Ísafold - 27.10.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.10.1883, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3^/2 kr„ i öðrum löndum 4 kr. Borgist i júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur |með meginletri.. 10 |með smáletri.... 8 |með meginletri.. 15 |með smáletri.... 12 X 28. Reykjavík, laugardaginn 27. októbermán. 1883. 109. Innl. frjett. Fornleifarannsókn i Rangárþingi. 110. Björn prófastur Halldórsson (erfiljóð). 111. Eins og í skáldsögu og þó satt. Frá alþingi 1883 XI. 112. Hitt og þetta. Auglýsingar. Skrifstofa ísafoldar er í ísafoldarprentsmið- ju, við Bakarastiginn, 1. sal. Afgreiðslustofa Isafoldar er á sama stað. Afgreiðslust. ísafoldarprentsmið.ju er á s. st. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. íþökubókasafn opið hvern þrd. og ld. 2—3. Landsbókasafnið opið hvern md„ mvd. og ld. 12—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. Reykjavík 27. okt. — Póstskip fór aptur 19. okt., eins og til stóð. Póstar ekki fyr en 21. og 22. —Með Camoens kom 18.okt. Eggert kaup- maður Gunnarsson og mun nú ætla að stað- næmast hjer um hríð. — Um verzlunarfjelagið skozka, er stofn- að var í vor til að reka hjer verzlun, og sem Eggert Gunnarsson hafði á hendi um- boð fyrir (Murry & Co.), mun það eitt mega fullyrða, að það er við lýði enn og alls eigi gengið fyrir ætternisstapa, heldur láta forstöðumenn þess hinir skozku á sjer heyra, að þeir ætli sjer aðbyrjaverzlunsína hjer undir eins og búið er að slá algjörlega botn í reikningsskilin frá hinu eldra fjelagi, ar, það tók við af, hver svo niðurstaðan ve\rði. — Með Camoens komu og þrír Englend- ingar frá Newcastle við Tyne og öðrum bæ þar í grend, Bishop Auekland. Einn þeirra, L. Wilkinson, skemmtiferð, en hinir tveir í þeim erindagjörðum að vita hvernig sjer litist hjer á að setja á stofn fyrst og fremst nýja verzlun og í annan stað banka, seðla- banka. þeir heita annar E. Badcock, mál- færslumaður og bankamaður frá Bishop Auckland, og hinn J. P. Weidner, verk- ■ smiðjueigandi og kaupmaður frá New- castle. Prá þessum kaupmanni og fjelögum hans í Newcastle kom með Camoens nokkuð af vörum, bæði matvöru og öðru, hjer um bil 50 smálestir, er herra Eggert Gunnars- son hefir til verzlunar í vetur í Glasgow. Stendur til að sú verzlun haldi áfram og verði aukin að miklum mun að sumri. Mun ef Jtil vill vera í ráði, að Murray og hans fjelagar leggi þá saman við þessa Newcastle- kaupmenn. Englendingar þessir fóru allir með Camoens s aptur. Ljetu þeir fjelagar Badcock og Weidner vel yfir erindislokum. jpeir höfðu spurzt fyrir ýtarlega um bankastofnunina hjá ýmsum embættismönnum, alþingis- mönnum og fleirum. Var á þeim að heyra aðSþað viðtal hefði fremur styrkt þá í því að ráðast í eitthvað þess konar hjer. p- Fatakaupmaður skogkur frá Leith, kom með Craigforth fyrir hálfum mánuði, ánnar þeirra er var á ferðinni hjer áður í sumar, Tierney að nafni. Hann seldi á uppboði fyrir hátt á sjötta þúsund kr., en lítið þar fyrir utan. — Norskur fræðimaður Sophus Trom- holdt að nafni, kom hingað með Laura 15. okt. og ætlar að dvelja hjer vetrarlangt í þvf skyni að fást við vísindalegar athuganir viðvíkjandi norðurljósum. — Snemma í þessum mánuði braut kaup- skip frá ísafirði við Bolungarvík á heimleið frá Englandi með saltfarm. Fólk komst allt af. Ekki vonlaust um að bæta mætti skipið, svo að það kæmist til Khafnar með seglfestu |>að heitir Vonin og er eitt af skipum Asgeirsens verzlunar. FORNLEIFARANNSOKN í RANGÁRþlNGI 1883. Eptir SIGURÐ VIGFÚSSON. 1. Samkvæmt því er eg hafði heitið skal eg í fám orðum skýra frá þessari ferð; en hjer getur það ekki orðið nema stutt yfirlit á því helzta. Njálssaga er viðburðarík og margir sögustaðir. þarf að gjöra um þetta efni langa ritgjörð og bera rannsóknina á sögustöðunum nákvæmlega saman við orð og anda sögunnar, og sýna fram á með rökum, hvað ljettvægir þeir sleggjudómar eru, sem um söguna hafa verið hafðir. Fimmtudaginn 9. ágúst fór jeg á stað úr Beykjavík og austur Hellisheiði og um Eyrarbakka; fór eg yfir jójórsá á Sandhóla- ferju. Hjer við ána varð víg Sigmundar föður Marðar gígju; vígið mun hafa orðið fyrir vestan ána, því þeir Steinn hinn snjalli voru í för utan af Eyrum. Landnáma segir (bls. 