Ísafold - 07.05.1884, Síða 4
76
leið fyrir öllum njósnum, sem hvergi var að
óttast nema smalann úr jpórólfsfelli. f>etta
er allur galdurinn, að örnefnið Goðaland
hefir breyzt í Laufaleitir og Emstur, og þau
verða tvö Goðalöndin, því að það hefir legið
undir goðana á Rangárvöllum sem Njála
kallar Goðaland, og enn í dag liggur undir
2 hreppa á Rangárvöllum, Rangárv.hr. og
Hvolhrepp. En Goðaland, sem nú þekkist,
undir Dalverja goðana.
Svo eru þessi Fiskivötn, sem þarf að upp-
götva. það mun sannast, að þau eru hvorki
Brytalækirnir nje Alptavötnin. Jeg vil láta
leita þeirra austur af Torfajökli, austur
undir Skaptárgljúfri eða þar um slóðir.
þangað mætti hugsast að brennumenn hefðu
riðið til að fela sig fyrir eptirreiðinni, enda
benda orðin á bls. 207 kap. 132 : »þaðan
riðu þeir norðr til Sands, en sumir til Eiski-
vatna ok hurfu þar aptr« á að hjer hafi verið
tveir flokkar sem hafi farið sinn hvora leið,
því allir sjá að, það væri ólíklegt, að láta
suma snúa aptur á Mælifellssandi, en suma
halda austur að Hólmsá til Brytalækja og
eiga að leita að herflokk og leggja til orustu
við hann — að þeir hefði látið suma snúa aptur
úr flokknum en suma halda áfram búna til
bardaga. þetta er ekki hugsandi. Lengra
fer jeg ekki út í þetta mál.
Fleira væri athugavert við grein Sigurðar
með áttir og afstöðu á örnefnum, en það eru
smámunir. það mun hafa verið préntvilla
að Dímon stæði fyrir austan Markarfljót;
hún stendur eiginlega í miðju fljótinu, en
það fellur optar fyrir austan hana. það að
þráinn hafi snúið til baka þegar hann sá
fyrirsátrið í Rauðuskriðum (Dímon) skilja
nú ekki ókunnugir, en ofan meðfljótinu eins
og sagan segir er rjett. það hefir þá runn-
ið fram úr Hólmabæjum og utan Ljósárdíla,
sem það gerir iðulega énn í dag, en ekki
fram hjá Kattarnesi, sem nokkuð af því
gerði í sumar og opt nú í seinni tíð.
Skrifað 1 Fljótshlíð í febrúar 1884.
HITT OG þETTA.
— Á ársfuDcli líkbrennufjelagsins danska 4. f. m.
var meðal annars skýrt frá, að Ph. Heyman stór-
kaupmaður hefði heitið 5000 kr. gjöf til þess að
koma upp likbrennuofni í Kaupmannahöfn, ef það
yrði gert fyrir 15. sept. 1885. Fjelagið átti í
sjóði 6000 kr. Tala fjelagsmanna 15 — lbOO. f>ess
var getið á fundinum, að árið sem leið hefði ver-
brennd 271 lík í Milano á Ítalíu.
— „Hið sameinaða gufuskipafjelag“ í Khöfn,
sem á meðal annars póstskipin íslenzkn, hafði
grætt árið sem leið 7^2,400 kr. og fengu hlutað-
eigendur 10 af hundraði í ágóða. Fjelagið hafði
fengið i flutningskaup (fragt) eptir skip sín þetta
ár 9,704,916 kr. |>að hefði eignazt á árinu 7 ný
skip stór; átti áður eitthvað 70.
AUGLÝSNGAR
i samíeldu máli in. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hverl orí 15 slala írekas
in. öcra letri eía setiinj 1 tr. Ijhr (lumlunj dálks-lengdar. Borgun úl i hönd
Uppboósauglýsing.
A laugardaginn h. 11. þ. m. kl. 10 f. m.
verður eptir beiðni Jóns þórðarsonar í Hlíð-
arhúsum selt þar við opinbert uppboð mikíð
af búsgiignum og sœngurfatnaði; tunnur,
net, flotholt, um 500 netakúlur; ennfremur c.
60 hestar af 2 dra gömlum mó. Söluskil-
málar verða þd birtir d staðnum.
Skrifstofu bœjarfógeta í Bvík 5. maí 1884.
E. Th. Jónassen
Uborguð bœjargjöld í Beykjavík fyrir árið
1884 (fyrri helmingur) verða tekin lögtaki ef
þau eru ekki greidd innan 8 daga.
Skrifstofu bœjarfógetans í Bvík. 3. maí 1884.
E. Th. Jónassen.
Óborgaður HUNDATOLLUB fyrir far-
daga-árið 18f-| í Beykjavíkurbœ verður
tekinn lögtaki sje hann eigi greiddur innan
8 daga.
