Ísafold - 22.08.1883, Qupperneq 3
79
Bezt væri að halda fornri venju og hafa
leiðir á sunnudaga, því að þá eiga menn hægt
með að koma. I haust gætu menn t. a.
m. haft fundinn sunnudaginn 9. septem-
ber víðast hvar á landinu.
Beykjavík 19. ágúst 1883.
Pdll Briem.
FJÁBLAGAMÁLIÐ. |>að er að segja
frá forlögum þess í efri deild, að það sem
lávarðarnir bera um fram allt fyrir brjósti,
er—postillan: hafa við 2. umræðu komið
að með atkvæðafjölda styrknum til hennar.
þ>á þarf og eigi þess að geta, að að þeirra
dómi er sómi og velferð þings og þjóðar í
veði, ef póstmeistarinn fær ekki þessa 700
kr. launabót og hinn umboðslegi endur-
skoðandi þessar 500 kr. í viðbót við sínar
2500; uppástunga á móti því felld með
þorra atkvæða. Vilja enn fremur, sem
vonlegt er, sýna meistara Eiríki Magnús-
syni þá maklegu viðurkenning fyrir það,
að hann hefir tvisvar gjörzt hinn öflugasti
hvatamaður og frömuður stórkostlegra sam-
skota meðal framandi þjóðar í því skyni,
að forða landinu við neyð og hallæri, og
líklegast sparað með því einmitt landssjóðn-
um svo hundruðum þús. kr. skiptir, — þá
viðurkenningu, að neita honum um dálítið
lán (ekki styrk) gegn fullu veði og vöxtum.
Og loks er ekki að sökum að spyrja um spí-
talastofnunina : aftök um nokkurn styrk til
hans; sjúklingana úr ýmsum hjeruðum lands-
ins og af útlendum skipum, er leita hingað
læknishjálpar í höfuðstaðnum, má kasaí ein-
hverju pakkhúsi eða hreiðra um þá suður á
melum; vitfirringa má slá utan um út í
skemmu, hvern á sínum bæ, eins og tíðkazt
hefir að undanförnu; og lærisveinar á lækna-
skólanum geta numið meðferð sjúkhnga á
myndum, eins og að undanförnu. |>ví spí-
talastofnunin kostar 800 kr. á ári,—leigan af
20,000 kr.—, fog hver ábyrgist, að einhver
af launamönnum landssjóðsins líði ekki harð-
rjetti, ef þær krónur missast frá launabóta-
fúlgunni? Spítalinn er þar að auki dauður
hlutur, og getur því ekki haft út já úr nein-
um þingmanni með því að horfa í augu hon-
um af áheyrandabekk, þegar rætt er um
fjárveiting handa honum.
|>ess er skylt að geta um fjárlaganefnd
neðri deildar, sem raunar leysti verk sitt
fremur fljótt og velafhendi, yfir höfuðmikið
skynsamlega, að hún var hlynnt spítalanum
eða meiri hluta hennar að minnsta kosti;
gaf engan gaum hinu fádæmis-bíræfna post-
illustyrks-kvabbi; vildi ekki bæta nema 300
kr. við póstmeistarann, sem var sanngjarn-
legt vegna aukinna embættisstarfa fyrir
hina fyrirhuguðu póstferðafjölgun; og engu
við hinn umboðslega endurskoðanda. f>að
var þegar inn á þingið kom, að eltingaleik-
urinn hófst, þessi gamli hneyxlanlegi handa-
gangur í öskjunni, þar sem þingmenn hafa
sumir hver sinn kunningja, optast hjer í
bænum, er þá langar til að lagða iir lands-
sjóði.
Frá alþingi.
VII.
Samþykkt í neðri deild svo látandi á-
varp til konungs:
fiað ber margt til þess, að neðri deild al-
þingis óskar, að ávarpa Yðar Hátign.
