Ísafold - 20.09.1884, Qupperneq 2
146
ræðu á þingi; sum fá framgang, ýmist með
miklum eða litlum atkvæða mun, sem bezt
lýsir samkomulagi eða ósamkomulagi þing-
manna; sum eru felld, því fleiri eru á móti
þeim; en menu gæta þess opt lítið, hvaða
þingmenn það eru, sem málin fella; enda er
ekki ætíð svo hægt að sjá það, þegar at-
kvæði eru ekki greidd með nafnakalli, því
margir tala lítið, sumir alls ekkert í ýmsum
málum, og svo er ekki örgrant um að mönn-
um virðist éinstöku þingmenn greiða atkvæði
í nokkuð óllka stefnu við það, er þeir hafa
talað. — Sum málin verða ekki fullrædd
fyrir tímaleysi, stundum af því að einstakir
þingmenn, sem þeitn eru mótfallnir, reyna
til að tefja þau, allt hvað þeir geta; treysti
þeir sjer ekki til að fella málið strax bein-
línis, þá með því, að koma málinu í nefnd,
vekja síðan tvídrægni í nefndinni og stund-
um þrídrægni, svo hún sitji yfir málum sem
lengst, allt fram undir þinglok, sbr. stjórn-
arskrármálið á síðasta þingi. þegar þau
málin, sem útrædd verða af þinginu, koma
til stjómarinnar, þá virðist mörgum hún
samþykkja greiðlegast þau málin, sem
minnst sje í varið, en neita hinum, einkum
þeim, sem snerta þjóðfrelsi vort og komast
í bága við yfirttjórn Dana yfir oss, sbr. afnám
amtmannaemb., fjórðungaráðin og presta-
kosningarmálið; eða þeim sem snerta at-
vinnufrelsi vort, og virðast geta komiðíbága
við Dani eða þá, sem orðnir eru eitt með
Dönum, svo sem Færeyingar, því sumurn
þykir líta svo út, sem að dönskum Islands-
ráðgjafa, sem situr við Eyrarsund, só Ólafr
pá (Danir) og Ólafur uppá (Færeyingar)
eitt og hið sama; sbr. málið um fiskiveiðar
í landhelgi frá síðasta þingi. Slíkum málum
neitar stjórnin smátt og smátt og sumum
máske ekki fyr en komið er undir næsta
þing; af því léiðir, að vjer höfum svo lítinn
tíma til að búa málin undir þing aptur.
En hvernig er varið hinni tvískiptu steínu
þingsins? Vjer getum kallað aðra þeirra
þjúðstefnu en hina stjórnstefnu. þjóðstefn-
an leitast við að efla þjóðfrelsi vort og at-
vinnufrelsi. Stjómstefnan virðist lúta að
því að draga stjórnfrelsi vort og jafnvel líka
atvinnufrelsi sem mest inn undir yfirráð
danskrar ráðgjafastjómar, og þó að stjórn-
arskráin ákveði Islandi sjerstök landsrétt-
indi, þá vill stjórnarstefnan haga þannig
löggjöf allra vorra aðalmála og allri fram-
kvæmdarstjórninni, að þessi sjerstöku lands
rjettindi miðlist oss í framkvæmdinni úr
stjúpmóðurhendi hinnar dönsku stjórnar, að
nokkuru leyti með ráði hins danska þjóð-
þingis.
Stjórnarstefnan vill, að í stað þess sem
Lslendingar voru áður eins og Danir und-
ir dönskum einvöldum kouungi, þá skuli þeir
nú og hjer eptir verða háðir danskri ráð-
gjafastjórn, og að því leyti líka dönsku þjóð-
þingi, eem ráðgjafarnir era því meir eða
minna háðir ; en þjóðstefnan vill að vjer sjé-
um hvorki háðir danskri ráðgjafasjórn nje
dönsku þjóðþingi, heldur að vjer sjeum að
eins undir konungi Dana, með því stjórn-
arfyrirkomulagi hjer hjá oss, að vjer sjeum
jafnfrjálsir með tilliti til vorra sérstöku mála
eins og Danir era með tilliti til sinna sjer-
stöku mála; þjóðstefnan vill að Islendingar
sjeu bróðurlég sambandsþjóð Dana, en ekki
undirlægjur þeirra.
þegar vér lítum til alþingis, þá ér ekki
við öðru að búast, en að þar komi fram
báðar þessar stefnur; því svo mun það vera
á flestum þingum : hægri og vinstri menn í
Danmörku; Torymenn og Viggar á Eng-
landi; þjóðstjómarmenn og einvaldssinnar á
Frakklandi, þó þar sje nú enginn einvalds-
höfðingi.
