Ísafold - 27.10.1883, Síða 3
111
Um nýjustu heimsins höpp og slys
við höfum opt áður skrifað,
og hjeldum það yrði hjegómaglys,
sem hjer er hvað mest um klifað,
þá lífsins rökkur er lifað.
En hitt veiztu allt það huggar mig:
ið heilaga, inndæla, sanna-—
hjer hávetrar-blómstur við hrjóstur-stig—
þú hefir nú ráð til að kanna
á landinu lifandi manna.
Og englarnir þínir á aðra hönd
með ástríka föðurnum ganga,
og sýna þjer skaparans ljómandi lönd,
sem lífsfjöri kærleikans anga :
hvar er þá stríðið hið stranga ?
Með þessari hugsun, með þessari trú—
jeg þekki enga dýrðlegri og hærri,—
minn kærasti fjelagi, kveð jeg þig nú,
með kveðjunni gjörvöllu stærri
og deyjendum dýrari og kærri.
91Catt>fv. efoc-kxvm-yí>on.
EINS OG í SKÁLDSÖGU OG ÞÓ SATT.
Meira að segja: eins og í lygilegri skáld-
sögu, og þó satt.
það er ekki nema rúmt ár síðan, að sá
viðburður varð í Berlín, sem nú skal greina.
Eitt af hinum skrautlegu stórhýsum í
Thiergartenstræti hafði staðið autt og
óbyggt í eitthvað tvö ár. Eigandinn var
á ferðalagi lengst austur í heimi. Hann
var auðmaður mikill, en stakur svíðingur
og sjervitringur. Hafði ekkert til hans
spurzt langa lengi. Loks frjettist, að hann
væri dauður. Skipið, sem hann var á,
hafði verið hertekið af kínverskum víking-
um og menn allir drepnir. Nafn auðmanns-
ins frá Berlín stóð efst á farþegjaskrá skips-
ins frá enska konsúlnum í Honkong. þ>ótti
því ekki geta leikið neinn vafi á um fráfall
hans. Og er stundir liðu barst ættingjun-
um regluleg tilkynning um lát hans frá yfir-
völdunum. Svo að nú var þeim heimilt
að opna erfðaskrá hins látna og hirða reyt-
ur hans. Enda ljetu þeir ekki á sjer standa.
þeir mæltu sjer mót á tilteknum degi í
húsi hins látna, til þess að rannsaka erfða-
skrá hans og tala sig saman um skiptin.
þar var fremstur í flokki bróðir hins látna,
peningakaupmaður mikill og voldugur, en
tæpt kominn þá fyrir óreglu sakir. Hann
bjóst við að fá meiri hluta fjármunanna
og hugði gott til að komast úr öllum krögg-
um og hafa þar á ofan drjúgan afgang til
að skemmta sjer fyrir og lagsmönnum sín-
um, svallsömum iðjuleysingjum, sem nú
voru honum næsta fylgispakir. Annar ná-
inn ættingi var fjörgömul skáldmær, með
stofurakka á handlegg sjer. Og svo hinir
og þessir aðrir, skyldir og óskyldir, er slóg-
ust í förina af kunningskap eða forvitni.
Ekki var fólk þetta neitt hnuggið. því
þótti ekki þörf á að vera með nein ólík-
indalæti. Var því fremur glatt á hjalla
og háreysti mikil í húsi hins látna þennan
dag, er það var allt þar saman komið.
Síðast af öllum ættingjunum kom ungur
kvennmaður, fátæklega búinn. Hún var
fol í andliti og fyrirgengileg, feiminn og
niðurlút. Enginn tók kveðju hennar. Sum-
ir fóru að pískra eitthvað sín á milli og
gutu svo til hennar hornauga. »það er
hún, sem hrakti hann í burtu, og varð
orsök í dauða hans« sagði konan peninga-
kaupmannsins við einhverja lagskonu sína;
var þó annars ekki á henni að sjá, að
hún harmaði það mjög.
