Ísafold - 29.08.1883, Síða 1

Ísafold - 29.08.1883, Síða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en i Danm., Svíþjóð og Norvegi um 31/2 kr., í óðiuin löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. f Auglýsingar kosta þett hver lína : aur> . . (með meginletri .. 10 ínmendar , ... 0 (með smaletn .... 8 Útiendar l«eð meginletri... 15 Imeð smáletri....ia X 21. Reykjavík, miðvikudaginn 29. ágústmán. 18 83. 81. Innl. frjettir. þinglok I. Um sullaveikina. 82. Frá alþingi VIII. 84. Auglýsingar. _____________________________ Skrifstofa ísafoldar er i isafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa Isafoldar er a sama stað. Afgreiðslust. Isafoldarprentsmiðju er á s. st. jPf Sí c'a-ti ivfatti [Dcooa ázc^aw^o ai doa joid, jzá -14. '6ía3i o<% a$ jo'vi 11'icðtotd'U' (joac1 'fíoiit u t -i 1. j/1 i'f-tj, (ocot 'fi.c ij.ptii't ojct i'Cacji (tj'tvt 1 tvz. a. Austanpóstur fer at stað frá Rvík 6. sept. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3. Norðanpóstur fer af stað frá Rvík 4. sept. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Vestanpóstur fer af stað frá Rvík 5. sept. Reykjavík, 29. ágúst. Alþingi slitið 27. ágúst. Hafði staðið 57 daga, 51 virkan. |>ingfundir í efri deild 52, í neðri 63, í sameinuðu þingi 3. Tala þingmála alls 99 (ekki 93). þar af lagafrumvörp 71 (ekki 65); þingsálykt- anir 23; fyrirspurnir 5. Samþykkt 33 lagafrumvörp, og 14 þings- ályktunaruppástungur; enn fremur sam- þykkt dagskrá með astæðum út af einni fyrirspurninni. J>að bar til undir þinglok, 25. ágúst, að varaforseti neðri deildar, Tryggvi Gunnars- son, sagði af sjer því embætti, og var í hans stað kosinn þórinn Böðvarsson. Or- sökin var sú, að báðir þeir forseti og vara- forseti neðri deildar eiga heima fjarri Beykjavík, en ýmsum forsetastörfum þarf að gegna eptir þing, og þarf sá maður er það gerir, að eiga heima hjer í bænum eða í grennd við hann. Samanburður á samvistartíma þessa þings og undanfarandi löggefandi þinga verður þannig : 1875 ’77 ’79 ’81 ’83 Júngtími, dagar alls .. 57 60 58 58 57 virkir dagar 49 52 50 50 49 Júngfundir í efri deild 48 52 53 50 42 •— í neðri deild 50 60 61 68 63 — í sameinuðu þingi 3 3 3 4 3 Júngmál alls 80 102 94 100 99 Lagafrv. borin upp alls 53 85 73 76 71 — frá stjórninni 16 19 14 15 16 — frá þingmönnum ... 37 66 59 61 55 Jdngsályktanaruppást. 19 15 18 21 23 Fyrirspurnir 7 2 3 3 5 Samþykkt lagafrumv. 26 30 27 29 33 — þjóðvinafjelagsfundur á alþingi 22. ágúst. Forseti fjel., Tryggvi Gunnarsson, skýrði lauslega frá högum fjelagsins og framkvæmd- um frá því áalþingi 1881. Samþykkt uppá- stunga frá Jóni olafssynium að kjósa nefnd til að endurskoða lög fjelagsins. Kosnir í þá nefnd : Magnús Stephensen, Éiríkur Briem, Jón Ólafsson, Grímur Thomsen og Halldór Kr. Priðriksson. I stjórn fjelagsins til næsta þings kosnir : forseti Tryggvi Gunn- arsson, varaforseti Eiríkur Briem, forstöðu- nefnd Björn Jónsson, Grímur Thomsen og Björn M. Ólsen ; þessir tveir síðast nefndu í stað þeirra síra þórarins Böðvarssonar og Kr. Ó. þorgrímssonar. — Um veðráttu skipti aptur hjer syðra með 27. ágúst: norðanátt síðan, þurr og í kaldara lagi. Látið vel af heyskap víðast hvar, nema grasvöxtur mjög lakur í Stranda- sýslu og Húnavatnssýslu vestanverðri, sak- ir kuldans af hafísnum þar fram eptir öliu sumri. — Strandferðaskipið Laura kom hjer 23. ágúst. Fór aptur í nótt, með meiri hluta þingmanna og marga farþega aðra. í>inglok. i. Og þeir sáu allt sem þeir höfðu gjört, og sjá, það var harla gott. Og þeir átu og drukku og voru glaðir. Atu og drukku á landssjóðsins kostnað, og hvíldu sig eptir vel unnið dagsverk. Eptir vel unnið dagsverk. Höfðu draslað stjórnarskrárendurskoð- uninni