Frá því, að Yðar Hátign kom til ríkis,
hafið pjer ávallt auðsýnt landi þessu staka
konunglega mildi, gefið^ oss sjálfsforrceði,
stutt atvinnuvegu vora og samg'óngur á marg-
an hátt beínlínis og óbeinlínis, bæði með til-
lögum og fjárframlagi, og nit loksins i neyð
vorri og harðindum eigi að eins gjörzt for-
göngmnaður fyrir hinum miklu og veglyndu
gjafasamskotum bræðra vorra i Danmörku,
heldur jafnvel, fyrir meðalgöngu Yðar Há-
tignar göfugu dóttur, verið hvatamaður þess,
að einnig Bretar liafa rjett oss hjálpfúsa
hönd, og hefir Yðar Hátign með þessu kon-
unglega og konunglynda eptirdæmi opnað
hjörtu og hendur ýmsra heiðursmanna í öðr-
um löndum. Ber það og vott um Yðar Há-
tignar konunglega áhuga á velferð landsins,
að þjer viljið láta sijórn Yðar Hátignar sjá
landinu fyrir haganlegum verzlunarsamn-
ingi við Spán, og treystir þingdeildin því,
að þessar tilraunir hafi góðan árangur.
Fyrir alla þessa konunglegu mildi finn-
ur neðri deild alþingis sjer skylt, að tjá Yð-
ar Hátign sitt og allra Islendinga innilegt
þakklœti, og hún innibindur einnig i þessu
þakklœtisávarpi brœður vora og samþegna i
Danmörku, fyrir þeirra miklu og huglátu
gjafir og getur einkis betra beðið, en að hinn
Almáttugi í bráð og lengd haldi sinni bless-
unarhendi yfir Yðar Hátign, Yðar hátignar
húsi og niðjum, bœði í Danmörku og erlend-
is, og yfir hinni hjálpfúsu og veglyndu dönsku
þjoð.
Enn fremur fullgerð þessi lög frá al-
þingi:
12. Lög um slökkvilið á Isafirði. 1. gr.: A
Isafirði skal stofna slökkvilið. 2. gr.: Allir
bæjarbúar, sem til þess verða álitnir hæfir,
skulu vera skyldir að mæta 4 sinnum á ári
til þess að æfa sig í að fara með slökkvi-
vjelar og önnur slökkvitól, eptir boði bæjar-
fógetans eður yfirboðara þess, sem af bæj-
arstjórninni verður settur yfir slökkviliðið.
þegar eldsvoði kemur upp, skulu allir verk-
færir karlmenn í bænum vera skyldir til að
koma til brunans og gjöra allt það, sem
þeim verður skipað af þeim, er ræður fyrir
því, hvað gjöra skuli til þess að slökkva
eldinn, eða aðstoðarmanni hans. Bæjar-
stjórnin skal semja og leggja undir samþykki
amtmans reglugjörð fyrir slökkviliðið.
13. Lög um horfelli á skepnum. 1. gr.:
Skylt skal hreppstjórum og hreppsnefndum
að hafa eptirlit með og hvetja hreppsbúa
sína til, að hafa viðunanlegt húsrúm og
nœgilegt fóður handa fjenaði þeim, sem
þeir setja á vetur, og brýna jafnframt fyrir
mönnum þá ábyrgð, er þeir geta bakað sjer
með því að láta fjenað sinn verða horaðan
eða horfalla. 2. gr.: Ef maður lætur fjen-
að þann, sem hann hefir undir hendi, verða
horaðan eða horfalla fyrir illa hirðing eða
fóðurskort, en meðferð þessi verður þó eigi
heimfærð undir 299. gr. hinna almennu
hegningarlaga, þá varðar það sektum til
sveitarsjóðs, allt að 20 kr., og skal með
shk mál fara sem opinber lögreglumál. 3.
gr.: Sýslumaður skal á manntalsþingi ár
hvert brýna fyrir mönnum að hegða sjer
eptir lögum þessum og grensnlast eptir,
hvert eigi hafi verið framið brot gegn þeim.
14. »Konungsúrskurður 20. jan. 1841 um
ferðastyrk af almannafje til háskólans í
Kaupmannahöfn handa íslenzkum stúdent-
um er úr lögum numinn.
15. Lög um að meta til dýrleika nokkrar
jarðir í Bangárvallasýslu. (Um að meta
upp allar þær jarðir í Rangárvallas., sem á
næstliðnum árum hafa orðið fyrir stórkost-
legum skemdum af völdum náttúrunnar.
