Ísafold - 21.05.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.05.1884, Blaðsíða 3
83 lag, sjáum vjer engin tiltök ; það hefir ver- ið svo mikið reynt til þess, og fjelagið er nú orðið svo kunnugt á Islandi. Og—d það að gera það? það er spurningin sem mest á ríður; og þar kveðum vjer hik- laust nei við, og það af því, 1., að vjer sjáum ekki nein ráð til þess í svo fátæku landi, að tvö alþýðufjelög standi hvort við hliðina á öðru, jpjóðvinafjelagið (sem mun hafa um 1400 fjelaga), og Bókmfjel. þannig breytt; 2., eru svo margir Islendingar til, ekki að eins af »lærða« flokknum, heldur og af hinum »ólærða«, er láta sjer annt um og þurfa aðri bókmennta við, að öll þörf er á því að hafa fjelag sem er vísindalegt; 3., ef nú svo færi, að Bókmfj. breyttist þannig, að það yrði eins og þjóðvinafjelagið, er það víst, að því hyrfu smátt og smátt allir útlendir fjelagar, sem meta má til hjer- urn bil 500 króna, og fengi líklega lítið sem ekkert í staðinn af innlendum fjelögum ; en að svo mundi fara með útlendingana, er víst, af því, að þeir eru ekki í fjelaginu til þess að fá rit um þúfnasljettun, ostatilbúning, æðarvörp og dúnhreinsun o. s. frv., heldur eingöngu fyrir sakir vfsindarita þess, og það er víst, að nokkrir Englendingar hafa geng- ið úr fjelaginu fyrir því, að þeim þótti það eigi nógu vísindalegt. f>að verður því ekki annað sagt, en að svo framarlega sem »hið íslenzkabókmennta- fjelag« vill lifa ekki verr eptirleiðis en þó hingað til, verður það að halda sömu stefnu að sama rnarki, sém hjer til. Með því einu verður fjelagið til verulegs gagns fyrir landsbúa, ogtil heiðurs og sóma fyrir land vort hjá útlendingum. J>etta vonum vjer til að flestir geti verið oss samdóma um. Næsta atriði er, hvort íjelagið skuli breyta nokkuð starfsaðferð sinni og fyrirkomulagi, og þá er hjer mergurinn málsins sú spurn- ing, hvort »fjelagið skuli flytja heim«, sem kallað er, þ. e. hvort leggja skuli niður Hafnardeildina. J>að mál mun mörgum kunnugt vera, ef ekki af öðru, þá af afspurn. f>á er fjelagið var stofnað, var það álitið sjálfsagt, að hafa tvær stjórnar- (ekki fje- lags)deildir, aðra í Höfn, og hina í Beykja- vík. Astæðurnar fyrir þessu voru auðvitað þær, að í Höfn var hægra í öllu með fram- kvæmdir fjelagsins, bæði bókaritun, bóka- prentun ódýrari, og sendingar út um ísland allt hægari; og hefir verið sama máli að gegna um flest af þessu allt til þessa dags. Stjórnardeildin í Höfn (er jeg hjer eftir skammstafa Hd.), hefir, sem vitanlegt er °g vonlegt var, haft flest störf og fram- kvæmdir á hendi, enda haft flestar tekjurn- ar. þetta var fram eftir öllu álitið sjálf- sagt, og lítið sem ekkert fundið að, sbr. hátíðaræðu forseta Bd. í Minningarriti 3—4 bls. A hinum síðari árum hefir nú vaknað óánægja yfir þessu í Beykjavík; stjórnar- deildin þar fór að finna hjá sjer vilja og krapt til þess að vinna meira, sem ekki var að lasta; en til þess þurfti hún jneira fje, en hún hafði undir höndum haft, og varð það til þess, að forseti deildarinnar, sem þá var Jón jporkelsson, ritaði umboðsmönnum fje- lagsins, eptir fundarsamþykkt, áskorun um að greiða allt fje til Beykjavíkurdeildarinn- ar; en ekki var þessa farið fyrst á leit við Hd. og kom henni þetta tiltæki því hálfilla, sem sjá má af ræðu forseta í Skýrslum og reikn- ingum árið 1872—3. Líkt var gert aptur meðan Jón heitinn Sigurðsson lá banaleg- una 1879. jpetta jók heldur ekki gott sam- lyndi milli stjórnardeildanna. Síðan hefir Bd. fært sig upp á skaptið, og hefir allt af orðið háværara í Bvík heimflutningsmálið, mest fyrir hvatir og undirróður einstakra manna, og hafa þeir komið öðrum á sömu skoðun með óljósum og hálfímynduðum á- stæðum og misskilinni