gegn um neðri deildina, með hvíld- um og semingi, en svæfðu hana í nefnd í efri deild. Höfðu banað öðru mesta nauðsynjamáli landsins, peningastofnunarmálinu, eptir endalaust rifrildi, þar sem fæstir vissu hvað þeir fóru með. Höfðu kæft undir sjer nýtilegan vísi til að hrinda af sjer oki iðjulausra og óspilun- arsamra þurfamanna, málið um rjett hreppsnefnda í fátækramálum, og veitt þeim þar með nokkurra ára einkarjett enn til að þjaka bjargvættum sveitarfjelaganna með miskunnarlausum álögum. Höfðu gert sitt til, að sjúklingar lands- ins dæju hjúkrunarlausir og afskiptalausir, eins og skepnur úti í haga, með því að synja um lítilf jörlegt fjárframlag til að koma upp viðunanlegum spítala, en varið meira fje en því nam til að bæta kjör launa- manna í Reykjavík alveg að nauðsynja- lausu, þ. e. miklu meira fje en leigunni af spítalabyggingarkostnaðinum. Höfðu varðveitt svo vel sóma og orð- stír þings og þjóðar, að vilja ekki sjá af einum eyri í þóknunarskyni fyrir að reka að undirlagi þingsins sjálfs og vinna fyrir hæstarjetti mál, er þingið hafði lagt sig af alúð fram um að bjarga úr skipbroti því, er það hafði rekizt í fyrir þinginu þverúð- ugar og virðingu þess skaðvænar aðgjörðir landsstjórnarinnar. |>að er hið nafnkunna Elliða-ármál. Sendu flytjanda þess fyrir hæstarjetti í þóknunar stað—þakkarpistil, á borð við hin alræmdu þakkarávörp í blöð- unum, í því skyni að fá meira, eptir því líklega til þess að reyna hvort maðurinn muni ekki tilleiðanlegur til að flytja aptur mál fyrir þingið fyrir ekki neitt. þetta er ofurlítið sýnishorn af afreks- verkum hins 5. löggefandi alþingis Islend- inga, þingsins 1883. þess orðstír mun að vonum lengi uppi vera. Að vonum. því að það er vonandi, að að þetta þing geti sjer ekki marga sína líka eptirleiðis. það er vitaskuld, að því fer fjarri, að þingmenn eigi allir óskilið mál að þessum frægðarsnauðu eptirmælum. þeir eru sum- ir mjög svo nýtir menn, bæði á þingi og utan þings, eða þá að minnsta kosti all- vel liðgengir. En sakir þess, að hinir eru of margir, er hefðu aldrei átt á þing að koma sumir hverjir og aðrir naumast meira en neyðarúrræði eðaþlítið þar fram yfir; og þess annars einkanlega, að hinn þjóðkjörna flokk skortir þá framúrskarandi forustu, er “hann naut í fyrri daga, þar sem var Jón sálugi Sigurðson, — þá fer sem fer. Hjörðin kemst á tvístr- ing, einmitt þegar mest hggur við opt og einatt. Bjöllurnar í forustusauð eða for- ustusauðum hins forna minni hluta, sem enn er ofanjarðar, uppyngdur að nokkru leyti, láta stundum býsna vel í eyrum sumra úr hinum hópnum, er hljóminn ber að þeim úr þokunni. Um sullaveikina. J. Um hinar lögboSnu varúðarreglur gegn sullaveikinni. Askorun frd landlcekni. J>ví miður mun svo vera víða hjer um land, að þegar slátrað er á liaustin eru hundum lofað að vera á blóðvellinum og hirða þar alls konar úrgang af slátrinu; þar á meðal jeta þeir í sig sullina úr sauðkindinni og geta þar með orðið hættu- legir mönnum, með því að þeir geta síðan fengið af hundunum hina háskalegu sulla- veiki. Til þess að leitast við að stemma stigu fyrir veiki þessari leyfi jeg mjer brýna fyrir mönnum fyrirmæli tilskipunarinnar frá 25. júní 1869, um hundahald á íslandi, einkum 4. gr., er hljóðar þannig: nSkyldur er hver sá, sem lœtur slátra skepnu, er sullir finnast í, að grafa þegar í stað slátur það, sem sullmeingað er, að meðtöldum hausum af höfuðsóttarkindum, svo djúpt í jörð niður, að hundarnir geti ekki náð því, eða að brenna það. Brot gegn ákvörðun þessari varða 1 til 5 rd. [2- 10 kr.] sekt, og fœr sá annan helming sekt- arinnar, er upp Ijóstrar, en sveitarsjóðurinn hinn*.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.