Ísafold - 09.04.1884, Page 3

Ísafold - 09.04.1884, Page 3
59 sjálfii eyjarbúar mjög tíðlega hvorir til ann- ara, eins og víðast mun eiga sjer stað þar sem nábýlt er. Að vísu hefir þetta optsinnis orðið mjer til skemmtunar, en optsinnis líka til tafar, sem jeg má eigi fást um, hafi það getað orðið þeim til glaðningar. Stundum fannst mjer reyndar, einkum framan af, að betur gætu þeir varið tímanum með því að stunda heimili sín ; en nú finnst mjer nokkr- ir þeirra vera orðnir iðjusamari, og fyrir því beri minna á þessu. Meðan rekinn var hjer, höfðu sumir karl- menn þann starfa, að gæta hans; var það bæði erfitt og hættulegt; nokkrir smíðuðu þá för og klápa, og enn í dag smíða þeir ýmislegt smávegis þegar þeir fá efnivið, svo sem ausur og trjeskó, báta til leikfangs handa börnum og fieira. Áður gekk hjer mikill tími í það að fletta trjám með lang- viðarsögum, en nú gjöra menn það með tví- skeptum, þegar á því þarf að halda.oggeng- ur það miklu fljótar. þegar jeg kom hjer, voru allir skipasmiðir útdauðir, og urðu menn þá að kaupa för sín úr landi, enda skorti smíðaviðinn ; en nú er hjer einn mað- ur, sem gjörir að förum og hefir gjört nokk- ur að nýju. þegar sauðkindurnar tóku að fjölga, fóru menn framar en áður að gefa sig við ullar- vinnu, en þar eð ullin er svo lítil, er það helzt kvennfólk, er gefur sig við slíku; þó eru hjer nú kornnir tveir vefstólar og vefa karlmenn í þeim ; aðrir hafa lítið að starfa yfir vetrartímann þegar eigi gefur á sjó- inn, nema hirða hinar fáu skepnur; þó gætu þeir akað heim grjóti þegar tíðar- far leyfir, ef eigi vantaði sleða. Skemmtanir eyjarskeggja eru spil, tafl, sögur og rírnur, og nokkrir eru nii farnir að hneigjast að öðrum ritum. Frá ómunatíð hafa hjer við haldizt jóla- boð; heimsækja þá hvorir aðra, þeir er helzt eru til vina, og er þá tekið á því, sem til er, til glaðningar; eru til þessa valdir rúmhelgu dagarnir frá jólahátíðinnitilþrett- ánda, og skiptast menn um dagana, að und- anskildu gamlaárskveldi, því þá er hjer á- vallt haldinn aptansöngur, og eins á jólanótt, ef nokkur kostur er á. Fyrst eptir það er jeg kom hjer, sóttu þeir svo vel kirkju, að mjer þótti nóg um, þar eð þeir komu svo að segja hvernig sem veðrið var, svo eigi fjellu úr nema tveir messudagar um allan árstímann. Nú á seinni tíma hafa þeir miður rækt messu, einkum í fyrra ; báru þá sumir af þeim það fyrir, að þeir kæmust eigi til kirkju fyrir skóleysi, og mun mikið hafa verið hæft í þessu, þar eð hjer er mjög örðugt með skæða- skinn, en ferðirmilli lands og teyjar bannuðir vegna íssins. þetta ár get jeg eigi heldur annað sagt en þeir hafi vel rækt messuferðir. Aldrei hafa þeir fundið að prestsverkum mínum, og mjög eru þeir siðlátir í kirkju. Jeg ætla að fjöldinn af þeim muni síður vantrúaður en víða annarstaðar við gengst, þarsern mentunin er meiri, og hjátrú þekki jeg ekki hjá þéim. Ofdrykkja er þegar horfin hjeðan, og þó er enginn maður í bind- indi. Kesknisvísur aflagðar. Sundurlyndi fer minnkandi, ogjegvona að siðferði þeirra að öllu samtöldu muni svo lagast innan skamms, að vel verði við það sæmandi. Jeg fellst fúslega á það, er þjer segið, að Grímsey sje í mörgu tilliti merkileg; en því fremur þarf að hlynna að henni og íbúum hennar, enda veit enginn af oss, hve mikl- um framförum hún kynni að geta náð, ef henni væri sómi sýndur. Og þótt svo væri, eins og margir hafa hingað til álitið, að hún væri einhver hinn óálitlegasti limur þjóð- lands vors, þá getur eigi sá líkami í heild sinni skoðast heilbrigður, er nokkurn lim hefir fatlaðan; éða mun nokkur sá, er kall- ar lim þennan auðvirðilegan, með fullum rökum geta neitað því, að hann mundi eins vel og hinir aðrir limirnir vinna ætlunarverk sitt, ef hann fengi þau lyf, er við meinum hans ættu ?....... Pjetur Guðmundsson. Ur ýmsum áttum. Póstferðaáætlunin síðasta, sem kvart- að er um í síðasta blaði, í brjefi af Seyðis- firði, að ekki hafi verið birt nógu snemma, gat ekki komið út fyr en þetta vegna þess, að hún varð að bíða eptir fjárlögunum, sem ekki voru staðfest fyr en.8. 