ættjarðarást. Srniðs- höggið var svo sett á mál þetta í Bd. á síð- asta ársfundi í sumar, þannig, að fundar- menu voru látnir samþykkja nokkurar »laga- breytingar«, sem allar heyra undir hið sama, niðurlagningu Hd.; en að öðru leyti sýnist ekki hafa verið mikið hugsað um samband þeirra við lögin sjálf, eða hugsað neitt lengra fram í veginn. Ástæður fyrir þessum »lagabreytingum« birtust engar með nefndaralitinu, og sárfáar komu fram áfundinum, sein kunnugir menn hafa sagt oss, og lítið mun hafa verið »bók«- að af því tagi; svo mikið er vist að Hd. hefir skrifað eptir þeim til Bd., en fengið néitandi svar, hvernig svo sem á því stend- ur. Nema svo sje, að stjórnin ætlist til að ástæðurnar sjeu lesnar í »Suðra«, vegna þeirra andlegu sifja, sem kváðu vera þar á milli, þótt ótrúlegt sje. jpað mætti þá reyna að líta á þessar »Suðra«-ástæður, úr þvl að ekki er öðru til að dreifa, þótt það sje raunar varla ómaks- ins vert. |>ær eru þá þessar : 1., áður voru eng- ir kraptar á Islandi til þess að rita, nú «eru orðnir nægir kraptar og nægur áhugi til áð rita, og auk þess er þekkingin á högum og þörfum Islands miklu meiri hjer, en meðal landa vorra í Höfn, eins og eðlilegt er (?!)»; 2., áður »var hægra með bókasendingar« úr Höfn, en »hjeðan úr Beykjavík. Nú er einmitt bæði hægra og ódýrara að senda hjeðan með strandaskipunum ;» 3., tvískipt- ing stjóruardeildanna hlýtur að veikja allar framkvæmdir fjelagsins og tefja fyrir þeim, ...það tvískiptir kröptum fjelagsins ; 4., er eigi laust við að tvískiptingin hafi nokkurn rígmilli fjelagsdeildanna x förmeð sjer ... A þessum ríg hefir einkum borið síðan Jón Sigurðsson dó.... f>að er ætlun vor Suðra], að hann (rígui'inn) sje minna að kenna »aðaldeildinni, er skal fremri að virðingu«; 5., hefir tvískiptingin »hin skaðlegustu áhrif á alla reikniugsfærslu og skuldalúkningu« ; 6. atriðinu mun hafa verið bætt við á fundinum, því um ættjarðarástina: að sá sje énginn ættjarðarvinur, sem ekki vilji láta »flytja heim« (þar, á fundinum, var líka komið með samlíkingu um niðurskurð; vildi ræðutnaður vinna það til að vaða blóð- ið upp í kálfa,— var gerður góður rómur að þeirri orðprýði af meiri hluta fundarmanna!). «Aður voru engir kraptar á íslandi til þess að rita», hvenær?; «nú eru þeir komnir»; hvenær?, og hverjir eru þeir?. Voru aðrir einsmenn ogþeirMagnus Stephensen(eldri), Jón Espólín, Jón Jónsson lærði, Arni Helga- son, jpórður Sveinbjörnsson, Gísli Konráðs- son, Daði fróði, Sveinbjörn Hallgrímsson, Oddur Hjaltalín, Sveinbjörn Egilsson og svo margir fleiri, sem allir voru heima á ís- landi,—voru þessir menn ekki neinir «krapt- ar», og vantaði þá áhuga á að rita ? — i r Ingileif Sólborg Char'otta Benedictsen. (Unilir nafni móðurinn .r). Nú er þar auðn, hvar áður Sólborg' stúð, Og ömurlegt um bersvceðið að líta : Mig jirrist ylur fagrahvels við glóð, En frostnceðingar sárt í vangann bíta. Eg lilast um, enn leiðarvísir minn Er leiðþrots dapra vofan — Sjdnarsviftir; Eg bið og mæni, en sorgar sjónaukinn, Ið sollna tár, ei borg úr auðn þó lyftir. Eg eigra fram, með sjónarlausri sjón, Við saknaðarins arm á dauðans hamar; Og hjartað, vonarlausrar vonar þjón, Fcer varla greint, hvort lífið lif sje framar. Hvern furðarþað 1—Min fagra Solarborg' Er fallin: þar var geymdur lífs mins auður; par áttu muðurást og minning torg, Og minnisblómum nkt var Sólartiauður'. þau minntu’ á hann sem borgin bar af nafn: Og "Blessaður” hann hjet á þcirra máli; pau minntu’ á tregað systkinanna safn: Og ,sœl" þau hjetu, leyst frá jarðar táli. pau minntu’á flest hins liðna lífs mins tár: — ltpau lauga’ í Sólborg gleði þina hreina” t

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.