Ísafold - 04.06.1884, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.06.1884, Blaðsíða 1
íenrnr ál i miSvitadajsniorpa. Vefff árgangsins (50 arka) 4 kr., eriendis 5kr. Borgist ijrit miíjan júlimánud. ÍSAFOLD. Uppsögn (sk-iil.) bundin v’ aramít,5- giid nema komm sje til útg. ijrit L okt. Aljreiísitisioía i Isaloldarprentsm. 1. sal. XI 23. 89. Innlendar frjettir (bókafregnir m. m.). Fjár- kláðinn. 90. Um smjörgjörð. 91. Búnaðarskólinn í Ólafsdal. 92. A.uglýsingar. Brauð nýlosnað : Staður í Grunnavik 28/6 . . 499 +400. Forngripasafmð opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen Maí. Júní. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 28. + 8 + 14 30,4 30,3 0 d 0 d F. 29. + 8 + 11 30.4 30.3 0 b Svh d F. 30. + 6 + 14 30+ 30,2 Sv h b 0 d L. 31. d 6 + 12 30, 29.7 S h d N hvd S. 1. O + 8 30.3 30.1 Nvhv b N hvb M. 2. + 4 + 10 30 29.9 0 d S h d í>. 3- + 4 + 8 29,8 29.7 A d h A d h Allan fyrri hluta vikunnar var sama veðurblíðan; 31. rauk hann allt í einu á norðan með snjó til fjalla; Esjan varð hvit niður í byggð. í dag 3. hægur á austan með talsverðri rigningu. Reykjavík 4. júní 1884. Brauð veitt. Brjánslækur 28. maí síra f>orvaldi Jakobssyni á Stað í Grunna- vik. Stramlferðaskipið, Thyra, lagði af stað á tilteknum degi, 1. júuí, vestur fyrir land og norður, með fjölda farþega. „Eldfjöllin á Iteykjanesi á íslandi“ heitir ritgjörð, nýlega prentuð á dönsku í tímariti jarðfræðingafjelagsins í Stokkhólmi, eptir porvald Thoroddsen, sem er meðlimur þessa fjelags, tekinn í það eptir tillögu Nordenskiölds, er einnig mun hafa verið hvatamaður þess, að fjelagið hefir gefið rit- gjörð þessa út, ásamt tveimur uppdráttum, er henni fylgja, mikið vönduðum. Sýnir annar þeirra jarðfræðisfega samsetning landsins á svæði því, er herra þorvaldur fór yfir og rannsakaði í fyrra sumar, milli Hvít- ár og Reykjadalsár að norðan og Brúarár og Hvítár að austan og Flóinn um fram. A hinum uppdrættinum er sýndur meðal annars hæðamunur á Reykjanesfjallgarði þvert og eudilangt og héiðunum þar upp af. Ritgjörðin sjálf, sem er sjerlega fróðleg og hefir eflaust að geyma merkilega nýjung- ar um þennan auðkennilega hluta landsins, mun vera að miklu leyti sama efnis sem meginþáttur greinar þeirrar um ferðir höf- undarins á Suðurlandi 1 fyrra sumar, er prent- uð er í þ. á. Andvara, sem út kemur innan skamms. Reykjavik, miðvikudaginn 4. junimán. jjað er nýnæmi í þessari útlendu bók, að þar eru öll íslenzk orð og heiti rjett og ó- bjöguð, þar sem t. d. varla er komið nærri þess konar í dönskum ritum svo, að það verði ekki allt skakkt og skælt, viljandi eða óviljandi, — óviljandi fyrir skeytingarleysi f prófarkalestri, þótt jafnan sje innan handar í Kaupmannahöfn að fá aðstoð þeirra sem málið kunna til slíkra hluta; það hlýtur að véra æði-mun örðugra í Stokkhólmi. „Njóla eða hugmynd um alheims- áformið, eptir Björn Gunnlaugsson«, er ný- lega prentuð, í 3. sinni, á kostnað Jóns Árnasonar og Páls Jónssonar, hjá Sigm. Guðmundssyni, og er mikið vel vönduð að prentun ogpappír. j>að er svo að sjá, sem alþýða hafi miklar mætur á þessu kveri, og er það vissulega hrósvert. j>ví þrátt fyrir töluverð kveðskaparlýti sumstaðar og nokk- uð þungskilda framsetning er rit þetta eitt af hinum fáu mikilsverðu frumsmíðum á vora tungu á síðari tímum, fágætur vottur um töluvert hugsunarafl og hugsunarelju og eigi síður um góða og göfuga sál. «Förin til tunglsins, fyrirlestur eptir Sophus Tromholt». j>að er dálítill