að Beilberg, sem ferðaðist hjer um
land, hefir orðið að bæta talsverðu við úr
sjálfs síns vasa í ferðakostnað, eins og hann
líka gerði.
Bn þar á ofan bættist enn fremur, að um
þessar mundir stóð Beilberg fyrir stórkost-
legum jarðyrkjustörfum fyrir Brijs greifa af
Brijsenborg, og vinnur hann annars að þeim
enn, nefnilega uppþurkun á stóru vatni á
Sjálandi norðanverðu. 011 þessi þrjú sum-
ur, er Beilberg var á ferðalagi um Island og
Norveg, varð hann að halda mann i sinn
stað, til þess að standa fyrir því starfi, og
kostaði það 800 kr. á ári, auk þess sem hann
missti sjálí's sín vinnu á meðan á öllu þessu
ferðalagi stóð. Enn fremur Ijet hann rann-
saka á sinn kostnað um 20 sýnishorn af ís-
lenzkri mold og kostaði það um 200 kr. —
f>egar þá rjett er reiknað, hefir maðurinn
borgað úr sjálfs sín vasa nær þremur en
tveimur þúsundum kr.
Feilberg hefir auk þess jafnan verið hinn
greiðviknasti Islendingum,sem sótt hafa fund
hans eða leitað ráða til hans. f>annig hafa
íslenzkar stúlkur dvalið ábænum hjá honum
vetrarlangt til að læra þar mjólkurmeðferð
og hefir hann tekið af þeim mjög lítla borg-
un. Einnig hefir hann útvegað íslenzkum
búfræðingum góða námsstaði.
Af öllum þessum orsökum, þegar maður
sjer, hversuósjerplæginnmaðurinn hefirver-
ið og hvaða velvild hann hefir sýnt oss Ís-
lendingum, sýnist mjer það mjög óviður-
kvæmilegt, að láta í Ijósi mikla óánægju eða
gera sjer mas út úr þessum 500 kr. Líka
finnst mjer það vera hálf-óviðfelldið gagn-
vart danska búnaðarfjelaginu, sem allajafn-
an hefir sýnt oss velvild á ýmsau hátt, og
þar sem að því standa svo margir ágætis-
menn.
Skýrslur Feilbergs bera með sjer, að hann
hefir kynnt sjer náttúrufar og eðli landsins
rækilegar en almennt gerist um útlenda
menn. f>ess vegna gerir hann sjer hvorki
neinar heimskulegar tálvonir um framfarir
landsins nje gyllir útlitið, og ámæliross ekki
heldur fyrir vankunnáttu, heldur sýnir fram
á, að framfaraleysið er mikið kringumstæð-
unum að kenna, og bendir á hina rjettu að-
ferð til að bæta úr því eptir megni, en það
er meiri búfræðismenntun handa bændum
og hvað jarðyrkjunni viðvíkur að efla fóður-
rækt af fremsta megni. Hann hefir orðið
fyrstur manna til þess að gera vísindalegar
rannsóknir um það, hver efni eru í gróðrar-
mold á Islandi og um frjóvsemi hennar, og
er mjög mikið í það varið, að nú er fengin
vissa um það, sem áður voru ekki annað en
ágizkanir, og hafa rannsóknir þessar sýnt
það, að jörð er hjer allvíða furðu frjóvsöm,
og þær hafa sýnt það, hvaða frjóv-efnum
er mest til af og hver mest brestur.
I skýrslunni um Norvegsferðina sýnirFeil-
berg fram á, hvernig búnaðurinn er þar í
samanburði við það sem er á Islandi, en
einkum hefir hann (eins og líka jeg) varað
oss við því að fara að eins og Norðmenn og
stofnamarga skóla til búnaðarkennslu, held-
ur eigum vjer að hafa ekki nema einn skóla
eða tvo, en hafa þá vel úr garði gerða.
Hann hefir því gert sína skyldu og komizt
að rjettri niðurstöðu í því máli. Hann hef-
ir brýnt fyrir oss, að láta oss dæmi Norð-
manna að varnaði verða í þessari grein. þaö
er því ekki hans skuld, þótt vjer skeytum
því ekki og gerum sömu vitleysuna og þeir.
Hann á því einmitt mestu þakkir skildar
fyrir sína frammistöðu, og ekki óþökk þá, er
kemur fram í því, að gera þras út úr þessum
500 kr., sem honum meira að segja var inn-
an handar að halda þegar hann kom heim
úr Islandsferðinni, en sem hann skilaði þá
aptur ótilkvaddur, þótt hann hefði kostað til
stórfje frá sjálfum sjer, svo sem áður er á
vikið.
Khöfn 14. júní 1883.
Sveinn Sveinsson.