Ísafold - 07.05.1884, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.05.1884, Blaðsíða 1
[eiiiur úl á miðvikudajsmorjna. íerí árgangsins (5Ö arka) 4 kr.; erlendís 5 kr. Borjist Ijrir miBjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsöjn (skriÐ.) bundin við áraraól, ó- gild nema komin sje lil útg. Ijrir 1. okt. Algreiðslustofa i Isaloldarprenlsm. i. sal. XI 19. Reykjavík, miðvikudaginn 7. maíman. 18 84. 73. Tilvís. Innlendar frjettir. 74. Lög um fiskiveiðar í landhelgi. Nokkur orð um för Flosa til hremmnnatv 76. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I -? Lnndsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. I 2 — 2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—5 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 — 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Apríl maí Hiti (Cels.g Lþmælir Veður.ítt. ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. M. 30. 0 + 1 28, q 28,8 A d h A d h F. 1. 0 + 5 28,9 29,1 N h b N h b F. 2. + 3 + 9 29.2 '29-3 A hv b N hv b L. 3. 0 + 4 29.3 29.7 N hv b N hv b S. 4. 4- 1 + 1 29.9 29,9 N hv b N h b M. 5. +- 5 + 4 30 3°.i Nah b Na h b í>. 6. 4- 1 + 3 30 30 A h b Athgr. Umliðna viku hefir veður verið kaldara en að undanförnu; opt talsvert frost á nótttu, en næstum daglega hefir lopt verið bjart og fagurt veður að öðru leyti. Síðari hluta vikunnar hefir vindur blásið frá norðri og hefir verið stórviðri til djúpanna, þótt hann venjulega hafi verið hægur innfjarðar. SfT Óskemmd expl. af þ. á. Ísafold. ,8 (20. febr.) kaupir útgefandinn fullu verði. f 7. þ. m. (april) þóknaðist guði að kalla frá þessu lífi, til betra lífs, okkar ástkœra góða son Árna, er fœddist í þennan heim 8. d. ágústmán. 1861.—Hann ólst upp í foreldra húsum og lœrði þar undir skóla, tók inntöku- próf með öðrum nýsveinum vorið 1877 og fór samsumars um haustið i skólann, en eptir 3 vikna veru þar sagði hann sig sjálfur úr skóla og hvarf heim aptur til okkar foreldr- anna og var hjá okkur þann vetur.—Vorið eptir 1878 fór hann til Snæbjarnar bróður síns, og var síðan við verzlun hans, allt af með veikri heilsu; eptir miklar útstaðnar líðanir i 7 daga fjekk dauðinn sigrazt á lífi hans. En öllum þeim, sem á einhvern hátt tóku þátt i líðun hans og önnuðust hans veika líf í hans þungbœra dauðastríði , öllum þeim þökkum við af hrœrðu hjarta, og biðjum þeim blessunar drottins. Sömuleiðis þökkum við hinum mörgu, er tuku hhitdeild i sorg okkar með því að fylgja syni okkar til hans sein- asta hvílurúms, laugardaginn 12. s. m. Saurboe 24. aprílmán. 1884. f>orv. Böðvarsson. SigríðurSnæbjarnardóttir. Reykjavík, 7. maí 1884. Brauð veitt. Staður á Reykjanesi veittur í gær af landshöfðingja síra Jóni Jónssyni á Söndum í Dýrafirði; auk hans sóttu eigi aðrir en síra Isleifur Einarsson á Stað í Steingrímsfirði. Umboðsinaður í fdngeyraklausturs- umboði skipaður af landshöfðingja 21. apríl dbrmaður Benidikt Blöndal. Sýsla laus. Sýslumanni Skagfirðinga Eggerti Briem, r. dbr., veitt lausn frá em- bætti af konungi í náð fyrir aldurs sakir 29. marz frá 1. ágúst þ. á. Skipstrand. Kaupskip, sem átti að fara á Skagaströnd, til Höepfners verzlunar, hleypti upp á Ingólfsfjörð á Ströndum 6. apríl, töluvert brotið og hafði misst af sjer tvo menn. Varð þó fleytt yfir flóann síðar yfir á Skagaströnd, og mun að líkindum hafa verið dæmt þar óhaffært og selt við uppboð. Skipið var að eins 4 ára gamalt; 65 lestir að stærð. Mannalát og slysfarir. Hinn 16. apríl barst skipi á í lendingu úr fiski- róðri undir Eyjafjöllum og drukknuðu 2 menn, bændur frá Klömbru: Ólafur Unason, ungur efnismaður mesti, og Ingi- mundur Sigurðsson.