bækling- ur nýprentaður, á kostnað Baldvins M. Ste- fánssonar, og er íslenzk þýðing á öðrum fyrirlestri þeim, er hinn norski stjömu- og norðurljósafræðingur. sem hjer hefir dvalizt síðan í haust, hjelt í vetur hjer í bænum til ágóða fyrir eptirlifendur drukknaðra, og þá var gerður að sjerlega góður rómur. j>að er líka mikið gaman að lesa þetta kver og mikill fróðleikur. j>ar er sagt frá því, sem fræðimenn vita með rökum um tunglið, en þessari vísindalegu lýsingu komið svo lag- lega fyrir, í nokkurs konar söguformi, að kverið er ekki síður skemmtibók en fræði- bók. Mannslát. í fyrra dag, 2. júní, andað- ist að Borg í Borgarfirði sóknarpresturinn þar, síra Guðmundur Bjarnason, nýkominn á 69. árið, fæddur 31. maí 1816. Hann var af bændafólki kominn í Árnessýslu, sonur Bjarna hreppstjóra Símonarsonar á Kópa- vatni, og bróðir Símonar bónda Bjarnason- ar, er lengi bjó í Laugardælum. Hann lærði undir skóla hjá síra Tómasi heitnum Sæ- mundssyni; útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1844; vígðist 1847 að Nesi í Aðalreykjadal; fjekk Mela í Borgarfirði 1858, ogBorg 1875. Síra Guðmundur sál. þótti góður kennimað- ur og var jafnan vinsæll og vel látinn hver- vetna. 18 84. j>etta er þriðji sóknarpresturinn, er látizt hefir það sem af er þessu ári ísama hjeraöi, Borgarfirði; hinir síra j>órður í Reykholti og síra j>orvaldur í Hvammi. Fjárkláðinn. Til þess að gera almenningi sem fyrst greinilega kunnugt, hvers eðlis hinn norð- lenzki kláðamaur er, skal hjer birt eptirfar- andi ýtarleg lýsing á kláðamaurnum, er land- læknir Schierbeck hefir ritað handa blaði voru. Hann hefir og jafnframt búið til nokkrar allstórar Ijósmýndir af maumum, er munu verða til sýnis almenningi á skrif- stofum blaðanna og víðar, og hafa verið sendar stjórninni í Khöfn. Lýsingin er svo hljóðandi: »1 tveimur af glösum þeim, er send voru hingað úr j>ingeyjarsýslu, var mikill sægur af kindamaur (Dermatocoptes communis), sem ekki er til af nema ein einasta tegund. Maur þessi er svo stór, að hægt er að sjá hann með berum augum. Kvennmaurinn, sem er töluvert stærri en karlmaurinn, verður þetta frá J til £ úr danskri lfnu (að meðal- tali 0,29"') að lengd ; með góðu stækkunar- gleri er hægt að sjá greinilega höfuðiðog fæt- urna, þó ekki sogblökurnar (festiblökurnar). Hvorttveggja kynið hefir 8 fætur, 4 fram og 4 aptur. Á framfótunum öllum 4 eru á hvorutveggja kyninu dálitlir hvassir krókar, og þar að auki dálítil sogblaka á hverjum fæti með all-löngum ogliðóttum leggjum. En apturfótunum mismunar mjög á karlmaur og kvennmaur. Ytri eða fremri apturfæt- urnir á kvennmaurnum hafa engar sogblök- ur, heldur í þess stað 2 langa busta, en á karlmaurnum eru þessir fætur með sogblök- um, og eru nokkuð lengri en hinir fæturnir á honum. Fjórðu eða öptustu fæturnir á kvennmaurnum eru með sogblöku, en á karlmaurnum eru þóssir fætur mjög stuttir, og hvorki með sogblöku nje löngum bustum. Búkurinn á kvennmaurnum endar á totu að aptan, sem vörtu í lögun, ýmist í miðið eða nokkuð til hliðar, en á karlmaumum er þar aptur á móti hvylft inn í, breið og bjúg, og beggja megin við hana smátotur, eins og vörtur, með 3 hárum hvor. j>að er ekki ætíð svo hægt að sjá hina örsmáu tvo öpt- ustu fætur á karlmaumum, ef þeir liggja upp með kviðnum, oger manni því hætt við að ruglast á þeim og áðumefndum totum sinni hvoru megin við hvylftina að aptan ; standi þar á móti öptustu fætumir tveir á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.