Ísafold - 27.02.1884, Page 3
35
En svo vjer hverfum aptur að aðalatrið-
fnu: kringumstæðum Eggerts nú og því,
hvert útlit muni fyrir, að þeir sem hjá hon-
um eiga, muni fá sitt, eða hver von muni
um að ný fyrirtæki frá hans hálfu geti lánast,
þá höfum vjer að vísu eigi tök á að svara því
til hlítar, enda er loku fyrir það skotið með
rúmleysinu í blaðinu. En það getum vjer
sagt með vissu, að það sem þjóðólfur segir
þar um, er mjög svo orðum aukið. Astandið
er, að því er vjer frekast vitum, í einu orði
eigi nándar-nærri því eins ískyggilegt og
hann gerir það.
Menn skyldu því eigi láta sjer falla allan
ketil í eld, þó að þetta örvæntingar-hróp
hafi sjezt á prenti. það er vfst að fleiri en
Eggert sjálfur, og það kunnugir menn og
skynberandi, hafa töluverða von um að allt
geti farið skaplega enn. Um einlægan vilja af
hans hendi í þá átt og fullkomna ráðvendni
hefir oss vitanlega enginn maður ástœðu til
að efast. Auðvitað ér töluvert undir því
komið, að þeir hinir mörgu, sem notið hafa
góðs af þvf sem Eggert hefir afrekað, á
ýmsan hátt, hafi nú drengskap til að gera
sjer allt far um að styðja hann heldur en
fella. J>að er víst, að falli hans munu þeira
einir fagna, sem annað géngur til með fram
heldur en eintóm umhyggja fyrir landi og
lýð.
Kirkjusiðir og utanþjóðkirkjumenn.
--»« —
„Hægt er hverjum að stofna
í hættu og vandaspilu. H. P.
í 119. og 120. blaði Fróða er grein eptir
sjera Lárus Halldórsson »um hreifingar í
kirkjumálum á Austurlandin. I fyrri kafla
greinarinnar er talað um fríkirkjumál Eeyð-
firðinga og byggt á þessari meginsetningu:
•Sannleikurinn í þessu efni er auðsjeður bæði
af eðli hlutarins, og einnig af stjórnarskránni
sá sannleikur, að sjerhverjum manni á ís-
landi er frjálst, hvorthann vill vera í þjóð-
kirkjunni eða ekki, og að allir, sem vilja,
geta sagt sig úr henni svona blátt áfram«.
þessi setning er mjög í villu leiðandi fyrir
alþýðu eða hvern þann, sem ekki er fær um
sjálfur að gjöra sjer grein fyrir, hvað eðli
hlutarins er og hvað stjórnarskráin segir í
þessu efni.
»Hin evangeliska lúterska kirkja skal
vera þjóðkirkja á Islandi, og hið opinbera
skal að því leyti styðja hana og vernda*.
þettta segir stjómarskráin (45. gr.) og það
er í eðli hlutarins af því, að hvert manns-
barn á íslandi er skírt og uppfrætt í þessari
trú, og allir þeir sern náð hafa aldri til þess
hafa heitbundizt henni með fermingunni.
Eptir eðli hlutarins er það þvf skylda hins
opinbera að gæta rjettinda hennar og að
sleppa ekki neinum, sem hefir skyldu að
gæta við hana, nema það fyrst hafi gengið
úr skugga um það, að þeir sem vilja
leysast úr henni hafi rjettarkröfur til þess;
það verður þess vegna að vera skylda
þeirra, sem úr henni vilja ganga, að fá til þess
samþykki kirkjustjórnarinnar.
Hafi Keyðfirðingar ekki fengið sig eptir
lögum lausa úr þjóðkirkjunni, liggur það
einnig í eðli hlutarins, að þeir geti ekki stofn-
að neitt lögbundið safnaðarfjelag fyrir utan
þjóðkirkjuna að lögum og ekki átt rjett á
því að leysast fyrir slíkan fjelagsskap und-
an neinum skyldum við þjóðkirkjuna, svo
sem að greiða ekki öll lögboðin gjöld til
hennar.
