Ísafold - 29.08.1883, Blaðsíða 3
83
hann þá, er hann sleppir því embætti,
rjett til sinna fyrri eptirlauna, hafi hann
eigi með þjónustu hins nýja embættis á-
unnið sjer rjett til hærri eptirlauna. 9. gr.
Konur þær, sem verða ekkjur eptir em-
bættismenn, sem rjett höfðu til eptirlauna,
eða nutu þeirra þegar, skulu hafa rjett til
að fá eptirlaun úr landssjóði, helming af
eptirlaunum þeim, er mönnum þeirra bar,
eða þeir höfðu þegar fengið. pó má aldrei
ekkja manns, er hefir haft. 3000 kr. eða
minna í laun, fá minni eptirlaun en 150 kr.
ár hvert, og eptirlaun ekkju þess embætt-
ismanns, sem hefir haft yfir 3000 kr. í laun,
skulu aldrei lægri vera ár hvert en, 250 kr.
10. gr. Nú giptist kvennmaður embættis-
manni eldri en 60 ára eða á banasæng hans
eða þá er hann hefir fengið lausn frá em-
bætti, og hefir hún þá eigi rjett til eptir-
launa, og eigi heldur sú kona, er að lög-
um var skilin við mann sinn áður en hann
andaðist. 11. gr. þá missir ekkja eptirlaun
1. Br hún giptist á ný. 2. Er hún sezt
að í öðru ríki án þess leyfi konungs komi
til. 3. Er hún verður dæmd sek í ein-
hverri athöfn, sem að almennings áliti er
ósæmandi. Nú missir ekkja eptirlaun sín
af því að hún hefir gipzt að nýju, og á hún
þá rjett til að fá hin sömu eptirlaun og
hún hafði áðu-r, ef hún verður aptur ekkja,
nema hún í hinu síðara hjónabandi öðlist
rjett til hærri eptirlauna. 12. gr. Föður-
og móðurlausum börnum þeirra embættis-
manna, sem rjett höfðu til eptirlauna, má
veita með sjerstöku lagaboði, hverju fyrir
sig, allt að 100 kr. á ári, ef þau þess við
þurfa, þangað til þau eru 20 ára. 13. gr.
Embættismenn þeir, er embætti hafa feng-
ið, áður en lög þessi öðlast gildi, svo og
ekkjur þeirra og börn, halda rjetti sínum
til þeirra^eptirlauna, er eldri lög ákveða.
14. gr. Hjer með er tilsk. 31. maí 1855 um
eptirlaun úr lögum numin. 15. gr. Lög
þessi öðlast gildi 1. janúar 1884.
28, Lug urn bygging, dbúð og úttékt jarða.
1. gr. Hver maður, sem á jörð og nýtir
eigi sjálfur, skal selja hana öðrum á leigu.
Nú fær hann eigi byggt jörð sína fyrir
sumardag hinn fyrsta, og skal hann innan
hálfs mánaðar láta bjóða hana upp til ábúð-
ar eður afnota fardagaár það, sem í hönd
fer, í þeirri þinghá, sem jörðin liggur í. Yilji
þá enginn taka jörðina til leigu fyrir neitt
eptirgjald, skal landeigandi banna nágrönn-
nm öll afnot hennar, og verða þau þeim
þá óheimil. Nú lætur hann eigi bjóða
upp jörðina sem fyr segir, og skal hann
sjálfur greiða öll lögboðin gjöld, er á jörð
hvíla; en láti haun bjóða jörð sína upp
til afnota, þarf hann eigi að halda uppi
lögskilum fyrir jörðina það ár, ef hún verður
honum arðlaus.
Hjáleigu má leggja niður og undir heima-
jörðina eða til annarar hjáleigu hennar.
2. gr. Jörð skal ávallt byggja frá far-
dögum til fardaga, og skal um það brjef
gjöra, og er það byggingarbrjef fyrir jörðunni.
1 byggingarbrjefi skal skýrt tekið fram, hve
langur ábúðartími sje; en sje það eigi gjört,
skal svo álíta sem jörð sje byggð æfilangt,
nema landsdrottinn sanni, að öðruvísi hafi
verið um samið. Ekkja heldur ábúðarrjetti
manns síns; en giptist hún aptur, missir
hún hann.
E3- gr. I byggingarbrjefi skal greina landa-
merki jarða og geta þeirra ítaka, er hún á í
annara manna lönd; svo og þess, ef kvaðir
eða ískyldur liggja á henni. þá skal og
kveða á í byggingarbrjefinu, hverja lands-
skuld greiða skal eptir jörðina og í hverj-
um aurum. í því skal og ákveða, hver
innstæðukúgildi fylgja jörðu og hvílík, svo
og hverja leigu skuli greiða af þeim. Nú
hefir landsdrottinn vanrækt að gefa bygg-
ingarbrjef, og skal svo álíta sem jörð hafi
byggð verið með leigumáia þeim, er leigu-
| Hði kannast við að áskilinn hafi verið,
f nema landsdrottinn sanni að annar hafi
lw. verið.
