Ísafold - 19.03.1884, Blaðsíða 4
48
Nokkru síðar gafst Sinkat Osman Digma
á vald, og svo Tókar seint í mánuðinum.
Englendingum er mjög legið á hálsi, er
þeir hafi orðið svo mjög seinni að bragði en
við þurfti.
þetta var líka gjört að aðsóknarefni gegn
þeim Gladstone, og lávarðadeildin lýsti yfir
vantrausti á ráðherrunum með 180 atkv.
gegn 81. En í fulltrúadeildinni fór allt áannan
veg. Gladstone gamli gyrti sig megingjörð-
um mælsku sinnar og fjekk þar ágætan sig-
ur. Sumir af hans liði höfðu þó orð á, að
stjórninni hefði slóðrað heldur á Egiptalandi,
og hún hlyti að taka meiri rögg á sig, ef
vel ætti að fara. Stórræðalegt er það ekki,
sem hún hefir í hyggju, enda er liðskostur-
inn of lítill til andvígis móti svo miklum her,
sem «falsspámaðurinn» stýrir. Sá hershöfð-
ingi heitir Graham, sem er fyrir enska lið-
inu, 4 eða 5 þúsundum manna, og mun hann
eiga að freista til við Tókar, að ná þeirri
borg aptur frá uppreisnarmönnum, og ráðast
þar á deildir Osmans Digma, sem árennilegt
þykir. Hjer er ekki við lítið ofurefliaðtefla,
þar sem her Osmans á að vera um 35 þús-
undir manna.
ísmaél Egiptajarl, faðirTevfiks jarls, þess
er nú situr þar að völdum, hafði þann
hershöfðingja frá Englandi lengi í þjónustu
sinni, sem Gordon heitir. Hann setti hann
til landstjórnar í Súdan og kom þessi mað-
ur sjer svo vel við lýðinn og höfðingjana
þar syðra með rjettdæmi sínu, mannúð og
skörungsskap, að allir unnu honum hug-
ástum, og söknuðu mikils í, er hann sagði
af sjer því embætti. Hann er mesti full-
hugi, og hefir margt sjer til frægðar unnið :
í Krím-striðinu, 1 ófriðnum við Sínverja
1860 og víðar. þenna ágætismann hafa
Bnglendingar sent suður í Súdan og á hann
að koma undan þeim setuliðssveitum E-
gipta, sem sitja þar í ýmsum borgum, eink-
um borginni Khartum við Níl, og því
kristna fólki, sem eigi treystist að halda
bólfestu þar syðra. Hann er nú kominn
suður, og hefir verið tekið þar feginsamlega.
Gladstone ætlar að leggja til umræðu ný-
mæli um nýja útfærslu kjörrjettar á Eng-
landi, og um endurskipun kjördæma.
Títt aptur um illræði Fenía. Fyrir
skömmu gerði tundurvjel mikið spell á einni
járnbrautarstöðinni í Lundúnum, en varð
engum að bana. í gær og í fyrra dag fund-
ust tundurvjelar á tveimur stöðvum öðrum,
og sáust merki til, að þær voru komnar
vestan um haf. Síðan urðu þrír menn
höndlaðir, sem höfðu miklar tundurbirgðir
í vörzlnm sínum, og ætluðu að neyta þeirra
til að hleypa dómahöllinni í lopt upp.
Bradlaugh »guðlausi« freistaði fyrir nokk-
uru sama bragðs og einu sinni áður: að skrifa
nafn sitt undir þingeiðinn og kyssa helga
ritningu, sem siður er til. þetta dugði
honum ékki, nje heldur meðmæling Glad-
stones og fleiri þingmanna. f>eir urðu
hundraði fleiri, er synjuðu honum þingsetu-
leyfis. Nú hefir hann verið kosinn að
nýju í Northampton, en hitt auðvitað, að
hann leitar aðgöngu á nýjan leik. Menn,
þykjast vita til víss, að hann sigri um síðir,
og mótstaða þingsins lýist, eins og þá reynd-
ist er staðið varámóti þingmennskuGyðinga.
Feakkland. Frakkar hafa nú afráðið, að
endurskoða ríkislögin frá 1875 og mun að
mestu leyti varða heimildir öldungadeild-
arinnar gagnvart hinni deildinni eða þeirra
takmörkun.
Frá Tonkin engin tíðindi til muna. Kín-
verjar sýna enn á sjer ófriðar-snið gagn-
vart Frökkum, hvað sem úr verður.
Látinn er Rouher gamli, »varakeisarinn«,
sem hann var kallaður hin síðari ríkisár
Napóleons þriðja ; var lengi höfuðráðgjafi
hans.
Onnue lönd. Spánarkonungur hefir skipt
aptur um ráðaneyti. Forseti hins nýja er
Canóvas del Castillo, hinn gamli trausta-
garpur Alfons konungs, af apturhaldsmanna
flokki.
