Ísafold - 16.07.1884, Qupperneq 2
114
um endurbótum. Margir hafa allmikla löng-
un til að bæta jarðir sínar, en hjá nokkrum
þeirra kemur hún sjaldan eða aldrei í ljós
vegna ýmissa kringumstæða, er þeim finnst
vera því til fyrirstöðu, að þeir sýni löngun
sína í verkinu; en þó erviðar kringumstæður
banni mönnum á stundum algjörlega allar
framkvæmdir í þessu tilliti, þá gjöra þær það
ekki eins opt og menn álíta, ef viljinn er
eindreginn, og ekki tekið meira fyrir í einu
en kraptarnir leyfa og sú tilhögun við höfð,
sem kostnaðarminnst er og mönnum hægast
að koma við. Nokkrir sýna að vísu í verk-
inu vilja sinn á jarðabótum, en þeir eru
að eins örfáir, sem hafa stöðugt framhald á
þeim ; hinir eru, fleiri sem hætta algjörlega
við, þegar litlar tilraunir eru komnar,og taka
svo aldrei á þeim tíðara, rjett eins og jarða-
bæturnar hafi stórkostlega hrekkjað þá og
þeir fyrir þá skuld þori aldrei optar að
glettast við jörðina í því skyni að bæta hana.
Vjer viljum nú spyrja, hverjar orsakir
sjeu til þessa mikla framhaldsleysis í þessu
efni hjá mönnum. Svarið hlýtur þá að
hljóða þannig, að þær sjeu margar, þó ekki
sjeu það allt lögleg forföll.
Sú fyrsta er hverflyndi og staðfestuleysi
hjá svo mörgum, sem þykir það þjóðráð og
þarfasta iðja einn daginn, er þeir skoða sem
mestu ráðleysu og óþarfa hinn, án þess að
nokkrar sjáanlegar orsakir breyti skoðun-
um þeirra.
Onnur er sú, að þær htlu jarðabætur sem
eru gjörðar eru svo opt látnar eiga sig sjálf-
ar, þegar þær einu sinni að nafninu til óru
búnar, og enga ögn skeytt um að halda þeim
við það, er þær hafa fengið og því síður að
umbæta þær ; en með þessu móti ganga þær
óðum úr sjér og verða á skömmum tíma
einkis nýtar og eru stundum orðnar það um
sama leyti sem maður hefði getað búizt við
mestum arðinum af þeim, ef þær hefðu ver-
ið vel þrifnar, og heldur lagaðar en aflagað-
ar. Af þessum vanþrifum á jarðabótunum
leiðir, að þær geta eigi einu sinni borgað það,
er til þeirra hefir verið kostað, hvað þá held-
ur að ágóðinn verði nokkur; svo menn
skoða þær sem hin arðminnstu og ómerki-
legustu fyrirtæki, er þeir forðast sem heitan
eld jafnan síðan; en gá ekki að því, að
óþrifnaði þeirra og hirðuleysi er um að
kenna. það sannast eigi síður á jarðabót-
unum en mörgu öðru, að eigi er minna vert
að gæta fengins fjár en afla.
þriðja orsökin er, að menn byrja stund-
um á meiru en þeir hafa efni eða kringum-
stæður til að koma af, og verða því að hætta
við hálfgjört verk, eða steypa sjer í þá fjár-
þröng, sem gjörir þeim ómögulegt að hafa
nokkurt verulegt framhald á jarðabótum,
með því líka viljinn fer þá opt æ þverrandi.
Fjórða orsökin er tíðum sú, að jarðabæt-
umar eru illa og óráðlega gjörðar í fyrstu,
og verða fyrir þá skuld annaðhvort bráð-
lega ónýtar, eða þær útheimta langtum
meira kostnað sjer til viðurhalds og umbóta
en þurft hefði til að gjöra þær vel í fyrstu,
svo að kostnaðurinn verður á endanum
meiri en arðurinn af þeim, þegar þær eru
loks fullgjörðar.
Hin fimmta er iðulega sú, að menn hafa
þá tilhögun á jarðabótunum, sem útheimtar
langtum meiri kostnað en þyrfti að vera, og
gjörir þær óhæfilega dýrar.
Báðar þessar síðasttöldu orsakir hafa þær
afleiðingar, að menn hrekkjast á að gjöra
nokkrar jarðabætur, þegar þeim reynist
kostnaðurinn eins mikill eða meiri, en á-
góðinn af þeim, en geta eigi sjeð, að van-
högun sinni er um að kenna; það verður
líka mörgum ómögulegt sökum efnaleysis,
að leggja fjármuni hvað eptir annað í það,
sem engan ávöxt færir þeim.
|>á er að hugleiða, hver ráð liggja helzt til
við þessum óförum.
Um hina fyrstu orsökina er ekki til neins
að tala, því hún er meðfæddur kvilli sumra
manna, sem eflaust er ólæknandi.