— 26. marz varð maður undir þilskipi, er var verið að setja fram til hákarlaveiða á Flateyri við Önundarfjörð, og beið bana af. »þar verður að moka frá skipunum, svo þau geti flotið í hrófinu, og er þá vanalegt að hafa tunnur undir síðum þeirra, eða skorðum, rígbundnar upp með reiðanum, svo þau geti á hvoruga hliðina dottið, en í þess stað var nú engin skorða höfð, og ekki hin minnsta tilraun gerð til þess að skorða skipið, en fólkið inn undir annari síðunni niðri í mannhæðar djúpri gröf, sem var undir endilangri hliðinni á skipinu allt ofan fyrir kjöl, en menn sem voru þar nærri við annað skip, sáu, að skip- ið fór að hallast á þá hlið, sem mennirnir voru inn undir, og var þegar kallað og þeir látnir vita, sem voru að moka; hlupu þegar allir út undan, nema þessi eini, sem varð síðastur, og lenti undir skipinu. Líklega hefir hann dáið strax ; en ofan á hið fyrra ófyrirgefanlega skeytingarleysi, að hafa skip- ið með öllu óskorðað, þá var því við bætt, að manninum var ekki náð þann dag, og ekki fyr en skipið var flotið burt þaðan sem það var daginn eptir. Sjálfsagt hefði þó verið hægðarleikur að ná manninum strax, með því að lypta skipinu upp með vogartrjám, »dúnkrapti« eða »topptalíu«. Maðurinn var ungur og efnilegur, Guðmundur Hans að nafni, frá Gerðhömrum, einkavon móður sinnar, aldraðrar ekkju, og harmdauður ætt- ingjum og vinum, þvi hann var afbragð margra ungra manna«. Fjárkláðinn fyrir anstan. Um það efni er Isafold skrifað á þessa leið úr þing- eyjarsýslu : »Akaflega illa er mönnum hjer við fjár- kláða-fregnina austan, og undarlegt þykir mönnum hvað lítið frjettist af aðgerðum yfirvaldanna. Austri þegir alveg um þetta, eins og ekkert væri um að vera, en lausa- fregnir að austan segja að kláðinn sje að út- breiðast í næði. Síðasta fregn sagði að nú mundi eiga að fara að lœkna kláðann, en ekki skera ! þó hafa yfirvöldin hjer nyrðra rumskazt, því nýlega skipaði sýslumaður vor öllum hreppstjórum hjer í sýslunni, ept- ir undirlagi amtmanns, að gera nákvæma skoðun á öllu sauðfje, og gefa skýrslu um heil- brigðiog þriffjárins. Ekki vita menn glöggt hvertilgangurer með skoðun þessa.þvíengar líkur eru tilaðhjersje nokkuróþrifísauðfje, heldur þvert á móti, því hjer munu flestir hafa fóðrað fje sitt með bezta móti, sem eðlilegt er, því það er mikið færra en það hefir verið að undanförnu, en fóðurbyrgðir víðast nægar og veturinn mildur. Sumuin sýnist að amtmaðurinn hefði heldur átt að sjá um að þessar fáu kláðarollur eystra (þær vorutrúi jeg 30upphaflega) væruskornar tafarlaust, því þá var þessu máli lokið, en nú er vansjeð hvar staðar nemur. það er illt ef segja má um oss íslendinga: »Sjö sinnum brennir svínið sig á sama soðinu«. llallærÍKsainskotiii í Danmörku. þar um hefir einn úr samskotaforstöðunefnd- inni skrifað hingað 3. apríl á þessa leið : þetta mál, sem að vissu leyti má skoða sem aflokið, er það þó ekki í rauninni, og mun ekki verða búið að ganga frá því al- gjörlega fyr en eptir langan tíma, því að þótt enn hafi verið látið töluvert úti á þessu ári, eptir tillögum hins setta landshöfðingja, amtm. Bergs Thorberg, þá er nefndin svo Ián8öm að eiga enn eptir í sjóði töluverðar eptirstöðvar, sem munu geta komið íslandi í góðar þarfir eptirleiðis, eptir því sem yfir- völd landsins fara fram á. það sem til er nú í 8jóði, nemur 82,000 kr., og er það ekki svo lítið. En, eins og þegar er sagt, málinu sjálfu má álítást lokið með hinu fagra og innilega ávarpi alþingis til hans hátignar konungs- ins. Var gerður að því góður rómur hjer almennt, vegna þess hvað það er sæmilega og rekkmannlega orðað (»fandt almindelig Gjenklang her ved sit værdige og mandige Sprog.) [??].

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.