í Vínarborg hefir lengi verið svo mikið
um óaldarbrag, morð og önnur illræði, að
stjórniu hefir sett borgina og nágrennið í
hervörzlur »hinar rninni«. f>rír illræðisménn
gerðu sjer svo dælt, að þeir óðu inn í búð
eins víxlara til peningarána, og særðu hann
og annan sona hans ólífissárum. Hinum
batnaði af sfnum sárum, enbáðir voru korn-
ungir. Seinna var unnið til bana á tveim-
ur löggæzluþjónum. Við rannsóknirnar
komst sitthvað upp um samsæri byltinga-
manna og sósíalista, og að þeim bárust bönd-
in um morð löggæzluþjónanna. f>að er sagt,
að 300 manna sitji fastir í Vín, en 200 hafi
verið vísað á burt, sem þangað voru komn-
ir frá öðrum stöðum.
Rússar lafa sætt lagi meðan Bretastjórn átti
í sem mestri önn suður í Súdan og fært sig
enn feti nær ríki þeirra á Indlandi. f>eir
hafa bætt við hinar miklu landeignir sínar í
Mið-Asíu landinu Merw, er þeim heíir
lengi legið hugur á, fast suður við Afganist-
an. Vissi almenningur eigi fyr en birt var í
stjórnartíðindum í Pjetursborg 11. febr.
hraðfrjett til keisara, að þann dag hefðu
höfðingjar fjögurra Túrkomana-kynflokka í
Merw og 24 fulltrúar frá 48000 tjaldbúðum
svarizt að fullu og öllu undir yfirráð Rússa-
keisarafyrir hönd sjálfrasín og sinna manna,
nær 280 þúsunda.
Cetewayo Zúlu-kafl'a konungur er nú dauð-
ur, 8. febr., á sóttarsæng.
Frá Bandaríkjunum í Norðuramerlku
hefir heyrzt af miklu manntjóni og býsna
spellum á byggðum og borgum, fyrst af
vatnshlaupi í Ohiofljóti og fleirum stórelfum
þar vestra, snemma í mánuðinum, og af
fellibyl voðalegum hinn 19. þ. m., í Suður-
Georgíu og Alabama.
AUGLÝSINGAR
; samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakharáv. 3 a.) hverl orá 15 slaia irekast
öðrum letri eía setaing 1 kr. ijrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd
Komið og skoðið
þá iiiunið þjer kaupa:
Komið með Lauru til þorl. Ó. Johnson’s :
Fínt ullarskirtutau nærri 5 kv. breitt, móð-
ins litur......................al. 0.90
Ekta enskt klæði, yfir 24 alin breitt, al. 5.50
do. al. 7.75
(Slík klæði koma ekki hjer til lands)
Ljómandi blómsturrauð gardínutau
eða sparlakatau, 4 sortir, al.... 0.35
do. tvær dekkri, al................. 0.30
Rautt damask-gardínutau yfir alin
breitt, al........................ 0.45
Grátt nankin, al.................... 0.50
Ekta vænt handklæðatau, yfir alin
breitt, ral...................... 0.45
þá koma hvítu ljereptin, erhvergifást bil-
legri eða betri eD hjá mjer.
3 sortir yfir 5 kv/á'breidd, al. 0.20 0.22 0.28
Falleg sirz, 5 kv. á breidd, al..... 0.30
Nýkomið ! N Ý K 0 M I Ð ! með I.auru—
Ekta 10 ám gamalt Edinborgar-Whishy.
petta Whishy er almennt druhhið í fínustu
húsum og hotellum á Shotlandi og víðar, eru
menn því beðnir sjerstahlega um að reyna
það------
Beynið og prófið alla hluti, og útveljið það
góða —
—Bráðum hemur : Hvítasyhur—
Fallegt leirtau — gulu erturnar saðsómu
o. fl.
Hjá mjer fæst einnig — Overhead-mjöl.
Hveiti. Candis-syhur— Púðursyhur. Cajfi
Export-Cajfi Tóbah : rjól og munntóbah.
Brennivínið holla. Vindlarnir shemtilegu—
Beyhtóbah: Melange, Portorico, Mossrose—
NYK0MI0 ! NÝK 0MID!
Agœtur ostur pundið 0j75
Nú eru menn farnir að fá smehh fyrir
hinum ágœtu ljúffengu—-hollu—grísku vín-
um.
Enn þá dálítið til af Achaier— (Sherry)
Kalliste—(Portvíni). Moscato—(œtu víni).
Rombóla (hvítt vín), búið, hemur með ncestu
ferð.
Hóflega druhhið gott vín gleður mannsins
hjarta.
Komið, þá munið þjer haupa.
Beyhjavih 18. marz 1884.
þorlákur Ó. Johnson.
í íigætu húsi hjer í miðjum bænum á I. sal cr til
3 góð herbergi og eldhús ásamt kjallara plássi,
pakkhúsi fyrir mó, og geymsluherbergi upp á
efstalopti. Ritstj. Isafoldar ávísar.
Týnzt hefir einhverstaðar á Rvíkurgötum fimmtu-
dagskvöldið 13. þ. m. hornkrókur af regnhlíf svart-
ur með rósum. Finnandi haldi til skila á skrifst.
Isaf. gegn fundarlaunum ef óskast.
Undirshrifaður trjesmiður hefir vandaðar komóð-
ur til söfd. Magnús Ólafsson í Reykjavík.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
j Prentsmiðja ísafoldar.