Um aðra orsökina er nokkuð öðru máli
að gegna; eins og allir sjá, er hægt að kom-
ast í veg fyrir hana og hennar vondu afleið-
ingar, með stöðugri árvekni og hirðusemi, en
litlum kostnaði, og þar eð ávallt kostar
meira eður minna að gjöra jarðabætur, og á
hinn bóginn að þær gefa optast af sjer mik-
inn ávöxt, ef þær geta haldizt í góðu lagi, þá
ætti mönnum að véra um það hugað, að láta
þær ekki verða undir eins ónýtar, fyrir ein-
tómt hirðu- og hugsuuarleysi. það þarf
ekki nema einn hnaus að hrynja úr stíflu-
garði til þess að vatnið komizt inn í hann
og rífi hann allan í sundur, og flytji á burt,
svo að ekki einn einasti hnaus verði eptir,
og getur það kostað mikla peninga að gera
hann að nýju, en einungis fá handtök að
setja hnausinn í, meðanekki var meira rask-
að. Eins getur vatnið jetið sig út úr skurði
og gert hann ónýtan, og jafnvel jörðina,
sem að honum liggur, ef ekki er reynt að
koma í veg fyrir þetta undir eins og sjest
votta fyrir, að svona geti farið. Sama er að
segja um túnasljetturnar, að þær verða bráð-
lega að engu nýtar, ef ekki er hirt um að
bera á þær í tæka tíð, og verja þær fyrir
skepnuágangi með fleiru. Ekki þarf nema
að hleypa fjenaði einu sinni inn í maturta-
garð eptir að búið er að sá í hann, til þess
að úti sje að mestu eða öllu um arðsemi
hans það árið. þannig fer um alls konar
jarðabætur, sem á einhvern hátt eru van-
hirtar, eins og mörgum hlýtur að vera al-
kunnugt um.
Til þess að hamla hinni þriðju orsökinni
frá að verða jarðræktinni að tjóni, útheimt-
ist alls ekki annað en að beita skynseminni
sjer til aðstoðar með að sníða sjer stakk
eptir vexti, en ætla sjer ekki meira en efni og
kringumstæður leyfa; það er að segja: byrja
ekki á meiru í senn en maður sjer sig hafa
krapt til að fullgera, en vinna það heldur
upp með iðninni, því margt smátt gerir eitt
stórt, og sú aðferðin er og verður jafnau
affarasælust fyrir alla efnalitla; en ekki er
áhorfsmál fyrir þá, sem í engri fjárþröng éru,
að vera ósárir á að leggja fjármuni í góðar
og varanlegar jarðabætur, því þær eru viss-
ar að borga þá betur en mörg önnur fyrir-
tæki, en allir ættu að forðast, bæði ríkir og
fátækir, að gera sjer þær dýrari en þörf er á.
Til þess að komast í veg fyrir fjórðu or-
sökina, nfl. að jarðabæturnar sjeu illa og
óráðlega gerðar, er ekki annað betra ráð en
að leita sjer fræðslu hjá búfróðum mönnum,
helzt þeim sem geta haft nokkurn veginn
reynslu fyrir sjer í ráðleggingum sínum um
það, hverjar jarðarabætur maður skal helzt
gera og hvernig þær eiga að vera; einnig að
afla sjer þeirrar eigin þekkingar á þeim, sem
föng eru á, af ritum þeim, er um þær hljóða,
sem eru nú orðin nokkur á íslenzku og von-
andi að heldur fjölgi, auk ritgerða þeirra
sem komið hafa og koma kunna í blöðunum;
sömuleiðis er einkar nauðsynlegt fyrir þá
sem vilja afla sjer þekkingar í þessu efni, að
skoða vel gerðar jarðarbætur hjá bændum,
sem öðrum eru fremri í jarðarrækt og geta
því verið góð fyrirmynd í því tilliti. Menn
ættu alls ekki að telja á sig töluvert ómak í
þessum erindum ; jafnvel þó menn ferðuð-
ust langar leiðir til að skoða vandaðar jarða-
bætur, þá mundi það borga sig, því varla
geta menn með öðru móti fengið ljósari og
betri þekkingu á þeim, en með því að skoða
þær sjálfir og leita sjer upplýsingar um leið
hjá þeim sem hefir gert þær eða látið gera,
og hyggjum vjer að þetta yrði mönnum að
meiru gagni en þó að sumir ferðasnígla
þeirra, semvfða erunúorðið á reiki á sumrum
um sjerstaka landsparta í því skyni að leið-
beina mönnum í landbúnaði, hjali eitthvað
um jarðyrkju við bændur meðan þeir eru að
bíða eptir kaffi eða öðrum greiða, og jafn-
vel þó þeir skjótist út á túnið með bónda og
bendi honum til þeirra kraptaverka, er það
megi gera, ef hann hefir þá hentugleika til
að sinna nokkru slíku, sem ekki er ætíð
víst, einkum þegar það er um heyskapar-
tímann og bóndi er óviðbúinn komu þessa
postula.
Til að forðast fimmtu orsökina og hennar
skaðlegu verkana á jarðræktina, þarf tölu-
veröa hagsýni í mörgu tilliti, sem ckki verð-
ur kennd með fáum orðum ; en lítilfjörlega