Ísafold - 01.10.1884, Blaðsíða 2
154
um land og koma við á Akureyri. Og þeg-
ar um böru er að ræða, þá gengur það glæpi
næst að tiækja þeim svona landshorna
milli, án þess að nokkur kunnugur sje með
þeim ; margir óbótamenn fá betri meðferð.
Kjörseyri við Hrútafjörð 16. júlí 1884.
Finnur Jónsson.
--»C-- --»«-- --------»«--
þessi hrakningur á vesalings-barninu er
auðsjáanlega því að kenna, að hlutaðeig-
anda hreppstjórar hafa óhlýðnazt því sem
fyrir þá var lagt í vegabrjefinu ; því að þar
stóð eigi einungis, að það skyldi flytjast
hrepp lír hrepp, heldur »rjetta flutningsleið
frá hreppstjóra til hreppstjóra, og haga
flutningnum svo, að lífi og heilsu þurfa-
lingsins sje enginn háski búinn«. þetta boð
hafa þeir brotið bæði með því að flækja
barninu vestur í Dali, í stað þess að láta
það fara almannaveg, norður Holtavörðu-
heiði o. s. frv., og eins með því að hafa
ekki nægilegt eptirlit með að sæmilega
færi um það. Aó öðrum kosti ætti jafn-
þroskuðu barni fullhraustu að véra óhætt
á slíkum flutningum um hásumartímann,
þótt enginn kunnugur fylgdi því; enda
mun það regla þess yfirvalds, sem hjer ræð-
ir um að minnsta kosti, að láta yngri börn-
um jafnan fylgja kunnugan kvennmann.
Að senda þurfaling með strandferðaskipun-
um landshorna á milli er vafasamt hvort sam
rýmt verður við núgildandi reglur um nið-
urjöfnun kostnaðarins, og kostar auk þess
sjálfsagt fylgd kunnugs kvennmanns, ef
börn eiga í hlut, engu síður eða jafnvel
öllu fremur en landveg.
Að öðru leyti er eigi ólíklegt að engin
vanþörf væri á, að fá einhverjar umbætur á
reglunum um þurfamannattutning, eigi síð-
ur en sum önnur atriði í fátækralcggjöf
vorri. Bitstj.
Enn um Reykjanes-eyna. Herra
konsúll Paterson hefir sent Isafold svolát-
andi grein, út af því sem stóð í síðasta
blaði:
Herra ritstjóri! Ef þér og lesendur blaðs
yðar eruð ekki upp gefnir orðnir af fregnun-
um, sem borizt hafa um hina nýju ey við
Reykjanes, þætti mjer vænt um ef þjer
vilduð gefa mjer tækifæri til að lýsa skoð-
un minni á þessu máli.
Að þessi ey sé til, getur engum efa verið
bundið; eg hefi sjeð hana eigin augum, og
eg get fullvissað yður um, að enginn »blett-
ur« var á glerinu í mínum kíki, nje vita-
varðarins heldur, því að eg brúkaði þá báða.
•Sjón er sögu ríkari«, og eg er enn fullviss
um, að eyjan er til, hversu mörgum frönsk-
um og dönskum herskipum sem hefir mis-
tekizt að koma auga á hana; því að eptir
rjettum hugsunarreglum er það atvik, að
eg sá eyna eigin augum, sönnun fyrir því,
að hún er til, þar sem það, að aðrir menn
hafa ekki sjeð hana, sannar ekki annað en
að—þeir sáu hana ekki.
Mjer er ókunnugt um það, hvert eða hversu
langt herskipin hafa leitað ; en þess ber vel
að gæta, að miklum mun er víðsýnna af há-
um hnjúk, er eg sá eyna af, heldur en af
þilfari skips, eða jafnvel af siglu. Hinn
franski sjóliðsforingi sá að eins tvær eyjar,
eptir því sem í brjefi hans stendur, nefnil.
Eldey og Eldeyjardrang, þegar hann fór um
þessar slóðir. Eg sá einnig þessar tvær
eyjar mjög greinilega ; en þegar upp birti,
sá eg þar að auki þriðju eyna, sem hann
sá ekki, og er hún hin nýja ey. Auk mín
hefir Jón Gunnlögsson vitavörður,tveir frakk
neskir sjóliðsforingjar og margir aðrir séð
eyna, og getur varla öllum hafa skjátlazt,—
því að það er ósennilegt, að menn með heil-
brigðri skynsemi sjái það, sem ekki er til,
en aptur á móti getur það auðveldlega fyrir
komið, að menn ekki sjái það, sem þó er
til;—ekki heldur er það sennilegt, að blett-
ur hafi verið á kíkis-glerum allra okkar, og
hann eins lagaður á þeirn öllum.
