Ísafold - 18.06.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.06.1884, Blaðsíða 2
98 stjórnarnefndar sjóðsins, að skora fyrst og fremst á allar hreppsnefndir og hreppstjóra í fiskiverum við Faxaflóa innan Kjalarnes- þings, að þeir gangist fyrir því, að fiski- menn í hreppum þeirra árlega gefi til þessa sjóðs, og að þeir enn fremur vilji svo vel gjöra að innkalla fje það, sem gefst og borga það til gjaldkera sjóðsins; því næst skora jeg á alla góða menn á landinu, að styrkja sjóð þennan með gjöfum, og væri vel til fallið, að þeir, sem verja fje sínu til á- heita, vildu heita á nefndan sjóð, því það hlvtur að vera öllum ljóst, að þessi sjóður er mjög þarflegur, og getur með tímanum orðið öflug stoð ekkjum og munaðarleys- ingjum. Ef einhver vill senda mjer gjafir til sjóðs- ins, er jeg fús á að veita þeim viðtöku, og skal gjörð grein fyrir þeim gjöfum í blöð- unum síðar meir. Að síðustu leyfi jeg mjer að mælast til þess, að blaðameun vorir góðfúslega vilji prenta reikninginn og með góðum meðmæl- um sínum styrkja þetta mál. Beykjavík, 10. júní 1884. E. Th. Jónassen. * * * * ísafold hefir komið við þetta mál í vetur, og ítrekar hjer með eindregin meðmæli sín meðþví. Ef landsmenn vildu leggja í ekkju- sjóð þennan svo sem hundraðasta part — ekkiaf því sem þeirdrekka upp á árihverju, heldur bara af því, sem þeir greiða í toll af því, sem þeir drekka, eða eyða í brennivín og tóbak, þá mundi það nema hátt á annað þúsund krónum á ári, og yrði það drjúgur vöxturá mörgum árum. Viðvörun um Brama-lifselixír. þessir, sem búa til hinn svo nefnda Brama- lífselixír, hafa um þessar mundir varað al- menning við hjer í blöðunum að rugla sam- an þeirra tilbúningi við annan svipaðan vökva frá öðrum manni í Kaupmannahöfn, eins og það væri áríðandi fyrir almenning að slíkur ruglingur ætti sjer ekki stað. Jeg leyfi mjer af þessu tilefni að vara al- menning við þessu hvorutveggja og yfir höf- uð við öllum svo nefndum kynjalyfjum (ar- cana), sem eru vanalega þeirn mun viðsjálli, því meira sem er af bláum ljónum og gulln- um hönum eða forynjum á umbviðunum. það er merkilegt, að almenningur skuli sí og æ vilja láta draga sig á tálar og kaupa geysi-verði hið aumasta samsull, sem er skrumað og skjalað um svo sem alls- herjarlyf gegn hvers konar meinsemdum; ef þessi meðul efndu það, sem höfundar þeirra lofa, þá mundu ekki einungis hvers konar veikindi, heldur jafnvel dauðinn sjálfur vera hofinn úrheiminum fyrir löngusíðan, ogþað með að eins einu eða tveimur slíkum með- ulum; en það er eigi sá hægðarleikur, og vjer höfum allir sjeð, að fjöldi af þess kon- ar lyfjum hafa streymt um allan heim og síðan fallið í gleymsku og dá, — eptir að jau voru búin að rýja fátækan almúga og auðga að sama skapi þá, sem þykjast hafa fundið þau upp. Hefir ekki gratia probatum, kjöngsplá3tur, krónessens og mörg fleiri af lfku tagi haft sama gengi um tíma eins og Brama-lífselixír? Jeg vona, að þessiBrama- lífselixírs-landfarsótt, sem hjer gengur nú um land, rjeni bráðlega, og að tjón það, er landið bíður bæði fyrir það að mikið fje fer þannig út ixr landinu til ónýtis og eins með því, að heilsa manna veiklast af blóðsótt, gylliniæð og ýmsu floiru, — að þetta tjón verði ekki of mjög tilfinnanlegt. Sje svo, að löggjafarvaldið hafi ekki mynd- ugleika til að banna að verzla með svo nefnd meltingarlyf (diætetisk meðul), þáérþóvon- andi, að það geti bannað alls konar prangara- skrum í blöðum og bæklingum, þar sem þess konar meðul eru höfð á boðstólum við flest- um sjúkdómum, sem til eru, þótt hlutað- eigendur hafi