Ísafold - 09.07.1884, Blaðsíða 3
r.v7.i
111
þurrkað hey, heldur jafnvel minna. Woods
segir aptur á inóti, að velorðið súrhey sje
einmitt næringarbetra heldur en jafnvel nýtt
hey. |>að sje mýkra og auðmeltara, vegna
gangsins, sem í það kemur, og þá jafnframt
drýgra til fóðurs, með því að það er auð-
tuggnara og minna verður eptir af því ómelt
heldur en hinu. það kemur heim við þetta,
sem höf. segir um kýrnar hjá sjer í vetur, í
Ólafsdal, að þeim þótti súrhey svo gott, að
ef komið var með súrhey og góða töðu í jöt-
una í einu, þá snertu þær ekki á töðunni
fyr en súrheyið var búið. Woods segir að
kýr mjólki ágætlega af súrheyi.
það er ekki ólíklegt, að þessi nýja fóður-
verkun, sem ekki héfir verið reynd hingað
til hjer á landi nema af einstöku manni,
verði talsvert almenn í sumar, einkum ef
óþurrkasamt verður, úr því að uú er fengin
ýtarleg fyrirsögn um hana og svo áreiðan-
leg, sem kostur er á. En þá ríður um fram
allt á, að ekki sje brugðið út af þessari fyr-
irsögn, hvorki af tómlæti nje því, að menn
hliðra sjer hjá tilkostnaði. |>að er eins og
með læknisráð: að þau bregðast, er eins opt
eða optar því að kenna að þeim er ekki
fylgt nema til hálfs, eins og hinu, að þau
sjeu ónýt í sjálfu sjer. Að ætlast til að
þessi fóðurverkun lánist, ef reglunum fyrir
henni er ekki fylgt nema til hálfs eða með
hangandi hendi, er sama fásinnan og að
ímynda sjer hið sama um læknisráð og
læknislyf, og kenna svo þeim um þegar illa
fer, í stað þess að kenna það því sem það
er að kenna: hirðuleysinu eða hugsunar-
leysinu í sjálfum sjer.
Um meðferð á kúm og fjósvitjanir.
---»«--
það vita margir eða ef til vill flestir bú-
menn nú orðið, að góð húsakynni og góður
aðbúnaður á skepnum, ekki sízt kúnum, er
þeim á við hálfa gjöf; en það hjer sem optar
sitt hvað að vita og að gjöra. Peningshús-
um er t. d. enn mjög svo ábótavant viða
um land, og þar á meðal eflaust einkum
fjósunum, sjer í lagi hvað birtuna og þrifn-
að snertir. Meðferðin á kúnum að öðru
leyti opt þar eptir. Af gömlu athugaleysi
og hleypidóm þykja fjósaverk lítilmótleg og
jafnvel auðvirðileg. Að rjettu lagi ætti
aldrei að hafa nema valið fólk til að hirða
kýr, og aðrar skepnur raunar líka.
I Noregi liggur sama mein í landi, sprott-
ið sama hugsunarhætti. f>ar hefir verið
tekið upp það ráð til þess að koma á betra
lagi í þessari grein, að halda fjósvitjanir við
og við. Béztu búmenn í sveitinni gera sér
ferð hver til annars og þá jafnframt á
hina lakari bæi, til þess að skoða í fjósin.
Sá húsbóndi, sem hefir bezt fjós, og sá fjósa- j
maður, sem hirðir bezt gripina, fær svo;
verðlaun.—þetta hefir haft hin beztu áhrif. ’
Fjósvitjanirnar eru haldn'ar fyrirvaralaust,
og veit fjósamaður því, að eigi stoðar ann- •
að en að vera sífellt jafn-natinn við verk sitt,
enda gófur vaninn lystina.
Mundi ekki þetta vera reynandi líka hjer
á landi ?
Sumarmorgun.
Fagurt syngur svanurinn
um sumarlanga tíð ;
þá mun lyst að leika sjer,
mín liljan íríð !
fagurt syngur svanurinn.
(Sjá Draumkvæði).
|y
(ii, J-átt nú haninn galar,
höfgum Ijettum blund,
sálu vorri svalar
svásleg árdagsstund;
fagrar glitra grundir,
gullfríð blikar sól;
brosa börðum undir
blóm sem vorið ól.
