Ísafold - 20.09.1884, Page 3
ir koma jafnvel með þá ástæðu, fyrir því,
að svona eigi það að vera, að alþingismenn-
irnir hljóti að vita betur hvað þjóðinni
hagar bezt heldur en stjórnin; menn þykj-
ast geta sýnt að sumar uppástungur eða
frumvörp stjórnarinnar hafi ekki verið svo
þjóðleg sem óskandi hefði verið, og allt of
q, mikið sniðin eptir dönskum lögum og
r/> stjórnarp-háttum, og sum máske byggð^ á
miður þjóðhollum skoðunum á sambandi ís-
lands og Danmerkur. En þó að nú eitt-
hvað skyldi vera hæft í sumum þessum á-
stæðum, þá er það engin sönnun fyrir, að
svona eigi eða þurfi að vera. Ef frum-
vörp stjórnarinnar eru ekki þjóðleg, þá kem-
ur það til af því, að hún þekkir ekki til hlít-
ar hvað bezt hagar landi voru og þjóð, og
máske líka af því, að hún samkvæmt skoð-
un sinni á sambandi Islands og Danmerkur
vilji leitast við að sníða þjóð vorri allt of
útlendan stakk, sem aldrei getur farið henni
vel. Og af hverju skyldi þetta koma frem-
ur en því að yfirstjórn vor er skipuð útlend-
um mönnum, sem búa í öðru landi, ólíku
voru landi, og hjá annari þjóð, að mörgu
leyti ólíkri vorri þjóð ? jpetta er það sem
þarf að breytast, svo að stjórnin geti orðið
landi voru og þjóð það sem hún á að vera.
Og hvað á þá stjórnin að gera? Úrlausn
þessarar spurningar liggur í 1. gr. stjórnar-
skrárinnar, því þar stendur svo: Löggjaf-
arvaldið er hjá konungi og alþingi í sam-
einingu, sem er hjer um bil sama og sagt
væri: hjá ráðgjafanum fyrir Island og alþingi,
því konungur er ábyrgðarlaus, en ráðgjafinn
hefir alla ábyrgðina, væri hún annars nokk-
ur í raun og veru hvað Island snertir. Enn
fremur segir þessi fyrsta grein stjórnar-
skrárinnar: Framkvæmdarvaldið er hjá
konungi, sem er hjer um bil það sama og
sagt væri: Framkvæmdarvaldið er hjá ráð-
gjafanum eða ráðgjafasjórninni, sbr. aðra
grein stjórnarskrárinnar. þegar nú stjórn-
in og þingið hafa löggjafarvaldið í samein-
ingu, þá er að gæta þess, hvernig eðlilegast
er að stjórn og þing vinni að þessu sam-
eiginlega verki sínu, að semja lögin. Lögin
rniða eða eiga að miða ekki að eins til að
við halda allsherjar reglu og góðum siðum
meðal þjóðarinnar, og til að efla bæði sér-
staklega og almenna menntun hennar, held-
ur líka beinlínis til að bæta efnahag lands-
manna, meðal annars oinkum með því að
vernda hvern atvinnuveg sem bezt fyrir sér-
hverju því, sem getur orðið honum til
hnekkis eða tálmunar.
því betur sem það heppnast að semja
lögin þannig, að þau eigi vel við alla sér-
staka staðhætti og þjóðerni þjóðarinnar,
þess betra verður siðferðiðr þess meiri og
almenuari þjóðmenntuuin, í þess betra lagi
atvinnuvegirnir og því meiri árangur af at-
vinnunni, þjóðinni til framfara og farsæld-
ar, það er að segja ef lögunum er rækilega
framfylgt af stjóminni, sem hefir fram-
kvæmdarvaldið, og fúslega hlýtt af þjóðinni.
Góð lög, árvökur og dugleg framkvæmd-
arstjórn og eindregin hlýðni við lögin, sprott-
in af virðingu fyrir lögum og stjórn, eru
hinar traustustu borgaralegu undirstöður
undir menntun, siðgæði og verklegum fram-
förum þjóðarinnar.
Skilyrðin fyrir því, að lög geti til orðið,
ýmist frumsmíðuð eða gerð upp úr eldri lög-
um, eru þetta þrennt: 1., að lagafrumvörp
sjeu samin annaðhvort af stjórninni eða ein-
stökum mönnum meðal þjóðarinnar; 2., að
frumvörp þessi verði lögð fyrir þingið og
þau rædd og samþykkt af báðum deildum
þingsins breytt eða óbreytt; 3., að frum-
vörpin verði síðan lögð fyrir stjórnina og
samþykkt af henni.
