Ísafold - 09.04.1884, Blaðsíða 1
Keniur út á miðTikudagsniorgna. Verí
árgangsins (50 arka) 4 kr.; erlendis
5 kr. Borgisl tjrir miBjan júl'mánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skritl,) iiundin við áramóL ó-
jild nema komm sje lil úlg. tjrir L ott
Atgreiðslustota i Isatoldarprenlsm. L sai*
XI 15.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. aprílmán.
18 84.
57. ínnlendar frjettir Frá Grímsey og Grímsey-
ingum 111 (síðasti kafli).
59. Úr ýmsum áttum (bindindisirál o. fl.)
60. Auglýsingar.
Brauð laust: Otrardalur 4/4 . . . . 297 + 40o
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2
Lnndsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—5
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4~3
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
Apríl ánóttu um hád. fm. em. frr». em.
M. 2. +- 4 + 2 29.O 29,Q 0 b () b
F. 3- -r- 4 0 30.0 31.1 A d h A d h
F. (. -5- 4 + 1 29,9 29,7 Nab hv A h b
L. 5. -r- 5 0 29,3 2Q,4 Nhv b N h d
S. 6. -r- 3 + 5 29,2 29.2 N hv b N h b
M.y. . * 2 + 4 29.3 29,2 N h d N h d
Þ. 8. + 2 + » 29.3 29-4 Sa h d Sa h b
Athgr. J>essa viku hefir veður fremur verið
stormasamt, og hefir vindur blásið frá norðri mik-
inn part vikunnar, optast hvass til djúpanna, þótt
hann hafi verið hægur innfjarðar; 3. fjell tals rerð-
ur snjór um kvöldið, en sá snjór er allur á burtu,
og hjer auð og klakalaus jörð. I dag 8. hlýasta
vorveður með hægum landsynningi.
Reykjavik 9. april.
Lansn frá prestskap hefir fengið 3.
þ. m. stra f>órður Thorgrimsen í Otr-
ardal.
Timburskip frá Norvegi, gufuskipið
Bergljót, 371 smálestir, kom hjer 2. þ.
m., frá Stafangri. Hafði komið við á
Seyðisfirði. Með skipinu var Otto
Wathne, framkvæmdarstjóri hins sunn-
lenzka síldveiðifjelags, og bróðir hans
Herm. Wathne, er ætlar að setja hjer
á stofn fasta timburverzlun. Skipið fer
aptur á morgun til Seyðisfjarðar og
síðan heimleiðis.
Hvalveiðaskip norskt kom hjer í
gær, eptir 5 daga ferð frá Christiania,
og hjelt samdægurs til ísafjarðar, í því
skyni að reka þar veiði í sumar um
Djúpið. Skipið er gufubátur, 35 smá-
lestir að stærð, og heitir ísafold, en
formaður Foyn, frændi gamla Sv.
Foyns, sem ætla sjer að hætta við
veiðiskap sinn hjer við land að öllu
leyti; honum þykir þessi tilraun í
fyrra hafa orðið næsta arðlítil. J>essi
Foyn, sem hjer var nú á ferð, var við
veiði í fyrra sumar vestra á sama skip-
inu. Eiga þeir, hann og fjelagi hans
Lars Mons, hús við Álptafjörð, með
miklum bræðsluáhöldum, er Sv. Foyn
kom þar upp í fyrra, en hvarf síðan
frá og færði sig austur á Norðfjörð.
Aflalbrögð sjerlega góð á Austfjörð-
nm, eptir því sem frjettist með norska
skipinu, bæði síldarafli og þorskafli.
Fjögur gufuskip norsk búin að koma
til Austfjarða nú í vor.
Svo er og byrjaður nokkur afli und-
ir Eyjafjöllum, og við I.andeyjar, á
Eyrarbakka og í þ>orlákshöfn bezti afli,
bæði af ýsu og eins af þorski nú síð-
ustu dagana.
Hjer við Faxaflóa enn semfyr mjög lítið
um gæftir og jafnvel tregt um afla þó gefi.
Fiskitökuskipið enska ófarið enn ;
hefir mjög lítið innhenzt, vegna gæfta-
leysisins; fjekk þó 17 smálestir (34,000
pd.) f gær.