Eptir eyrum breiðum
elfan liðast mær,
fram af háum heiðum
hnígur fossinn tær.
Skógi skreyttar hlíðar,
skína fjalls við brún.
Hjarðir hlaupa fríðar
heim á stekkjar tún.
Sálu minni svalar
sætur morgunblær.
Hátt í hlíðum smalar
hýr og fögur mær ;
stiklar ljett af steinum
stendur hvergi við,
unz í blómreit einum
á hún litla bið.
Laugað Ijósum úða,
litfríð tínir mey
blátt í blaðaskrúða
blómið y>Gleym mjer eu;
bindur blómsveig fríðan,
brjóst sitt festir á;
ljettfætt leikur síðan
lömbin kringum smá.
Svanir skært á sundi
syngja tjömum á;
laufa skrýddum lundi
lóan kveður hjá.
Yfir hetju haugum
hljómar söngur skær;
renni’ eg ástaraugum
allt á fjær og nær.
Allt af fögnuð’ ómar
—allt sem lífskrapt ber.
Kirkja lífsins ljómar,
lofgjörð hafin er.
Sorgum sárum gleymir
særður andi minn,
sökkvir sjer og dreymir
í sælu og fegurð inn.
Ó hve leika í lyndi
lífið sýnist hjer,
fegurð, ást og yndi
allt því helgað er.
Andar allt af lífi,
undrist því ei neinn,
allt þó hjartað hrífi
— hjarta er ei steinn.
Astar þyrstum anda
er hjer svölun vís;
helzt því mjer til handa
hjer eg bústað kýs;
— og hjer með anda heitum
heyja lífsins stríð.
— Sælt er upp í sveitum
sumarlanga tíð.
HITT OG f>ETTA.
paö er hcegur hjá! —Danastjórn pantaði fyrir
nokkru síðan fáeinar fallbyssur af beztu sort og
fullkomnustu hjá Krupp, hinum þýzka verksmiðju-
eiganda, sem frægur er um allan heim fyrir fall-
byssur sínar. Krupp fór og fann Bismarck og
spurði hann, hvort hann mætti gera það: að láta
Dani fá svo góðar byssur. Bismarck svaraði: „Lát-
ið þjer þá fá hinar allra vönduðustu og dýrustu
fallbyssur, sem þjer hafið til; það er hægur hjá að
sækja þær, hvenær sem jeg þarf á þeim að halda“.
Byggö í tunglinu.—Frá Berlin skriíað í vor til
danskra blaða: í stjörnuturninum hjer i Berlín
hefir verið gerð fyrir skömmu hin merkilegasta
stjörnufræðisleg uppgötvun. Lærðir menn jafnt sem
leikir munu verða öldungis forviða, er þeim berast
þau tiðindi, að þaö er nú búiö aö sýna og sanna
meö óyggjandi vissu, aö þaö er byggö í tunglinu.
Sá sem hefir gert þessa miklu uppgötvun, er pró-
fessor Dr. Blendmann. það hefir lengi verið um
það þráttað, hvort byggð væri i tunglinu eða ekki.
Jafnvel i fornöld hjeldu menn, að tunglið vœri
byggt af verum, sem líktust mönnum, en miklu
fullkomnari að öllum skapnaði og gæddum meiri
andlegu atgerfi. A öndverðri þessari öld þóttist
frægur stjörnufræðingur einn, Schröder, hafa fund-
ið vott þess, að tunglið væri byggt. Hann dró
það meðal annars af þvi, að ljósbrigði á tunglinu
eptir árstimum hlytu að stafa frá tilbreytingum í
jarðargróðri. Á síðustu tímum hafa stjörnufræð-
ingar fortekið alveg, að byggð gæti verið í tungl-
inu, og kallað það hjátrú og hindurvitni að ímynda
sjer það. En nú hefir prófessor Blendmann frætt
heiminn um, að þvi fer fjarri, að svo sje, heldur
sje þar mikil byggð og merkileg. Hann rak sig á
það af tilviljun, að allar athuganir um tunglið hafa
Scem.