Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð ogNorvegi um 3^/2 kr., í öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur Jmeð meginletri .. ro \með smáletri.... 8 {með meginletri ...15 með smáletri..... 12 X 24. Reykjavík, laugardaginn 2 2. septembermán. 18 83. 93. Innlendar frjettir. 94. Útlendar frjettir. Fáein orð um skólabús o. fl. 95. Rúmfjöl síra Hallgríms Pjetiussonar. Times- brjef Guðbr.Vigfússonar og Fróði. Auglýsingar. Brauð laus : Brjánslækur 4/g .... 625200 Hof og Miklibær 3/9 . . . 822+132 Hvammur í Norðurárdal 20/9 854 + 200 Vatnsfjörður 20/9 .... 1630+-100 Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. 12—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. uair ÍSAFOLD kemur út einu sinni í viku í sumar fram til veturnótta, á miðvikudögum að forfallalausu. Ncesta blað miðvikudag 26. sept. Reykjavík, 22. sept. — Fjallaþing veitt 3. sept. síra Einari Vigfússyni að Miklabæ í Óslandshlíð. Stóruvellir veittir 10. sept. prestaskóla- kand. Jónasi Jónassyni. Staður í Grunnavík veittur 10. sept. prestaskólakand. jporvaldi Jakobssyni. |>ykkvabæjarklaustur. Prestaskólakand. Bjarni jpórarinsson settur til að þjóna því brauði 10. sept. Skeggjastaðir veittir 11. sept. síra Jóni Halldórssyni, aðstoðarpresti frá Hofi. Árnes veitt 20. sept. síra G. jporvaldi Stefánssyni í Hvammi í Norðurárdal. Síra Arngrími Bjarnasyni á Brjánslæk veitt lausn frá prestskap 4. sept. —Prestyigðir sunnudaginn 16. sept. þessir prestaskólakandídatar: Bjarni jfpórarinsson að þykkvabæjarklaustri; Jónas Jónasson, að Stóruvöllum; Lárus Jóhannesson, að- stoðarprestur að Sauðanesi; jporvaldur Jakobsson að Stað í Grunnavík. — Nordenskiöld lagði af stað aptur hjeðan heimleiðis 16. sept. að morgni. Ætlaði að koma við á Skotlandi allrasnöggv- ast; halda síðan til Gautaborgar. ]par á hann heima, hinn góðfrægi kostnaðarmaður þessarar Grænlandsfarar og ýmissa annara norðurfara Nordenskiölds: Oscar Dickson stórkaupmaður. Kvöldið áður en Nordenskiöld fór hjeðan, hjeldu ýmsir bæjarbúar, milli 30 og40, hon- um veizlu og förunautum hans, hinum sænsku vísindamönnum, í hótel Alexandra. |>ar var drukkið fyrst minni konunganna Kristjáns níunda og Oscars annars, mælti fyrir því É. Th. Jónassen bæjarfógeti. |>á minni heiðursgestsins, Nordenskiölds sjáífs, fyrir því mælti landfógeti Árni Thorsteins- son, en sungið á undan kvæði það »til Nordenskiölds« er hjer fer á eptir, eptir; Gest Pálsson ritstjóra. Nordenskiöld þakk- aði fyrir minnið fögrum orðurn og snjöll- um, og mælti fyrir minni Islands, en einn af förunautum hans, Strömfeldt greifi, hóf að því búnu upp og söng kvæðið »Eldgamla Isafold«, með skýrum íslenzkum framburði, og tóku aðrir samsætismenn undir það. Síðan mælti Sigurður Melsted prestaskóla- forstöðumaður fyrir minni förunauta Norden- skiölds, og Dr. Jón rektor |>orkelsson sænskra visinda. Yms minni önnur voru þar drukkin, og fór veizlan fram hið bezta. Kvæðið til Nordenskiölds er svo hljóðandi (Lag: Nu han sváfvade kring): Opt um voða og þraut liggur vísindabraut og með vogun skal reynzluna fá, þó er sárhættu leið jafnan sólfögur, heið, þeim er sannleika keppa að ná. f>á var sóknarhörð tíð, þá var sævolk og stríð, er þú sigldir um Asíulönd; ekki hafíssins fjöll, ekki heimskautsins tröll fengu hept þig nje beygt þína önd. |>á var sigurinn hýr og þín sigurlaun dýr, er þú sigldir um Asíulönd ; þú með heiðursins gnægð og með heimsvíðri aptur heilsaðir feðranna strönd. [frægð Sú er norðurför bezt, það um norðurlönd telja nútíma þrekvirkið skal, [mest þú að aflrauna hug og að afreka dug skipar öndvegi' í farmanna sal. En þú situr ei kyr, þú ert samur og fyr, elskar sigur, ei metorð nje laun; þú átt vísindaglóð, þú átt víkingablóð, aldrei veiztu af háska’ eða raun. Kominn hafíss úr flaum, kominn hafs yfir berðu heiður til ættlands þíns senn; [straum á þitt heimsfræga nafn, á þitt hraustvirkja verpur hamingjan ljómanum enn. [safn — Herra Sigurður Yigfússon fornmenja- vörður er nýlega heim kominn aptur fir ferð sinni austur um Bangárþing að rann- saka þar fornmenjar, einkanlega að kanna sögustaði úr Njálu. Hann fór fyrst austur undir Eyjafjöll, að Seljalandi, gróf þar upp hoftópt (Dalverjahof), í svo nefndri Hof- torfu, fyrir austan og ofan bæinn á Selja- landi; tóptin 77 fet á lengd með afhúsi og stalli. |>aðan reið hann upp á |>órs,- mörk og Goðaland. Kom í Miðmörk, þar sem Björn bjó (»að baki Kára«), gróf þar í rústir fornar og fann skýr kennimerki forn og ýmsa muni. Bannsakaði síðan leið Plosa, er hann reið til brennunnar Njáls og sona hans, og reyndist frásögn Njálu koma mjög vel heim við örnefni og önnur auð. kenni á þeirri leið. |>á sneri hann leið sinni út f Pljótshlíð, að Hlíðarenda, og rannsakaði skála Gunn- ars, geilarnar, þar sem þeir drápu Sám, Gunnarshaug og Sámsreit. Síðan að Bergþórskvoli; gróf þar f húsa- garð fornan bak við bæjarhúsin nær 2 mannhæðir niður; fann þar öskulag ákaf- lega mikið, nær 2 álnir á þykkt; niður að því hjer um bil 1 mannhæð. Skoðaði Káradælu og Káragróf, fyrir utan Bergþórs- hvol; haldast þau örnefni enn. ]pá upp í Fljótshlíð aptur, að Breiða- bólstað og Sámstöðum. Skoðaði hversu til hagar þar sem þeir voru drepnir, Hösk- uldur og bræður Lýtings, þar með víg |>rá- ins og hlaup Skarphjeðins yfir Markar- fljót, og Bauðuskriður (Dímon). Beyndist þar allt koma sjerlega vel heim við sög- una. ]pví næst upp að Yelli og undir þríhyrn- ing, og upp í Bjúpnabotna (»Geilastofna«). ]pá að Vatnsdal; fann fornar bæjarrústir, sunnan undir Beynifellsöldu, er hann telur verið hafa hið fprna Holt; þar er, og hið forna Holtsvað. Fann og bæ Starkaðar fram- an undir |>ríhyrning. |>á út að dysjunum við Bangá; fann þar spjót og járnmjel og fleira. |>aðan út að Knafahólum. Síðan yfir að Keldum. ]pað- an ofan að Stórahofi, rannsakaði hinar fornu bæjarrústir þar og þar sem Gunnar barðist gegnt bænum. ]paðan upp að Kirkjubæ; gróf þar ofan í ostabúrið, er enn heitir svo, fyrir vestan bæinn; fann þar þykkt öskulag, á 3. alin í jörðu. |>á upp að fúngskálum ; mældi allar búð- irnar þar: breidd þeirra, lengd og afstöðu; eru milli 50 og 60 að tölu. þaðan út að Nautavaði á Jpjórsá, og að Plagbjarnarholti; fann þar fornan þingstað, eitthvað ellefu búðir, og þar með dómhring ákaflega mikinn, um 60 fet að þvermáli, hinn fyrsta slík- an á fornum þingstöðum. |>aðan að Lún- aðsholti og Snjallsteinshöfða; rannsakaði þar dysið Snjallsteins, er svo er kallað. — f>ar með var ferðinni lokið. — Eptir hið mikla illviðrakast, er byrj- aði 5. sept. og ljetti eigi fyr en þann 14., en stóð hæst miðvikudaginn 12. að veður- hæðinni til, hafa frjetzt þær slysfarir, að skip sleit upp þann 12. á Eyrarbakka, Activ, frá Stavangri, hlaðið íslenzkum vör- um frá Einari kanpmanni Jónssyni, og brotnaði svo, að ónýtt er, en vörur skemmd- ust; og sama dag annað með sama hsetti á f>orlákshöfn, Anna Lovise, með útlendar vörur til verzlunar Lefolii á Eyrarbakka; hafði skipstjóra á því skipinu tekið út á leið hingað nærri landi skömmu áður og drukknað. — Maður týndi lífi fyrir norðan fyrir fám vikum, kaupamaður úr Eafnarfirði, með þeim hætti, að hestur fældist undir honum og dró hann í ístaðinu langar leið- ir; þar á meðal tvisvar yfir Blöndu. f>etta var sunnudag 26. ágúst. Maðurimi Ijezt á þriðja degi. Dáinn síra pórarinn prófastur Kristjáns- son í Yatnsfirði. — (Eptir f>jóðólfi). Um verðlag á ís- lenzkum vörum erlendis skrifað frá Khöfn 27. ágúst: Saltfiskur, stór, vestfirzkur, hnakkakýldur.......... 75:00 til 78:00 — sunnlenzkur, stór........ 67:00 — 68:00 — austf.ognorðl.—,óhnakka- kýldur................. 65:00-^66:00 Smáfiskur ................. 56:00 — 5fi:50 Ysa ...................... 50:00 Harðfiskur.................. 95:00 til 100:00 Hákarlslýsi bezta........... 55:00 — 56:00 Stórsíld ... t.............. 20:50 —123:50 Sundmagi.................... 0:75 — 0:85 Æða^dúnn bezti ............. 16:00 Hvít ull, sunnl., vorull.... 0:62— 0:64 — — norðlenzk.............. 0:66— 0:67 Mislit ull ................ 0:50— 0:52 Oþvegin haustull ........... 0:48 — 0:50 Sauðakjöt væntanlega........ 55:00— 56:00 Tólg...................;..... 0.'41 Sjer í lagi gefið fyrir sunnlenzkan saltfisk fluttan á skip hjer 64:88 til 65:75. Ull í litlu gengi; það sem komið var, lagt í pakkhús til geymslu eptir hærra verði. — Strandferðaskipið »Thyra« kom hjer í gær loksins. , Hafði orðið veðurteppt á Sauðárkrók, Isafirði og víðar. Mesti fjöldi farþegja með henni, einkum skólapiltar og kaupafólk; frá Khöfn meðal annara kand. Björn Jensson, settur kennari við latínu- skólann, og að austan hinn nýi sýslumaður Dalamanna, cand. juris Halldór Daníels- son.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.