4. gr. Gjöra skal tvö samhljóða frum-
rit af byggingarbrjefi hverju, og rita lands-
drottinn og leiguliði nöfn sín undir þau á-
samt 2 vottum. Hefir landsdrottinn ann-
að brjefið, en leiguliði hitt.
5. gr. Ef landsdrottinn byggir tveimur
mönnum sömu jörð eða jarðarpart, þá skal
sá hafa er fyr tók; en landsdrottinn fái hin-
um jafngott jarðnæði sem hitt var, ella
bæti honum allan þann skaða, er hann
býður af því að hann komst ekki að jörðu,
hvorttveggja eptir mati óvilhallra manna.
6. gr. Fylgja skulu jörðu nauðsynleg
hús, þau er henni hafa áður fylgt. Um
stærð og tölu húsa fer eptir jarðarmagni
og því sem venja er í hverri sveit, eptir
mati úttektarmanna; en jafnan skal af-
henda leiguhða hús í gildu og góðu standi
eða með fullu álagi.
7. gr. þá er leiguliðaskipti verða á jörðu
má viðtakandi taka til voryrkju, þá er
hann vill, en eigi má hann flytja bú sitt á
jörðina fyrir fardaga, nema fráfarandi leyfi.
Fardagar eru þá, er sex vikur eru af sumri,
og eru þeir fjórir. Er fimmtudagur í sjö-
undu viku sumars fyrstur þeirra, en sunnu-
dagur síðastur. Ef leiguliði er ekki kom-
inn til jarðar að forfallalausu, þá er sjö vik-
ur eru af sumri, nje umboðsmaður hans, og
hvorugur þeirra hefir gjört ráðstöfun til að
hirða og hagnýta hana, þá hefir hann fyrir-
gjört ábúðarrjetti sínum og lúki landsdrottni
eins árs landskuld og leigur, sem áskilið
var; en landsdrottinn má nýta sjer jörð
sem hann vill, eða byggja hana öðrum.
8. gr. Fráfarandi skal hafa flutt allt
bú sitt af jörðu hinn síðasta fardag, nema
viðtakandi leyfi, að hann hafi það þar
lengur. Heimil skal honum húsavist með
viðtakanda og þar má hann hafa fjenað
sinn til síðasta fardags, en hvorki má hann
beita tún nje engjar.
Ejett er að fráfarandi skilji eptir, þar
sem viðtakanda eigi er mein að, það af bú-
slóð sinni, er hann eigi má burt flytja þeg-
ar; en það skal hann hafa burt flutt fyrir
næstu veturnætur. Sjeu búsmunir eigi
fluttir burt að vetumóttum, skal búandi
segja hreppstjóra til, og fer hann með þá
sem fje í vanhirðingu.
9. gr. Eigi má fráfarandi af jörð flytja
hey, áburð, eldsneyti nje byggingarefni, sem
sú jörð gaf af sjer. Ef fráfarandi á fyrning-i
ar heys, eldsneytis eður byggingarefnis, þá
skal hann bjóða viðtakanda eða landsdrottni
ef hann eða umboðsmaður hans er viðstadd-
ur, kaup á því eptir mati úttektarmanna.
Vilji hvorugur kaupa, má fráfarandi flytja
það með sjer eða selja það öðrum, en burt
skal hann hafa flutt það af jörðu fyrir
næstu heyannir, nema öðruvísi semji.
10. gr. Nú á fráfarandi hús á jörðu, og
skal hann bjóða landsdrottni að kaupa þau
því verði, er úttektarmenn meta. Ef lands-
drottinn vill ekki kaupa, skal fráfarandi
bjóða þau viðtakanda, og vilji hann heldur
ekki kaupa þau með sama verði, þá er frá-
faranda rjett að taka þau ofan og flytja af
jörðu, eða selja þau hverjum er hann vill
til burtflutnings. Skal hús rjúfa fyrir
Jónsmessu hina næstu, ef leiguliði vill
gjöra hús þar, er hin voru, en flytja burt
viði og húsaefni fyrir veturnætur. Hús
skal rjúfa svo, að viðtakanda sje sem minnst
mein að.
11. gr. Flutt skal fráfarandi hafa á-
burð allan á tún, áður en hann fer frá
jörðu, og skal hann hafa gjört það í tæka
tíð. Hann skal og hreinsa öll hús sem á
jörðu eru, heygarða og heytóptir. Yan-
ræki fráfarandi þetta, þá bæti hann viðtak-
anda það, sem úttektarmenn meta. Ekki
má fráfarandi vinna meira á jörðu það vor,
er hann flytur sig frá henni, en til búþarfa,
og eigi svo að viðtakanda sje mein að. Ef
hann vinnur meira, en nú var mælt, eign-
ast viðtakandi það. Nú fylgir eggver jörðu,
og á viðtakandi öll afnot þess það vor, er
hann flytur sig að jörðu. Fylgi reki leigu-
landi, á fráfarandi það, sem rekur til miðs
föstudags í fardögum.
