Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.09.1883, Blaðsíða 3
95 og ófullkomnar, ætla jeg að það myndi til bóta, væri þeim fylgt. í þeim bai na- skólum, sem jeg hefi átt kost á að skoða, er ekkert tillit haft til þessa, sem hjer er sagt. Borðin eru víðast hvar lárjett, og svo breið, að ætlazt er til, að börnin sitji allt í kringum þau, en það er talið óhentugt, að börn snúi hvort á móti öðru, því að það glepur eptirtektina í kennslustundunum; auk þess sem það er skaðlegt fyrir heilsu þeirra, að skrifa við svo löguð borð, eins og áður er á vikið. Bekkirnir eru víða baklausir, og leiðir af því, að börn- in sitja allt af hálfbogin, og getur það orðið þeim að heilsutjóni með tímanum, þó að lítið kunni að bera á í fyrstu.— Við því má sjálfsagt búast, að menn taki tillit til heilsu barnanna svo sem verða má, þegar ný skólahús eru byggð og eins að breytingar verði gjörðar á þeim gömlu þar sem þær eru nauðsyn- legar og þeim verður við komið að kostnaðarlitlu. J. p. Rúmfjöl síra Hallgríms Pjeturssonar. I forngripasafninu er fjöldi rúmfjala. Eng- ar engar eru þó eins merkar eins og tvær. Onnur þeirra er rúmfjöl Daða í Snóks- dal. Hún er með upphækkuðum manna- myndum, mjög vel gjörðum, og er hún elzt allra rúmfjala, sem eg hygg muni til vera á Islandi og þó víðar væri leitað. Hlýtur hún að vera nær hálft fjórða hundrað ára gömul, sjá Arbók Fornleifafjelagsins 1882, bls. 93. Hin er rúmfjöl síra Hallgríms Pjeturs- sonar, og er allmerkilegt um hana. Hún hefir geymzt alla tíð í Saurbæ eða í Per- stiklu, þar sem síra Hallgrímur andaðist. Jeg hefi í nokkur undanfarin ár sett til menn að ná í hana, og hefir nú loks tekizt það. Jón bóndi Sigurðsson sem orð- inn er gamall maður og hefir búið langa æfi á Ferstiklu, en er nú fluttur að Drag- hálsi, hann átti fjölina og var á henni mjög fastheldinn, sem von var. Loksins gerði hann svo vel að láta mig fá hana fyrir ekki mikið verð. það er fullkomlega áreiðanlegt, að þetta er rúmfjöl Hallgríms Pjeturssonar, því á báða enda fjalarinnar eru skornir hringir sem taka yfir alla breidd hennar, og stend- ur innan í öðrum HPS (Hallgrímur Pjeturs Son) og í hinum, til hægri handar, GOD (Guðrún Odds Dóttir). þetta er skorið með stórum stöfum, sem líkjast helzt latínuletri. Eptir endilangri fjöl- inni, allt í millum hringanna, er þetta vers, skorið með höfðaletri, í fjórum lín- um : MILLE MYN OG ILLRA ANDA EG SET HERRANS JESÚ PYN MIER SVO pEIR EY MEIGI GRANDA MILDUR GUD AF GIÆDSKU þY(N) LANGT BURT FRA MIER LATTU ST. Meira hefir ekki komizt fyrir á fjölinni af versinu. Fjölin er úr góðum grenivið, heil og ó- skemmd. Hún hefir verið máluð rauð; sjest vottur þess niðri í skurðinum; er liturinn að öðru leyti slitinn af. Reykjavík 20. sept. 1883 Siguróm Vigfússon. Times-brjef Giuðhr. Yigfússonar og Fróði. Herra Einari Asmundssyni í N esi hefir verið kommanderað til þess, að lýsa yfir því í Isafold, X 19, að sjer sje kunnugt um, »að þýðing brjefs frá Guðbrandi Vigfús- syni í Oxford, er stendur í Fróða 19. des. 1882, er eigi gerð af Jóni Hjaltalín skóla- stjóra á Möðruvöllum«. Eg leiddist til að eigna skólastjóra þýð- inguna af því : 1., að málið á þýðingunni er Jóns, o: þvf eins líkt og Jóns eigið væri. —2., að misþýðingarnar eru svo einkanlega settár niður honum sjálfum og vini hans Guðbrandi 1 vil. — 3., að hann kom hand- ritinu í prentsmiðjuna á Akureyri sjálfur.