Ísafold - 16.07.1884, Qupperneq 1
toui úl á miðvikudajsmorgna. íert
áqanjsias (50 arta) 4 kr.; erlendis
5 kr. Borgist !jrir raiðjan júl'iuámt.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skníl.) bundra vi5 áramót, 6-
jild nema komm sje til úlj. íjrir L akí
Mgreiðslustola i lsaloldarprenlsm. i. sai.
XI 29.
Reykjavík, mióvikudaginn 16. júlimán.
1884.
113. Innlendar frjettir. Tálmanir fyrir jarðyrkju
hjer á landi og nokkur ráð við þeim.
115. Um synodus. *j" Árni þorvaldsson (kvæði).
116. Auglýsingar.
Forngripasafntð opið hvern mvd. og ld. kl. I 2
Landsbókasafnið opið hvern rámhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5
Veðuratlmgaiiir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
JúH. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu|urahád. fm. em. fm. em.
M. 9- + 9 + 14 30 3° 0 d 0 b
F. IO. + 8 + •7 30,1 30 0 b 0 b
F. II. + IO + 18 3° 30 0 b 0 b
L. 12. + 9 + 15 29,9 29,9 0 d 0 d
S. 13- + 10 + 14 29.9 29.9 Sv h d S h d
M. 14. + 8 + 15 29,9 29.9 V h b S h d
í>. 15. + 8 + i4 29.9 29,9 V h b Sv h d
Athgr. Alla umliðna viku hefir veður verið
einstaklega hlýtt og stöðugt. Loptþyngdamælir
varla hreift sig úr skorðum. Stöku sinnum hefir
rignt mikið með köflum einkum siðari part h. 12.
Fyrir miAjan þennan mánuð (júlí).
tás* Heiðraðir kaupendur ísafoldar eru
beðnir að minnast þess, að, eins og í yfir-
skriptinni stendur, d andvirði árgangsins, 4
krónur, að greiðast
fyrir miðjan þennan mánuð (júlí).
Reykjavík 16. júli 1884.
Bókmcnntafjelagsfundur var hald-
inn aptur hjerí deildinni í gær.til forsetakosn-
ingar, með því að Dr. Jón rektor þorkels-
son, sem ekki var á fundi síðast, skoraðist
undan að taka á móti kosningu, aunríkis
vegna og heilsubrests. Stýrði varaforseti
deildarinnar, landshöfðingi Bergur Thorberg,
fundinum, sem var haldinní Alþingishúsinu.
Fyrir forsetakosningu varð Björn Jónsson,
ritstjóri ísafoldar, með 33 atkv.; adjunkt
Steingrímur Thorsteinsson hlaut 31 atkv.,
og adjunkt Dr. Björn M. Olsen 6 atkv.
Til skrifara var síðan kosinn í stað Björns
Jónssonar landritari Jón Jensson (31. atk),
og til ritnefndarmanns fyrir Tímaritið ad-
junkt Steingrímur Thorsteinsson (25 atkv.).
þess var vangetið síðast, að skólastjóri
H. E. Helgesen, fyrverandi skrifari deildar-
innar, mæltist einnig undan kosningu aptur.
Skipstrand. Fimmtudag 10. júlí um
morguninn braut norskt kaupskip, Grandál,
á skeri við Reykjanes, skammt frá vitanum,
1 logni og þoku; hafði selt hjer viðarfarm
og var á leið til Skotlands. Skipverjar
björguðu sjer á bát til lands. Skipið fór í
spón.
Hralrekar. Hvalur fannst rekinn
sama morguninn á Kalmannstjarnarreka í
Höfnum, þrítugur eða þar um bil. Annar var
róinn í land á sunnudaginn var í Garða-
hverfi á Alptanesi, viðlíka stór.
Camoens, hrossakaupaskip Slimons,
sem fór hjeðan 28. júní og átti að koma
hingað aptur 9. júlí, er ókomið enn. Er ekki
annað líklegra en að því hafi hlekkzt á hing-
að í leið; hefði það orðið á útleiðinni, mundi
annað skip hafa verið sent í þess stað og
vera nú hingað komið.
Stjórnartíðindi. J.andshöfðingi hefir
11. júní veitt Vestmannaeyjasýslu 1500 kr.
lán úr viðlagasjóði til byggingar á skólahúsi
þar á eyjunum.
Tveir embættismenn, Halldór kennari
Briem á Möðruvöllum og Jón sýslumaður
Á. Johnsen á Eskifirði, hafa með samþykki
stjórnarherrans féngið 4000 kr. úr viðlaga-
sjóði hvor, kennarinn til að byggja handa
sjer íveruhús á Möðruvöllum, sýslumaður-
inn til að fullgera og stækka hús sitt á
Eskifirði.
