Ísafold - 01.12.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.12.1883, Blaðsíða 2
122 í villu og svíma“, og enginn veit hvar lendir eða linnir þessu óstandi; en þó þykjast menn sjá þegar í hendi sjer, að stjórninni muni nú þykja minna fyrir að taka til bráðabirgðarlaga, envinstri- mönnum að reka fjárhagslögin aptur. Hjeðan er annars ekki annað frjett- næmt að skrifa, en að tíðin er hin bezta, og að Hovgaard, íshafskannarinn, er nú á heimleið. Dijmphna losnaði úr ísfjötrum 2. ágústmánaðar, varð föst aptur nokkurn tíma, en komst til Vardö, með skrúfuna bilaða, io. október. Hov- gaard lætur annars vel yfir ferð sinni og hennar árangri, að því er til kemur vísindalegra og fróðlegra kannana eða safna. Stjórnin á Englandi lætur í veðri vaka, að setulið Englands verði, 'Gð mestum þorra til kvatt heim frá Egiptalandi innan ársloka, en hittmun þó lengi dragast, að Englendingar fari það- an alfarnir, eða skili öllu Egiptum í hendur, svo óliðlega sem þeim þykir þeim fara öll lagagæzla og landstjórn. Tíðindin frá Englandi gefa í skyn, að Torýmenn sje heldur að færa sig upp á skaptið, en fyrir höfuðámæli er það haft gegn Gladstone, hve Htið honum hefir á unnizt til bóta á írlandi. þ>ar verður heldur ekki fyrir neinn enda sjeð, því írar versna nú aptur dag af degi, og fólkið fagnar að eins hverri fregn, sem berst af morðum og öðrum illvirkjum. í'eníar eru nú engu betri en gjöreyðendur á Rússlandi, og berast sömu ráð fyrir: að vinna sem mest til tjóns og eyðileggingar með tundur- sprengingum. Fyrir skömmu, 30. okt., tókst þeim að leggja á þrem stöðum sprengikúlur á eina járnbrautina, sem undir jörð er lögð í Lundúnum. Við sprenginguna limlestust 30 manna, en mikil spell urðu bæði á vögnum og á einni járnbrautarstöðinni. Einn af for- ustugörpum Fenía i Amerlku, Donovan Rossa, hefir ekki feimað sjer við að hælast af þessu verki, og láta Eng- lendinga vita, að þeir megi eiga við meiri tíðindum búið. Á írlandi hefir verið mikið um róstur, er kaþólskum mönnum og prótestöntum hefir lostið saman á fundum eða við prósessí- ur. Optar en einu sinni hefir herlið orðið að skerast i leikinn. írar skjóta miklu fje saman, og á að vera heið- ursgjöf Parnell til handa. Páfinn hefir bannað þau samskot, en að því er ekki farið. Síðustu frjettirnar minntust á ferð Al- fons Spánarkonungs til pýzkalands. Heimleiðina lagði hann og um París, og skyldi þá hjer höfðinglega við honum tekið. En Frakkar höfðu heyrt, að Vilhjálmur keisari hafði sæmt hann yfirliðanafni þeirrar riddarasveitar í „úl- ana“- liðinu — Ijettbúið lið með lagvopn og pístólur, — sem situr í Strassborg, og kallaði Parísarlýðurinn þetta til stork- unar gert við Frakka. Konungi var líka svo fagnað, sem við mátti búast, en stjórnin hafði lítið gert eða ekkert til fyrirvara. Grevy og flestir ráðherr- anna tóku á móti honum á járnbrautar- stöðum, en allt í kring stóð borgarlýð- ur og skríll t þúsundatali, og er kon- ungur gekk til vagns laust upp ópum og óhljóðum. Alla leið til hallar sendi- herrans frá Spáni fylgdu konungi köll- in : „Ulanakonungurinn norður og nið- ur“! „Svei honum yfirliðanum prúss- neska!“ eða því um líkt. Alfons konungi kom I hug að staðnæmast ekki í Par- ís, og fara suður sama kveld, en bæði ráðherra hans og Grevy báðu hann að vera, og þiggja boð hjá forsetanum daginn á eptir. Grevy tjáði fyrir kon- ungi, hve litlar og ónógar hömlur stjórn- in hefði í höndum til að aptra þeim ólátum skrílsins, en sömu kveðjurnar hefðu þeir svo opt átt Thiers og Gam- betta, eða aðrir höfuðskörungar þjóðar- innar. Boðið fór vel fram, en þar saknaði Grevy hermálaráðherrans, Thi- baudins, enda var honum mest um kennt síðar, að Spánarkonungur varð að þola svo miklar skapraunir, því hann hefði skorazt undan að fá riddarasveit- ir vagninum til fylgdar. Með öðru fieiru dró þetta til að Grevy bað Thi- baudin að víkja úr ráðaneytinu. Thi- baudin var