284 neðanm.) að haugur Sigmundar sje fyrir austan jpjórsá. |>ar sem ferjustaður- inn er, gengur fram klettahöfði, sem kallað- ur er Hamar; framan f honum er lítil sand- vík; hjer á þessum stað mun og ferjustaður- inn hafa verið í fornöld, því þá stóð bær- inn fram á hamrinum, en nú er hann flutt- ur austur lengra frá ánni. |>ar sem bær- inn stóð er allt orðið gjörsamlega upp blás- ið, og standa þar eptir háar jarðtorfur til merkis, en þar hafa þó fundizt ýms kenni- merki, sem vottur þessa. Hjer á Hamrinum mun haugur Sigmundar hafa staðið, en er gjörsamlega blásinn ; austur frá Hamrinum er láglendi sljett og var áður mýrlendi; þar hefir því haugurinn ekki verið. Hrossbein hafa og fundist uppblásin norður frá hinum forna bæ. Síðan hjelt eg áfram sem leið liggur austur Holt og austur á Bangárvöllu, kom að því gamla höfðingjasetri Odda, og þá austur yfir Markarfljót. Ferðinni var fyrst heitið austur undir Eyafjöll; jeg hafði ekki komið fyr á Bangárvelli. Hjeraðið sýndist mjer frítt ásýndum og einkanlega þótti mjer svipmikið að sjá til fjallanna. Jeg fór austur að Seljalandi; þar vissi eg af hoftótt sem þurfti að rannsaka. Bærinn stendur rjett fyrir austan Seljalandsmrila, sem opt er nefndur í Njálu; þar liggur þjóð- vegurinn austur. Skammt austur og upp frá Seljalandi gengur nokkurt hálendi fram úr fjallinu; þar upp undir hlíðinni heitir nú Hoftorfa; mynd- ast hún af tveimur smá-ám, er renna sín hvoru megin við Hoftorfuna, og heita báð- ar Hofsár; renna þær saman fyrir neðan torfuna og mynda þannig tungu. Hátt upp í Hoftorfunni er grasi vaxin laut, víð en ekki djúp; þar stendur þessi hoftótt; þar er sjerlega fallegt og víðsýni mikið. Yestmanneyjar blasa þar við, eru þær til að sjá sem kastalar upp úr sjónum. Tótt þessi var orðin mjög fornleg, og niður sokkin ; sást þó greinilega nema efri endi hennar; sneri upp og ofan eða í útsuður og land- norður. f>essa tótt gróf jeg upp alla yfir mannhæð á dýpt þar sem mest var; þar var mjög þykkur jarðvegurogdjúpt niðuraðgrjót- hleðslunum, sem mestar voru í neðraparti tóttarinnar; hún hafði öll þau sömu einkenni sem þær hoftóttir sem áður hafa fundizt: aðalhús, afhús, millumvegg (stall); engin var þar gólfskán ; vott af ösku fann jeg í afhúsinu. Dyr voru í hliðvegginn við mill- umvegginn ; þar mun og hafa verið fordyri inn að ganga. Öll tóttin var á lengd 77 fet, og á breidd 21 fet að utanmáli; í allri tóttinni var vikuröskulag 1—1£ fet undir yfirborði, sein sýnir að allt liggur hjer ó- hreift; vottur af slíku var og neðar. f>essi er sú fimmta hóftótt, er jeg hefi rannsak- að og mun það mál fullsannað. Af tóttinni tók jeg mynd. Hjer hefir verið hof Dal- verja; Jörundur goði reisti hjer fyrst hof, Landn. bls. 284; hún segir og, að hann »byggði fyrir vestan fljót« ; þetta er auðsjáan- leg ritvilla fyrir »austan«. Svertingsstaðir þar sem Jörundur bjó, hafa líklega staðið á sljettunni niður undan hofinu, en eru nú gjörsamlega afbrotnir af Markarfljóti meðan það rann þar. Frá Seljalandi og inn að Dal, þar sem höfðingjasetrið varð síðar, og Bunólfur goði bjó, er svo sem bæjarleiðar- korn. f>egar þessu var lokið, fór jeg inn að Ey- vindarholti. Katanes (nú Kattarnef) er fjallrani, er gengur fram úr fjallinu fyrir austan Dal, og myndar það dalinn öðru meginn, en Dalsás að innan. Norðan í Katanesi bjó Asgerður amma Njáls, Lnd. 279; bær hennar hefir staðið á láglendinu norðan til við nefið; þar er nú allt af brot- ið, því nokkuð af Markarfljóti rennur þar nú fram með. Allt neðan frá sjó og upp til fjalla, milli Eyjafjalla að sunnan, og Fljótshlíðar að norðan, er sljettlendi mikið; er þetta sem hjerað. Austan til á sljettu þessari nær Eyjafjöllum, og fyrir austan Markarfljót, stendur mikið fell og einkennilegt, bratt umhverfis, og mjög grasi vaxið; þetta fell heitir nú Dímon. 1 landsuðurhorninu á því hjetu Bauðuskriður á Njáludögum, eóa ef til vill fellið ajlt; á þessum stað er grjótið rautt og tók jeg með mjer nokkra steina til sýnis. Hjer sátu þeir Njálssynir og Kári fyrir þráni Sigfússyni, er víg hans varð á Markar- fljóti; hjeðan mátti bezt sjá til ferða þeirra austan frá Dal. þeir þráinn hafa ætlað sjer yfir fljótið skammt fyrir vestan Dímon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.