Sá sannleikur er því auðsær, að enginn
getur sagt sig úr þjóðkirkjunni, sem í henni
er uppfræddur og fermdur, »svona blátt á-
fram«,þ.e. skilyrðislaust, og ekki heldur stofn-
að neitt löglegt safnaðarfjelag fyrir utan
hana meðan hann er ekki löglega úr henni
leystur; þvf að þótt 55. gr. stjórnarskrárinn-
ar leyfi mönnum að stofna fjelög f sjerhverj-
um löglegum tilgangi án þess að leyfi þurfi
að sækja til þess, þá er það eins og að sjer-
hver má giptast aptur án þess leyfi þurfi
að sækja til þess, en hann verður að vera
laus við sitt fyrra hjónaband. það hefir
aldrei heyrzt annað, en að Eeyðfirðingar
hafi viljað og vilji halda við sfna evangelisku
lútersku trú, þ. e. þjóðkirkjuna, en að eins
ekki nota þann prest, sem þeir eptir gild-
andi lögum eru bundnir við, neitað að þiggja
af honum prestsþjónustu og að greiða honum
lögboðnar tekjur; hið sama hefir einn bóndi
í Hjaltastaðasókn gjört og birt það í blöð-
unum. Væri þetta að segja sig úr þjóðkirkj-
unni og ef menn á þennan hátt gætu féngið
rjett til að vera lausir við að greiða lögboð-
in gjöld til prestsogkirkju, þá væri þaðrjett
að hvermaður gæti sagt sig úr þjóðkirkjunni
•svona blátt áfram«. En væri þetta sannleik-
ur, þá væri líklegt, að margur, sem illa þolir
áminningu prests síns um að hirða betur um
uppfræðingu barna sinna, eða bæta heimilis-
brag sinn og siðferði, eða í stuttu máli, sem
ekki þola lög og landstjóm, heldur vilja
hafa óbundið sjálfræði í öllu, mundi ekki
verða seinn á sjer að segja sig úr þjóðkirkj-
unni. því fer samt betur að þetta er ekki
svo, en sannleikurinn er, að nú eru menn
ekki neyddir til þess að nota sjer þau gæði
og rjettindi, sem þjóðkirkjan býður og veitir
þeim, sem þiggja vilja, heldur verður það
að vera á hvers eins ábyrgð sjálfs, hvort
hann vill missa af þessum gæðum og rjett-
indum. það er því ábyrgðarhluti fyrir þá
sem betur eiga að hafa vit á því, að leiða
fáfróða í villu með því að telja þeim trú um
að þeir komist hjá skyldum sínum við þjóð-
kirkjuna, með því að ganga svona »blátt
áfram« úr henni, og stofna þeim þannig í
mikla hættu í stundlegum og andlegum
efnum.—
Seinni kafli greinarinnar byggir á því, að
lög og gamlar venjur ríkiskirkjunnar hafi
aldrei með rjettu og geti aldrei með rjettu
haft bindandi gildi, heldur að eins leiðbein-
andi, samkvæmt dæmi postulanna, sam-
kvæmt mörgum stöðum í ritningunni, sam-
kvæmt játningarriti trúar vorrar.
Ollum sem nokkurt skynbragð bera á
þetta efni kemur án efa þvert á móti setn-
ingu höf. saman um, að þessi lög og vénjur
hafi bindandi gildi hjer á landi eins og hver
önnur lög og gamlar venjur; jeg finn þess
vegna enga ástæðu til þess að fara að útlista
hjer hið sjerstaka rjettarástand kirkjunnar
hjer á landi að fornu og nýju; þetta er líka
greinilega útlistað í Kirkjurjetti Jóns Pjet-
urssonar.
J>að sem höf. virðist helzt hafa fyrir augum,
er kirkjurítúall Kristjáns V., en það er álit
lögfræðinga vorra, að hann sje hjer ekki
innleiddur lögformlega, og sje því ekki gild-
andi sem lög; en reglur þær sein settar eru
framan við sálmabækurnar til aðgæzlu við
messugjörðina éru, eins og fleiri helgisiða-
reglur vorar, að nokkru leyti teknar eptir
honum, og innleiddar hjer á landi sem venja.
(Niðurlag).
HITT OG |>ETTA.
•Lyf.jakúlue Methúsalems#. Prófessor
Thómas Holloway í Lundúnum, hinn nafn-
kenndi höfundur lyfjakúlna þeirra, er við
hann eru kenndar, andaðist í vetur í hárri
elli, eitthvað hálftíræður. Hann var maður
vellauðugur; hafði grætt allan sinn auð á
lyfjakúlum sínum, eða raunar rjettara sagt
á auglýsingum um þær í blöðunum. Er
svo sagt að hann hafi orðið einna fyrstur
manna til þess að sjá og sýna, að með því
að vera nógu óspar á auglýsingum, sæmilega
íburðariniklum, má græða stórfje af litlum
efnum. Hann eyddi svo hundruðum þús-
unda skipti á ári í blaða-auglýsingar. Verzl-
un hans, með eintómar lyfjakúlur, var svo
mikil um sig, að hann varð að hafa 100
þjóna á skrifstofu sinni. Hann gaf í lifanda
lífi af auð sínum eitthvað um tuttugu mil-
jónir króna til þess að stofna sjúkrahús,
vitfirringaspítala og til annara guðsþakka.
það er sennilegt, að það hafi verið þessi
Holloway, sem skáldið Charles Dickens
hefir haft fyrir augum, er hann bjó til hina
óviðjafnanlegu kýmnislýsingu sína á þessum
óbrigðula gróðaveg, og sem hann kallar
•Lyfjakúlur Methúsalems*. Lýsingin er
íslenzkuð í (gamla) lslendingi I. 11—12.