líka mesta traustabót frekju- flokksins, vinur Clemenceaus, og því þótti Jules Ferry, forseta ráðaneytis- ins, mál komið að þoka honum úrsæti. í hans stað kom sá hershöfðing^, sem Campenon heitir, og hafði farið með hermál í ráðaneyti Gambettu. Ráðaneyt- ið skipa nú llka að mestum hluta Gam- bettuliðar, og er um talað að Paul Bert taki bráðum við kennslumálum, sá maður er þau hafði á hendi meðan Gambetta stóð fyrir stjórninni. í miðj- um október ferðaðist Jules Ferry vest- ur I Norðmandí, og hjelt þar, I Rúðu og Havre, harðar tölur á móti frekju- mönnum, og sagði meðal annnars. að Frakklandi eða þjóðveldinu stæði af þeim mesta óblessun og hætta, já. langt um meiri en af Orleaningum eða öðr- um einvaldsflokkum. Hann skoraði á all þjóðholla menn og þjóðveldisvini, að snúa sem bezt bökum saman á móti svo illum fjöndum. petta hefir mælzt vel fyrir I flestum Evrópublöðum, og þegar frekjumenn ætluðu I byrjun þing- tímans að draga lið að stjórninni, fóru þeir mjög flatt, en hún bar góðan sig- ur úr býtum. Til hvers dregur með Frökkum og Klnverjum er ekki enn hægt að sjá ; Kínverjar eru í rauninni hræddir, en gera hvað þeir geta til að hræða aðra °g gefa I slcyn, að Evrópumönnum þar I landi verði veitt atganga undir eins og ófriður hefst við Frakka. Samning- ana draga þeir á langinn sem við má komast, en láta sem minnst á því bera, hvert lið þeir veita „svartfána“-flokk- unum í Tonkin. þjóðverjar hafa nú lokið við hinn mikla varða, sem stendur á hæð I Níeder- wald við Rín, og er reistur til minn- ingar um sigurvinningar þeirra á Frökk- um 1870—71 og endurreisn hins þýzka keisararíkis. pað er kvennllkneskja, „Germanía", með keisarakórónu á lopti I hægri hendi. Á stallanum erur fms- ar myndir,—og þar, liggur oss við að segja, „skrifuð mörg tlðindi, Niflungar og Gjúkungar“ .Hjer sjest Vilhjálmur keisari á hesti, og I kringum hann alls kyns hersveitir með merkjum sin- um á lopti. Keisarinn var viðstaddur, er varðinn var afhjúpaður, og með honum margir höfðingjar pjóðverja. Hann hjelt höfuðræðuna, og minntist þess enn, að her pjóðverja hefði farið með handleiðslu drottins frá sigri til sigurs, enda hefði það verið kall for- sjónarinnar, sem hefði vakið þái87otil þeirra afreksverka, sem hún hefði ætlað þeim að vinna. „Ekki ertú einn I leik- inum“, sögðu sumir í fyrri daga, er svo bar undir, að ekki þótti „einleikið“ vera, og svo hefðu þá Frakkar mátt segja við pjóðverja 1870. Um þessar mundir hafa þegar hátíð- ir verið haldnar í mörgum borg- um á pýzkalandi I 400 ára fæð- ingarminningu Lúters, en höfuðhátlð- irnar munu þó standa og mest verða við haft 10. þ. m„ fæðingardag Lúters. Stjórn Ungverja hefir tekið það af, að slaka til við Króata í málinu um skjaldarmerki Ungverjaríkis við hliðina á merki Króatalands, enda munu deilu- efnin þykja nógu mörg með hinum slafnesku kynflokkum, eins fyrir aust- an Leitha og fyrir vestan. Á Bolgaralandi hefir svo mikill á- greiningur orðið með Alexander jarli og hershöfðingjunum rússnesku, sem mestu hafa þar ráðið til þessa, að hann hefir beðið þá að vlkja úr sinni þjón- ustu, en kvatt þá liðsforingja þarlenda heim, sem staðið hafa I herþjónustu Rússakeisara. / Litlu-Asíu varð I miðjum október miki tjón af landskjálfta. Lífið ljetu eitthvað um 100 manna, 200 urðu ör- kumlaðir, en 3600 húsa hrundu niður I bæ, er Tsmesme heitir, I Smyrna og umhverfis þær borgir. Frá Vesturheimi skal þess getið, að friðargerð hefir loks komizt á með Chile og Perú. Chileverjar hafa viðurkennt Iglesias forseta Perúmanna, og kvatt lið sitt frá Líma, höfuðborginni, og fleirum borgum, en forsetinn hefir stefnt til þings, að samþykkja friðarsáttmál- ann. Höfuðatriði hans vitum vjer ekki, en kostur mun á að segja frá þeim síð- ar.—Á Haiti er allt I uppreisnar-róti, og Port-au-Prince, höfuðborgin, nær því gjörsamlega I eyði lögð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.