Matið sje síðan staðfest með lagaboði
1885).
16. Lög um breyting á tilskipun 15.
marz 1861 um vegina á Islandi. Sýslunefnd-
inni í Isafjarðarsýslu skal heimilt að verja
allt að helmingi af vegabótagjaldi sýslunnar
til að greiða samgöngur á sjó með gufubáts-
ferðum innan hjeraðs.
17. Lög um breyting á nokkrum brauðum
í Eyjafjarðar og Vesturskaptafells prófasts-
dœmum. 1. gr.: Akureyrarbrauð skal vera
Akureyrar og Lögmannshlíðar sóknir. í
Lögmannshlíð er þriðjungakirkja. Til brauðs
þessa liggur prestskyld öll frá Möðruvöllum
og300kr. 2. gr.: Grundarbrauð tekur yfir
Grundar, Munkaþverár og Kaupangssóknir.
Til Grundarsóknar liggja 11 fremstu bæirn-
ir úr Akureyrarsókn. Frá brauði þessu
greiðast 50 kr. 3. gr.: Saurbæjarbrauð
nær yfir Saurbœjar-, Möðruvalla-, Hóla-
og Miklabæjarsóknir. Frá brauði þessu
greiðast 250 kr. 4. gr.: Möðruvallaklaust-
ursbrauð skal að eins vera Möðruvalla- og
Glæsibæarsóknir. Frá brauði þessu greið-
ast 200 kr. 5. gr.: þykkvabæjar- og Lang-
holtssóknir, er sameinaðar eru í eitt presta-
kall, skulu, eins og áður, vera hver út af
fyrir sig sjerstakt prestakall. þykkva-
bæjarklaustursbrauði leggjast 100 kr., og
Meðallandsþingum 300 kr. úr landssjóði.
18. Lög um stofnun landsskóla á Islandi.
1. gr. 1 Reykjavík skal stofna landsskóla
fyrir íslenzk embættismannaefni. 2. gr. I
skóla þessum skulu vera þrjár deildir. Skal
í einni kennd guðfræði, annari lögfræði og í
hinni þriðju læknisfræði. Auk þessa skal
þar einnig kennd heimspeki og önnur vísindi
eptir því, sem síðar verður ákveðið með lögum.
3. gr. Tilhögun á kennslunni og kennsluskip-
unin í guðfræði, læknisfræði og heimspeki
skal vera hin sama, sem nú er á prestaskól-
anum og læknaskólanum, þangað til öðruvísi
verður ákveðið, og takast kennendur þeir,
sem nú eru á menntastofnunum þessum, á
hendur kennsluna, hver í sinni vísindagrein,
en kennsluna í lögfræði skulu hafa á hendi
tveir kennarar, og skal annar vera formaður
deildar þeirrar. 4. gr. Laun kennendanna
í guðfræði, læknisfræði og heimspeki skulu
vera hin sömu, sem ákveðin erí lögum kenn-
endum prestaskólans og læknaskólans, en
laun formanns lögfræðisdeildarinnar 3600kr.,
og hins kennarans 2400 kr. 5. gr. Lands-
höfðinginn semur reglugjörð fyrir skólann.
6. gr. Skólinn tekur til starfa eptir lögum
þessum 1. dag októbermán. 1885, og eru
prestaskólinn og læknaskólinn frá sama tíma
afnumdir sem sjerskildar kennslustofnanir.
19. Lögum breyting á 2. og 3.gr. lagall.
febr. 1876, um stofnun læknaskola i Beykja-
vík. 1. gr. Landlæknirinn, sem jafnframt er
forstöðumaður læknaskólans, skal hafa í árs-
laun 4000 kr. 2. gr. Hinn fasti hennari við
læknaskólann hefir í árslaun 2400 kr. 3. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1884.
20. Lög um löggilding nýrra verzlunar-
staða. (Löggildir frá 1. apríl 1884 þeir 10
nýir verzlunarstaðir, sem áður hefir verið
frá skýrt, í ísaf. X 16, þó svo að landshöfð-
ingja er falið á hendur að ákveða, hvort
heldur skuli taka til verzlunarstaðar Búðar-
dal við Hvammsfjörð eða Vestliðaeyri í