Landshöfðingi hefir 23. júní svarað svo
fyrirspurn frá landlækni um það, hvort
skottulæknar, er nefna sig smáskamtalækna,
hafi heimild til að reka nokkra lyfjaverzlun
hjer á landi,—að það sje vitaskuld, að með
því að apótekararnir hafi einkaleyfi til með-
alaverzlunar, þá hafi skottulæknar ekki
heimild til að brjóta á móti þessu einkaleyfi,
þótt þeir kalli sig smáskamtalækna.
Strandasýslu hefir landshöfðingi veitt 2.
júlí 6000 kr. lán úr viðlagasjóði til að kaupa
fyrir bjargrœðisgripi handa þurfandi sýslu-
búum. Sömuleiðis Skagafjarðarsýslu 25.
júní 1000 kr. lán úr viðlagasjóði til að af-
stýra hallæri í sýslunni.
Jarðeldastyrktarsjóðurinn er nú
eða var í árslok 1883 orðinn 28,341 kr.
eptir reikningi í síðustu Stjt. Hann hefir
aukizt í fyrra um rúmar 4000 kr., er komu
fram í dánarbúi Jóns landritara Jónssonar,
af innlendum samskotum á árunum næstu
eptir eldgosin 1875, og sem kann hafði geymt
í sparisjóði Reykjavíkur, f sjerstakri bók.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal. Lands-
höfðinginn hefir veitt eptir tillögu amtsráðs-
ins f vesturamtinu búfræðiskennslustofnun-
inni í Olafsdal 2466 kr. af þ. á. búnaðar-
styrk úr latidsjóði.
Búnaðarskóli í Suðuraintinu. Amts-
ráðið í suðuramtinu kvað nú hafa veitt
Borgarfjarðarsýslu leyfi til að kaupa jörðina
Hvanneyri í Borgarfirði, í þvf skyni að koma
þar upp fyrirmyndarbúi og búnaðarskóla, er
Sveinn búfræðingur Sveinsson veiti forstöðu.
Eins og kunnugt er, er jörð þessi einkar vel
fallin til slíkra hluta, að áliti Sveins og ann-
ara, er vit hafa á. Hvað mega hafa þar
um 60 kýr og 800 fjár.
Hin fyrsta fríkirkja ú jslandi.
Eptir því sem frá er skýrt í »þjóðólfi« 5. þ.
m. hafa utanþjóðkirkjumenn í Reyðarfirði,
sem nú eru búnir að fá til sín síra Lárus
Halldórsson fyrir prest, efnt til kirkjubygg-
ingar á Éskifirði (Lambeyri), og mun húsið
nú vera komið upp eða um það leyti. f>að
hefir verið smíðað í Norvégi í vor, undir um-
sjón eins af forstöðumönnum utanþjóðkirkju-
safnaðarins, sem jafnframt leitaði styrks til
kirkjubyggingarinnar hjá kristniboðsfjelög-
um þar, og ekki vonlaust um að hann fáist
dálítill, með því skilyrði, að norskir sjómenn
megi og halda guðsþjónustu í kirkjunni.
Jafnframt leita og forstöðumennirnir sam-
skota innanlands f sama skyni, og eru þegar
innkomnar 122 kr. 6 skrifstofu »f>jóðólfs«,
sem veitir viðtöku samskotum hjer syðra til
kirkjunnar. Sýslumaður J. A. Johnsen á
Eskifirði hefir gefið lóð undir kirkjuna.
Söfnuðurinn hefir ábyrgzt presti sínum
all-rífleg laun f 3 ár, og lagt á sig þunga
byrði til þess, svo að út lítur fyrir, að þeim
sje full alvara, meiri alvara en annars eru
dæmi til hjer á landi í slíkum málnm. Fyr-
irtæki þessara fríkirkjumanna er hin fyrsta
verklega framkvæmd á margítrekaðri ósk og
vilja almennings um sjálfsforræði í safnaðar-
málum, og ættu menn þvf vissulega að árna
því allrar blessunar, hvemig sem litið er á
upptök þessarar kirkjuhreyfingar þar eystra.
Tálmanir fyrir jarðyrkju hjer á landi og nokkur
ráð við þeim.
I.
f>að er eitt hið nauðsynlegasta fyrir alla
þá, sem vilja endurbæta jarðir sínar, eins og
við hvert annað fyrirtæki, að athuga ná-
kvæmlega og leita sjer fræðslu um það, með
hverju móti þeir komist ljettast af að gjöra
þær, eða hver tilhögun muni bezt að hafa
við jarðabætur, í tilliti til kostnaðarins,
samfara nokkum veginn góðum og varanleg