Ísafold - 04.06.1884, Side 3
91
að meðaltali, eins og hún á að sjer að rjettu
lagi; hlutfallið táknað í hundruðustu pört-
um og tugabrotum.
Vatn. þur- efni. Fitu- efni Osta- efni. Mjólk- ursyk- ur. Aska
Merarmjólk 90,71 9,29 1,17 2,05 5,70 0,37
Ösnumjólk 90,04 9,96 1,39 2,01 6,25 0,31
Kúamjólk 87,60 12,50 3,50 3,75 4,50 0,75
Geitamjólk 86,91 13,09 4,09 3,69 4,45 0,S6
Gyltumjólk 84,04 15,96 4,55 7,23 3,13 1,05
Sauðamjólk 81,63 18,37 5,83 6,95 4,86 0,73
Fituefnin, smjörfeitin, er ekki uppleyst í
mjólkinni, heldur fiýtur innan um hana í
smá kúlum eða dropum, sem eru langsam-
lega ósýnilegir berum augum; 1 einni ten-
ingslínu (kúbíklínu) af mjólk eru t. d. hjer
um bil 58 miljónir af smjörkúlum. |>að þarf
því æði sterka sjónauka til að sjá þær.
Fyr meir hjeldu menn, að utan um þessar
kúlur væri næfur-þunn himna af osta-efni
sem spryngi þegar strokkað er, og að þá
fyrst gæti feitin samlagað sig og orðið að
smjöri. Nýjustu rannsóknir hafa léitt 1 Ijós
að þetta er misskilningur, og segja þá sumir
að utan um kúluna sje uppleyst ostaefni,
líkt og andrúmsloptið utan um jörðina; en
aðrir, að það sje í lausum dropum, og það
sje kúlulögunin ein, sem aðgreiningunni
veldur; en þégar jafnvægið raskast, við
mátulegan hita, eða með öðrum orðum,
þegar kúlulögunin haggast við strokkskakið
og mátulegan hita, þá fyrst renni það saman
og verði að smjöri.
Ostaefnið álíta menn sje hvorki uppleyst
eða óuppleyst i mjólkinni, heldur eins og
þar mitt á milli. En sje hellt dálitlu af
sýru í mjólkina—það er sama hvaða sýra
það er,—þá ummyndast það og verður að
föstu efni, þ. e. hleypur saman, verður ó-
uppleyst. Og þarf ekki annað til þess, en
að mjólkin kólni svo, að komist niður í hjer
um bil 120 C. (hún er 37£ ° C. þegar hún
kemur úr júfrinu); þá ummyndast nokkuð
af mjólkursykrinu og fituefnunum, og kem-
ur fram sýra, mjólkursýra, sem aptur verkar
á ostaefnið, svo það hleypur saman. þegar
sýra kemur í mjólkina, hvað lítil sem, er þá
aptrar hún því, að fitu- eða smjörkúlurnar
stígi upp til yfirborðsins og verði að rjóma.
þetta vill helzt til hjá oss á sumrum í hita
og þekkir það víst hver kona, er hefir með-
höndlað mjólk. Af þessu sjest, hversu á-
ríðandi það er að geta annaðhvort lát-
ið rjómann setjast sem fyrst, áður en
mjólkin hefir fengið tíma til að súrna, eða
þá að geta haldið mjólkinni svo lengi ósúrri,
að rjómi geti sezt á hana.
Mjólkursykrið er að öllu leyti uppleyst í
mjólkinni. Er það því ávallt mest þar,
sem vatnsmegnið er mest, í áum, undan-
rennu og mysu. Einfaldasta aðferðin til
að ná því úr mjólkinni þegar búið er áður
að ná úr henni mestöllu fituefninú og osta-
efninu, er að láta vatnið gufa burt. Sykrið
verður þannig aðalefnið í mysuostinum.
það er sætt á bragðið, líkt og annað sykur,
þegar það er sem dupt í ostinum; en nái
það að rénna saman í smá korn, missir það
undir eins hið sæta bragð, og fær það ekki
aptur.
t
Búnaðarskólinn í Olafsdal.
Eptir
Torfa Bjarnason,
forstöðumann skólans.
II.
Samkvæmt þessu gengu því 4, sem nú eru
hjer á öðru kennsluári, undir próf í haust
í plœgingum og þú/nasljettun; í framrceslu og
vatnsveitingum; girðingum og garðrœkt.
Bóklega prófið fer væntanlega fram um
miðjan maímán. í vor. Með þessari tilhög-
un komast þeir sem ritskrifast nógu snemma
til vinnunnar.
Hvað tilhögun á skólanum og kennslu
snertir má geta þess, að þegar algerlega er
tekið til útiverka að vorinu og bóknám
hættir, er starfað á hverjum rúmhelgum
degi frá kl. 7 á morgnana til kl. 9 á hvöld-
in, og til kl. 10 um sláttinn, með vanaleg-
um hvíldartímum til máltíða; fyrstu árin
var vinnutíminn fnokkuð styttri. Bæði við
jarðabætur, heyvinnu og önnur störf hef
jeg vanið piltana á víxl við verkstjórn eptir
því sem jeg hef getað komið því við. Að
vetrinum vinna piltar optast 5 stundir um
miðjan daginn eða á öðrum tímum ; læt jeg
þá á víxl hirða hross, hirða kýrnar og
skammta þeim ; stundum hefir orðið unnið
nokkuð að grjótflutningum og öðru slíku.