þetta var dóttir hins látna. Hún hafði
gipzt að föður sínum nauðugum og gengið
að eiga fátækan leikara, flæmzt með hon-
um hingað og þangað og átt í basli, en
faðirinn synjaði henni allrar ásjár. Svo dó
maður hennar og stóð hún uppi alveg ráða-
laus. Eaðir hennar hafði haft svo mikla
skapraun af gjaforðinu, að hann undi sjer
ekki heima og tók upp á því, að vera í
einlægum ferðalögum út um allan heim.
Lenti svo loks í greipum siðlausra víkinga
og beið svo bana.
Innihald erfðaskrárinnar var, að peninga-
kaupmaðurinn, bróðir hins látna, skyldi vera
aðalerfingi. Hinir ættingjarnir og ýmsir
aðrir fengu sína dánargjöfina hver, sumar
all-ríflegar, því af miklu var að taka. En
dóttirin var gerð arflaus.
Erfingjarnir óskuða hver öðrum til ham-
ingju og tárfelldu af fögnuði sumir. En
enginn gaf vesalings-dótturinni gaum, einka-
barni hins látna, er hafði verið tignuð
eins og drottning í fyrri daga, meðan hún
var heimasæta föður síns, hins mikla auð-
manns. Nú lá eigi annað fyrir henni en
að komast á vonarvöl eða verða hungur-
morða að öðrum kosti.
Erfingjarnir fóru nú að þinga um skiptin
og ráðstöfun á fjármununum, eins og lög
gera ráð fyrir, og varð næsta skrafdrjúgt
um allar þær bollaleggingar.
En á meðan lá dóttirin grátandi á hnján-
um frammi fyrir mynd föður síns í klefa
einum við anddyri hússins. Hún stundi
upp hvað eptir annað þessum orðum:
»Geturðu fyrirgefið mjer, faðir minn! get-
urðu fyrirgefið mjer?«
jþá heyrir hún svarað fyrir aptan sig:
»Já, jeg fyrirgef þjer, dóttir mín !«
Hún lítur við, felmtsfull, og þekkir þar
föður sinn, heilan á húfi og grátfeginn fundi
dóttur sinnar. Hún fleygir sjer í fang hon-
um frá sjer numin.
Hann leiðir síðan dóttur sína inn í sal-
inn, þar sem hinir sátu á ráðstefnu, og
má nœrri geta, að þeim hafi orðið heldur
en ekki bilt við. Hann segir þeim í fljótu
máli upp alla söguna. Hann hafði komizt
með lífi úr klóm hinna kínversku vikinga
og var nú kominn heim til Berlínar fyrir
fám dögum. Hafði sjeð á leiðinni sagt frá
láti sínu í blöðunum og þar með boðaðan
þennan skiptafund erfingjanna þar í húsi
sínu þennan dag. Hafði þá komið til hug-
ar að gera ekki vart við sig, brugðið á sig
dulargerfi og látizt vera dyravörður í hús-
inu; vissi, að erfingjarnir höfðu ekki í hús-
ið komið svo árum skipti og mundu þvi
eigi bera kennsl á dyravörðinn. Hafði svo
heyrt og sjeð allt sem fram fór á skipta-
fundinum.
Erfingjunum varð fátt til sagna og fóru
að hafa sig á kreik sem bráðast. Yarð
lítið um kveðjur.
En þau feðgin settust að í húsinu apt-
ur, með sátt og samlyndi og undu hið
bezta hag sínum.
FfiÁ ALþlNGI 1883.
xr.
Gegn frumvarpinu um afnám amtvianna-
embœttanna o. s. frv. greiddu þeir atkvæði
í neðri deild : Arnljótur Olafsson, Eiríkur
Kúld, Halldór Kr. Eriðriksson og þórarinn
Böðvarsson. Arnljótur af því að hann var
gagngjört mótfallinn afnámi þessara em-
bætta, þótt hann hefði verið því máli mjög
svo fylgjandi áður; hinir, einkum þórarinn
Böðvarsson, sem greiddi atkvæði með mál-
inu til 2. umr., meðfram eða öllu fremur
vegna missmíða á frumvarpiuu.