þar ekkert vit á. það er von- andi, að þegarBrama-lífselixír innan skamms kemst í rýrð og niðurlægingu hjer á landi, eins og öll önnur kynjalyf hafa komizt al- staðar annarstaðar fyr eða síðar,—að þingið þá búi til slík lög, til þess að hamla þvf eptir mætti, að landið rýist í næsta sinn, þegar nýtt kynjalyf herjar á það. Jeg bið ritstjóra íslenzkra blaða að gera svo vel að taka þessa viðvörun í blöð sín. Beykjavík, 4. júní 1884. Schierbeck. Búnaðarskólinn í Olafsdal. Eptir Torfa Bjarnason, forstöðumann skólans. III. (Niðurlag). Ahuginn á jarðabótunum er sýnilega að glæðast ár frá ári, og margir efnamenn tala nú um að taka búfræðinga árlangt, ef þeir geta fengið þá, en til þess eru þeir næsta fáir enn. Fyrst þótti mönnum nóg að hafa einn búfræðing í sýslu og ljetu hann vera á sífeldu gagnslitlu gönguróli innan um sýsl- una; nú þykir mörgum lítið að hafa einn í sveit, og varla verður þess langt að bíða, að flestir efnamenn vilji fá jarðyrkjumann til ársvistar. Meðan menn gera ekkert, halda menn að ekkert verði gert, en »einn bitinn gerir annan sætan-s og þegar bóndinn er búinn að halda jarðyrkjumann í viku, vill hann fá hann í mánuð, og að þeim tíma liðnum sjer hann, að nóg verkefni er til handa honum árlangt, já, í mörg ár. Skóli þessi er að flestu eða öllu leyti ó- fullkominn, og í bernsku, en hann er eins og allir vita nokkurs konar frumsmfði, sem stendur til bóta. Hann vantar meðal ann- ars bókasafn og önnur nauðsynleg áhöld við bóklegu kennsluna, nema hvað hann hefir eignazt 2 sjónauka. Veit jeg að flestir munu verða mjer samdóma um, að skólan- um væri mikið gagn í að fá einhvern lítinn styrk til að eignast bókasafn og nokkur hin einföldustu áhöld; samt hefi jeg enn ekki farið fram á, að fje væri veitt í þessu skyni; jeg vildi fyrst sjá, hvort skólinn gæti lifað af harðindin. Jeg hefi nú skýrt frá »Búnaðarkennslu- stofnun Vesturamtsins« svo rjett, sem jeg veit bezt, og vona jeg, að þeir sem lítið hafa þekkt til hennar áður, verði við það nokkru fróðari, þó fljótt sje yfir sögu farið, og því má geta nærri, að jeg vildi óska að það gæti orðið til þess að Vestfirðingum yfir höfuð findist eins og mjer, »að betra sje að veifa röngu trje en öngvu«, og að »hægra sje að styðja en reisa«. Dálítið um hið íslenzka bókmenntafjelag. Eptir Finn Jónsson. II. (Niðurlag). Og hvaða kraptar og áhugi er nú þarna í Beykjavík? því ætlum vjer að láta Tíma- rit bókmentafjelagsins sjálfs svara; þetta »alþýðufræðandi« rit hafði í hinum síðasta árgangi sfnum að færa nafnaþulu og ártala- rollu um vísindalega starfsemi Jóns Sigurðs- sonar, á 30 blaðsíðum. þá koma tvær allgóðar ritgjörðir, sem eru þó ekki meira en 70 blaðsíður alls, af 285 síðum árgangs- ins. J>á er 4., 6. og 7. grein um fornfræði fornvísnaskýringar og fornan kveðskap, sem enginn getur kallað alþýðufræðandi. Fimmta greinin á að vera bókafregn eða ritdómur um bók K. Maurers, en ofurleið- inlegur og lítt »alþýðufræðandi«. Eptir alla þessa fornfræði ryður svo Tímaritið sig á kápu 3. heptisins og neitar að taka fleiri ritgerðir málfræðislegs efnis, því að »al- mennt fræðandi og menntandi ritgerðir eigi að sitja fyrir«. Nú hlakka menn til, en fjöllin tóku eitt sinn jóðsótt og það gerði Tímaritið líka; eu ekki var músin neitt smáræði, hún fyllti allt heptið; þessi »al- þýðufræðandi« grein var þá—upptalning nokkurra íslenzkra lögfræðinga, með dálitlu hrafli af æfiatriðum þeirra, einkanlega krossa-og titlatal, eptir Magnús Stephen- sen (yngra).—Oss kemur þó ekki til hugar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.