Avallt hef jeg látið einhvern piltanna segja
börnunum til í skrift, rjettritun, reikningi,
landafræði o. fl., 5 stundir á dag, rúml.
hálfan veturinn. Að öðru leyti starfa piltar
að smíðum, en þegar vinna er ekki fyrir
hendi lengist bóknámstíminn að því skapi.
Bóklega kennslan hefir að miklu leyti
farið fram í fyrirlestrum, sem piltar hafa
kynnt sjer ; nokkrar íslenzkar bækur hafa
einnig verið notaðar og í sumum greinum
héfi jeg við haft danskar bækur. Er eink-
um farið yfir þetta : 1., í reikningi: reikn-
ingsbók E. Briems, fyrri partinn og hinn
síðari aptur að 30. gr., svo og Deinhall,
Praktisk Geometrie: um flatarmál, rúm-
mál, kvadratrót og kúbíkrót; — 2., í jarð-
rœktarfrceði: um jarðveginn, áburðinn, fram-
ræslu, vatnsveitingar, sáðjurtir og verkfæra,
mest eptir fyrirlestrum ;— 3., í grasafrœði:
stutt ágrip um ytra byggingarlag jurtanna,
flokkaskipun, innvortis byggingarlag og eðl-
isfar jurtannaog um fóðurjurtir, eptir fyrir-
lestrum ;— 4., í efnafrœði : Roscoe’s efna-
fræði og meiri part af Uorganisk og Organ-
isk Kemie eptir Chr. Christensen ; — 5., í
húsdýrafræði: undir-stöðuatriði búfjárrækt-
arinnar, og Husdyrbruget éptir Harald
Konow ; 6., 1 eðlisfrœði : Eðlisfræði eptir
Balfour Stewart, og kaflar úr Fischers eðl-
isfræði; 7., í land- ogj\hallamœlingum :
PraktiskþVnvisning til Landmaaling og Niv-
ellering eptir Hannemann, og Deinhalls
Praktisk Geometrie ; 8., í hagfræði : um á-
býlið, vinnuna, búsafnot og búreikninga,
eptir fyrirlestrum ; 9., í drdttlist eru gerðir
einfaldir uppdrættir af verkfærum, og upp-
drættir af landspildum, sem mældar hafa
verið ineð keðjum.—
Eins og sjest af reglugerðinni, er ekki
ætlast til að piltar kunni dönsku þegar þeir
koma í skólann, nje læri hana þar; en af
því að kennslubækur eru fáar til á íslenzku,
þá hefir ékki orðið hjá því komizt, að lesa
danskar kennslubæknr. Að vísu komast
piltarnir við það niður í dönskunni, flestir
svo, að þeir geta á eptir lesið dönsk búnað-
arrit sjer til nota; en það tefur talsvert
búnaðarnámið fyrir þeim, sem ekkért skilja
í dönsku áður, og væri því mjög svo æski-
legt að læra dönskuna á undan. Tíu af
piltunum hafa verið komnir meira og minna
niður í dönsku, og sumir skilið hana allvel,
þegar þeir hafa komið, og hefir þeim sem
auðvitað er, gengið námið að tiltölu betur
en hinum sem ekkert höfðu lesið í dönsku.
þetta var mjer reyndar ljóst í upphafi ;* en
jeg áleit ekki tiltök að gjöra dönskuna að
skyldunámi, því jeg hjelt það tæki af mik-
inn tíma frá búfræðisnáminu, en sá á hinn
bóginn ekki fært að gera kúnnáttu í dönsku
að inntökuskilyrði, á meðan engir alþýðu-
skólar væru til.— Jeg áleit líka bezt, að
kennslan færi sem mest fram eptir íslenzk-
um kennslubókum, og að nauðsyn væri að
fá sem fyrst nokkur smárit á fslenzku, sem
leggja mætti til grundvallar við búnaðar-
kennsluna. Jeg er enn sömu skoðunar; en
jeg vonaað því fremur sem búnaðarskólarnir
eru nú að fjölga, því meira kapp verði lagt á
að útvega íslenzkar kennslubækur. Fátt af
útlendum kennslubókum í búnaðarfræði
verður brúkað án meiri eða minni breytinga,
þvf þær eru ritaðar með stöðugu tilliti til
þeirra landa og þeirra þjóða sem þær eru
ætlaðar; en hjá oss er flest frábrugðið.
Einhver kann að segja, að kennarinn eigi
að velja úr þá kaflanal sem við eiga og gera
athugasemdir þar sem þarf, lærisveinunum
til leiðbeiningar ; en jeg vil þá benda á, að
í mörgu eru búnaðarhættir annara þjóða
svo ólíkir vorum, að útlendar kennslubækur
í þeim greinum geta alls eigi komið til
mála hjá oss, nema í mesta lagi til hliðsjón-