— 4., að herra Einar skrifaði mjer sjálfur 2. marz þ. á. þannig : •— »Brjefi Guðbrandar Vigfússonar var hjer snúið á íslenzku, áður en hjer nyrðra var kunnugt, að önnur þýð- ing þess hefði komið út í Skuld«. Eg skal trúa því, að þýðingin sje ekki eptir Jón, þegar rjettur þýðari gefur sig fram. þangað til bið eg herra Einar mis- virða ekki, að eg trúi ekki skýrslu hans. þegar rjettur þýðari gefur sig fram, og segi hann satt, skal Jóni koma sú afsökun frá mjer, fyrir að hafa haft hann fyrir rangri sök, er hann á skilið. Cambridge, 28. ágúst 1883. Eiríkr Magnússon. Auglýsingar. Til leigll frá næstu mánaðamótum til vors: tvö góð herbergi á góðum stað f bænum, nálægt latínuskólanum. Nánari vísbending fæst á skrifstofu ísafoldar. Til leigu. Frá i. október næstkom. fást til leigu hjá mjer z herbergi með eða án húsgagna. Aíargrethe Siemsen búandi á Hlíðarhúsastíg. Við undirskrifaðar höfum áformað að veita tilsögn í vetur í teikning og útsaumi (Kunstbroderi) ef nógu margir nemendur gefa sig fram. Borgun fyrir hvort um sig verður 2 kr. mánaðarlega fyrir hvern nem- anda. Kennslan fer fram einu sinni í hverri viku 2 tíma í senn, þær sem vildu sæta boði þessu snúi sjer til annarar hvorrar okkar helzt fyrir lok þessa mán. Reykjavík 17. sept. 1883. póra Pjetursdóttir. Sigríður Jónassen. Af alþingistiðmdunum 1883 út komið nú, 22. sept.: Skjalaparturinn allur (deildin C). Umræður í efri deild og sameinuðu þingi allar (deildin A). þó von á síðar framan við það bindi efnisyfirliti yfir öll tíðindin, en sem ekki verður búið til fyr en þau eru öll fullprentuð. Af umrœðum neðri deildar (deildinni B) 25 arkir. Frímerki. Brúkuð íslenzk frímerki kaupi jeg fyrir hæsta verð. Gef 2 kr. fyrir hundraðið af aura-frf- merkjum, og 3 kr. fyrir hundraðið af skild- inga-f rím erk j um. (N. 6366) H. Hartmann Valby, Kjöbenhavn. Fyrir hjer ura bil 8 dögum hefir tapazt úr gæzlu á Laugarnesi Ijósgrár hestur með hvíta hófa, járnaður með 6 boruðum skeif- um, góðgengur og frá 8—12 vetra gamall; afrakaður seinni part vetrar og í stærra meðallagi á vöxt. Mark á hestinum man maður ekki, en einkenni er: lítið ör með dökkunx díl framan undir vinstra eyra. Hesturinn er keyptur í sumar af Finn- boga Kristóferssyni í Galtarholti. þeir sem kynnu að verða varir við hest þenna, eru beðnir að láta mig vita hvar hann er niður kominn, gegn borgun. Reykjavík, 22. sept. 1883. Schierbeck. Að þar til gefnu tilefni auglýsist hér með, að utanbæarmönnum er ekki leyfi- legt að taka beitu í landareign bæjarins; þeir sem brjóta á móti þessu banni, verða sektaðir að lögum. Skrifstofa bæjarfógeta í Revkjvík, 17. sept. 1883. E. Th. Jónassen. Hjer með auglýsist, að ný eyðublöð undir skýrslu um andvanafædd börn, — — holdsveika, — til læknis, er hans er vitjað til sængurkonu eru nú til útbýtingar hjá amtmönnum, og vil jeg mælast til, að allir hlutað- eigendur noti þau eptirleiðis. Landlæknirinn yfir íslandi: Reykjavík, 22. sept. 1883, Schierbeck. Iðnaðarsýniiigin í lteykjavík. Dómsnefnd hinnar íslenzku iðnaðarsýn- ingar í Reykjavfk 1883, sú er nefnd er f ísa- fold X 20, hefir ákveðið, að fyrir muni þá, er á sýninguna voru sendir, eigi eptirfylgj- andi persónur að fá heiðursviðurkenningu: A. Heið'urspening úr silýri: Anna Jónsdóttir á Hóli í Höfðahverfi, fyrir vefnað. Anna Knudsen á Skeggjastöðum á Langanes- ströndum, fyrir útsaumaða kvennmynd. Arni Gíslason í Reykjavík, fyrir 60 signets- lökk og 2 signet. Aslaug Stephensen í Viðey, fyrir kross- ofna gólfábreiðu. Astríður Melsteð í Rvík, fyrir málverk. Benidikt Ásgrímsson í Rvík, fyrir gyllt silfurkoffur. Benidikt Gröndal í Rvík, fyrir málverk. Einar Jónsson í Rvík, fyrir violin. Eyjólfur þorkelsson í Rvík, fyrir 2 úr. Friðrika Briem í Rvík, fyrir skatteraða legubekkssessu. Guðrún Gísladóttir Briem í Rvík, fyrir flosaða tösku. Guðrún Guðjohnsen í Rvík, fyrir gólfdúk og vaðmál.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.