'rróybr. og komu hingað til lands 23. nóv., en daginn eptir, 24. nóv., gaf landshöfðingi út áætlunina. , Bindindismál.—Seyðisfirði 84. Bind- indisfjelag er hjer í Seyðisfirði, er stofnað var fyrir nokkrum árum, og sem í eru nálægt 120 manns, þar.á meðal all-margar konur giptar ogógiptar. Fjelag þetta hefir átt í talsverðri baráttu fyrir tilveru sinni, með því Bakkus á hjer ríki all-voldugt svo sem víðar á landi voru, og þegar einhver tilraun er gjörð til að minnka ríki hans, hvar sem er, þá hertygj- ast áhangendur hans til mótspyrnu. Að bindindisfjelög sje ekki óþörf á austur- landi fremur en annarstaðar má virðast aug- sýnilegt hverjum heilvita manni, þar sem það er nú kunnugt, að á árinu sem leið, 1883, hafa fluttir verið inn til Norður-Múla- sýslu, á hina- tvo verzlunarstaði Seyðisfjörð og Vopnafjörð, áfengir drykkir fyrir hjer um bil 60 þúsundir króna. Samkvæmt fólks- tali því sem tekið var 1. okt. 1880, voru þáí Norður-Múlasýslu 3501 manns, þar af 1727 karlkyns og 1774 kvennkyns. Og þegar gengið er út frá því, að kvennfólk og börn geta ekki talizt í tölu þeirra, er drekka, þá má sjá, að nautn áfengra drykkja hlýtur að vera voðalega mikil hjá hinum fullorðna kallmannalýð. Að vísu gengur mjög mikið af áfengum drykkjum hjér í Seyðisfirði í Norðmenn og aðra, sem dvelja hjer að sum- arlaginu, en eiga heima utan sýslunnar. En mestan hluta hinna aðfluttu áfengu drykkja drekkur þó fólk, sem heima á innan ■ýslunnar. þessurn 60 þúsundum króna væri nú margfalt betur kastað í sjóinn, heldur en varið til þess, sem gjört hefir verið, í byggð- arlagi, þar sem flest er ógjört af því, er gjöra þarf, og þar sem stórmiklar verzlunar- skuldir liggja á almenningi,—því þetta eigna- tjón, sem samfara er drykkjuskapnum, er lítið að reikna móti allri þeirri bölvan, andlegri og líkamlegri, sem drykkjuskapur- inn hefir í för með sjer. Og þó heyrist varla ein rödd frá þeim, er opinberlega láta til sín heyra viðvíkjandi landsins gagni og nauð- synjum, í þá átt, að nauðsynlegt sje að gjöra neitt til að draga úr þessu versta átumeini þjóðfjelagsins. Og landstjórnin styður drykkjuskapinn bæði beinlínis og óbeinlínis. Beinlínis styður hún drykkjuskapinn t. a. m. með því að veita kauplaust einstökum mönnum einkaleyfi til að halda slík veit- ingahús eins og þau, eru útbreidd eru nú orðin víðsvegar um verzlunarstaði landsins, þar sem áfengir drykkir eru aðalatriði veit- inganna. Víðast hvar í öðrum löndum fæst leyfi til að hafa um hönd sölu áfengra drykkja að eins méð því skilyrði, að hlutað- eigendur greiði árlega í sveitarsjóð svo og svo mikið skyldugjald, enda er auðsætt, að sveitarfjelagið hefir rjettláta kröfu til þess að fá nokkurt fjártillag frá þeim mönnum, er halda uppi drykkjuskaparstofnunum, til að vega, þó ekki væri nema að nokkru leyti, upp á móti þeirri eyðilegging, sem þær valda innan sveitarfjelagsins. En hjer er ekkert slíkt heimtað. Leyfi til að stofna prentsmiðjur hjer á landi kostar peninga; en það kostar ekki einn eyri að fá einkarjett til að halda siíkar verksmiðjur syndar og eyðileggingar, sem hin íslenzku veitihús yfir höfuð að tala eru ! Eins er það líka óhæfa, að lög landsins skuli leyfa hverri verzlan, sem vill, að selja áfenga drykki ásamt öðr- um vörum, án þess að heimta neitt gjald í landsjóð eða sveitarsjóð fyrir það að mega verzla með þessa eyðileggjandi vörutegund. Aftur er það fremur óbeinlínis, að land- stjórnin styður að drykkjuskaparböli þjóðar- innar með því að ganga ekki ríkt eptir því, að allir embættismenn landsins sje lausir við ofnautn áfengra drykkja, og eins með því að skipta sjer ekki af því, þó að þeir, er halda drykkjustofur, vitanlega brjóti fyrir- mæli almennra landslaga, t.a.m. þáákvörðun, að enga áfenga drykki megi selja eður veita á slíkum stöðum á sunnudögum og öðrum helgum dögum, og eine ýmsar af hinum sjerstaklegu reglum, sem einkaleyfi þeirra er opinber veitihús halda, eru bundin við,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.