Ísafold - 16.01.1884, Blaðsíða 4
12
áfram, eins og nú á sjer stað á vissum
kafla af veginum. En nú var þetta happa-
ráð ekki tekið.
Setjum nú svo, að óurnflýjanlegt hefði
verið að leggja veginn yfir hraunið, sem
þó ekki var, það verður eigi að síður ó-
skiljanlegt, af hvaða ástæðum hann hefir
verið þannig lagður, sem nú er sagt; fleiri
króka mátti á honum hafa, en lengra var
ekki hægt að þræða hraunið með hann. Af
Bolavöllum átti að taka stefnuna, svo að
hann hefði komið þjett að háhrauninu, þar
sem það skerst til norðausturs, og svo beina
stefnu vestanhalt á Lyklafell, eða rjett yfir
taglið á því, og sem beinast til Reykjavíkur
eða að norður-þjóðleiðinni yfir Elliðaárnar.
Með þessari stefnu varð vegurinn hjer um
bil 650 föðmum styttri yfir hraunið en
hann er nú, og þá auðvitað allur á annað
þúsund faðma skemmri. {>á þarf yfir enga
kvísl af Elliðaánum að fara, nema rásina
hjá Lyklafelli, sem ekki getur orðið að
farartálma nema f stærstu leysingum á
vetrardag, og mun þó sjaldnast ófær fyrir
norðan fellið, enda er þetta sú eina leið,
sem fær er undir hinum ýmsu kringum-
stæðum vetur og vor fyrir þá, er koma aust-
an yfir Hellisheiði, og það er vonandi, að
sú skoðun, sem þegar var til, þá er Svína-
hraunsvegurinn var lagður, að afleggja veg-
inn fyrir sunnan vötnin, muni nú algjör-
lega ryðja sjer til rúms, þegar búið er að
leggja brýr yfir Elliðaárnar.
það er því okkar skoðun, að snjallasta
ráðið sje — úr því sem nú er komið — að
halda við efri hlutanum af veginum, hjer
um bil 1900 Eöðmum, og taka svo stefnuna
vestur úr hrauninu, sem er hin skemmsta,
er fengizt getur, og, eins og áður er sagt,
beint á taglið á Lyklafelli, og munu hjer
vera nálægt 500 föðmum, sem leggja þarf
af nýjum vegi yfir hraunið, og eru þar melar
við hraunið, er gefa mundu um langan
aldur nægilegt ofanlburðarefni.
það er vitaskuld, að þessi skoðun mun
þykja hörð aðgöngu, að af leggja 1150 faðma
af svo dýrkeyptum vegi; en hvað skal
segja? þegar maður hefir tekið ranga stefnu
og er orðinn ramvilltur, þá versnar ástand-
ið jafnan meir og meir, eptir því sem þann-
ig er lengur áfram haldið, og er þá eina
ráðið að snúa aptur, meðan apturkvæmt er,
eptir að hafa staðið við og gáð til vegar.
En hvort haldið yrði meiru eða minna af
þessum urðarstíg, mun þó eina ráðið að
taka hann upp og flórleggja það sem brúka
má af honum; að öðrum kosti ætlum við
að jafnan muni annar kaflinn orðinn lítt
fær, þegar búið er að bera ofan í hinn,
með því að ofaníburðarefni mun þegar
þrotið.
Við skulum svo ekki fleirum orðum hjer
um fara að sinni, en ætlum ekki óráðlegt,
að þetta mál sje yfirvegað, og kæmi hjer
upp útlendur vegagjörðarmaður ætti það að
vera hans fyrsta verk að skoða þennan
ómaga landsins, sem þurft hefir mikið og
þrifizt illa.
í desbr. 1883.
porlákur Guðmundsson. Guðm. Magnússon.
(VIÐBÆTIR). Skýrsla um manii-
skaðann á Akranesi. Um það leyti
er lokið var við blaðið, fengum vjer eptir-
farandi glöggva og gagnorða skýrslu um
mannskaðann á Akranesi, eptir fyrrum al-
þingism., Hallgrím hreppstjóra Jónsson f
Guðrúnarkoti:
*Pjetur J. Hoffmann kaupmaður á Akra-
nesi við 11. mann á uppsiglingu úr hákarla-
legu, varð fyrir hinu mikla ofsaveðri, er
skall á um kvöldið 7. þ. m. og hjelzt um
nóttina og daginn eptir; sumir hlutir af
skipinu eru reknir í Melasveitinni, en eng-
inn maður. jpessi skipshöfn voru sumt
ungir og efnilegir menn, sumir fullorðnir,
3 giptir, en allir uppbyggilegir menn, eink-
um var P. J. Hoffmann einhver hinn mesti
atgjörfis- og ágætismaður, sem hjer hefir
verið á Akranesi, og þó æfi hans væri stutt,
28 ár, og vera hans hjer að eins 2J ár,
mun hans lengi verða saknað sem góð-
mennis, og lengi minnst sem mikilmennis,
enda reisti hann sjer hjer ógleymanlegan
minnisvarða. Georg Arnason Thorsteinsen,
sem hafði byggt hjer vænt veitingahús og
ætlaði nú að byrja þann atvinnuveg, ný-
kominn hingað, ekkjumaður með 3 börn;
hafði kynnt sig hjer sem hugljúfa hvers
manns. Stefán Geirsson Bachmann, sonur
öldungsins síra Geirs Bachmanns, sem hjá
honum var, giptur bóndi, átti tvö börn ung,
snilldarmaður og viðfeldinn í öllu. Mikil-
mennið Halldór Einarsson á Grund, giptur
maður, átti 2 börn. Loptur Jónsson ungur
bóndi og eptirlætismaður. Hinir 6 voru
allir ógiptir heimilismenn hjer á Skaga.