þegar til alþingis er litið, þá virðast hinir
konungkjörnu með stjórnarfulltrúanum í
broddi fylkingar vera hinir eiginlégu stjóm-
arstefnumenn; því þó sumir þeirra sjeu
þjóðlega lyndir, þá virðast þeir optast nær
vera bundnir í báða skó, og enginn veit
jafnvel hvar skórinn kreppir að fætin-
um eins og sá sem ber hann. En hinir
greindustu og þjóðhollustu af hinum þjóð-
kjörnu, fyr meir með Jóni sál. Sigurðssyni
í broddi fylkingar, nú fyrirliðalitlir eða fyr-
irliðalausir, eru hinir eiginlegu þjóðstefnu-
menn. Sumir virðast vera, eins og ætíð má
við búast um nokkra, alstaðar og hvergi; og
það er þá komið undir dugnaði og lagi
stjórnstefnu- og þjóðstefnumanna, má ske
stundum undir blindri tilviljun, í hvem
flokkinn þessir lausamenn dragast. Meðan
Jón sál. Sigurðsson lifði með fullu fjöri, þá
voru þjóðstefnumenn greinilegur meiri hluti
þings, og þótti þá við ærið ramman reip að
draga, því minni hlutinn hafði optast ör-
ugga viðspyrnu í stjórninni; en hvað skyldi
þá vera, nú þegar stjórnstefuumenn virðast
vera orðnir greinilegur meiri hluti þingsins
og hafa sömu viðspyrnuna og áður?
Af því að allir finna það, að stjórnstefna
og þjóðstefna ættu að vera eitt og hið sama,
eða að hinir svo nefndu stjórnarmenn og
þjóðarmenn ættu að stefna að sama tak-
marki, þá munu stjórnstefnumennirnir hugsa
og segja: Vjer viljum ekki síður en þjóð-
stefnumenn, að þjóðin nái framförum og
farsæld. En þeir bæta máske þessu við:
Vjer einir og hin danska stjórn erum þess
umkomnir að leiða þjóð vora til framfara
og farsældar, því vjer einir kunnum stjórn-
fræði og hagfræði, og þessar vísindagreinir
eru svo háfleygar, að þær eru ekki meðfæri
almenuiugs, því það liggur stundum nærri
að vjer sjálfir ekki skiljum þessa háfleygu
speki, eins og hún hefir í sumum atriðum
myndazt í höfðinu á Dönum viðvíkjandi Is-
landi; en þegar skilninginn þannig skorta
fer, þeir skrafa í hljóði: Vjer skiljum ekki,
vjer trúum; vjerviljum ekki, vjer hlýðum,
því hlýðnin og trúmennskan eru vorar meg-
inlífsreglur, og heiðurinn, sem þeim fylgir,
vort eptiræskta hnoss.—Jeg þykist ekki
hafa neinn rjett til að ætla annað, en að
slíkir menn vilji þjóðinni vel; en mjer virð-
ist þeir álíta það hættuspil fyrir almenning
að hnýsast inn í hinn háfleyga leyndardóm
stjórnfræðinnar, þeir virðast álíta þá menn
stofna þjóðinni í hættu, sem upp hafa lokið
og upp vilja ljúka fyrir alþýðu hinni lengi
lokuðu bók stjórnarathafnanna; því, segja
þeir, síðan alþýða fór að lesa í bók þessari,
hafa ýmsir, sem áður þóttust vera frjálsir
og fullsælir, farið að álíta sig ófrjálsa og
vansæla, síðan hefir stjórnin og vjer, sem
settir höfum verið við stjórntaumana, átt í
harða höggi að halda í rjettu horfi, því
frekið verður hinum fáfróða lýð að sjálf-
ræði; og þetta hefir valdið nokkurri misklíð
milli stjórnstefnunnar og þjóðstefnunnar,
og af því hefir leitt, að stjórnin og stjórnar-
sinnar hafa álitið þá, sem upp höfðu lokið
og upp vildu ljúka hinni lokuðu bók stjórn-
arathafnanna, nokkurs konar æsingamenn ;
en þetta álit ætla jeg miður rjett og miður
þjóðhollt.
Fyrst nú bók þessari er einu sinni lokið
upp og þjóðin lærir að lesa línurnar og
sumir máske milli línanna, þá ætla jeg
hollast að hvetja alþýðu til að halda áfram
að lesa, og að lesa rækilega. Jeg álít það
skyldu hvers manns, sem um það er fær,
að hvort sem hann er kallaður stjórnstefnu-
eða þjóðstefnumaður, að leiðbeina alþýðu í
þessum lestri og koma henni í sem rjett-
astan skilning á því sem hún les. þeir
menn, sem þannig leitast við að leiðbeina
alþýðu manna, virðast eiga allt annað skilið
en að vera álitnir og kallaðir æsingamenn,
því slík viðleitni mundi verða til að sefa
én ekki til að æsa; þá mundu stjórnstefnu-
og þjóðstefnumenn smátt og smátt koma
sjer æ betur og betur saman, ekki að eins
um takmarkið, sem þeir stefna að, heldur
og um aðferðina til að ná þessu takmarki.
Að þessu mundi það styðja meðal annars,
ef menn gætu almennt fengið sem rjettasta
skoðun á stjórninni og þinginu, á verksviði
þeirra hvérs fyrir sig og sameiginlegum
störfum þeirra og þeim áhrifum, sem þau
hljóta og eiga að hafa hvert á annað.
þegar menn tala hjer um stjórnina og
og þingið, þá virðist opt svo, sem menn ætl-
ist til að þingið hafi fyrirleikinn að flestu
því, sem þjóðinni horfir til framfara. Sum-