Ísafold - 01.10.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.10.1884, Blaðsíða 3
155 Dáinn 1. ágúst þ. á. að Klausturhc < am Grímsnesi eptir langa legu Brynjúlýur 2L ’lsteð, i souur Jóns prófasts Melsteðs (f 1872) og íitein-1 unnar Bjarnadóttir (amtmanns), fæddur 23. nóv. 1857. Hann var bezta mannsefni, gleði og stoð móður sinnar, hugljúíi allra þeirra er hann þekktu. * Laxaklak.ð á Reynivöllum. Skrifað það- an 27. f. m.: Hinn 23. þ. m. kom laxveiða- maðurinn sænski hingað; í gær og í fyrra dag var verið að búa til kassann til að geyma lax- inn í. Hann er 3 álnir á lengd, 2 á hæð og 1 s/4 á dýpt, og alstaðar þumlungsbil á milli borðanna nema í lokinu, svo vatnið geti runn- ið gegn um hann. f>á er búið var í gærdag að setja liann út í ána og festa hann vel, var reynt að draga á, og fengust 5 laxar: 3 hrygn- ur og 2 hængar, og var það laxamanninum mikill gleðifengur, enda er nú skilyrði fyrir klakinu fengið. Á mánudaginn kemur verður byrjað á klakhúsinu, sem fljótt verður svo í standi, að nota megi, enda er tíminn nógur, þvi laxamaðurinn segir, að hrygnur þær, sem fengnar eru, verði eigi gotfærar fyr en í októ- ber seint. Ef klakið lánast, sem jeg vona, væri óskandi að menn vildu kynna sjer lijer aðferð- ina. j>cg:ii' veður leyfir, verður haldið áfram að reyna að veiða laxa, þangað til fengnar eru minnst 20 hrygnur. Gjörræói póstskipsformanns. ísafold er skrifað nýlega af áreiðanlegum manni í Skaga- firði eitt þess konar dæmi, eins og hjer segir: Gott væri ef þjer vilduð geta þess í blaöi yðar, hvernig Thyra fór með okkur hér síðast. Hún kom hingað miðvikud. 6. ágúst kl. 8 f. m. Var þá stinningskaldi á norðaustan og nokkur sjógangur, því í 3 undanfarandi daga hafði gengið drif, sem nú var óðum að ganga niður og báruna að lægja. fegar er Thyra varlögst, kom stýrimaður að vanda í land með póstbrjef- in; en í stað þess að afhenda pokann sjálfur, og taka um leið á móti póstbrjefum hjeðan, rjettir hann poka með brjefum og bögglum upp á bryggjuna, heldur síðan aptur til skips- ins, áu þess að hafa stigið hjer fæti á land, og að vörmu spori er akkerum ljett á Thyru og hún komin á rás út fjörð. Ekki gaf stýrimað- ur sjer einu sinni tima til að biðja þá, er við pokanum tóku, að koma honum til póstaf- greiðslumannsins. Hjer á pósthúsinu lá fjöldi af brjefum og bögglum, þar á meðal um 2000 krónur í pen- ingum, var það fje að mestu ætlað fyrir pant- aða muni, sem koma áttu með þessari síðustu póstskipsferð frá Höfn; liefði það verið ómet- anlegt tjón fyrir marga, ef brjef þessi og böggl- ar hefðu ekki komizt nú, og því tók póstaf- greiðslumaður hjer það ráð, að senda með póst- inn norður á Akureyri, og er vonandi, að gufu- skipafjelagið verði látið borga póststjórninni þá ferð. Kaupmaður Popp, sem manna mest hefir not- að Thyru í sumar, stóð hjer albúinn með far- angur sinn, og auk þess 8 naut og 80 ullar- balla, m. fl., sem fara átti með skipinu; varð hann nú að bregða við og ríða norður-á Akur- eyri. Pjetur kaupmaður Sigurðsson hafði látið reka liesta norður, sem fara áttu með skipjnu þaðan, eu alt heyið lianda þeiin lá hjer og átti að flytja hjeðan i skipið;varð I.ann nú líka t') ríða norður til að útvega sjer hey. Hjer voru auk lierra Popp nokkri' . sem beð- ió höfðu í 2 daga eptir skipmu og fara ætluðu i með því austur og norður, en urðu nú að hætta við ferðina; líka hafði eitthvað af farþegjum verið á skipinu, sem fara ætluðu hjer í land, en urðu nú að fara í land á Siglufirði og Ak- ureyri. |>etta athæfi skipstjóra og stýrimanns þykir okkur hjer óþolandi, og skiljum vjer ekki hvernig á þvi hefir staðið, að þeir skyldu fara svona að ráði sínu í þetta skipti, því þeir hafa báðir kynnt sig hjer mikið vel, komið lipurt fram og ljúfmannlega. Ekki verður veðri um kennt; því, eins og áður er sagt, var drifið auðsjáanlega að ganga niður og sjó að lægja, enda var orðið ládautt um