Iimbrotsþjófnaður var framinn fyr-
ir skömmu í búð einni hjer í Rvík um
nótt : tæmd peningaskúffa í búðar-
borðinu, með á að gizka 100 kr.; öðru
ekki stolið. Nokkru síðar, 4. þ. m.
seint um kvöld, eptir háttatíma, var
ráðizt inn í íbúðarhús hjer f bænum, í
fjarveru húsbónda, af manni með skýlu
fyrir andliti, og rannsökuð hirzla, kom-
móða, þar sem húsbóndi var vanur að
geyma peninga sína. Konan á heim-
ilinu, sen; var ein heima af fullorðnu
fólki, varð vör við umganginn og kom
að áður þjófurinn var búinn að ljúka
sjer af. Skauzt hann þá út ,og hratt
henni úr vegi fyrir sjer um leið ; þó
meiddist hún ekki. Ekki hafði honum
fjenazt: hafði ekki tekizt að ná upp þeirri
skúffunni, sem peningarnir voru í.
Frá Grímsey og Grímseyingum.
III.
(Síðasti kafli).
Bæir eru hjer 10, én 12 búendur, og á
hver þeirra fjórróið fiskifar, en tveir eiga
tvö.
Sjaldan er öllum förum þessum í senn
haldið til fiskjar nema ef vera skyldi í logni
yfir hásumar, því þá róa menn stundum ein-
ir á fari. þá er róið mjög skammt, hálfa
viku og styttra, en á haustUm og um vetr-
artímann sækja menn dýpra, stundum viku
til hálfrar annarar og jafnveltvær, þegar út-
lit er tryggilegt og sjór og vindur eigi banna.
Onnur veiðarfæri hafa þeir eigi en handfæri
og á sumrum leggja þeir stundum hauka-
lóðir. Sjómenn eru þeir’ góðir og kunna vel
með segl að fara. Svo dásamlega hefir
drottinn varðveitt þá í öllum hinum hættu-
legu ferðum þeirra og afiabrögðum, að það
eru yfir 50 ár síðan nokkur þeirra hefir í sjó
farizt, nema einn bóndi, er reri með ung-
lingspilti til fiskjar um hásumar skömmu
áður en ég kom hjer. Aldrei hafði þann
dag verið nema lítið fiskigráð, en hvorki
varð hjeðan framar vart við þá nje bytt-
una.
Aptur komu slysfarir í bjarginu hjer á
fyrri tímum eigi sjaldan fyrir. Stundum
fjellu menn líka af brún, eða hrundi á þá,
er þeir gengu fjöruna neðan undir, og einn
maður hefir farizt úr handvað síðan eg kom
hjer, ungur og efnilegur bóndi, og mundi eg
eptir engum vandalausum manni hjer hafa
meira sjeð.
Fuglinn fer hjer venjulega að setjast í
bjargið þegar bærileg er tíð úr því Einmán-
uður kemur, og þegar hann er farinn að stað-
næmast, leggja menn smáfleka með hross-
hárssnörum á hyllur í bjarginu, draga snæri
í gegnum göt á endunum og festa við steina,
svo þeir tolli, og fá sjer með þessu opt og tíð-
um nýjan fugl til sumarmálanna og stundum
páskanna; er það helzt langvía og skegla eða
rita, og þegar lengra kemur fram á sumarið
álka. Lundinn kemur um sumarmálin ög
er hann veiddur í strengi á brún og í urðum
undir bjarginu, en eigi er hann hjer teljandi
nema á syðsta og yzta bænum. Æðarvarp
er hjer eigi heldur teljandi nema á tveim
bæjum og þó lítið, einkum á öðrum þeirra.
Aldrei er svo hart í ári, að eigi sjáist fýlungs-
egg í bjargi um vinnuhjúaskildaga, en egg
hans eru eigi tekin, þar eð unginn þykir svo
miklu arðeimri.
Aður en langvían og álkan taka að verpa,
hjér um bil 6 vikur af sumri, eru flekarnir
teknir upp. Skeglan verpir og um sama
leyti, eða litlu seinna; svo er mikið kríu-
varp uppi á eynni, tína börn það og koina
hróðug heim með afla sinn.
þegar meiri hluti bjargfuglsins er búinn
að verpa, fer hver búandi til bjargs með hjú
sín, þau erverkfær eru, tilþess að ná eggj-
unum. Bjargið er 60 faðma hátt þar sem
það er hæst; þarf þar átta menn fullgilda eða
níu upp og ofan með kvennfólki til þess
að draga sigamanninn úr bjargi. Festin er
tveir eða þrír kaðlar, eptir því sem þeir eru
álitnir traustir, og er enda hennar brugðið
utan um sigamanninn þannig, að poki með
fiðurúrgangi eða heyi er hafður undir til
mýkinda og sfn kaðallykkja gengur niður
fyrir hvort læri, sem kallast fótafestar, vafð-
ar með flóka eða lepp. Síðan fer sigamað-
urinn í víðan strigastakk, er hann gyrðir