Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1883, Blaðsíða 2
78 á flótta. Hann náði konungi á flóttanum og veitti honum bana ásamt konum hans og mörgum höfðingjum, er honum fylgdu en brenndi síðan aðsetursbæ hans, Úlúndí. Hann hafði það upp úr ferð sinni í fyrra til Lundúna, að drottningin setti hann apt- ur á veldisstól; en svo skjótt skyldi nú aptur um skipta. Einn af þeim sem bar vitni í gegn lagsmönnum sínum um morðin í fyrra vor í Fönixgarðinum við Dýflinni, og þá svo sýknu, hjet James Carey. Hann vissi, að sjer mundi ekki verða vært heima og fjekk sjer því far úr landi. Nýfengin fregn segir, að hann hafi verið kominn í höfn við suðurströnd Afríku, Góðrarvonarhöfða, en þar hafi einn samferðamaður hans fengið að vita, hver hann var. Sá var írskur maður frá Ameríku, 0. Donnel að nafni, og tók undireins það hefndaráð, að skjóta Carey banaskoti. Onnur saga segir, að Feníar hafi vitað allt um ferðina Careys, og sett manninn honum til höfuðs. »Fellur hver á sinni list um síðir«, og má svo segja um Webb kaptein, sundmann- inn fræga. Hann er sá eini, er menn vita, að hafi synt yfir Ermarsund, milli Eng- lands og Frakklands. |>að þrekvirki vann hann 1876, og var 21 stund á sundi. Járn- brautarfjelag í Norðurameríku hafði boðið honum 10,000 dollara til að synda yfir Niagara rjett fyrir neðan fossinn, þar sem iðufiaumurinn er mestur. Margir menn rjeðu honum frá slíkri ofhœttu, en hann vildi ekki að því fara. Hinn 24. júlí freistaði hann sundsins, en sogaðist í kaf í einni hringiðunni og ljet þar líf sitt. Seint um kveldið 28. júlí varð stórkost- legasti voði af jarðskjálfta á eyjunni Ischíu við Italíu, fram undan Napoli. jpar var mikill fjöldi aðkomumanna, sem höfðu baðvist á eyjunni, margir þeirra af heldri stjettum. Flestir voru inni eða til hvílu gengnir, er hristingurinn tókst og dunurn- ar, og hrundu húsin yfir þá flesta, áður út komust. I bænum Casamicciola stóðu að eins 3 eða 4 hús uppi eptir skjálftann eða að 15 sekúndum liðDum. Manntjónið ógurlegt. Eptir áætlun er talið, að 5000 manna hafi hjer látið lífið, en tala hinna stórmikil, sem lemstraðir urðu. Kólera er nú sögð í rjenun á Egipta- lardi. þegar mest gekk á í Kairó, varð hún þar 550 manns að bana á einum sól- arhring. Nokkrir hafa og látizt af liði Englendinga. Pestin er nú komin það nær Evrópu, að 2. þ. m. voru 4 menn dauðir af henni í Smyrna við Grikk- landshaf. Leiðir. í Grágás er svo fyrirmælt, að vjer skul- um hafa 3 þing á ári hverju : vorþing, alþing og leið. 'Vorþingin voru haldin á vorin fyrir al- þingi, sitt í hverju hjeraði um land allt, til undirbúnings undir alþingi. Leiðir voru og haldnar sín í hverju hjer- aði á landinu, en þær voru haldnar á haustin eptir lok alþingis til þess, að menn fengju að vita hvað fram hefði farið á þinginu. Svo segir í Grágás þingsk. þ. 61: »Leið skal eigi vera síðar en drottinsdag þann, er laugardaginn áður lifa 8 vikur sumars, enda skal eigi leið vera fyrri en 14 nætur eru frá alþingi. En leið skal eigi vera skemur en dag- stundar leið og eigi lengur en tveggja nátta leið. |>ar skal nýmæli öll upp segja á leið og missiris tal og imbrudaga hald og langa föstu ígang, og svo ef hlaupár er, eða ef við sumar er lagt, og svo ef menn skulu fyr koma á alþingi, en 10 vikur eru af sumri«. I Jónsbók eru leiðir enn lögskipaðar; en sú er breyting á orðin, að sýslumenn konungs eru komnir í stað goða, segir svo í þingfararbálki 7. kap. : »Svo er mælt, að sýslumenn skuli þing eiga á leiðum, er þeir koma heim af Oxarárþingi, og lýsa fyrir mönnum því, sem talað var á Öxarárþingi, einkanlega hver lykt fjell á þeirra manna mál, sem úr hans sýsluvoru*. Leiðir tíðkuðust að minnsta kosti um næstu 200 ár, eptir að landið gekk undir konung; en úr því fóru þær að leggjast af. Páll Vídalín getur til að þær muni hafa gengið úr tízku í Svartadauða 1402 eða ef til vill ekki fyrri en í drepsóttinni 1495 ; tel- ur hann Jón sýslumann Sigurðsson á Ein- arsnesi í Borgarfirði hafa síðastan allra sýslumanna hjer á landi haldið leiðarþing seint á 17. öld, ogsegir síðan: »Nú er al- deilis sú lögmæta venja niður fallin, síðan lögþingisskrifararnir halda lögþingisbókun- um inni fram úr öllu hófi. Er svo vanrækt þeirra og amtmannsins tilsjónarleysi hjer til orsök, málum allmörgum til mátalaus uppi- halds og mörgum þeim sem málin eiga, til stórs skaða og rjettarmissis« (Fornyrði bls. 