Ísafold


Ísafold - 27.02.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 27.02.1884, Qupperneq 2
34 greina hinn afarmikla kostnað, er slík til- raun hefði í för með sjer, og treystu því, að jeg sem milligöngumaður milli þeirra og landa minna mundi geta fengið bændur til þess að lækka verðið, og tóku það jafnframt fram, að nauðsynlegt væri, að menn íhuguðu nákvæmlega, hversu hagkvæm slík verzlun gæti orðið fyrir báða málsparta, ef sannsýni og skynsemi rjeði hjer málum. þessu fyrra brjefi svaraði jeg á þá leið, að jeg skyldi gera hvað jeg gæti í þvi efni; en jeg lofaði alls ekki, eins og lfka eðlilegt var að jeg ekki gat, að bændur færu ofan af því sem þeir höfðu fyrst sett upp. Með 8Íðustu ferð póstskipsins fjekk jeg brjéf á ný sama efnis,—og þar með þá fregn, að í ráði væri, að skipið færi 1. marz frá Liverpool, fermt salti frá íslenzkum kaup- mönnum, til Eeykjavfkur, Hafnarfjarðar, Voga og Keflavíkur. Gera Englendingar ráð fyrir í því brjefi, að vera samt tilbúnir að taka fiskinn um 15. marz í Garði og Leiru. Hvað verð fisksins snertir, þá voru þeir nú enn harðari á því að bændur slökuðu til, einkum þar íslenzkur saltfiskur hefði fallið mjög í verði, og útlit væri fyrir, að hann yrði töluvert lægri að sumri. Nú er aðalatriðið þetta: Vilja bændur eða vilja þeir ekki slaka til ? Og þar næst: Er ekki full sannsýni og ástæða til að þeir gjöri það?—Ekki einungis Englendinga vegna, heldur miklu fremur sjálfra sín vegna. Gjörum t. d. ráð fyrir, að þeir ljetu pund- ið á 5 aura. |>á fá þeir samt svo mikið að samsvarar 72kr.verði á skippundinu af verk- uðum saltfiski og það borgað í peningum út í hönd. Með þessum fáu orðum vildi jeg benda bændum á, að þeir ekki með óframsýni spilli þessu fyrirtæki, er getur haft mikla þýðingu fyrir þá framvegis. Jeg vil einungis óska þess, að þeir líti rjett á þetta mál, líti á það svo, að hjer er um meira að tefla en fáeinar krónur fyrstu ferðina, og jeg treysti þvf, að hvað mig snertir sem milligöngu- mann, þá beri þeir svo gott traust til mín, að jeg fari ekki fram á annað en það sem er rjett og sanngjarnt í þessu máli. Jeg vildi benda mönnum á eitt, til þess að gjöra þetta mál auðveldara, og það er að koma sjer saman um, hvað mikið þeir vilja slaka til, því það væri mjög óheppilegt ef engin samheldni yrði hjá þeim sjálfum í tæka tíð og gæti gjört viðskiptin við Eng- lendinga svo torveld, að Englendingar yrðu leiðir á þeim, jafnframt þvf sem það yrði, ókleyft fyrir milligöngumanninn að ráða þar fram úr. þetta er eitt af okkar mestu áhugamálum nú á dagskrá, enda hefir eitt af helztu blöð- um vorum, ísafold.veitt því athygli,og reynt að beina þvf í rjetta stefnu. Eeykjavík 25. febrúar 1884. porlákur Ó. Johnson. f>JÓÐÓLFUB Og EöGEBT GuNNABSSON. — ísafold skrifar hiklaust undir þau ummæli þjóðólfs, að blöð eða blaðamenn eigi hvorki að láta kunningskap nje aðrar annarlegar hvatir aptra sjer frá að láta naðvörunarinnar raust hljóma* fyrir alménningi, hve nær sem þess gjörist þörf og von er um að það komi að einhverju haldi. Og það játum vjer hreinskilnislega og afdráttarlaust, að oss var eigi síður en öðrum æðimörg- um Jfarið að lftast miður vel á blikuna, hvað sumt ráðlag Eggerts Gunnarssonar snertir nú upp á síðkastið, að því leyti sem oss var það kunnugt. En oss var hins vegar ekki grunlaust, að ýmsir miður skil- orðir óvildarmenn Eggerts mundu eiga býsna mikinn þátt í orðróm þeim, er á hann lagð- ist í þéssari grein. Út af þessum mikla að- súg, sem honum var gerður nýlega