kvöldið; loptþyngd- armælirinn var líka farinn að hækka er skipið kom, svo ekki var sýnilegt að nein hætta væri fyrir þá að tefja hjer dálítið lengur. Ekki var heldur verra í sjóinn, er Thyra kom, en svo, að auðvelt var, að áliti allra, er vit hafa á, ekki að eins að skipa fram ullinni og heyinu um daginn, heldur og líka nautunum. Vetrarhugvekja. Hrakspár engar þurfa þó, því að uafnið vetur Til aðvörunar ærið nóg Öllum þjenað getur. Nafnið vetur ætti að hafa mikið gildi, til aðvörunar, að menn hjer á landi búi sig sem bezt að kostur er á undir þenna harða og hættulega tíma ársins, ekki einungis hvað hina næstu þörf áhrærir, það er fæði og klæði, heldur á líka nafnið vetur að halda mönnum vakandi að tryggja sem bezt þá hluti, sem gefa fæði og klæði, og framleiða hjá oss brauðið úr jörðinni. Hve nær er þá meiri þörf en-nú að nafnið vetur hljómi fyrir eyrum vorum og haldi oss vakandi, þar sem nú má telja um garð gengið, hvað heyafla snertir, eitt hið þrauta- mesta sumar hjer sunnanlands, og sem ein- ungis er af hinum langvinnu úrkomum og þerrileysi, en hvorki af veikindum eða gras- leysi. |>að sem oss sveitabændum ætti að vera mest um hugað, af tímanlegum hlutum, næst lífi og heilsu sjálfra vor og heimilismanna vorra, er líf og heilsa, vöxtur og viðgangur húsdýra þeirra, er vjer höfum undir hönd- um, því þar á byggist líka að meira eða minna leyti velvegnan vor, já, meira að segja líf og heilsa. Fátæktin er svo bezt heiðarleg, að hún sje ekki sjálfsköpuð vfti, ekki sprottin af eyðslusemi, iðjuleysi, eða óráðþægni við sjer betri menn, og slíkum er það rjett, að þeir sjeu sviptir fjárforræði, og missi af borgara- legum rjettindum. Dæmi eru til, að menn út úr vafsi og fjárskortihafafallið enn dýpra og komizt á bekk sakamanna, auk þéss að þó að hæfilegleikar sjeu, þá gætir þeirra lítt þegar fullur fjeskortur er kominn. það er því siðferðisleg skylda hvers manns, að varðveita fyrst mannorð sitt og svo fjár- forræði eða fjárhag, svo hann verði ekki öðrum háður, því eins og það er aðalskil- yrði fyrir vexti og þrifnaði þjóðanna, eins er það fyrir hvern einstakan mann. Maður- inn er settur yfir dýrin til þess að gera sjer þau á skynsamlegan og heiðarlegan hátt undirgefin og arðsöm, en ekki til að mis- þyrma þeim eða drepa þau úr hor, því þar mun þó eitt sinn koma, þó ekki væri annað, að Allar skepnur með einni raust Áklaga sekan vægðarlaust. Nú höfum vjer fengið lög um horfelli á skepnum ; vaki nú hreppstjórar og hrepps- nefndir, áminni og aðvari, og vökum allir eptir mætti, svo að voru tímanlega gagni sje borgið og vjer sleppum við ábyrgð hjer og síðar meir. þeir munu fáir, sem hafa efni á að kaupa kornfóður til muna. Bina ráðið verður því fyrir allan þorra manna að skera nú f haust nokkuð djarft og skera hyggilega. Sauði og roskið fje ætti að spara til skurðar, það sem er á góðum aldri, en skera gamalær, lömb og gamalkýr, eptir hvers kringumstæðum. Sama er að segja um gamalhross. þau lifa ekki á litlu og ljelegu. Gott er að sauma fyrir veturgamlar gimbrar. Með því þurfa þær hálfu minna fóður á útmánuðum en lembdar ær, og betra að eiga þær geldar en lambgotur eða máske horfallnar. það er von að mönnum þyki sárt að skera bjargar- gripinn eða lömbin. En gætum hins gamla málsháttar : Hollur ér haustskurður. Höf- um engar hrakspár; búumst við meðalvetri; en til að þola hann, mun allur fjöldinn þurfa að brýna hnífinn optar en einu sinni. Er því ráð að Búast um hið bezta Og brynja allt sitt lið, því seint er frið að festa þá fjendur ríða’ um hlið: það er harðindi, hungur og hordauði. Kotkakl. f þórður prófastur þórðarson. Mjer glatt á hvarmi titrar tár, er trautt þó vœtir kinn, pví pórðarson er pórður nár, og það var vinur minn. líann fjekk að deyja: fógnum þvt, að fallvalt lífið er; hans líf var þraut,—og lífi í hann lifði eigi sjer. I \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.