Hið fyrsta atriðið af þessum þremur virð-
ist nú vera mesta vandaverkið ; »því varðar
mest til allra orða, að undirstaðan rjett sje
fundin«. jpegar menn spyrja því að, hvort
eðlilegra muni og hagfeldara, að stjórnin eða
einstakir menn meðal þjóðarinnar taki að
sér þetta vandaverk að semja lagafrumvörp-
in, þá virðist auðsætt að svara: Sá sem
til þess hefir betri menntun, fullkomnari á-
höld og hagfeldari kringumstæður; og það
virðist aptur vafalaust, að það sé einmitt
stjórnin, sem stendur betur að vígi í þessu
efni heldur en nokkur annar. það má búast
við að í stjóminni sitji þeir menn, sem hafi
meiri og fjölhæfari menntun en flestir aðrir,
stjórnin sem framkvæmdarstjórn hefir í
sinni þjónustu menn, sem hver fyrir sig hefir
lagt fyrir sig sjerstakleg vísindi eða sjerstak-
legan iðnað eða atvinnu, og sem hlýtur því
að vera betur að sjer í sinni vísindagrein
eða iðnaðar-og atvinnugrein heldur en aðr-
ir. Að þessum mönnum getur stjórnin
heimtað skýrslur og álit þeirra um þau mál-
efni, sem við má búast að þeir sjeu bezt
að sjer í, og sjéu þeir í opinberri þjónustu,
geta þeir ekki neitað stjórninni um slíkar
skýrslur og álit. Stjórnin getur jafnvel skip-
að fleiri menn saman í nefnd til þess að íhuga
og segja álit sitt um þau málefni, sem hún
álítur þá bezt að sjer í, samkvæmt mennt-
un sinni og verknaðarstöðu. þegar stjórn-
in hefir nú féngið allar viðkomandi skýrslur,
og álit þeirra manna, sem ætla má að bezt
sjeu að sjer um það og það málefni, þá
virðist auðsætt að hún muni vera færari
um að semja hyggilegra og hagfeldara laga-
frumvarp um þetta eða hitt, heldur en nokk-
ur annar einstakur maður. þess er líka
gætandi, að enginn ætti betur að finna gall-
ana á verkfærunum heldur en iðnaðarmaður-
inn sem þau brúkar, og enginn ætti betur að
geta sjeð hvernig verkfærunum megi breyta
til batnaðar, heldur en verkstjórinn, sem
á að sjá yfir allt verkið bæði í einstökum
greinum og í heild sinni og stjóma því; því
auk þess, sem hann er vísindalega mennt-
aður fyrir starfa sinn, og ætti að því leyti
að geta sjeð eptir vísindalegum reglum,
hverju og hvernig breyta mætti til batn-
aðar, þá kennir líka reynslan honum, að
því leyti hann er iðnarmaður og verkstjóri,
svo margt, sem honum ekki hefði hug-
kvæmzt eptir reglum vísindanna. þetta eru
ekki tómar hugsmíðar, heldur líka reynsla.
Nú eru lögin verkfæri stjóruarinnar; með
þeim og eptir þeim á hún að stjórna þjóð-
inni til framfara í einstakri og almennri
menntun og siðgæði, og iðnaði eða atvinnu yfir
höfuð; það má ekki ætla lögunum að setja
hverjum manni einskorðaðar reglur í öllum
smáatvikum hfsins, um það hvað menn eigi
að gjöra og hvað menn ekki megi gjöra; því
engum lögum mundi unnt að telja upp allt
einstakt sem fyrir getur komið í lífi og
framkvæmdum manna, og þó slík lög gætu
verið til, þá mundu þau verða til þess að
útiloka að miklu eða öllu leyti frjálsa
starfsemi, sem á þó að vera lífið og sálin
í 8törfum og framförum þjóðarinnar. Lög-
in þyrftu að vera þannig löguð, að þau kæmi
mönnum til að gjöra það af náttúrunni, sem
lögmálið skipar, þannig að hver einstök
starfsemi yrði heimfærð undir meginsetning-
ar og anda laganna. Englendingum og
Ameríkumönnum hefir víst tekizt flestum
þjóðum betur að knýja fram frjálsa starf-
semi manna innan vebanda laganna og í
anda þeirra. En það er ekki vandalítið
verk að semja slík lög; það veitir því ekki
af, að þeir sem lagafrumvörpin semja í
fyrstu, sjéu vel menntaðir menn, hafi öll
föng sem fengizt geta við hendina og allar
kringumstæður sem hagkvæmastar. það er
því varla við að búast, að lagafrumvarp sem
samin eru á svipstundu með litlum undir-
búningi og ónógum fönguin, verði í góðu lagi.
(Meira).
•j- cíj-ctu-n
. (Undir nafni systra hans).
—»<—
Hann var okkur mdki og móðir
oc/ mildur faðir um leið.—
0, hjartans bliðasti bróðir,
hver bot er við þínum deyð?
pú varst hinna bcztu beztur
i brceðra sorg og þraut ;
þú varst hinna mestu mcstur
á manndóms hárri braut.