Bæjarfógetinn í Beykjavík § 1884.
E. Th. Jónassen.
Nokkur exemplör af
mAj nd
af
SteivKj/tími cffliozst&vnson
prýðilega gerð,
eptir tilhlutun stofnenda barnaskólans á
Seltjarnarnesi,
trjeskurðarmynd, stór, á ágætum pappír, er
til sölu hjá Kr. Ó. þorgrímssyni bóksala, og
kostar að eins 1 kr.
Bænakver-og sálma
eptir
síra Ólaf Indriðason á Kolfreyjustað,
2. útgáfa, nýprentuð,
fæst á afgreiðslustofu Isafoldar innb. á 25 a.
Ágrip af mannkynssögunni
eptir
Pál Melsted,
2. útg., nýprent.,
fæst á afgr.st. Isafoldar, hept á 2 kr. 50 a.
pau hjón, Eyþór kaupmaður Pelixson i
Reykjavík og kona hans, hafa sýnt þann staklega
mannkærleika og höfðingsskap, að taka að sjer og
halda að öllu leyti í vetur i Jatinuskólanum endur-
gjaldslaust piltinn þor'arð þorvarðarson, þcim al-
veg vandalausan, sem að öðrum kosti mundi að
likindum hafa mítt til að hætta við skólagöngu,
vegna fátæktar sinnar og vandamanna sinna, og
þar sem hann gat engan ölmusustyrk fengið. það
má e ki minna vera en að geta þessa sómastryks
opinberlega.
Einn af vandamönnum piltsins.
þessa fugla borga jeg háu verði: húsönd,
skúm og hvítmáf. Enn fremur kaupi jeg alls
konar fugla í ungaham og dúnaða, og sömu-
leiðis mórauð tóuskinn og skinn af öðrum dýrum.
Landakoti við Reykjavík 2. maí 1884.
Sophus Tromholt.
Jeg varð fyrir þvi mótlæti að missa i sjóinn 7 _
jan. þ. á. 2 syni mína uppkomna, Og áður hafðijeg
misst mann minn, son og bróður, alla í sjóinn;
jeg er nú umkomulaus einstæðingur komin á efri
aldur; þetta hefir herra biskup Dr. P. Pjetursson
frjett, og þvi ánafnað mjer fyrir fram þær ÍOO kr.,
er hann lagði til mannskaðasamslrotanna í vetur
(sbr. fsalold 23. jan.), og lýsir það aðdáanlegaþeirri
mannelsku hans Og göfuglyndi, sem guði einum er
unnt að launa, og þess bið jeg hann af hrærðu
hjarta.
Sandgerði á Skipaskaga, 28. apríl 1884.
puríður Sigurðardóttir.
Jeg bið alla góða menn að kannast við og halda
til skila til mín dökkjörpu mertryppi fjögra vetra
gömlu, sem jeg tapaði á Akranesi í fyrra vor. Mark:
biti apt. h„ fjöðnr fr. v. Fáein hár hvít a enninu,
með sítt tagl og fax. Klárgeng en frísk og held-
ur stygg.
Hróðnýarstöðum 18. apr. 1884. þorleifur Jónsson.
TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði......................2,25
Gröndals Steinafræði....................1,80
íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00
Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00
Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90
Undirstöðuatriði búf árræktarinnar,
eptir sama......................0,50
Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25
Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00
Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip,
2. útg..........................2,50
Lýsing Islands, eptir porv. Thoroddsen
og þar með Uppdráttur íslands, hvort á 1
kr., fœst á afgr.stofu ísafoldar.
íslenzk garðyrkjubók með myndum, fcest
á afgr.stofu Isafoldar.
Um vinda, höfuðþáttur almennrar veður-
frœði, foest á afgr.st. Isafoldar.
Álmanak þjóðvinafjelagfsins 1884 er
enn til sölu á afgr.stofu ísaf. 50 a.
þjóðólfur XXXVI 15, 21. apríl : (Um stjórn-
arskrárendurskoðun m. m.). Einurð og sannfæring
á þingmannabekkjum. Ur ýmsum áttum. Verzl-
unarsamningur milli Danmerkur os Spáns. Hæltu,
Guðmundur! Áskorun. -j- Guðrún þorkelsdóttir
(erfiljóð). Auglýs.
þjóðólfur XXXVI 16, 27. april: Um rjett
hreppsnefnda í fátækramálum. Áskorun til útvegs-
manna. Auglýs.
þjóðólfur XXXVI 17, 3. maí: Frá útlönd-
um. Ur ýmsum áttum. Raddir frá almenningi.
Útrekstur riddarans. Leiðrjettingar við bankaritgjörð.
Færeyjagikkurinn nýi (kvæði). Auglýsingar.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.