Ísafold - 30.07.1884, Blaðsíða 4
124
af helgisiðum sínum, en ckki bannað þeim
það, þá sannar það ekkert móti mínu máli;
jeg hef aldrei farið fram á að banna eða
aftaka helgisiðina, heldur helgisiða-óí/r-ðhía,
helgisiða-óandíd (talið að reglurnar eigi að
vera leiðbcinandi, en ekki bindandi); jeg
hef aldrei sagt, að evangeliskir söfnuðir
megi ekki hafa þá helgisiði, sem nú tíðkast
á Islandi, eða einhverja aðra siði; heldur hef
jeg sagt, að það sje óevangeliskt, gagnstætt
guðsorði og' meðal annars þessu dæmi úr
Post.g. 15, að láta söfnuðina vera rígbundna
einmitt við þessa vissu helgisiði, þannig,
að þeim sje jafn ófrjálst að leggja þá niður
sem aði breyta þeim eða taka upp aðra siði.
•Postularnir höfðu ávallt gætur á því« segir
þjóðkirkjupresturinn enn fremur, #að breyta
ekki útvortis helgisiðum safnaðanna, eða
leggja þeim fyrir nýja helgisiði, nema þar
sem það var nauðsynlegt fyrir trú og síð-
ferði, og buðu lærisveinum sínum að gæta
hins sama (sbr. 1. Kor. 8 og 10)«. jpessi orð
eru töluð alveg út í loptið, og hinir tilvísuðu
staðir tala alls ekki um helgisiði. f>að yfir
höfuð, að í brjefum postulanna eru hvergi
gefnar neinar ceremoníu-tilskipanir, sýnir
ljósast af öllu, að þeir hafa viljað að söfnuð-
irnir hefðu fullkomið frelsi í þessum efnum.
»Siðbótahöfundarnir fylgdu sömu regln ;
þeir álitu . . . hinn rómv. kirkjurjett ekki
bindandi fyrir sig . . ., en hjeldu samt o.
s. frv.« Hvað sannar höf. með þessu ?
Einungis það, að eins og þeir höfðu rjett til
að álfta hinn rómverska kirkjurjett ekki
bindandi fyrir sig (meðan þeir þó ætluðu að
stauda kyrrir í hinni rómv. kirkju), eins
hefir hver söfnuður á Islandi rjett til að á-
líta hinn dansk-íslenzka kirkjurjett ekki
bindandi fyrir sig (þó hann vilji standa kyr
í hinni evangelisku lútersku þjóðkirkju á ís-
landi). það að þeir (siðb.höf.) hjeldu sumu af
þeim helgisiðum, er þeir álitu sig eigi skylda
að halda, sannar auðsjáanlega ekki neitt.
Að éndingu vil jeg setja þessa merkilegu
ályktun þjóðkirkjuprestsins : »Postularnir
áminntu söfnuði sína um það, að hlýða lög-
unum og skipunum yfirboðara sinna o. s. frv.«
»Mundu þeir ekki hafa álitið lög og venj-
ur ríkiskirkjunnar nú á dögum hafa bind-
andi gildi ?«
Höf. ætlast auðsjáanlega til, að þessari
spurningu dirfist enginn að svara nema
með: jú, það mundu þeir hafa álitið. En
jeg svara henni : nei, það mundu þeir ekki
hafa álitið; svo framarlega sem maður ger-
ir ráð fyrir, að þeir hefðu kunnað að greina
veraldlega valdstjórn og borgaraleg lög frá
kirkjulegum tilskipunum, og sagt í því er
snerti hin andlegu efni, eins og þeir sögðu
forðum: framar ber að hlýða guðien möimum.
Eskifirði, 8. júlí 1884. Lárus Halldórsson.
HITT 00 pETTA.
