Ísafold - 01.12.1883, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.12.1883, Blaðsíða 1
V ÍSAFOLD. X 31. 121. Innl. frjettir. Útlendar frjettir. 123. Tilvalin saga frá al|nngi. Enskunámsbók Jóns Ólafssonar. Auglýsingar. 124. Ferðaáætlun gufuskipanna. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2. Landsbókasafnið opið hvern md., mvd. og ld. I—3. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5. ÍSAFOLD 188 4. Útgefandi og ritstjóri BJÖRN JÓNSSON. Með nýjári 1884 byrjar nýr árgangur af ÍSAFOLD, XI. árgangur, sem á að vera 50 blöð, heilar arkir, og komi út eitt blað á viku hverri, að 2 vikum undan- felldum, en í nokkuð minna broti en að undanförnu, þó svo, að vegna fyrirhugaðra leturdrýginda verður hvert blað ekki efnis- minna en t. d. blöðin Fróði og Suðri að meðaltali (sbr. auglýs. í ísaf. X 25). Útgefandinn mun, með tilstyrk ýmissa góðra manna, er þar til hafa tjáð sig fúsa, gjöra sitt hið ýtrasta til að blaðið verði sem nýtilegast, einkum fjölbreytt að efni og áreiðanlegt, bæði skemmtandi og fræð- andi, og hlynnandi af fremsta megni og eptir beztu vitund að .öllu þvi, er til fram- fara horflr landi og lýð. Meiðyrði og hje- góma-þras mun það varast. þeir sem vilja byrja kaup á blaðinu frá upphafi næsta árgangs, með nýjárinu, eru beðnir að gefa sig fram um það sem allra-fyrst, annaðhvort við útgefandann sjálfan (ísafoldarprentsmiðju, 1. sal) eða ein- hvern útsölumann blaðsins, eða þá hjer í Reykjavík í bókhlöðu Kr. Ó. jborgrimsson- ar bóksala. Hver sem útvegar ekki færri en 3 nýja kaupendur að næsta árgangi ísafoldar, 1884, umfram þá sem verið hafa að undanförnu, og annast greið skil á andvirðinu, fær 25°/0 eða ‘/4 í ómakslaun fyrir þann árgang af þeim exemplörum. m~ Fáorð en áreiðanleg og skilmerki- leg frjettabrjef er ísafold þökk á að fá víðsvegar að, fjær og nær, og tekur sömu- leiðis gjarnan nytsamlegar hugvekjur eða bendingar um „landsins gagn og nauðsynj- ar“, þótt frá ótilkvöddum komi, ef þær eru hæfilega stuttar. En í þrasgreinum og þakk- arávörpum er henni enginþága. Reykjavík I. desember. — Biskup hefir lagt fyrir alla kenniinenn landsins að minnast þess í kirkjum á trini- tatishátíð í vor, að þá eru liðnar 2 dögum áður, 6. júní, rjettar þrjár aldir frá því að biflían kom fyrst út á íslenzku öll saman (Guðbrandar biflía). — Út á fyrirspurn frá biskupi og lands- höfðingja um það, hvort prestþjónusta síra Lárusar Halldórssonar við bina svo nefndu utanþjóðkirkjumenn í Hólmaprestakalli væri lögheimil og hvort honum væri heimilt að nota kirkjugarð við embættisverk o. s. frv. hefir stjórnarherrann svarað svo 8. nóv., að Beyðfirðingum verði að vísu samkvæmt stjórnarskránni eigi bannað að láta síra Lárus framkvæma prestsverk fyrir sig; en hins vegar geti þeir eigi komizt hjá að Reykjavík, laugardaginn 1. desembermán. greiða sóknarprestinum lögboðin gjöld, sem ná megi ef til kemur með lögsókn, enda sje síra Lárusi óheimilt að nota Hólmakirkju eða áhöld hennar við guðsþjónustugjörð sína. þar að auki hafi prestsverk síra Lárusar ekki það borgaralegt gildi sem slíkum at- höfnum fylgir að lögum, þegar prestar þjóð- kirkjunnar framkvæma þær. Hjónaband sje eigi löglegt, er síra Lárus gefur saman, börn slíkra hjóna sjeu óskilgetin og óarfgeng, og loks geti síra Lárus eigi haldið hinar skip- uðu kirkjubækur, svo að gilt sje. — Stjórnarherraun hefir orðið við á- skorun alþingis í þingsályktun i sumar um að láta greiða erfingjum Jóns sál. Hjalta- lín landlæknis það sem ógoldið var við fráfall hans af viðurkenningarlaunum, er þing- ið veitti honum 1881, að upphæð 1000 kr.; voru eptirstöðvar þessar 750 kr. — Um Vatnsfjörð sækja, auk þeirra sem áður hafa'verið nefndir, þeir síra Sigurður Stefánsson í Ogurþingum og háskólakand. í guðfræði þórhallur Bjarnarson. — Ferðaáœtlun fyrir landpóstanna hefir landshöfðingi gefið út 