f þjóðólfi, höfum vjer leitazt við að grafast eptir svovél sem hægt er í fljótu bragði, að hve miklu leyti áminnztur orðrómur muni á rökum byggður, og höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að þar muni, sem betur fer, stórum minna til hæft í en orð hefir á legið og lýst er í jpjóð- ólfi. Skulum vjer jafnframt taka það fram, að þjóðólfur hefir þó eigi farið mikið lengraí sak- irnar en almennt orð lá á hjer um slóðir, og eins getum vjer borið um það, að ritstjóri þjóðólfs er fjarri þvf að vera eða hafa verið einn í tölu óvildarmanna Eggerts. Enda hafa ýmsir málsmetandi menn látið á sjer heyra, að ritstj. þjóðólfs hafi unnið þarft verk með hinni skorinorðu grein sinni. En þeir eru aptur eigi fáir, og það Eggerti ó- vandabundnir í alla staði, er þykir langt of geyst farið í áminnztri þjóðólfsgrein, og óska mikillega bráðrar leiðrjettingar á þeirri ófrægð, sem honum sje þar borin.— J>að er vitaskuld óviðkomandi núverandi ástandi og háttalagi Eggerts, hver nyt- semdarmaður hann hefir reynzt, að mörgu leyti áður en hjer er komið sögunni, En betur fer samt á því, að láta það ekki liggja í láginni, þegar á hitt er minnzt svo óvægi- lega. það er þjóðkunnugt, að hann hefir verið frá því hann kom til vits og ára vakinn og sofinn við margvíslegar tilraunir til þess að koma á stofn hinum og þessum þjóðnýti- legum fyrirtækjum, og töluvert á unnizt í þá átt. Sem þjóðjarðaumboðsmaður fyrir norðan ljet hann sjer flestum fremur annt um endurbætur á þjóðjörðum; þess eru Staðarbyggðarmýrar t. d. órækur vottur og ekki ómerkilegur. Hann mun og jafnframt hafa verið aðalfrumkvöðull að öflugum al- mennum fjelagsskap í Eyjafirði til jarðabóta og annara framfara. Kvennaskólinn á Laugalandi á og honum eflaust mest að þakka tilveru sína. Fyrir fáum árum fluttist hann suður hing- að f því skyni að koma hjer til leiðar ein- hverju framfarafyrirtæki í verzlunarefnum, svipuðu því sem bróðir hans hafði gert fyrir norðan og austan (GránufjelagiðJ, — bróðir hans Tr. G., sem ekki hefði átt að nefnast í því sambandi sem hann er nefndur 1 f>jóð- ólfi.—það var um það leyti sem harðindin voru að byrja. Um hina nýju verzlun þetta fyrsta ár lýkur almenningur upp einum munni að því leyti til, að hún mátti heita hin mesta bjargvættur. Hún flutti landsmönnum eigi smáræðis byrgðir af eintómum nauðsynja- vörum, mest matvöru og peningum, og seldi við stórum vildari kjörum enn annarstaðar gerðist. Að bráðlega dróg úr þessu fyrirtæki aptur, var því að kenna mestmegnis, að landsmenn níddust á hinni dæmafáu góð- vild og hjálpfýsi Eggerts með gegndarlaus- um lántökum. f>ví það má ekki liggja í láginni um Egg- ert, þegar minnzt ér á svo nefnd gróðafyrir- tæki hans, að láti nokkur maður sjer eigi síður annt um annara hag en sinn, þá er það hann. Hann er allra manna ósjer- drœgastur. Og þeir sem kunnugir eru högum hans, vita vel, að hann hefir ósjald- an hleypt sjer í fjárkröggur einungis til þess að hjálpa öðrum, ér þeim lá á, eða til þess að styrkja þá til að taka þátt í einhverju fyrirtæki til almenningsheilla, sem hann hefir barizt fyrir. Eins er um það, að honum hefir verið og er eflaust enn manna sárast um, að aðrir bíði skaða á lánstrausti sjer til handa. Og að gera ráð fvrir að honum detti í hug »að flýja af landi burt með það fje, sem menn kunni að hafa glæpzt á að fá honum í hend- ur«, slík tilgáta ber ekki mikinn vott um kunnugleik á Eggert; vægri orðum er ekki hægt um hana að fara.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.