Biddarakross fyrir snarræði. — Meðan |
Janvier de la Motte. nafnkenndur garpur í
liði keisarasinna á Frakklandi, sem andað-
ist í vétur, var amtmaður í Eure, á dögum
Napoleons þriðja, fjekk hann einu sinni
hraðfrjett um að keisarinn væri væntanleg-
ur þangað og að hann ætlaði að gera hann
að kommandör af heiðursfylkingunni. En
jafnframt kom honum og kvittur um, að
lýðveldissinnar þar í bænum, Eure, hefðu í
hyggju að fagna keisaranum með því að
hrópa: «lifi þjóðveldið!» «f>að stendur nú
líka svo vel á þvf, eða hitt heldur* segir
amtmaður við sjálfan sig; «það er svo sém
auðvitað, hvernig þá fer með þennan kross,
sem mjer er ætlaður», Hann hugsar sitt
mál, fer og finnur lögreglustjórann, segir
honum nöfn á oddvitum þjóðvaldssinna, og
skipar honum að taka þá og snara þeim í
varðhald. þetta var gert tafarlaust. Amt-
maður kémur síðan að fangelsisdyrunum,
lýkur upp og segir : «Heyrið mjer nú piltar
mínir! Jeg veit, hvað þið ætluðuð ykkur að
gera, og það er jeg, sem hefi skipað að snara
ykkur inn. |>ig hefðuð gert sama í mínum
sporum. Keisarinn stendur hjer ekki við
néma einn sólarhring. jpið megið panta
ykkur hvað sem ykkur langar í, dýrustu
krásir og kampavín, hispurslaust; jeg borga».
Lýðvaldsmönnum þótti vandi vel boðnu að
neita og settust að veizlu; átu og drukku ó-
spart, og voru hinir kátustu. |>egar keis-
arinn var farinn aptur, kemur amtmaður og
lýkur upp fyrir bandingjunum, og er nú
með orðubandið í hnappagatinu; þeim er
þá þeim mun ríkari í huga góðgjörðirnar
heldur en ofbeldisverkið, að þeir hrópa hver
í kapp við annan: »Amtmaðurinn lifi ! «J>ey,
þey; ekki skulið þið vera að því arna góðir
hálsar», segir amtmaður brosandi; of mikið
má að öllu gera». Ekki er þess getið, hvort
amtmaður setti veizlukostnaðinn á reikn-
inginn út af dvöl keisarans í Eure eða ekki;
en ekki er ósennilegt að hann hafi gert það.
AUGLYSINGAR
í samfeldu láli m. smálelri kosla 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orí 15 stala frekast
m. öcru letri eía setning 1 kr. ijrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Fornleifafélag. Ársfundr í félaginu
verðr haldinn á samkomusalnum í Hotel
Island, laugardaginn 2. ágúst kl. 5 e.
m. Sýndar verða myndir af bollasteinum
frá Skotlandi. rædd félagsmál.m.fl.
Hættulegur vinur
[bindindisbæklingur]
eptir
N. Dalhoff,
prest í Khöfn,
ný-prentaður, fæst á afgreiðslustofu Isafold-
ar og hjá ýmsum bóksölum vfðsvegar um
laud. Kostar 25 a.; sölulaun 4. hvert expl.
Hjá mjer var i fyrra sumar skilið eptir koflort
merkt „Sigriður Blöndal, Passagergods,
Stykkisholm“. J>etta koflort hefir verið til þessa
álitið eign frú S. Blöndal á Skarðsströnd ; en við
I Uomu hennar hingað fyrir nokkrum dögum kannast
hún ekki við að það væri sín eign. Koffortið er
blámálaö, stórt. Rjettur eigandi getur vitjað þess
til min gegn borgun þessarar auglýsingar.
Stykkishólmi í júlí 1884. E. Möller.
Anchor-lína.
i
flytur fólk frá íslandi til Winnipeg fyrir
10 6 kr. (ekki 177 kr., sem er prentvilla í
síðasta pjóðólfi). f>etta verð gildir frá 1.
júní til 1. nóv. Reykjavik 25. júli 1884.
Sigm. Guðmundsson.
Lækningabók
handa
alþýðu á íslandi
eptir
J. Jónassen,
dr. med.,
er nýprentuð, fæst hjá höfundinum og ýms-
um bóksölum landsins.
Kostar í kápu 3 kr.
Bænakver-og sálnia
eptir
síra Ulaf Indriðason á Kolfreyjustað,
2. útgáfa, nýprentuð,
fæst á afgreiðslustofu Isafoldar innb. á 25 a.
Landamerkjalögin
(17. marz 1882), prentuð sjer i lagi, fást á
afgreiðslustofu Isafoldar og hjá boksölum
víðsvegar um land, (send nú með strandferða-
skipinu) heft fyrir 12 aura, en 10 expl. í
einu fyrir 1 krónu.
Kitstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmi ja Isafoídar.