I efri deild var frumvarpið samþykkt
fyrst með 7 atkv., og munu það hafa verið
allir hinir þjóðkjörnu og Jón Pjetursson
hinn sjöundi, en við síðari umræðuna að
eins sex, því þá var J. P. genginn úr skapt-
inu, af því þá var landshöfðingi búinn að
lýsa því yfir, í skýlausu umboði stjórnarinn-
ar, að hún væri jafnt sem áður gjörsamlega
mótfallin afnámi amtmannaembættanna ;
taldi J. P. þá ekki til neins að fara lengra
út í málið. Nafnakall var aldrei haft um
málið í efri deild ; en það má ráða af um-
ræðunum, að þannig hafi atkvæðin fallið
þar.
Framsögumaður málsins 1 neðri deild var
Friðrik Stefánsson. Attust þeir fremur ó-
mjúkt við, hann og Arnljótur Ólafsson, höf-
uð-andmælandinn þar. Enda mun hafa ver-
ið mestur styrjarbragur á þeim umræðum á
þessu þingi, að fráskildu bankamálinu.
það sem Arnljótur bar fyrir sig málinu til
fyrirstöðu, var einkum það tvennt, að eins
og ekki veitti af 3 dómstólun hverjum upp
af öðrum, til tryggingar gegn ranglátum
dómum, eins þyrfti valdstjórnin að vera þrí-
stiguð; og í annan stað færi þaðí bága hvað
við annað, að vilja gjöra landshöfðingja að
ráðgjafa, sem farið er fram á í stjórnar-
skrárendurskoðunarfrumvarpinu, og jafn-
framt að þoka honum niður á við, að gera
hann að amtmanni, amtmanni fyrir allt
landið. Svo nefndi hann og til ýmsa ann-
marka á fráganginum á frumvarpinu, þann
eigi sízt, að skipting amtmannsstarfanna
meðal landshöfðingja og fjórðungsráða o- fl.
var þar lagð alveg á vald stjórnarinnar.
Yörn málsins hjeldu þeir einkum uppi,
Grímur Thomsen og Jón Ólafsson, aukfram-
sögumanns.
I efri deild tók Magnús Stephensen að
sjer hlutverk Arnljóts í hinni. Ilann kom
með geysilanga upptalningu á embættis-
störfum amtmanna. Af hinni hendi var
Benidikt Kristjánsson einkum fyrir svörum,
og svo þeir Stefán Eiríksson og Ásgeir
Einarsson.
Af kirkjumálafrumvörpunum var það um
prestakosningar aðalmálið. þ>að var sam-
þykkt síðast í efri deild^ með 7 atkv. gegn
3. þessir þrír voru: Árni Thorsteinson,
Magnús Stephensen og Sigurður Melsteð;
áður höfðu þeir og greitt atkvæði á móti
því, Bergur Thorberg og Jón Pjetursson ;
en Bergur Th. var ekki viðstaddur í þetta
sinn. En þess er að geta um Árna Thor-
steinson, að hann var frumvarpinu mótfallinn
af gagnstæðri ástæðu við hina; honum þótti
það ekki nógufrjálslegt, sagði það væri ekki
nema hálfverk. Flutningsmaður var Ás-
geir Einarsson og mælti þar með miklu
fjöri og áhuga. Að öðru leyti var Benidikt
Kristjánsson öflugastur fylgismaður málsins
1 efri deild.
I neðri deild var frumvarpið samþykkt
að síðustu með 15 atkvæðum. þ>ar var
Halldór Kr. Friðriksson harðastur andmæl-
andi þess. Mótfallnir því voru og þeir Ei-
ríkur Kúld og jpórarinn Böðvarsson; Arn-