Ísafold - 10.09.1884, Síða 3

Ísafold - 10.09.1884, Síða 3
143 ila sinna, þó þau engan veginn sje fullnægj- andi og hið versta er, að við þau er sá mikli galli, að þau tvístra verzluninni og draga úr henni allan krapt, gjöra hana einokun- arlega og koma í veg fyrir alla verzlunar- keppni. Ef rjett er að gáð, þá eru hinir mörgu verzlunarstaðir eins og að nokkru leyti er bent á hjer á undan, svo dýrir, að undir þeim verður varla risið. Hið eina ráð til þess, að sannarleg not verði að verzlunarfrelsinu og verzlunin geti komizt hjá oss í betra og hagfelldara lag, er það, að sameina verzlunina sem mest á fáa kaup- staði1, þar sem geti komið nokkurt vöru- I) Meðan enginn kaupstaður er til í landinu, þar sem er nokkur kraptur saman kominn til verzlunar og verzlunarkeppni, er ekki að búast við öðru en að verzlunin verði í höndum þeirra, sem hún hefir verið hingað til, o: að dönsku kaupmennirnir hafa miðpunkt íslenzku verzlunarinnar í Kaupmannahöfn og allur hinn eiginlegi auður af verzluninni safn- ast þangað. Sem sýnishorn upp á þetta eru nokkr- ar tölur úr skýrslu kaupmanns Muus i Kaup- mannahöfn I 119. bls. ísafoldar þ. á„ sem sýna hvað mikinn ágóða og atvinnu íslenzka verzlunin gefur af sjer fyrir Dani eina, auk þess, sem aðrar þjóðir hafa gott af henni bæði Englendingar og Norðmenn, og er þetta samanlagt fram undir 3 miljónir króna. Menn geta varla sagt að sú at- vinna, sem kemur landinu til góða af verzluninni hjer, nái, að þeim undantekningum fráteknum, leng- ra en að taka á móti útlendri vöru úr útlendum skipum, geyma hana og selja eða skipta henni fyr- ir innlenda vöru með langri og brotamikilli reikn- ingsfærslu og skuldalistum og koma svo þessari innlendu vöru út á skip aptur, og svo stundum að flytja vörurnar á ýmsar úthafnir til að gera bænd- um hægra fyrir með að nálgast hana til heimila sinna. Til þess, að geta orðið islenzk verzlunar- vara verður hin ýmíslega útlenda vara af öllum tegundum að dragast saman í Kaupmannahöfn á eitt skip, lítið eitt af hverri tegund, og flytjast á hina mörgu smákaupstaði eða verzlunarstaði lands- ins, svo að hver verzlun komist sem næst því, að hafa allar nauðsynjar bænda i einni krambúð, svo er varan sem fyrir hana kemur flutt aptur til Kaup- mannahafnar, safnað þar hverri tegund fyrir sig á skip til útlanda til markaðanna. Yrði verzlunin hjer á landi sameinuð eða söfnuð á fáa staði i stað þess sem hún er nú tvistruð kringum allt land, og gæti þessi sundurdreifing á vörunni farið fyrst fram hjer á landi á þessum aðalkaupstöðum lands- ins, gæti það gefið mörgum manni atvinnu og sömu- leiðis útbúnaðurinn á henni til að flytja hana á aðalniarkaðina. Allir hljóta að sjá hvaða lykkja það er á leiðina fyrir fiskinn frá íslandi að verða fyrst að flytjast til Kaupmannahafnar og skipast þar upp og út áður en hann er fluttur til Spánar- Með því að safna þannig vörunum, sem flytjast eiga frá landinu á fáa staði og eins að flytja út- lendu vörurnar hverja tegund fyrir sig á fáa staði í landinu, og að bamdur sjáltír gætu stofnað fje- lög til að sækja vörurnar á þessa staði og flytja þangað sínar vörur, er fyrst hugsanlegt að baratto verzlunin eða vöruskiptaverzlunin verði af numin og jafnframt kaupstaðaskuldirnar, en þó því að eins að peningamarkaður verði stofnaður í land- megn saman og verzlunarkeppni, en það verður ekki með öðru en að bændur í stað þess, að stofna innlend verzlunarfjelög til að verzla á útlendum mörkuðum, komi smá- verzlunarfjelögum á fót, sém hafi færandi verzlun á innlendum markaði, þar sem bezt býðst. LÖggjöfin hefir nú búið í haginn fyrir slíkurn fjelögum með lögum frá 7. nóv. 1879 um sveitaverzlun, en hjer þarf annað til og meira, sem er innlendur pen- ingamarkaður eða seðlabanki, sem vonandi er að ekki líði langt um þangað til hann kemst á fót. En til þess að bændur geti flutt vörur sínar á þá staði, sem þær eru bezt borgaðar hjer innanlands og keypt aptur vörur með sem lægstu verði og flutt heim til sín, er bezta ráðið gufubátarnir, þar sem þeim verður við komið og svo góð- ir vagnvegir frá aðalkaupstöðum upp í sveit- irnar þar sem ekki verður haft not af gufu- bátnum. það sem jeg hefi hugsað mjer að ætti að vera ætlunarverk gufubátaferðanna er: 1. Að gjöra mönnum hægra fyrir að nálg- ast nauðþurftir sínar úr kaupstað held- ur en nú er, jafnvel þó fjölgað sé verzl- unarstöðum og undireins ódýrara, held- ur en þeir eru og útsendingar kaup- manna gjöra það, og ekki að eins að flytja það sem þeir þurfa úr og í kaup- stað, heldur einnig bæði skreið frá ver- stöðum og rekavið til húsagjörðar það- an, sem hann er að fá og í einu orði að ljétta alla flutninga fyrir bændum og ferðalög og efla með því viðskipti, við- kynningu og fjelagsskap þeirra á milli til framfara og þjóðþrifa. 