12. gr. Abúandi skal hafa öll leiguliða-
not af jörðu sinni, nema öðruvísi sje um
samið; en það eru leiguliðanot, að hann
hafi til notkunar fyrir sjálfan sig hús og
mannvirki, innstæðukúgildi og allt, sem
þvi leigulandi fylgir.
Nú er leiguliðarjettur brotinn, og á
leiguliði sókn þess máls. Ef leiguliði
sækir eigi, á landsdrottinn sókn þess máls,
enda skal leiguliði gjöra landsdrottni aðvart,
er leiguliðarjettur hans er brotinn, og láta
hann vita, hvort hann sækir það mál eða
ekki.
13. gr. Eigi má leiguliði byggja öðrum
af leigujörð sinni, nje Msmenn taka, nema
landsdrottinn leyfi. Eigi má hann heldur
án leyfis landsdrottins ljá öðrum nokkuð af
hlunnindum þeim og landsnytjum, er leigu-
landi hans fylgir, nema það sje í umskipt-
um fyrir önnur hlunnindi og landsnytjar,
er leigujörð hans þarf. Hann má og eigi
selja áburð af jörðu, þann er henni megi
að notum verða, nje farga honum á annan
hátt. Eigi má hann heldur láta burtu hey,
sem hann hefur aflað af jörðunni, nema
því að eins að hann fái jafngildi í heyi
eða beit, eða að hann í harðindum hafi lát-
ið heyið gegn öðru endurgjaldi eptir áskor-
un hreppsnefndar. Ef móti þessu er brot-
ið, varðar það útbyggingu, enda bæti hann
landsdrottni skemmdir á jörðu.
14. gr. Ef reki fylgir jörðu, og er hann
undanskilinn leiguliðanotum, þá skal leigu-
liði hirða við þann, er rekur, fyrir lands-
drottinn, og marka viðarmarki hans. Skal
hann gjöra þetta sem sjálfur hann ætti,
og draga við úr flæðarmáli, svo eigi taki út
aptur. Leiguliði skal eiga af fjöru þeirri
álnarlöng kefli og þaðan af smærri, ef eigi
er öðruvísi um samið, eða að fornu hefur
viðgengizt á þeim reka. Nú rekur hval, og
skal leiguliði festa hann þeim festum og
að öllu bjarga sem lög ákveða. Gjöra skal
hann og þegar landsdrottni orð eða um-
boðsmanni hans. Rjett er leiguliða að skera
þegar hval, en ábyrgjast skal hann lands-
drottni allan þann hval, er hann sker. Um
endurgjald til leiguliða fer sem lög ákveða.
15. gr. Skyldur er maður að halda uppi
húsum þeim öllum, er þá voru, er hann
kom til jarðar og jörðufylgja, og ábyrgjast
fyrning þeirra, svo skal hann og viðhalda
öðrum nytsömum mannvirkjum, sem jörðu
fylgja> sv0 sem túngörðum, vörzlugörðum,
matjurtagörðum, fjenaðarrjettum, heygörð-
um, stíflugörðum og hverju öðru, og end-
urbæta það á ári hverju, svo að nýtilegt
sJe> °g byggja upp af _nýu, ef fallið hefur.
Abyrgjast skal leiguliði innstæðukúgildi jarð-
ar sinnar, að ávallt sjeu til og leigufær.
Nú flytur leiguliði sig frá jörðu, eða deyr,
og ekkja hans bregður búi, og skal hann
eða bú hans skila öllu, er jörðu fylgir full-
gildu, eða með fullu álagi.
16. gr. Ef skriða fellur á hús leigujarðar
eða þau verða á annan hátt fyrir skemmd-
um af völdum náttúrunnar, svo sem af snjó-
flóði, vatnsflóði eða jarðskjálfta, eða þau
farast fyrir eldsvoða, sem leiguliða verður
eigi sök á gefin, þá skulu landsdrottinn og
leiguliði, ef eigi er öðruvísi um samið, gjöra
hús aptur í sameiningu. Landsdrottinn
leggi við til húsagjörðar og smíðar, en leigu-
liði veggi alla og þök. þó skal leiguliði
gjalda landsdrottni álag á hús þau, er fór-
ust, ef þau voru eigi fullgild eptir áliti út-
tektarmanna.
17. gr. Ef land jarðar spillist af vatns-
ágangi, skriðum, sandfoki eða öðru því, er
leiguliða verður eigi sök á gefin, þá gjöri
hann landsdrottni orð, eða umboðsmanni
hans, og er leiguliða heimilt að krefjast
skoðunar á skemmdunum. Nú má skemmd-
ir bæta á einu ári, og bætir landsdrottinn
og leiguliði þær að helmingi hvor, þó svo
að leiguliði kosti eigi meiru til en jafngildi
hálfri landskuld hans. Yerði jörð fyrir