326—27). Gleymdust leiðir svo algjörlega, að Páll segir í skýringum sínum á máls- greininni í Jónsbók »Sýslumenn skulu þing eiga á leiðum« : »|>að er alkunnugt, að þessa grein lögmálsins skilja flestir svo nú um stundir, síðan lögvillur og heimsku- leg fordild lögvitringa hafa þrengt sjer fram á mannamótum, að orðið »leið« skuli merkja reisuna sýslumannsins þá, sem hann fer til heimilis síns af alþingi«. Bæði Björn á Skarðsá og Páll gjöra langt mál til þess að sýna hversu fjarstætt þetta er og að leiðir sjeu hið sama sem leiðarþing eða fundir, er halda átti eptir alþingi heima í hjeraði. Og enn þann dag í dag, held jeg, að ýms- um sje éigi ávallt ljóst, hvað »leið«: Skagfirð- inga leið, Vöðla leið o. s. fr. í fornsögunum er. Meðan alþingi hafði bæði löggjafarvald og dómsvald, höfðu vorþing og leið mikla þýðingu, en eptir því sem alþingi hnignaði, fór þeim og aptur og voru fyrir löngu liðin undir lok, áður en alþingi var tekið af. Al- þingimissti löggjafarvaldið að fullu 1 hendur konungs í byrjun 18. aldar og var tekið af með tilskipun 11. júlí 1800 og dómsvald þess fengið í hendur landsyfirrjetti, er hefur haldið því síðan. |>á er alþingi var reist af nýju og fjekk hlutdeild í löggjafarvaldinu, var eðli- legt að vorþing og leiðir kæmust aptur á fót, enda sýndi það sig brátt, að menn fóru að. halda umdirbúningsfundi á vorin fyrir þing, og nú eru þessir fundir eða vorþing orðin svo algeng, að þau voru haldin í vor f öllum hjeruðum landsins, nema í höfuðstaðnum og 3 eða 4 kjördæmum öðrum. Leiðarþing hafa þar á móti eigi verið tekin upp aptur að því er jeg veit; en það mun sannast, að þau munu verða engu síður algeng en vorþingin. Á fyrri öldum voru þau nauðsynleg til þess, að »lýsa fyrir mönnum því, sem talað var á Oxarárþinga eins og Jónsbók kemst að orði. En ætli þau sje óþörf nú? Satt er það, að nú þarf eigi leiðarþing til þess, að skýra almenningi frá missiristali, því að menn fá það í almanökum háskólans fyrir 10 aura; nú eru og vikublöð og alþingis- tíðindi, sem þingræðurnar eru prentaðar í. En vikublöðin eru eigi stór eða alþingis- tíðindin mjög útbreidd; og þó svo væri, þá gjörist fleira á þingi en það, sem sagt er frá í blöðum og þingtíðindum. jpar segir mest frá því, sem menn tala á þingi, en eigi eru þeir ávallt beztir þingmenn, sem mest tala; það er líka nokkurs um vert, að vera starfsamur í nefndum og greiða atkvæði eptir rjettsýni og staðfestu. þetta sjest opt eigi af blöðum eða þingtíðindum ; því að hvernig á að sjást, hvort þingmaðurinn hefir greitt atkvæði fyrir eða ekki, þegar stendur í þingtíðindunum »samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10« eða »fellt með 11 atkvæðumgegn 11«? Og þó að þingmaður tali fyrir einhverju rnáli, þá er þó eigi alveg víst, hvernig atkvæðið f ellur; því að komið getur það fyrir, að hinn sami þingmaður greiði atkvæði gegn málinu þrátt fyrir það. Bókin verður líka ávallt bók, og jafnast sjaldan við ef vel er sagt frá, af þeim, sem sjeð hefir at- burðina sjálfur. þingmaðurinn gefur sagt, hvern dóm hann leggur á aðgjörðir þings- ins, og heyrt hvernig hjeraðsmenn líta á þær. Auk þess getur það verið mikil hvöt fyrir stjórnina til þess, að staðfesta lög er samþykkt hafa verið á alþingi, ef vel mæl- ist fyrir þeim á leiðum. jpetta verður mark og mið leiðarþinga. Hins þarf eigi að geta, hvert gagn og gaman er að slíkum almennum hjeraðs- fundum. »Biðu þeir (þórður hítnesingur) við 8. manm, stendur í Sturlungu III. 169, voru þar hestvíg mörg og allmikið fjöl- menni, og gekk þórður í þingbrekku og mælti þar málum þeim öllum, sem skyldu lög til fyrir Reykhyltingagoðorð«. Get jeg vel trúað, að leiðir verði hinir mestu skemmtifundir, þegar menn kom saman glað- ir yfir góðu sumri og góðum heyskap, auk þess sem þær geta orðið til þess að gjöra viðkynningu milli hjeraðsbúa miklu meiri, auka áhuga þeirra á landsmálum og verið undirrót til ýmsra gagnlegra samtaka og fyrirtækja. I Danmörku eru fundir haldnir víðsvegar um landið eptir þinglok og eru blöðin þar þó stærri og frjettir auðfengn- ari en hjer. Hví skyldum vjer þá eigi geta haft leiða- mót eptir alþingi? I fornöld voru leiðir lögskipaðar og lagð- ar útlegðir við, ef goðinn eða þingmenn komu eigi. Nú er eigi um slíkt að tala; en hins væri óskandi, að alþingismenn boðuðu menn til funda, er þeir koma heim af alþingi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.