2. Gjöra bændum unnt með sveitaverzlun og verzlunarfjelagsskap að losa sig smámsaman við hin mörgu ýmislegu vankvæði og mein, sem eru á verzlun- inni, en gjöra þeim unnt að sækja verzl- un á þá staði í landinu, þar sem sam- keppni er mest og hagfeldust og hagn- aðarmest að kaupa þarfir sínar og koma út vöru sinni innanlands. Hver maður, sem nokkuð hugsar um það, hlýtur að geta gjört sjer það ljóst fyrir huga sínum, að það er allt annað að ætla sjer að koma upp verzlunarfjelögum til að sækja vörur og selja á erlendum mörkuðum heldur en innlendum, því bæði eru slík fjeiög svo kostnaðarmikil að menn hafa engan krapt til þess að reka slíka færandi verzlun nema iuu sjálfu eða seðlabanki, og að bændur komi sjer upp sveitaverzlunum i smáfjelögum og flytji þang- að vörurnar og þaðan aptur til aðalkaupstaðanna á gufubátum eða þá á vögnum þar sem gufubátum verður ekki komið við. þessir aðalkaupstaðir tækju þá við nokkru af hlutverki Kaupmannahafnar meir og meir, eptir sem þeir efldist og bændur við hlut- verki íslenzku verzlunanna og smáverzlunarstaðanna. með erlendu fje, en þar sem fjeð er þang- að dregst allur ágóðinn. Hjer geta menn verzlað með sínu eigin fje og haft svo all- an hagnaðinn. þar verða menn að sjá allt með annara auguin og leggja út í það, sem menn aldrei geta gjört sjer neina ljósa hug- mynd um, en hjer geta menn kynnt sjer allt til hlítar og sjeð sjálfir eptir öllu með því að hafa þá menn til umsjónar, sem menn þekkja og trúa, og hjer ér allt svo einfalt og óbrotið og það sama að mestu leyti, sem menn eru vanir, svo að menn þurfa ekki að eiga eins mikið á hættu þó menn leggi fram fje til þessa. Sumir hafa reyndar þá ímyndun að það geti ekki orðið eins ábatasamt að verzla innanlands og taka dæmi af forfeðrum vorum, sem sóttu vörur til útlanda, en þeir gæta þess ekki, að nú er verzlunin erlendis orðin öldungis ólík því sem hún var þá, og það að hjer eru út- lendar vörur hjá kaupmönnum optast dýr- ari, en menn geta fengið þær með því að panta þær frá útlöndum, sannar öldungis ekki, að svo mundi verða, ef hingað yrðu fluttar vörur hver tegund fyrir sig og svo að miklu numdi á einn stað og keyptar aptur í dálítið stærri kaupum en nú tíðkast og einkum, ef þær væru keyptar fyrir borgun út í hönd. það liggur einnig í eðli hlutar- ins, að eins og nú er komið með gufuskips- ferðir og flutninga þá gjöra nokkrar hnatt- mílur frá eða til, som vörurnar eru fluttar, ekki mjög mikið til, heldur hitt að mikið verði flutt að og frá einum stað. Hin önn- ur mótbára eða efasemi, sem opt heyrist er sú að sveitaverzlararnir muni verða allt eins miklir einokarar eins og smákaupmennirnir, en til þess er auðsvarað, að fyrst og fremst geta bændur haft sjálfir sveitarverzlunina og ágóðann, þeir sem leggja fram fje til verzlunarinnar og hvort sem það eru fjelög eða einstakir menn, sem hagnaðinn hafa, þá kemur það aptur sveitunum til hags, og þær þurfa þess einnig sannarlega víðast hvar við, svo að hvernig sem það er haft þá rennur ágóðinn af sveitarverzluninni all- ur inn til sveitarinnar sjálfrar. Menn kunna að vantreysta þvf, að gufu- bátaferðir og sveitaverzlanir geti komizt hjer á, vegna efnaskorts og fleira, en þessu þarf ekki að kvíða, ef almenningur á ann- að borð vill leggja kapp og áhuga á það með samheldi og fjárframlögum eptir megni hvers eins. Hreppa- og sýslunefndir þurfa með beztu manna ráði að koma sjer saman um það, hvaða hafnir þeim sje héntugastar og hve margar til þess, að gufubáturinnkomi við á þeim og skipta sjer eptir því í smá fjelagsdeildir. Velja sjer deildarstjóra er gaugast fyrir því, að koma upp hæfilegum húsum við hafnirnar til að láta vörurnar í,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.