I skýrslu þeirri, er eg sendi yður, eptir að
eg hafði sjálfur skoðað eyna, var eitt atriði,
sem þjer hafið eigi látið prenta, að líkind-
um vegna rúmleysis, en sem eg vildi að
menn tækju eptir; og það er, að þó að eg
álíti, að eptir þeirri stefnu, sem eyjan ligg-
ur í, geti það ekki verið Geirfugladrangur,
eins og sumir ætla, þá virðist mjer, bæði
eptir legu hennar, og eptir því sem ráða
má um fjarlægðina, eigi ósennilegt að hún
sje annaðhvort rjett við Geirfuglasker, eða
að hún sje Geirfuglaskerin sjdlf, breytt orðin
og hcekkuð af eldsumbrotum. Mjer er sagt
að Geirfuglaskerin sjeu lág og flöt ey, og
mundi því naumlega sjást frá landi, en hefði
nú eldur verið uppi í skerjunum eða nálægt
þeim, svo að þau af þeim orsökum hefðu
hækkað eða stækkað og breytt lögun sinni,
svo að þau gætu sjezt frá landi, þá gæti
litið svo út, sem ný ey hefði upp komið. Ef
svo er, hafa báðir málspartar rjett fyrir sjer
að nokkru leyti, þeir sem segja að engin ný
éy sje við Reykjanes og þeir sem segja að
ný ey sje þar upp komin, og mega þá hvor-
irtveggja vera ánægðir.
Hafnarfirði 28. sept. 1884.
W. G. Spence Paterson.
Sýtt yerzlunarfyrirtæki uyrðra.
Isafold er skrifað úr Húnavatnssýslul7.sept.:
Með tíðindum má nefna verzlunarfyrir-
tæki Húnvetninga og Skagfirðinga, sem f
sumar hafa fengið töluverðar vörur hjá hra
Slimon f Leith, og sem þeir eiga að borga f
haust með sauðum og peningum. Við köll-
um þetta töluverð tíðindi, af því að það má
heita hii^i fyrsti verzluuarvísir hjer, sem
virðist benda á betri framtíð í þeirri grein,
beuda til, ef lán og skynsemi er með, að sá
tími sje eigi fjarri, að hin uorðleuzka verzl-
un taki verulegum umbótum. Jeg kann að
skýra nánara frá fyrirtæki þessu síðar, eink-
um hvað framtíð vora snertir, því svo er
ráð fyrir gjört, að fjelag sje stofnað í þess-
um tilgangi, en eigi líkt því sem hefir átt
sjer stað hjer áður. Jeg læt nægja aðþessu
sinni að geta þess, að oss þótti ærinn mun-
ur að viðskiptunum við Slimon eða vora
kaupmenn. Vjer pöntuðum ekkert afkram-
vöru í þetta sinn, en talsvert pöntuðum vjer
af kaffi, sykri, overhead-hveiti, klofnum
baunum, kolum, saum o. fl., t. d. ljáblöð-
um, brýnum og steinolíu. Flestar vörurnar
voru betri en vant er hjer að vera í búðum
og auðvitað allar ódýrari. T. d. var kaffi
ágætt á 47 a., hvítasykur 27, kandís 34,
overhead-mjöl á liðugar 10 kr. sekkurinn
(130 pd.), klofnar baunir sörnul. 14 kr. 40
a., hrísgrjón rúmar 13 kr., steinolía 12 a.
pundið, ljáblöð 85 a., brýni 19 a. Auðvitað
er, að nokkur kostnaður leggst á þetta, svo
sem uppskipun og ómök ýms; en munurinn
er þrátt fyrir það mikill, auk þess sem verzl-
un þessi, ef hún gæti haldizt, er sveita-
bóndanum hin haganlegasta, þar sem hann
borgar með fje heima f sveit sinni. í áformi
er að byggja einfalt hús á Sauðárkrók til
að hafa vörurnar í meðan þær eru afhentar.
lleimkomnir vesturfarar. Með
strandferðaskipinu kom í f. m. til Sauða-
króks nokkrir vesturfarar alfarnir heim hing-
að aptur, hafandi fengið nóg af vistinni í
Ameríku. »Illt er að komast af hjer, en
hálfu verra í Ameríku«, er haft þeim ein-
hverjum. Nafnkenndasturþeirra er Sveinn
bóndi f Sölvanesi, er sigldi í fyrra.
Manntjón af slysförum. í aftaka-
veðrinu fimmtudag 11. (ekki 12.) f. m. fór-
ust 2 bræður, ungir piltar, af bát í fiski-
róðri frá Höfða á Höfðaströnd, einkasynir
ekkju þar.
Tveir menn er sagt að hafi drukknað í
hinum mikla þilskipafaraldi í þessu sama
veðri við Eyjafjörð. Tala þilskipanna, sem
brotnuðu, er nú sögð 40—50, þar af 3 ís-
lenzk.
Um miðja f. m. drukknuðu tveir ung-
lingsmenn úr Landmannahreppi í Skála-
vatni, sem er eitt af hinum svo nefndu
Veiðivötnum eða Eiskivötnum fyrir vestan
Skaptárjökul. þeir hjetu Stefán Guðlögs-
son frá jpúfu og Eiríkur Jónsson frá Lún-
aðsholti. þeir voru þar ásamt 10 mönnum
öðrum við silungsveiðar, er höfðu skipt sjer
um vötnin, á ljelegum bátum að mælt er.
Bátur þessara, sem druknuðu, fannst loks
rekinn á land mannlaus.
Hinn 10. sept. rak upp á Eyrarbakka lik
af tveimur útlendum sjómönnum. Annar
þeirra var að mestu leyti nakinn, en hinn
nærfelt í öllum klæðum, og helzt líkur til
eptir búningnum, að hefði verið aunaðhvort
skipstjóri eða stýrimaöur á frakknesku skipi.