í sama veðrinu og á sömu leið fórst líka
pórður Guðmundsson frá Háteig við 7.
mann; skip hans og allir mennirnir eru
reknir líka í Melasveitinni (Belgsholti).
þórður heitinn var 26 ára gamall, giptur
maður, nýfarinn að verzla og var einn af
þéim miklu dugnaðar- og kappsmönnum,
sem vinna aJlt til »að komast áfram«. Með
honum voru þrír ungir efnispiltar, tveir
nauðsynlegar fyrirvinnur og einn bóndi; að
öllum þeim var söknuður og misstu vanda-
menn þeirra mikið með þeim. 5 af þessum
áttu heima á sama bænum, Háteig, en 2 á
öðrum bæ, Bræðraparti.
þetta sorglega og fádæma tjón gjörði
þannig 5 ekkjur og 12 börn munaðarlaus í
þessu litla Skagaplássi, auk þess sem mædd-
ar mæður og ógiptar konur misstu hér með
sonum slnum og unnustum sína einustu
von, í hvarfi margra þessara gerfilegu pilta;
en sveitarfjelagið, sem var nú í einhverjum
fjörbrotum, missti hjer með alla sína góðu
menn, sem því hafði nýlega bætzt úr öðrum
hjeruðum, ásamt þá röskustu og beztu sjó-
menn, sem jafnan eru valdir í þessar ferðir,
og eru lítil líkindi til, að þetta skarð verði
fljótt fyllt og þetta sár fullgrætt.
Hið þriðja skipið, Ólafur Bjarnason frá
Litlateig, var og í legu þenna sama dag
og hreppti hið sama veður, en með sjerlegri
Guðs mildi náði það landi á Melum í Mela-
sveit, kl. 3 um nóttina, eptir mikið volk og
mikla áreynslu«. II. J.
Með því aö ekki er enn orðið full-
kunnugt hjer, að hve miklu leyti þörf
kynni að vera á almennum samskot-
um handa ekkjum og munaðarleys-
ingjum eptir skiptapana 8. þ. m.,
en okkur er hins vegar kunnugt, að
þetta fádœma- mannhrun helir vakið
hina næmustu hluttekningu hjer í
höfuðstaðnum og þar í grennd, þá látum
við að svo stöddu nægja að lýsa því yfir
að við erum fúsir að veita viðtöku á
skrifstofum blaða okkar gjöfum þeim í
peningum í áminnztum tilgangi, er
þeSsi hluttekning hvetur menn til að
láta af hendi rakna, og má ganga að
þvi vísu, að slíkt komi þð í góðar þarfir.
Við munum auglýsa jafnóðum i blöðum
okkar það, sem safnast, og ætluinst til,
að nefnd valinkunnra manna verði falið
á hendur ao annast útbýtingu gjafanna.
Reykjavík 15. jan. 1884.
Björn Jónsson, Jón Ólafsson,
ritstjóri ísafoldar. ritstjóri þjóðólfs.
tGs" |>að mun vera í ráði, að haldin verði
samsöngur í dómkirkjunni á sunnudaginn
að kemur, 20. þ. m., kl. 6 e. m., af hinum
sömu mönnum, er hjeldu samsönginn milli
jóla og nýjárs, undir forustu þeirra Steingr.
Johnsens og Bjarnar Kristjánssonar., og
ætlazt til að ágóðinn renni í ofangreindan
fyrirhugaðan samskotasjóð.
pað er vonandi, að sem flestir sœti fœri að
afla sjer þessarar prý ðileg u skemmtun-
ar, ekki sízt er menn eiga þar með kost á að
bæta nokkuð úr böli þeirra, er hafa svo svip-
lega komizt í nauðstaddra manna tölu, og það
með svo litlum skerf, að fæsta munar um.
AUGL. Síðan síðustu auglýsingar hefi jeg til
minnisvarða yfir Hallgr. Pjeturson smeðtekið: Frá
málaflutningsmanni Páli Melsteð 8 kr„ frú Láru
Pjetursdóttnr á Seyðisfirði 4 kr„ frá Erl. hrepp-
stjóra Erlendssyni á Breiðabólstöðum 2 kr.;
samtals 14 kr. 3
Bessastöðum 1. jan. 1884. Grímur Thomsen.
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.