24. nóv., fjórar fyrstu ferðirnar á árinu 1884. Er þar komið á hinni fyrirhuguðu fjölgun póstferðanna og fyrirkomulaginu hagað að nokkru leyti eða aðalstefnunni til eptir tillögum fjárlaga- nefndar neðri deildar, þ. e. póstleiðunum, sem verið hafa, skipt í tvennt. Vestanpóst- ar tveir, annar milli Beykjavíkur og Hjarð- arholts í Dölum, hinn milli Isafjarðar og Hjarðarholts ; mætast í Hjarðarholti. Norð- anpóstar mætast á Stað í Hrútafirði; milli Akureyrar og Seyðisfjarðar póstleiðamót á Grímsstöðum; milli Beykjavíkur og Prests- bakka á Breiðabólstað; milli Prestsbakka og Eskifjarðar í Bjarnanesi. Póstafgreiðslur eru hinar sömu og áð- ur; brjefhirðingarstaðir sömuleiðis, nema Botnastaðir og Beykir í staðinn fyrir Ból- staðarhlíð og Blönduós, Skjöldólfsstaðir fyr- ir Hofteig, og Holt fyrir Skóga; enn fremur aukið inn í Asi milli Hraungerðis og Breiða- bólstaðar. Aukapóstar hinir sömu og áður. Vestanpóstur fer frá Beykavík 12. jan- úar, 5. febr., 2. marz og 26. marz; frá Isa- firði 13. jan., 3. febr., 4. marz, 27. marz. Norðanpóstur fer frá Bvík 10. janúar, 4. febr., 1. marz og 25. marz ; frá Akureyri 1 degi síðar. Austanpóstur (Prestsbakkapóstur) fer frá Beykjavlk 13. janúar, 6. febr., 4. marz og 26. marz, frá Prestsbakka 12. jan., 3. febr., 1. marz og 23. marz. Seyðisfjarðarpóstur frá Akureyri .Í2. jan. o. s. frv., frá Seyðisf. 10. jan., 2. febr., 2. marz, 24. marz. Eskifjarðarpostur frá Prestsbakka 11. jan., frá Eskifirði 10. jan. o. s. frv. —Ferðaáœtlun póstgufuskipanna 1884 er 188 3. einnig komin og er að mestu leyti sam hljóða þeirri frá í fyrra. þó er því við auk- ið, að skipið á að koma við í Leith og þórs- höfn í miðsvetrarferðinni, og Beykjarfirði bætt inn í áætlunina í tveimur ferðum. En ekki Boiðeyri og ekki Hornafjarðarós nje þorlákshöfn. Sbr. að öðru leyti áætlunina sjálfa hjer aptan í blaðinu. — Spítalafjelagið í Beykjavík hefir afráð- ið með atkvæðafjölda að reisa nýjan spítala að sumri fyrir það litla fje, er fjelagið hefir til umráða, eða lítið þar fram yfir. Húsið á að standa ofan til á túni Jóns Arnasonar landsbókavarðar, fyrir sunnan Latínuskól- ann, vera úr trje og tvíloptað, með 19 her- bergjum og 40 rúmum handa sjúklingum. Helgi Helgason trjesmiður hefir tekið hús- gerðina að sjer fyrir eitthvað um 19 þús- und kr. Útlen dar frjettir. Khöfn 8. nóv. 1883. þingið hjer, rikisþingið, byrjaði i. okt. Forseti í fólksþinginu varð Berg vinstrimannahöfðingi, í stað Kristofers Krabbe, er það embætti hefir haft f 12 eða 13 ár, en hafði nú beðizt undan kosningu, líklega meðfram vegna ó- stýrilætis sumra garpanna vinstra meg- in, ekki sfzt Bergs sjálfs, eptir þvf sem fram kom á sfðasta þingi. Berg lætur kjósa sig í nefndir og tekur töluverðan þátt í umræðum, þótt hann sje forseti. það kalla hægrimenn viðsjárvert ný- mæli, og þykir hinn nýi forseti að öðru leyti gjörráður nokkuð. Annars er ekki annað enn að segja af þinginu en að fjárlögin eru komin í nefnd (formaður Hörup), eptir mikinn og langan dælu-austur yfir þá Estrúp og þeirra þingliða af hálfu vinstrimanna. Umræðan fyrsta var ekki skemmtileg, þrástagað á gömlum kærumálum, og á þeim sökum þó mest, sem til þótti gert á fundamótunum í sumar leið afhvoru- tveggja hálfu. Vinstrimenn hafa tekið á móti ótal apturgöngum gamalla stjórn- arfrumvarpa, komið þeim fyrir í skjótu bragði á hinum fyrra legstað, þ. e.: vfsað þeim umtalslaust til einnar nefnd- ar (,,níu-manna-nefndarinnar“). þrjátín og fjögur — meðal þeirra tollalögin — voru fyrir skömmu í sömu kistu komin. Lfka viðtöku eiga fleiri frumvörp fyrir höndum, og þvf virðast helzt Hkur til, að fjárlögin verði það eina, sem fram- göngu nær á þessu þingi, en svo skor- in og sköpuð sem meiri hluta fólksþings- ins þykir við mega hlíta, nema . stjórn- in freisti annara úrræða. „Menn vaða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.